Morgunblaðið - 11.12.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐ'IÐ, FIMMTUDAGUR 1.1. DESEMBER ld6'9 5 Fjölskylda mín kemur og heldur jól á íslandi - segir óperusöngkonan Karin Langebo Karin Langebo er komin hingað í kuldann og snióinn, til að létta okkur lífið í skammdeginu í hlutverki Sussönnu í óperunni Brúð- kaup Figaros, sem á að færa upp á jólunum í Þjóðleikhús- inu. Hún er lítil, nett og bros mild — bregður jafnvel fyrir prakkarabliki í augunum — rétt einis og maimni finm®t að Sussanna eigi að vera. Yeðrið finnst henni ekki skipta svo miklu máli. Hún er of önnum kafin. Æfingar frá kl. 10 til 5 á hverjum degi og þá ekki komið út úr húsi. — En það er dásamlegt að geta þá brugðið sér i heitu sund- laugarnar ykkar, segir hún. í>að eir svo afslappandi, þreyt an líður úr manni. Ég held að þær hljóti að vera það bezta á íslandi. En ekki eru það öll störf- in. Hún þarf líka að uppfylla samninga, sem gerðir voru fyrir löngu. Eina helgi varð hún að fljúga til Stokk- hólms á laugardegi, syngja í tveimur kirkjum á sunnudeg- inum og fljúga svo hingað á mánudeginum — með 4ra klukkustunda bið á Kaup mannahafnarflugvelli. Og næstu hel'gi verður hún aftur að fljúga utan, til að syngja lofsöng í hljómsveitarverki eftir Mendelsohn. Þet.ta ererf itt, en þá gebuir hún hitt fjöl- skyldu sína, þó ekki sé við- staðan löng. — Og svo koma maðurinn minin og 15 ára sonur imnan skamimis 'hingað, til að hallda með mér jól á íslandi, segir hún. Þeir verða hér í hálfan mánuð og verða á frumsýning unni. Svo þetta er ekki svo mikill aðskilnaður. Við reyn- um að jafnaði að haga svo til, að ég sé ekki of lengi í burtu í einu, bætir hún við. En þegar um óperur er að ræða, þá er óhjákvæmilegt að það taki tíma. — Er ekki erfitt að sam- laga þetta tvennt, að vera óperusöngkona og halda heim ili? — Það er erfitt að vera ekki fastráðin óperusöng- kona, þegar þannig stendur á, svaxiar hún. En mér líkar það þó mjög vel. Þá getur maður tekið það sem maður vill og langar til að syngja, og ekki annað. Ég syng í óperum, á hljómleikum, flyt ljóðalög og syng í kirkjum og það er mik- il tilbreyting í þvL Síðan ég hætti að vera fastráðin í óper- unni, hefi ég fengið að leika og syngja á sviði Dronning- holmileikhúasinis á hverju sumri frá maí til september, en á vetuma syng ég meira á hljómleikum. Dronningholm- leikhúsið er heimsins skemmti 'legasta leikhús. Það er bygg- ing frá 17. öld og allt upp- runalegt látið halda sér. Þér ættuð að fara þangað . ef þér komið til Stokkholms. Við reynum jafnvel að halda kertalljósiuinium á sýningum, til að breyta ekki blænum, sem var, þó við höfum að sjálfsögðu rafmagn. Dronning holm er gott tillag til menn- ingarlífs í Stokkhólmi. Karin Langebo segir, að sér þyki gaman að leika, gaman að syngja og gaman að ferð- ast. Og hún virðist einmitt hafa komið sér þannig fyrir í lífinu að geta notið þess. — Ef maður stendur stutt við í hverju leikhúsi, þá nýtur mað ur aðeins þess bezta þar, sér aðeins björtu hliðamar segir hún kímin. Sé maður lengi á sama stað, þá kynnist maður samkeppninni, afbrýðisemi og þess háttar, sem við sfeulium ekki minnast á. Nú er ég allt- af farrin, áður en nofekuð fer að verða óskemmtilegt, oætir hún við og hlær. f vetur verður Karin Langebo mikið á norðlægum slóðum. Þegar hún fer frá fs landi í febrúar heldur hún til Noregs á Beethovenhátíð, en 1970 eru 200 ár frá fæðingu Beethovens. — Það verður í fyrsta sinn sem ég syng svo mikið af tónlist Beethovens, segir hún. Slíkt er fyrir dramatískar söngkonur með stóran barm, bætir hún við og hlær. En ég hlakka mikið til að fá að syngja þetta. Karin Langebo hefur þó ekki alltaf haldið sig að einni tegund tómlti'Stair. Faðir henn- Karin Langebo í búningsheroergi sínu í Þjóðleikhúsinu. ar, sem var að starfi hljóm- listaxmaðuir, vildi að hún lyki prófi við Konservatoríið í Stokkhólmi, svo að húnbyrj aði á fjögurra ára erfiðu námi þar. — Þar varð ég að læra hljómsveitarstjóm, og að leika á píanó, fiðlu, selló og jafnvel harmoniku, fyrir utan söngnámið. Svo tók ég til við hörpuna, bætir hún við. Það vantaði mjög hörpuleikara í Svíþjóð og mér var ráðlagt að leggja hörpuleik fyrir mig. Þá hefði ég nóg að gera og gæti haft gott upp úr því. Ég fékk námsstyrk og nam hörpu leik í París, og lék þar á hljómleikum í Konservatorí- inu. — Eftir það lék ég á hörpu í tvö ár í Oscarsleikhúsinu, og svo í hljómsveitinni í Óper- unni í Stokkhólmi. Ég var orð in aitvininiu'hörpuleikari, og lifði fyrir það, æfði mig á daginn og lék á kvöldin — í Framhald á bls. 21 Finnsk úrvalsvara KÆLISKÁPAR FRYSTIKISTUR FRYSTISKÁPAR Mjög hagstœð verð og greiðsluskilmálar Cjörið svo vel að líta inn í raftœkjadeild vora að Laugavegi 170-172 Jfekla S'imi 11687 21240 Laugavegi 170-172 ENGIN ORÐ - AÐEINS ANGLI- SKYRTUR þœr fdst í GeysS Fatadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.