Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 12
► 12 MORGUNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESBMflBBR 1!>©9 Tankvæðingin stærsta fram- farasporið Mjólkurbú Flóamanna 40 ára Gamli og nýi tíminn í skyrgerðinni. Maðurinn stendur við vél- ina, sem vélpakkar skyrið en a ð baki hans hanga skyrpokar, sem mysan er að síga úr. Hinn 5. desember voru liðin 40 ár frá því fynst var lögð inn mjólk hjá Mjólkurbúi Flóa- mannia og fyrirtaeki það hóf starfsemi sina. Undirbúningur hafði að sjálfsögðu verið tals- vert mikiilll áður en hægt var að hefja starfið, en sjálf starfs- árin ©ru orðin 40. Á fundi, er stjóm og tram- kvæmdastjóri Mjólkurbúsins hafði með fréttamönnum I tilefni þessara tímamóta, sagði stjórn- arformaður Sigurgrímur Jóns- son bóndi í Holti, að bakhjarl Mjólkurbús Flóamanna hefðu verið rjómabúin gömlu sem stofnuð voru um Suðurland upp úr aldamótunum og byggðu fyrst og fremst á útflutningi. Þessi rjómabú lögðust að mestu nið- ur á fymri stríðsámmum, þegar markaðimir lokuðust. Þótt sennilega hefði mátt hefja þessa starfsemi að nýju eftir fyrra stríðið var það ekki gert. Sigungrímur sagðist vænta skilnings almennings á því að í Mjólkurbúi Flóamanna væri unnið þjóðþrifastarf bæði fyrir bændur í landinu og neytend- ur. Eins og sjá mætti af hinum miklu byggingum og stóra véla- kosti, hlyti vinnslu- og dreifing- arkostnaður ávallt að vera tals- verður. Þetta skildist mönnum þeim mun betuir, sem þeir kynnt ust starfseminni nánar. Frum verkefni Mjólkurbúsins er að tryggja neytendum hollar og góðar vörur. Kvaðst hann vona að það mætti takast. Fréttamenn skoðuðu hinar miklu byggingar búsins, allt frá móttöku til ostakjallara. Sér- staka athygli vöktu nýjurugar eins og skyrskilvindan nýja, sem gerir það að verkum að nú þarf mannshöndin hvergi að koma nærri vinnslu eða pökkun skyrs ins. Þá er móttakan þar sem tankbílairnir eru tæmdir og hreinsaðir mjög athyglisverð. Við fengum þær upplýsingar að þótt ekki sé liðinn heill ára- tuigur frá því að endurbyggingu Mjólkurbúsins var lokið árið 1960, en framkvæmdir þessair Ikosituiðlu 69 mililjónir, þá nerni skuldirnar ekki nema um 20 milljónum í dag. Nokkur athvgl- isverð atriði er fróðlegt að drepa á. T.d. hefir mesta inn- vegið mjólkurmagn á einum degi numið 143.600 lítrum, en það var í júlí 1965. Nú um 10 ána skeið hefir verið leitazt við að kanna hve mikið miólkur- magn kemur að meðaltali á hverja kú innleggjenda. Svo telst til að 1963 hafi verið 2.631 líter á kú, 1967 2.762 lít.rar og árið 1968 reiknast það 2.730 lítr ar. Þessi lækkun stafar að sjálf sögðu af því hve heybrestur hef ir orðið alvarlegur nú ár eftir ár. Tap bænda af þessum sök- um er gífurlegt eins og sjá má af því að 1967 ©r meðalinnlegg yfir árið á hvern firamleiðanda 36.105 lítrar. Og veirði sama inn- legg nú í des. eins og var í fyrira er reiknað með að meðal- framleiðandinn hafi tapað sem svarar 4.729 lítrum eða hartnær 50 þúsundum króna. Fles'ir hafa framleiðendumir orðið árið 1960 þá 1115 taiteinis. Heita má að flutningar til mjólkurbúsins séu verðjafnaðir og gerir þetta bændum austan af Síðu fært að vera félagsmenm í búinu. Lítils- háttar svæðagjöld eru þó preidd. Hér skal svo að lokum drepið á nokkur atriði um undirhúning að stofnun Mjólkurbús Flóa- manna og sögu. Flóaáveitan var beinn undan- fairi Mjólkurbús Flóamanna og stofnun þess undirbúin og skipulögð af Flóaáveitufélaginu. Til áveituframkvæmda í Fló- anum var stofnað á grundvelli laga nr. 68, 14. nóv. 1917. Áveitu framkvæmdimar hófust vorið 1922 og stóðu yfir í fknim ár. Þegar líða tók á þessar fram- kvæmdir fóm leiðandi menn að velta því fyrir sér, hvernig happadrýgst yrði að hagnýta áveituna. Árið 1925 skipuðu stjórn áveitufélagsins þeir: sr. Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni, formað- ur, Eggert Benediktsson, Laug- ardælum og Júníus Páisson, Syðra-Seli. Á aðalfundi Flóaáveitufélags- ins 6. febrúar 1925 var sam- þykkt svofelld tillaga: „Fundurinn kýs fjögurra manna nefnd, sem búsettir séu og jarðeigendur á áveitusvæð- inu en stjórn áveitufélags- ins himn 5. úr súintum hópi. Ska'l nefnd þessi taka til gaumgæfi- legrar athugunar, hvernig áveit an, er til kemur, megi koma að sem beztum notum, og geri þeir síðan tillögur til áveitufunda og annarra er henta þykir, um það sem þörf er að gera. Er nefnd þessari meðal annars ætlað að athuga í sambandi við áveituna, samgöngubætur, nýbýlamögu- leika, fjárhagsmál áveitusvæðis- bænda og anmað, er lýtur að að- stöðu þeirra til áveitunnar, þeg- ar verkið er komið í kring.“ í nofndiina voru kosndr: Eirík- ur Einarsson, útibússtjóri; Dag- ur Brynjúlfsson, Gaulverjabæ; Gísli Jónsson, Stóm-Reykjum; Bjarni Eggertsson, Eyrarbakka. Stjóm Flóaáveitufélagsins kaus í nefndina úr sínum hópi Eggert Benediktsson í Laugardrelum. Formaður nefndarinnar var Eiríkur Einarsson. Nefnd þessi var ýmist kölluð „Flóaáveitu- nefndin“ eða „framkvæmda- nefndin". Á fyrsta fundi nefndarinnar, hinn 19. júlí 1925 kemui- fyrst orðið: MJÓLKURBÚ. Á þeim fundi markar nefndin strax ákveðna stefnu, sem hún skuli vinna eftir: 1. Að bæta samgöngurnar á áveitusvæðinu. 2. Að Flóaáveitufélagið und- irbúi og láti reisa mjólkur- bú á svæðinu. Þann 7. nóvember 1925 skrifar nefndin ríkisstjórninni .viðvíkj- andi væntanlegu mjólkurbúi". í áirsbyrjun 1926 var stjórn Flóaáveitufélagsins ásamt Degi Brynjúlfssyni, kvödd á fund ríkisstjómarinnar til viðræðna út af erindum nefndarinnar um framkvæmdir í Flóanum. Var þar Skilningi og velvild að mæta. Grétar Símonarson, mjólkurbússtjóri. Fjármálairáðhetnriann, Jón Þor- láksson, hafði áður unnið mikið að undirbúningi áveitunnar, og verið framkvæmdastjóri hennar fyrstu tvö árin. Hann gjörþekl-ti þar allar aðstæður og skildi, að fleiri ráðstafank- þurfti að gera, ef áveituframkvæmdirnar ættu að vera héraðinu sú lyftistöng, sem til var ætlazt. Má telja full- víst að fylgi hans við málið hafi r'áðið úrslitum um þær undir- tektir sem málið fékk hjá ríkis- stjórn og Alþingi. Varð sam- Stjóm og framkvæmdastjóm Mjólkurbús Flóamanna: Frá vinstri: Þorsteinn Sigurffsson, Sig- urgrímur Jónsson formaffur stjómar, Grétar Símonarson framkvæmdastjóri, Eggert Ólafsson og Jón Egilsson. Myndimar tók Ól. K. M. komulag um að landsstjómin legði fyrir næsta þing breyting- ar á Flóaáveitulögunum þess efnis: „Að telja megi til stofn- kostnaðar Flóaáveitunnar fjár- veitingar til þeirra framkvæmda á áveitusvæðinu, sem lands- stjómin, í samráði við stjóm Flóaáveitunnar, telur nauðsyn- legar.“ Ánangur samkomulags þessa urðu lög nir. 10 frá 15. júní 1926. Fyrsta gnein laga þessara hljóð- ar svo: „Landsstjórninni heimil- ast að láta gera mannvirki þau á Flóaáveitusvæðinu, auk skurffa og garffa sem nauðsynleg ’ærða að teljast, til þess að áveitan komi að fullum notum, og greið- ist kostnaður af framkvæmdum þessum á þann hátt, sem um semst, milli landsstjórnarinnar og íbúa áveitusvæðisins, enda nemi tillag ríkissjóðs til vega- gerða aildrei mieiru en helimingi kostnaðar, og ekki yfir 14 kostn- aðar til annairra framkvæmda." Hér var lagður grundvöllur sá, er unnið var á, að fram- kvæmdum til að hagnýta árang- ur áveitunnar. Á grundvelli þessara laga skipaði atvinnu- og samgöngu- málaráðunieytið þriggja manna nefnd, hinn 6. nóvember 1926, „til þess að gera tillögur um, hveir mannvirki skuli gera á Flóa- áveitusvæðinu." Þessir menn voru skipaðir í nefndina: Geir G. Zoéga, vegamálastjóri, og var hann foimaður nefndarinnar; Valtýir Stefánsson, ritstjóri og Magnús Þorláksson, bóndi á Blikastöðum. Nefnd þes3i hélt fyrsta fund sinn 8. nóv. 1926. Upp firá því hafði hún mikla samvinnu við austannefndina. Fyrsta sameiginlega fundinn héldu nefndirnar 15. nóv. 1926. Nefnd þessi skilaði áliti 8 nóv- ember 1927, og lagði til, að lands stjómin notaði heiimild viðauka- laganna við Flóaáveitulögin frá 15. júní 1926. Þar leggur nefnd- in til að reist verði mjólkurbú við Ölfusárbrú, er geti tekið á móti um 3 milljónum lítra á ári. Hafði nefndin stuðzt við t.jllög- ur og áætlanir frá dönskum verkfræðingi, J. Diedriksen, sem ríkisstjórnin fékk hingað sumar ið 1926 og svo álit Jónasar Kirist jánssonar samlagsstjóra á Akur eyri. Samhliða þessu vinnur stjórn Flóaáveitufélagsins og Fram- kvæmdaniefndin að framgangi málsins, og 17. nóv. 1927 er gefið út svohljóðandi fundarboð: „Undirrituð Flóaáveitunefnd, er á aukafundi Flóaáveitufélags- ins 11. þ. m. var falið að boða til stofnfundair fyrir væntanlegt mjólkuirbú áveitufélagsins, kveð- ur hér með búendur á Flóa- áveitusvæðinu, leiguliða jafnt sem sjálfseignarbændur, alla er kýr eiga, til fundar í fundair- húsi Hraungerðishrepps að Skeggjastöðum, laugardagírm 10. des. kl. 1 e.h., þar sem frumvarp til samþykktar fytrir mjólkurbú Flóaáveitufélagsins verður borið upp til umræðu og atkvæða fiundanmaininia, saimkv. 4. gr. laiga nr. 36, 1921 um samvinnufélög. Það ber að athuga, að auk þess seim leiitað ver'ður samþykkis á nefndu firumvarpi til samþykkt- ar á fundi þessum, verður og fengin bein ákvörðun fundar- manna um hluttöku þeirra i mjólkurbúinu, ef svo mairgir fé- lagar fást að gjörlegt byki að reisa búið, minnst eigendur 600 kúa ...“ Á stofnfundinum var félags- stofnunin samþykkt með 69 at- kvæðuim, 52 mienn skiulldtoinida sig þá þagair, og éittiu þeir 324 kýr. Á þessum fundi voru kosnir í bráðabirgðastjóm hins fyrirhug aða mjólkurbús þeir Eirikur Ein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.