Morgunblaðið - 04.12.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1969, Blaðsíða 11
MOBGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1969 11 Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR „Það þarf meira en duglegan asna í góðan sjómann“ Siguirjón á Garðari. Endur- minningar Sigurjóns Einarsson- ar skipstjóra. Skuggsjá Hafnar- firði 1969. Hersteinn Páisson bjó til prentunar. Jafnan hefur verið svo rfkt í mér sjómannsblóðið, að ég hef yfirleitt fylgzt allvel með því, sem gerzt hefur athyglisvert í sjósókn, veiðiaðferðum, afla- brögðum og útvegsmálum, og svo hef ég þá auðvitað fest mér í minni nöfn þeirra manna og afrek, sem fnam úr hafa skarað á einn eða annan hátt. Um Sig- urjón Einarsson varð mér Það snemma ljóst, að þar mundi stýra knetrri ekki aðeins glöggur og vel fær sjómaður og aflakló, heldur engu síður maður mikill- air gerðar og góðra gáfna. Ég tók og eftir því, að hann var með ágætum ritfær, einarður, rökvís og gæddur ríkri ábyrgð- artilfinningu gagnvart stétt sinni, atvinnuvegi og þjóðinni allri, og þótti mér mikils um það vert, hvort sem ég var ávallt sammála því, er hann hélt fram — eða hafði sitthvað við það að athuga. Og þá er fundum okkar bar saman, leizt mér maðurinn mjög í samræmi yið þær hug- imyndir, sem ég hafði gert mér um htanm af verkum hans og skrifum. Nú er hann allur, og að hon- um látnum þótti mér miður að hafa ekki haft af honum meiri kynni en þau er fylgdu tveim- ur samfundum, og varð ég því bæði ieginn og farvitinn, þegar ég frétti, að hann hefði skrifað endurminningar sínar, þá er hann hafði að fullu dregið „nökkvann í naust“ — ag að þeirra mundi von á þessu hausti á bókamarkaðinn. Og ég varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum við lestur bók arinnar. Hún er vel rituð og rökvíslega, og virðist mér höf- undurinn koma þar hvarvetna firam eins og hann var klædd- ur. Hann segir í ekki ýkja löngu máli frá bernskuárum sínum í Hafnarfirði, en dregur upp skýra mynd af heimili og högum foreldra sinna og einnig af þeim sjálfum, en þau hafa auðsjáan lega bæði verið raunsæ og mik- ilhæf, þótt ekki væri hjá þeim mikil salakynni eða auður í garrði fireksar en hjá öðru al þýðufólki, sem bjó við svipuð atvinnuskilyrði. Þá er lýst af hressilegri glettni og endur- •minningargleði leikjum hans og annarra hafnfirzkra drengia, en þeir leikir voru áreiðanlega heppilegur skóli verðandi sjó- mönnum, þjálfuðu kjark þeirra og karlmennsku, þroskuðu at- hyglisgáfu þeirra og veittu þeim raunar takmarkaða, en samt sem áðutr hagnýta lífsreynslu. Hygg ég, að ekki væri úr vegi að hafa hliðsjón af árangri slíks bemskulífs, þegar leitað er lausna á uppeldisvandamálum þessara tíma. Sigurjón fór aðeims níu ára á sjóinn, fór á skútu, sem faðir hans var stýrimaður á, og síð- am stundaði hann sjó, unz hann tók við farstjórastairfi á Hrafn- istu. Hann var og einungis sex- tán ára, þegar hann fékk ráðið sig á þýzka togararan Albert, sem gerður var um skeið út frá Hafmarfirði, og minnist ég sér- staklega á þetta sakir þess, að hann stegir á blaðsíðu 232 í sögu sinni, að þegar þeir hittust tveir „gamlir togarakarlar", hafi xifj- ast upp fyrir sér sigling á A1 bert í rysjuveðri fyrir Stafnes. Þá stóð hamn, strákurinn, yfir sig hrifinn af því, hve skipið velti vel af sér sjóunum, en tog ari, sem var samferða, tók á sig hinar rismiklu bárur og missti út margar lifrartunmur. Þetta varð honum eftirminnilegt, og dró hann síðar af því raunhæf- ar ályktanir um sjóhæfni skipa, en það var honum svo að segja frá fyrstu gerð og allt til ævi- loka brennandi áhugamál, ekki aðeins vegna sín og sinna marana, að komast að ötruggri raun um, hvemnig skip þyrfti að vera lagað og búið, hvort sem það væri lítið eða stóirt, til þess að það veitti seim allra mest ör- yggi, — og ennfremur, hvemig unnt væri að bæta úr göllum á skipi eða að minnsta kosti var- ast, að þeiir yrðu áhöfn að f jöcr- tjóni. Honum urðu og hvers kon ar slysavarnir mikið kappsmál, og lagði hann þeim í hvívetna lið. Og þó að hann væri flestum fremur gæfumaður — sem kall- að er — bæði í eirakalífi sínu og stöirfum, mun honum hafa þótt það eitt sitt mesta lán, hve oft honum tókst að bjarga lífi manna — og að aldrei fóirst mað- ur af áhöfnum hans. Skipstjómarsaga Sigurjóns er bæði firóðleg og yfirleitt skemmti- leg, einkum frá árunum á Sur- prise og Garðari. Þar eins og raunar víðar í bókinni nýtur sín anraað veifið hið glögga skop- skyn höfundar, sem bregður oft sfeemmtilegu Ijósi yfir frásögn- ina, en eftirminnilegust verður athyglisgáfa hans og sú sívök- ula ábyrgðartilfinning, sem hún magnar ár frá ári, en raunar hef ur verið honum eðlislæg frá upp hafi vega. Hann hefur eftir föð ur sínum, sem var stýrimaður á seglskútum á blómaskeiði ævi sinnar og afburða sjómaður: „Það þarf meira en duglegan asna í góðan sjómann," þessi orð urðu honum ærið hugstæð, og hann hefði getað bætt við af eig in raun: og í mikinn og að sama skapi hagsýnan og ábyrgan afla mann. Honum varð það lióst í ríkaira mæli en mörgum sinna stéttarbræðra, að svo bezt fengi útgerð borið sig, að beitt væri hagsýni I meðferð veiðarfæra og jafnvel skips og gætt fyllstu saimvizkusemi um alla meðferð aflans, og fáir aðrir skipstjórar — og ég þari að segja útgerðar- menn — gerðu sér jafn- snemma og hann grein fyrir því, að hinn mikli og dýrmæti auður íslenzkra fiskimiða vair siður en svo óþrotlegur og að fslending- ar gætu því aðeins gert kröfur til annarra þjóða um friðun miða eða takmörkun veiða á ungviði, að þeir sýndu sjálfir — ekki aðeins í orð,i heldur og á barði, að þeim væri ljóst, hvað í húfi væri fyrir framtíð þeirra sjálfna sem sjálfstæðrar þjóðar, ef ekki væri spyrnt við fótum. Þetta og öryggismál sjómamna- stéttarinnar túlkar Sigurjón af slíferi rökvísi og þeim sannfær- ingarkjrafti, að ég man ekki til, að ég hafi séð það gert á áhrifa- meiri hátt, enda þarna víðast tengt ljóslifandi dæmum úr eig- in reynslu höfundar. Þá verður og víða ljóst í þessari bók, hve illa honum finnst til takast, þeg- ar íslenzki sjómaðurinn, sem veiðir sjö fiska, þar sem hinn erlendi veiðir einungis einn, ber skairðan hlut frá borði og hlýt- ur jafnvel sinn skammtaða skerf með eftirtölum. Hann mátti djarft úr flokki tala. Þar sem hans naut við, var framlagið á matborð þjóðarinnar ærið ríku- legt og siður en svo, að þar væiri upp á boðið neitt ómetL Ekki gætiir jafnmikillar frá sagnargleði í þeim hluta bókar- iranar, sem segir firá sjósókn Sig- urjóns, eftir að hið glæsta heilla skip hans, Garðar, var „horfið í hafið“ sakir ásiglingar erlends farkosts, en Garðar var sem lif- andi vera í vitund Sigurjóns, vinur hans og óviðjafnanlegur félagi í sókn og vömn á hinu heillandi og viðsjála hafi — og það úrvala lið, sem á honum var árum saman, var Sigurjórai tengt böndum langrar sámvinnu og traustrar vináttu, — og með Garðari hlaut það að sundrast, þó að einungis þrír menn færust í ásiglingunni. En þótt auðsætt sé og auðfundið, að Sigurjón hefur ekki verið samur og jafn eftir þetta áfall, eru þeir kaflar, sem segja frá sjósókn haras á öðrum skipum og síðri, vissulega áhuga verðir og þair margt eftirminni- legt Mikils sársauka kennir í frá- sögn Sigurjóns af þeim árásum, sem þau hjón sættu út af nokfcr- um vandhæfum vistmönnum á Hrafinistu. Er auðfundið, að hon um hefur einkum sviðið sárt vegna konu sinnair, en hún var í hálfrar áldar eamfýlgd heilladís hans og ástfólginn vinur og fé- lagi. Þau sár, sem sæhetjan aldna hlaut í þessum árásum, munu hafa verið vandgrædd, vafasamt að ekki hafi í þau tekið til hinztu stundar, þrátt fyrir barnalán og óverajulega heimilis hamingju. Samt lýkur hann bók simini þannig: „Mér eir unnt að segja, þegar ég stend upp frá handritinu, að sá ágreiningur, sem uppi var, er horfinn. Mínir fornu banda- menn hafa af dnenglund rétt mér vinarhönd, er ég hef heils hugar tekið í mót. Sverðin hafa verið slíðruð. Með þeim hætti er gott að skilja við þessar emdur- minningar." Þóroddur Guðmundsson skáld hefuir skrifað fallegan farmála fyrir þessari bók. Hann skýrir þar frá þvi, að Sigurjón hafi orðið bráðkvaddur i hófi, þar sem hann „hélt snjalla ræðu fyr ir minni sj óimann skonunnair. “ Þó að hairan hafi þair talað heils hug ar til allra þeirra kvenna, sem eiga ástvini sína á hafinu, mundi hitt vist, að orð hans hafa ver- ið yljuð þeirri glóð, er sú koraa tendraði honum í brjósti, sem í tilhugalífinu lét sig ekki muna um að bregða sér til fundaa- við Sigurjón Einarsson hann sunnan af Miðnesi til Hafn arfjarðar, tólf tíma göngu hvora leið í allt að tuttugu stiga frosti og stóð síðan tryggan vörð um þeinra heimilisvé. Og úr því að hann hné ekki örendur við stjónravölinn, mundi hann þá hafa getað hlotið verðuigri dauð daga en að hverfa af þessum heimi með lof á tungu um sjó- mannskonuna? Guðmundur Gíslason Hagalín. Lengi má frjóan akur erja Finnbogi Bemódusson: Sögur og sggnir úr Bolungavík Skuggsjá, Hafnarfirði Þeir, sem eru lesendur Dýra- vemdarans, munu ef til vill minnast þess, að á undanföm- um áirum hafa við og við birzt í honum frásagnir, sem ritað hef- uir Finnbogi Bemódusson í Bol ungavík. Allar þessar frásagnir vitna um skýra hugsun og góða frásagnargáfu, en auk þess og jafravel fyrst og firemst eru þær athyglisverðar og eftirminnileg- ar fyrir þær sakir, að þær eru ljós vottur slíkrar liknsemi og nærfænni Finnboga og félaga hans á sjónum gagnvart sjúk- uim fuglum og selkópum, að auð sætt er, að þeir hafa hvorki sparað tíma né fyrirhöfn, jafnvel önnum kafnir við veiðar, til að hlynna að slíkum dýrum. Nú er komin út bók eftir Finnboga Bemódusson, og heit- ir hún Sögur og sagnir úr Bol- ungavík. Og nú munu einhverj- ir spyrja? Hver er þessi Finn- bogi Bemódusson, dýravinur og sagnamaður? Finnbogi er fæddur í Þemu- vík í Ögurhreppi 26. júlí 1892, og er því sjötíu og sjö ána að aldri. Foreldrar hans voru Bernódus Ömólfsson og Guð- rún Jensdóttir, bæði af vest- firzkum stofnum. Þau fluttust til Bolungavíkur, þegar Finnbogi var fjöguirtra áira, og þar hefur haran átt heima síðan. Hann nam ungur allt, sem laut að sjó- mennsku og hirðingu veiðarfæraa og fiskifangs, en annars naut hainn að vonum lítillar fræðslu. En snemma var hann eftirtektar- samur á allt, sem hann sá og heyrði, og Bolungavík var í miklum blóma sem verstöð manna víðs vegar að allt þang- að til hann var orðinn fullveðja maður. Þar gerðist jafnan sitt- hvað, sem vert var að leggja á minnið, og þar vom í tugum verbúða sagðar söguir í landleg- um, gamlar og nýjar, og Finn- bogi hafði og hefur alltaf haft furðu glöggt og gott minni, jafnt á atburaðarás, mannanöfn og orð færi, og sraemma las hann allt, sem hann á náðL og þá er hann var orðinn fullþroska maður, tók hann að sfcrifa dagbækur og síðan að sfcrá sögur ogsemja frásagnir af mönnum, sem hon- um þótti öðrum fremur athyglis- verðir. Annars hafði hann svo seim öðru að sinna en lestri og sfcriftum. Níu ára gamall var hann, þegar hann fékk fyrst að fljóta með og ireyna fiskni sína á færi, og fjórtán ára varð hann háseti á vetrarvertíð, og til skamms tíma hefur hann sótt sjó inn, enda þess fyllsta þörf, því að fjarari væri það sanni að segja, að hann hafi verið ein- hleypur eða laus við ómegð. Hann kvæntist tvítugur nitján áira stúlku, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur frá Hrauni í Hóls- hreppi, og þau eignuðust þrettán böm, og af þeim lifa einin sonur og átta dætur. Lúðvík fræðimaðuir og rithöf- undur skrifar formála bókarinn Finnbogi Bemódusson ar og hefur séð um útgáfuna, meðal annars ritað smáleturs- greinar til skýringar og fylling- ar, þar sem honum hefur þótt slíkt til bóta, og honum ber að þakka og svo bókaútigáfunni Skuggsjá, að bók þessi kemur fyrir sjónir almennings. Lúðvík var sem sé á það bent, þegar haran fór vestur til að leita fróð- leiks í hið mikla rit sitt um sögu íslenzks útvegs fyrr og síð air, að hann skyldi hitta Finn- boga, það væri góðuir maður. Sú mun Lúðvík hafa þótt reyndin, því að hann kveður Finnboga hafa reynzt sér öruggan heim- ildamann um sitthvað, sem hann hefði e kki haft spumir af áður, og tiltæk reyndust honum orð úr hinu gamla íslenzka sjómanna máli. Þar kom og, að Finnbogi sýndi honum dagbækur sínar og sagnakompur, og þá er Lúðvík hafði athugað þessi plögg, lagði hiann að Fimmboga um að fá að sjá um útgáfu á þvi efnb sem er í þessari bók, en Finnbogi hafði ekki látið sér detta í hug, að koma þvi fyrir sjónir al- mennings, heldur ritað hvað- eina til fullnægingar inmri þörf. Bókin er enginn pésaskömm, helduir 212 leturdrjúgar síður. Fyrst er rækilegt efnisyfirlit, síðan skilríkur formáli Lúðvíks og svo sagnir og þættir, sem skiptast í fjóra heildiarhluta. Er þar fyrst Frá ýmsum mönnum og atburðum og síðam Dulræn fyrirbrigði og sjávarfurður, Jón skrifari á Hóli og fomeskjusög- ur — og loks Getið nokkurra Bolungavíkurformanna. Þá e r aftan við þetta efni skrá yfir mannanöfn, bæjainöfn, örnefni — og heiti á enn fleira, sem nefint eir eða við sögur kemur. Er firágangur á bókinni allur státlaus, en vandaður. Allar hinar mörgu sagnir og þættiir í þessari bók eru á lipru og eðlilegu máli, sums staðar með vestfirzkum sérkennum. Yfirleitt folllur frásagnaraháttur inn vel að efninu og oft tekst höfundi að draga upp mjög skýrar mynd- ir atburða og atvika og gefa aliiglllögga hiugmynd um gerð þeinra manna, karla og kvenna, sem eitthvað verulega koma við sögu, og virðist honum jafn vel að lýsa atburðum og örlögum og því, sem yfir er glæsibragur dáðraa afreka og lífsláns, ag ekki skortir hann heldur skopskyn. í fyrsta hluta bókairinnar eru þrettám þættir og frásagnir, og eru flestir þeirra þannig að efni og frásagnarhætti, að þeir verða hiverjum þeim lesanda minnis- stæðir, sem hefur áhuga á öðru en tízkutildri í efinisvali og formi og vill kynnast þvi lífi, sem hér var lifað á liðnum tímum, þegar lífsbaráttan var svo hörð, að margur hné að velli á blómaskeiði, en aðrir urðu gaml- ir fyrir aldur fram. Óvíða í bók- inni kemur það betur í ljós en í fyrsta þætti þessa hluta, hverj- um náttúruhæfileikum höfund- urinn hefur verið búinn sem mannlýsandi og rithöfundur. Sá þáttur heitir Sigurður í MiðdáL Þar lýsir höfundur fyrst Sig- urði sem ungum, f rábærlega fræknum, en hóglátum afreks- manni — og sigri hans í lengi munaðri glímu við fiman, tröll- sterkan og draembinn utanhéraðs mann, en síðan leiðir höfundur hann fram fyrir lesandann sem örisnauðan og ellihruman öld- ung, er drengirnir í þorpinu vorkenraa og vilja hjálpa, þeggr að horaum ræðst ungur og óbil- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.