Morgunblaðið - 20.02.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. FEBRÚAR lid70 13 f síðustu vikiu voru liðin 25 ár, frá því að Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkj- anna, Winsfon Churchill, for- sætisráðherra Bretlands og Josef Stalin, æðsti maður Sov étríkjanna komu saman á átta daga ráðstefnu. Fór fund ur þeirra fram með leynd dag ana 4. til 11. febrúar í Livadiya rétt við Yalta við Svarta haf og hefur jafnan síðan verið nefnd Yattaráð- stefnan. Á þessum dögum héldu leiðtogarnir þrír með sér marga fundi, en suma Á ráðstefnunni á Yalta. — Sitjandi fremst á myndinni eru leiðtogarnir þrír taldir frá vinstri: Winston Churchiil, Franklin D. Roosevelt og Josef Stalín. Yaltaráðstefnan — tuttugu og fimm árum síðar Álit nokkurra háttsettra núlif- andi þátttakenda í ráðstefnunni þeirra sátu þeir Roosevelt og Stalin þó einir ^ án þátt- töku Churchills. Á þessari ráðstefnu í Yalta voru tekn- ar þrenns konar ákvarðanir, sem allar áttu eftir að hafa mikil áhrif að styrjöldinni lokinni. Þessar ákvarðanir fólu í sér skiptingu Þýzka- lands í fjögur hernámssvæði og örlög Austur-Evrópu, stofnun Sameinuðu þjóðanna og loks skipan mála í Austur- Asíu. Tveir af helztu bandarísku þátttakendunum í Yaltaráð- stefnunni, sem enn eru á lífi, þeir Averell Harriman, nú 78 ára að aldri og Charles E. Bohlen, nú 65 ára, telja báð ir, að ráðstefnan hafi verið mjög mikilvægur atburður í utanríkismálasögu Bandaríkj anna þrátt fyrir þá gagn- rýni, sem fram hefur komið síðar gegn þeim ákvörðunum, sem þar voru teknar. í blaða viðtali, sem átt var við þá fyrir skömmu, halda þeir því báðir fram, að Roosevelt hafi ekki átt neinn annan kost betri en að fara á ráðstefn- una og undirrita þá samn- inga, sem þar voru gerðir. Að því er Evrópu snertir, fólu Yaltasamningarnir í sér, að Þýzkalandi skyldi skipt í fjögur hernámssvæði, sem að framan greinir. Þá skyldi komið á fót ríkisstjórn í Pól landi, sem væri m.a. skipuð ráðherrum, er ekki væru kommúnistar, úr pólsku út- lagastjórninni í London. Að því er Sameinuðu þjóðirnar varðaði, náðist samkomulag um neitunarvald í Öryggisráð inu og að tveimur Sovétlýð- veldum, Úkraínu og Byeloruss íu, yrði veitt aðild sér að sarmtökunum. STRÍD GEGN JAPAN Hvað Austur-Asíu snertir, hétu Sovétríkin því að hefja þátttöku í styrjöldinni gegn Japan þremur mánuðum, eft- ir að Þýzkaland gæfist upp. í staðinn skyldu þau hljóta Suður-Sakalhlin, Kurileyjar, hernámssvæði í Norður- Kóreu og flotastöð í Port Arthur í Manschuriu. Banda ríkin og Bretland féllust enn fremur á að viðurkenna Y'tri Mongólíu sem sjálfstætt ríki. Vegna styrjaldarinnar voru þessir samningar gerðir með leynd. Þeir voru ekki kunn- gerðir opinberlega fyrr en 1947. Harriman og Bohlen byggja báðir niðurstöður sín ar varðandi ráðstefnuna á því, að á þessum tíma í síð- lairi Iheiimisstyiljöld'iinini vair Japan enn veldi á Kyrrahafi, tilraunir höfðu ekki enn far- ið fram með kjarnorku- sprengjuna og herir Sovét- ríkjanna brunuðu inn í Aust ur- og Mið-Evrópu. Harriman, sem var einn af helztu ráðgjöfum Roosevelts sem sendiherra Bandarikj- anna í Moskvu og Bohlen, sem var túlkur, eru báðir sannfærðir um, að sá hnekk- ir, sem Vesturveldin urðu fyrir í Austur-Evrópu og Austur-Asíu, eigi einungis rætur sínar að rekja til þess, að Stalin stóð ekki við orð sín. Halda þeir því fram, að það sé tilbúningur einn, að á Yalta hafi átt sér stað „af- hending” eða að það hafi ver ið ósveigjanleiki Bandaríkj- anna eftir á, sem komið hafi kalda stríðinu af stað. „Ýmsir hafa reynt að end- urskrifa söguna”, segir Harri man, „en það skiptir ekki máli. Staðreyndin er sú, að þessir samningar voru gerðir og sannleikurinn er sá, að að samningar sem þessir eru ekki framkvæmanlegir nama með hervaldi. Kjarni málsins er, að Roosevelt og Churchill lögðu sig alla fram um að komast að samkomulagi” við Stalin um lausn heimsmála mála eftir styrjöldina, en að Stalin „sveik” fljótlega skuldbindingar sínar. Bohlen, sem lauk störfum sínum í þágu utanríkisþjón- ustunnar, er hann baðst lausnar sem sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi 1967, heldur þeirri skoðun fram, að Evrópukortið myndi líta nákvæmlega eins út niú, hefði Yaltaráðistefnan ekki verið haldin. BEIZKUR RAUNVERULEIKINN Bohlen vinnur nú að því að skrifa endurminningar sínar, þar á meðal um þann þátt, sem hann átti í viðræð- unum í Yalta, þar sem hann starfaði sem tengiliður milli Roosevelts forseta og utan- ríkisráðuneytisins auk þess að vera túlkur forsetans. Uppástungan um fund leið toganna þriggja í því skyni að leysa þau vandamál, sem upp kynnu að koma eftir stríðið, kom fram á fundi þeirra í Teheran í íran í nóvember 1943. Kveðst Bohl- en muna það, að upphaflega hafi ætlunin verið að halda ráðstefnu í nóvember 1944 strax eftir forsetakosningarn ar í Bandaríkjunum. Undirbúningur byrjaði, er Stalin sendi Roosevelit skeyti 19. júlí 1944 — eftir land- göngu Bandamanna ' í Normandí, sem varð 6. júní og eftir að Sovétríkin í sam- ræmi við Teheran-samkomu- lagið hófu sókn á austur- víglínunni til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar gætu sent herlið þaðan á vesturvígstöðvarnar. Er haft eftir Harriman í viðtalinu að þetta hafi verið eina loforð- ið, sem Stalin gaf í styrjöld- inni og sem hann stóð við. Þá er það ennfremur hafit eft ir Harriman, að eftir Yalta- ráðstefnuna hafi Pólland orð ið tiðræddasta umræðuefnið á mörgum fundum hans og Stalins. „VINSAMLEGIR NÁGRANNAR“ Harriman staðhæfir, að Stalin hafi haldið þvi fram, að Sovétríkin yrðu að eiga „vinsamlega nágranna”. Fyr- ir Stalin, segir Harriman, þýddi „vinsamleg ríkis- stjórn” ríkisstjórn, sem Sov- étríkin réðu algjörlega yfir. „En”, segir Harriman, „það er auðvelt nú að gagnrýna Roosevelt og Churchill fyrir að hafa fallizt á skilmála, sem við síðar komumst að raun um, að höfðu allt aðra merkingu fyrir Rússa”. Harriman bæitti því við, að •hann heifði verið „elkki eine bjartaýnin" og Rooeeivelt uim, að samkomulagið um Evrópu yrði haldið af Sovétstjórn- inni. „En ef við hefðum ekki haldið ráðsbefnuna í Yalta”, segir hann í viðtalinu, „hefði allri skuldinni af deilum, sem upp komu eftir stríðið, verið skellt á okkur”. DEILT UM TILSLAKANIR Vladimir N. Pavlov, sem var í mörg ár túlkur Stalins og var í sovézku sendinefnd- inni á Yalta, lét svo um mælt í blaðaviðtali fyrir nokkru í Moskvu, að Roosevelt, sem var vanheill, hafi gert sitt bezta „sem dómari og sátta- semjari” til þess að draga úr spennunni milli Stalins og Churchills, á Yaltaráðstefn- unni. í blaðaviðtalinu, þar sem Pavlov las frásögn sína að Pavlov er nú 54 ára gam- all. Hann hefur sagt, að hann hafi ekki verið þjálf- aður sem túlkur að atvinnu, heldur hafi hann starfað sem starfsmaður utanríkisráðu- neytisins á skrifstofu Molo- tovs þáverandi utanríkisráð- herra og verið túlkur fyrir þá báða, Stalin og Molotov. í viðtalinu við Pavlov kem yfirmaður þeirrar deildar sovézka utanríkisráðuneytis- ins, sem fjallaði um brezk málefni, en síðar hafi hann orðið starfsmaður hjá mið- stjórn kommúnistaflokksins. En eins og svo margir aðrir, sem voru í nánum tengslum við Stalin, hvarf hann af stjórnmálasviðinu eftir dauða Stalins 1953. Frá 1954 hefur Pavlov verið yfirmaður út- gáfustofnunar, sem annast þýðingar sovézkra bóka a önnur tungumál. í viðtalinu takmarkar hann lýsingu sína á Stalin við að- eins fáeinsir setningar og seg ir: „Skoðun sú, sem ég fékk á Stalin, var, að hann væri Averell Harriman. mestu beint af handskrifuð- um blöðum, sagði hann, að Ohurchill og Stalin hefðu oft rifizt að öðrum viðsböddum t.d. á sameiginlegum fundum allra sendinefndanna og í við hafnarboðum allan tímann, sem ráðstefnan stóð yfir. „Stundum, þegar tilfinn- ingaspennan milli þessara tveggja manna varð alveg heiftarleg, var Roosevelt for seti vanur að koma fram með athugasemdir, sem ekki virt- ust skipta máli eða vera í tengslum við umræðuefnið eða þá að hann sagði ein- hvern brandara og andrúms- loftið á fundinum varð létt- ara”, segir Pavlov í framan- greindu viðtali. „Það virtist vera meiri skilningur fyrir hendi milli Roosevelts og Stalins”, segir Pavlov ennfremur, en hann neitar þvi, að Stalin hafi fengið óréttmætar tilslakanir frá Roosevelt, sem lézt tveim ur mánuðum eftir ráðstefn- una. Charles E. Bohlen. maður, sem hefði góða kímni gáfu, en maður fékk líka hug boð um vald og miskunnar- leysi hans við hliðina á kímninni. Stundum var hann jafnvel ruddalegur í fram- komu”. Hvað Molotov snertir, en hann hefur nú dregið sig í ' hlé, frá því að hann lét af [ völdum á valdatíma Krúsjeffs, segir Pavlov einungis, að hann væri „hæfur” og væri maður, sem hefði verið mjög náinn ráðgjafi Stalins á Yaltaráðstefnunni og á öðr- um ráðstefnum. „ROOSEVELT VIRTIST SJÚKUR“ „Ég hafði talað við Roose- velt 1942”, segir Pavlov enn fremur í viðtalinu, „þegar Molotov fór til Washington til þess að ræða við forset- ann. En að þessu sinni tók ég eftir því, hve sjúkur hann virtist, þegar hann kom til Sovétríkjanna. Hann var lát inn síga í lyftu niður til jarð ar úr flugvélinni og síðan komið fyrir í jeppa og var heilsað þannig, þar sem hann sat í jeppanum, af heiðurs- verðinum”. En Pavlov bætir við: „En það fór ekki fram hjá manni af hvílíku hugrekki og þol- gæði hann bar sjúkdóm sinn. Þrátt fyrir veikindi hans, var hugur hans fullkomlega skýr og minni hans var ekki , unnt að setja nieitt út á”. Þýitt úr Tlhla New York Tknes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.