Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1969 \ Fa /7 bílaleigax IIAJUf ___ 22-0-22* RAUÐARÁRSTJG 31 MAGNÚSAR íkipholti21 simar21190 efiir Jokun simi 40381 BILALEIGA HVERFI8GÖTU 103 ¥W Seafierðatifiat-yw 5 manna -YW svefnage VW SmanM-Ufldrover 7manna bilaleUjan AKBRATJT -Wf^rSts. Al mi ji ^ > !fW R Laekkuð leigugjöld. r 8-23-47 gendum Stærsta og útbreiddasta dagblaðið Bezta auglýsingablaðið Strauið rétt, íétt og slétt með Husqvarna 'unnar ^s^óyeiriion Suðurlandsbraut 16. Laugavefl 33. - Sími 35200. If. £ Breyta blöðin merkingum orða? „Austfirðingur“ skrifar: „Kaeri Velvakandi! Það er sk’-ítið með ykkur hjá Reykjavíkurblöðunum, hvernig þið takið stundum ástfóstri við viss orð eða orðasambönd. Það er eins og þau komist allt í einu í tízku, hver eti þau upp eftir öðrum. Oft ganga þessar tízku- bylgjur yfir, og aðrar rísa, en stundum festist eitthvað úr þeim í málinu, blaðamáli a.m.k. Að undanfömu, sL 1—2 ár eða svo, hafa tvær gamlar dönsku- slettur verið vaktar til lífsins að nýju, sennilega fyrst af tilgerð, eða af því að það hefur þótt „sniðugt", en nú er svo komið, að þær eru að sjá næstum dag- lega í öllum blöðunum. Hér á ég við notkun sagnarinnar „að mega“ í merkingunni „að verða“, og notkun orðsins „gjarnan" í merkingunni ,.oft“, „stundum" eða „annað veifið". Sbr. tvö dæmi af óteljandi: „Geimfararnir máttu nú reyna á þrek sitt til hms ýtrasta" og „hann reiðist gjaman, þegar hon um er borið slíkt á brýn“. Þrá- faldlega gerir það textann óljós- an að fá ekki að vita, hvort „gjarnan" á að merkja „oft“ eða „stundum". Ég man þá tíð, að slik notkun orðsins „gerne" í dönsku var talin bera vott um lélegt mál, og sannast hér enn, að „auðlærð er ill danska". Austfirðingur". 0 Enn um sænska lögregluþjóna Þrír íslendingar í Jönköping skrifa eftirfarandi. „Jönköping 28.11’69. Háttvirtur Velvakandi! Þar sem við erum búsettir hér, þrír íslendingar í Jönköping, get um við ekki orða bundizt, vegna greinar, sem tveir íslendingar í Gautaborg hafa skrifað þér, en hafa þó ekki haft kjark í sér, að setja nöfnin sín undir grein- ina. Menn þessir barlóma sér yfir þvi að hafa ekki vitað, hve mik- ið það kostaði þá að ferðast dag- lega með almenningsvögnum heim til sín úr vinnunni. í fyrstu hljóta þeir að hafa spurt, hve mik ið þeir ættu að greiða fyrir áður- nefnda leið, því ekki æða menn upp í almenningsvagna í ókunn- ugu landi, án þess að spyrjast fyrir um fargjaldið, og menn með meðalgreind vita að dýrara er að ferðast í úthverfin í stór- borgum. Okkur þykir það tíðind- um sæta, að menn þessir eru bún ir að vera í Gautaborg í sex vik- ur, og þar sem greinilega stend ur skrifað í hverjum vagni, að samkvæmt lögum megi sekta við komandi aðila á staðnum, greiði hann ekki nægilegt fargjald, ell- egar noti hann áður notaðan miða. Mðnnum þessum er vork- unnarlaust að lesa lagagrein þessa á sænsku, því í þessu til- felli er sænskan mjög lík íslenzk unni, og hafi menn þessir ein- hvern tíma komið í skóla, þá er útilokað annað en þeir hafi skilið þetta. Það má taka fram, að vagnstjórar hér í landi, skipta sér ekki af málum sem þessum, það gera menn skipaðir af yfir- völdum, ýmist klæddir einkennis búningum ellegar borgaraklæðn- aði. Stendur það einnig skýrt í hverjum vagni Sama fyrirkomu lag er reyndar í Danmörku. Hverjum manni er það Ijóst, að skylt er að gefa lögreglu upp nafn og heimilisfang, ef hún æsk ir þess. Furðar okkur ekkert á því, að farið hafi verið með manninn á lögreglustöðina, og leit að þa.r á honum að persónuskil- ríkjum. Hvað hefði íslenzka lög- reglan gert í sömu aðstöðu? Hér í Svíþjóð er mjög hart tekið á öllum brotum, og eí menn vilja flokka það undir lögregluríki þá þeir um það, en ættum við ís- lendingar ekki að taka það til fyr irmyndar í öllu lagaleysinu heima á íslandi. Það er reyndar fleira, sem við íslendingar megum taka til fyrirmyndar frá Svíþjóð. Ann ars er það óskiljanlegt að menn þessir séu að þvælast í útlöndum, ef þeir geta ekki farið eftir lög- um viðkomandi lands. Tveir heimsmenn, kunningj- ar Velvakanda upplýsa hann að því, að sænskir embættismenn og lögregluþjónar, séu hrokafullir og óhjálpfúsir, en þar höfum við allt aðra reynslu. Allt hið opin- bera hefir reynzt okkur framúr- 9karandi vel. Hvaðan hafa þess- ir svokölluðu heimsmenn að sænskir lögregluþjónar berisverð og sigi grimmum víglumdum á mótmælafólk? Við höfum ekki betur séð, en að þeir beri skamm byssur og það gera reyndar fleiri lögregluþjónar i Vestur-Evrópu. Við höfum aldrei heyrt að lög- regluþjónum og hundum værisig að á mótmælendur hér, en frá Bandaríkjunum og Þýzkalandi (Vestur ÞýzkaJandi, að sjáif- sögðu), er aðra sögu að segja. Við óskum þess að þetta bréf verði birt við fyrsta tækifæri í dálkum þínum. Virðingarfyllst, , Har. E. Ingimarsson, Magnús B. Magnússon, Skarphéðinn Gunnarsson, Barnarpsgatan 106, Jönköping, Svíþjóð". 0 Hundalógík íslenzk blöð hafa þó birt myndir af lögregluþjónum I Stokkhólmi með korða og hunda, þar sem þeir eru að kljást við mótmælafólk. Og ekki mun þykja taka því I Austur-Þýzka- landi að siga hundum á „mót- mælendur", heldur eru þeir skotnir eins og hundar af vopo- mannhundum. Smurðsbrauðsstofan BJÖRNINN Njálsgötu 49 - Sími: 15105 Hafnarfjörður — Carðahreppur Kvöldsala opin alla daga vikunnar til kl. 10. Mjólk, brauð, ávextir o. fl. Jólakort, kerti og jólaskraut á góðu verði. HRAUNVER HF., Álfaskeiði 115 — Sími 52690. Minningarsýning Ólafs Túbals listmálara verður í Bogasalnum frá 6.—14. des. A sýningunni verða 55 olíu- og vatnslitamyndir sem hann lét eftir sig og eru þær allar til sölu. Sýningin verður opin frá kl. 14—22. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.