Morgunblaðið - 04.12.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1&69 17 Værðarvoðin frá Álafossi ifóiðn, mörgum munstrum og litasamsetningum ofin sem y/jar vinum yðar hérlendis og erlendis fTVrems íslenzkasta ALAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 REYKJAVÍK SÍM113404 UMBOD UM ALLT LAND Straumsvíkurhöfn séð úr lofti. í fjarska sést Hafnarfjarðarböfn. — Lífsvenjur Framhald af bls. 15 fitueiningar í neyzlumjóllk er lika offramleiðsla. Offram- leiðsla getur einnig verið það, sem neyzlan eykst umfram hollusbu. Nú er rætt um út- lit fyrir mjólkursikort í land- inu og talað um að ráða bót á því með því að búa til mjólk, endurbyggja hana, sem kallað er. Mjólkumeyzl- an mun vera hér á landi með því mesta sem þekíkist og læknar hafa séð merki um hlutifallslega ofneyzlu hennar. Ef vel væri, þyrtftum við að taika þetta með í reikninginn, þegar við tökum afstöðu til mjólkurSkorts. En erum við orðin svo háð hvert öðru á þessu sviði, sem svo mörg- um öðrum, og eigum þá e.t.v. erfitt með að taka fullt tillit til heilsufarssjónanmiða og haga fraim/leiðslunni eftir þeiim? Ýmsir eru sér þess meðvitandi að neyta þurfi minni fitu og taka upp neyzlu á undanrennu. Þegar tekið er tillit til þess að undarenna er mjög snauð af A og D víta- míni og skyr er framleitt úr undanrennu, væri sú varúð nauðsynleg að vítamínbæta þessa vöru. — Annað dæmi er að verð fyrir kjöt er greitt í beinu hlutfalli við þunga. Grípa þá framleiðendur til þess að auka hann með sem ódýrust- um hætti með fitun fjárins, t.d. með þvi að beita á fóður- kál fyrir slátrun. Fjárbeit á ræktað land færist mjög í vöxt, og skrokkarnir verða þá vænni. Neýtendur forðast feitt kjöt í auknum mæli og þannig verður kjötið la'kari söluvara, ef það er otf feitt. Hins vegar má afsetja fituna og feitt kjöt með ýmiss konar vinnstlu. Þannig fer fitan samt til manneldiis. — Þó að mér hatfi orðið tíð- rætt um mjólk og kjöt, má ekki skilja það svo, að fjöl- margt fleira komi efcki til greina í saimbandi við heilsu- farið og afskipti samtfélagsins. Öllum er kunnugt um óholl- ustu sigarettureykinga, þann- ig að Alþingi fyrirskipar að- vörunarmerki. En ríkisvaldið og fleiri aðilar eru mjög háðir tóbakssölu. Þegar tóbakstfram leiðendur neituðu að hlýða Alþingi, barst oikfcur upp í hendurnar ágætt tækifæri til að beizla þjóðarstoltið og kenna fólkinu að reykja ekki. En þó við hefðum viljað, hefð um við sennilega ekki treyst okkur til þess atf fjárhags- ástæðum. Þá má nefna sæl- gæti, sem er ein af stærri tekjulindum rfkissjóðs þar sem það er hátollað og kaup- rnenn sækjast eftir að hafa það vegna hárrar álagningar. Félög selja það á bama- sikemmtunum, íþróttafélög í íþróttaihúsum, kvikmyndahús í sýningarhléum, skólar í frimiínútum o.s.frv. — Nú er alls etoki á mínu færi að segja hvert við skul- um stefna. Til að taka afstöðu til mála, sem snerta heilsufar okkar, þurfum við fleiri sér- fróða lækna á sviði almennra heilbrigðismála, ekki aðeins í næringarfræði og á ýmsum sviðum félagsmála, heldur mifclu víðar. Held ég að ok'k- ur skorti einna mest sértfræð- inga á sviði samfélagslegrar læknisfræði, enda eru heil- brigðismál þróaðs þjóðfélags óðum að verða hegðunar- vandamál. Við þyrtftum að eiga fleiri lækna, sem ynnu fyrirgirðandi starf, með því að finna sjúkdóma á byrjunar- stigi. En þó miklu fremur lækna, sem kenndu okkur hvernig við getum hagað lífi okkar, þannig að það verði langt og gott. Fyrst er að Skilja hver er orsökin, síðan að leggja allt kapp á að kenna og breyta lífsháttum og venjum samifélagsins þannig að komið verði í veg fyrir sjúkdóma. Þetta kostar mikið starf og óraga fræðslu. — Til þess að fá reglum breytt, sem og að stýra matar- æði á íslandi í rétta átt, þarf stórt átak. Ekki nægir þó að breyta opinberum reglum. Neyzluvenjur og lifnaðarhætt ir eru torveldari. Fólk verður qð vakna til vitundar um að læknar stýra ekki heiTbrigðis- málum samfélagsins nema að litlu leyti. Við höfum þar öll nokkur ráð og mikla sam- ábyrgð. Við skulum muna, að ef við ætlum að hafa áhrif til bóta á heilufar barnsins, sem nú er í vöggu, þá verðum við að hefja aðgerðir strax. Síðar verður það of seint, og allt of seint þegar það hefur náð full orðinsaldri. Vandinn er mik- ill, því það er svo margt sem áhritf hefur á heilsutfar okkar. Netfna má mataræði, uppeld- ið, húsnæðið, andrúmsloftið, menntun, tengsl við umhverf- ið, efnalhag, geislun, vín- neyzlu og tóbaksneyzlu, slys, álag, lykt, fatnað, startfsval og vinnuslkilyrði, öryggi, tóm- stundastönf, læknishjálp og frelsi, svo nokkuð eé nefnt. Menn vita nokkuð hvaða af- leiðingar það hefur, þegar einstakir þessara þátta bregð- ast, en mjög lítið etf fleiri raSk ast lítillega í senn, sagði Egg- ert að lokum. — Straumsvík Framhald af bls. 15 — Hve stór eru 100 þúsund lesta olíuskip? — Skip, siem eir 106 þús lestir, er 287 metrar að lengd, 40 metrar að breidd og ristir 15 metra full hlaðið. Hin venjulegu 15 til 17 þúsund lesta olíuskip, sem hing- að koma eru 160 metrar að lengd, rúmlega 20 metrar á breidd og rista 9 til 10 metra. 50 þúsund lesta skipin, sem koma hingað til Straumsvíkur eru 230 metrar að lengd, 30 metra breið og rista rúma 11 metra. — Hafnarfjarðarhöfn fær þessa góðu höfn nánast á silfur- bakka? — Já. Upphaflega voru samn- ingar við íslenzka Álfélagið þannig að álverið greiddi allan byggingakostnað hafnarinnar á 25 árum með annúitetsgreiðsl um og 6.5 prs. vöxtum. Þessir skilmálar hefðu ef til vill orðið okkur erfiðir, ef ekki hefði feng izt lán, sem samsvarað hefði þessum gneiðslum. En í sumar tókust mjög hagstæðir samning- ar. Þeir fela það í sér, að ÍSAL greiðir nú í stað fastagjalda ár hvert, lán sem tekið verður til þess að gera upp allan bygging- arkostnaðirm. Kostnaður við framkvæmdirnar í Straumsvík verða um 400 ijiilljónir króna. — Hvert er stærsta skíp, sem komið hefur inn í Hafnarfjarð- arhöfn? — Það er olíuflultniingaisikip frá Columbíu, M.T. Tumaco — 25.808 lestir að stærð. Auk þess kom 16.200 lesta vöruflutninga- skip með tilbúin hús fyrir Vam- arliðið á Keflavíkurflugvelli 1967. Þetta ár hefur verið eitthvert mesta fnamkvæmdaár í sögu hafnarinnar. Áður • en hafnar- bakkinm hér út undan húsum Bæjarútgerðarinnar var lengd- ur var hann 172 metrar og slíkt 16 þúsund lesta skip er 165 metrar. Nú hefur bakkinn hins vegar verið' lengdur um 73 metra, i 245 metra. Verið er að gera smábátahöfn sunnantil í höfninni. Fjárfestingin í ár er um 12 milljóndr króna. — Eru miklir stækkunarmögu leikar hér sem í Straumsvík? — Hér eru mun meiri stækk- un armöguleikar en í Straumsvík. Fjörðurinn er djúpur, botninn leirkenndur, og djúpt á klöpp- ina. Hér er skýlt nema í vest- anátt. Leirlagið ofan á klöpp- inni í hafnarmynninu og þar fyr ir utan er rúmlega 20 metra þykkt. Slíkt gefur mjög mikla möguleika fyrir hagkvæma hafn argerð í framtíðinni, jafnvel fyr- ir mun stærri skip en nú er rætt um að komi til Straumsvíkur. — Hvernig er fjárhagsleg staða hafnarinnar? — Hún er allgóð sé miðað við hafnir á íslandi almennt. Frá ár- inu 1964 hafa tekjur hafnarinn- air auikiizt uim nær 200% í krðnutölu. Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar á þökk skilið fyrir það, að hún hugsar vel til hafnar- innar. Hún gerir sér ljóst, hversu mikilvæg hún er og á henni verða Hafnfirðingar að byggja mest allt sitt atvinnulíf í framtíðinni. Höfnin er mesti fjár sjóður þeisisa kiaiupstaðar, sem náttúran hefur gefið. — Hvað með frekari nýtingu Straumsvíkurhafnar? — Athuganir standa nú yfir á hagkvæmni saltvinnslu á Reykja nesi. Tillaga er um það að nota höfnina í Straumsvík, sem út- flutningshöfn fyrir þennan iðn- að. Saltið má flytja úr geymsl- um í lamdii út í skip etftir færi- böndum, sem unnt yrði að setja upp við hlið súrálsbeltanna, sem nú eru í Straumsvík. Þar er nægilegt rúm fyrir þessi belti og tiltölulega auðvelt að koma þeim fyrir. Það hlýtur að ráða miklu um ákvörðun staðsetningar bæði olíuhireinsunarstöðvar og ann- ars iðnaðar, að í Straumsvík eru nú þegar fullkomnustu hafn armannvirki á íslandi og sem kostað hafa hundruð milljóna. Það hlýtur að vera þjóðhagsleg nauðsyn að nýta þessi mann- virki eins mikið og mögulegt er, sagði Gunnar H. Ágústsson að lokum. Aðeins draumar mínir NÝJASTA ástarsaga Denise Rob- ins, sem Ægisútgáfan gefur út fyrir jólin, heitir „Aðeins draum ar mínir.“ Bókin er þýdd af Val- gerði Báru Guðmundsdóttur. Fyrri bækur höfundar, sem Æg- isútgáfan hefur gefið út, eru: Fi- ona, Stöðvaðu klukkuna og Syst- urnar. Bókin er 200 bls. að stærð. Þessi vinsæli höfundur hefur alls skrifað um 150 bækur. Stríðsfélagar STRlÐSFÉLAGAR heitir bók Sven Hazels, sem Ægisútgáfan gaf nýlega út. Fyrri stríðsbækur Sven Hazels eru m.a. Hersveit hinna fordæmdu og Dauðinn á skriðbeltum. Stríðsfélagar er tileinkuð þeim, sem mest þjáðust í fyrri heims- styrjöldinni. Öllum óbreyttum hermönnum frá árinu 1917. Bók- in 237 bls. að stærð í þýðingu Óla Hemanns. Auslfirðingnlélagið í Rvík heldur spila- og skemmtikvöld í Miðbæ Háaleitisbraut 58—60 föstudaginn 5. desember kl. 20.30. Allir Austfirðingar og gestir þeirra velkomnir. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.