Morgunblaðið - 10.03.1970, Síða 10

Morgunblaðið - 10.03.1970, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞtRIÐJUiDAOUR 10. MARZ 1(970 „Að sýna almenningi, hvernig framlag hans til Háskólans er nýtt-” Jóhann Hannesson prófessor. Mitt í allri þvögunni á ganginum uppi á annarri hæð, hölluðu tveir síðhærðir Yfirlitsmynd úr stofu viðskiptadeildar. Þar var þröngt á þingi eins og sjá má. Mikið f jölmenni sótti háskólakynninguna á sunnudag Gífurlegur fjöldi borgara heimsótti Háskóla íslands á Háskóladeginum sl. sunnudag og bar vitni miklum áhuga almennings á því sem fram fer innan veggja skólans, enda sagði Baldur Guðlaugs- son formaður undirbúnings- nefndar Háskóladagsins að stúdentar væru mjög ánægð- ir og teldu þessa kynningu vel til þess fallna að auka tengslin milli skólans og þeirra sem utan hans standa, og bæri að hafa slíkar kynn- ingar árlega. Sagði Baldur að kynningin ætti að geta orðið til þess að fólk skildi að ver ið væri að fást við hagnýt efni og þegar talað væri um fé til úrbóta væri ekki ein- ungis um að ræða hagsmuni stúdenta heldur væri fjár mununum varið til málefnis sem ætti eftir að bera ávexti allri þjóðinni í hag. Þegar fréttamenn Morgun- blaðsins heimsóttu Háskól- ann á sunnudaginn, var þar múgur og margmenni, en ekki liggja öruggar tölur fyr ir því hve margir komu alls á kynninguna en þeir skiptu þúsundum og virtust allir aldursflokkar eiga fulltrúa á kynningunni. í>að sem mesta Magnús Árnason, múrari. athygli vakti var kynning á ávana- og fíknilyfjum, einnig var mikil aðsókn að lífeðlis- fræðilegum tilraunum lækna- nema, fyrirlestrum í náttúru fræði, viðskiptafræði og raun ar öllum þáttum kynningar- innar. Við tókum nokkra af gest- um kynningarinnar tali og spurðum þá álits á þessum Háskóladegi. — Þetta er mjög snjöll hugmynd hjá stúdentum til þess að sýna almenningi hvernig framlag hans til Há- skólans er nýtt, sagði Magn- ús Árnason, múrari. Magnús hafði verið að horfa á kvikmyndina um Þessar ungu stúlkur voru meðal þeirra sem komu í Há- skólann á sunnudaginn til að kynnast starfsemi þar. Þær eru María Friðriksdóttir, nemandi í Kvennaskólanum, María Sighvatsdóttir og Margrét Baldursdóttir úr Vogaskóla. ávana- oig fíkmilyf, en vair nú að leita að kennslustofunum þar sem kynning á náttúru- fræði og íslenzku færi fram, sem að sögn Magnúsar eru hans aðaláhugaefni. — Ég hef aldrei verið í Háskólanum, en vann hins vegar 2 sl. ár við Árnagarð svo ég er ekki alveg ókunn- ugur hér og ég er mjög hrif- inn af því afli sem Háskóli íslands hefur til aukins þroska fyrir okkar elskulegu þjóð — sagði Magnús Árna- son að lokum. — Nú, já þarna er þá guðs þjónusta, sagði einn ungur gestur á kynningunni um leið og hann leit inn um dyrnar í I. stofu þar sem málflutn- ingur laganema fór fram. Inni í stofunni var all- margt áheyrenda sem fylgd- ust með málflutningnum og á aftasta bekk sátu nokkrir strákai úr 3. bekk landspróifs og létu sig dreyma um fram- tíðina þegar þeir yrðu sjálf- ir komnir í Háskólann. Einn þeirra Jóhann Hilm- arsson úr Réttarholtsskóla Jóhann Hilmarsson, nemandi í Réttarholtsskóla. sagðist ætla í H.f. ef hann næði prófi og átti hann þá sjálfsagt við landsprófið. — Ég hef aldrei komið inn í Háskólann fyrr, en lízt vel á hann. Ég veit að vísu lítið enn þá um skólann því ég var rétt að koma, en þegar ég fer úr lögfræðideildinni ætla ég að leita að kynningu lækna- deildar og náttúrufræðideild ar, en náttúrufræði er mitt uppáhaldsfag og sú náms- grein sem mig langar til að stúdera við Háskólann. Hafdis Hafliðadóttir. undan því hve illskiljanlegt talið með myndinni væri. — Við erum alveg sæmi- legir í ensku, en skildum ekki nema eina og eina setn- ingu, sögðu þeir að lokum í kvörtunartón. Mikill áhugi var bersýni- lega á að skoða líffærasafn- ið og þar hittum við unga stúlku úr landsprófsdeild Víghólaskóla í Kópavogi, Hafdísi Hafliðadóttur. — Ég hef farið þó nokkuð víða og skoðað margt, sem hér er til sýnis, sagði Hafdís. — En einna lengst hef ég þó staldrað við hérna og í til- raunastofunni. Ég hef verið að bræða með mér að leggja stund á líffræði eða meina- tækni eða eitthvað slíkt, ef ég lýk stúdentsprófi og því hef ég reynt að kynna mér þessar deildir sérstaklega. — Varðstu vör við mikinn áhuga í þínum skóla á þess- ari Háskólakynningu? — Já, það er enginn efi á því, að krakkana langaði til Stúdentar kynna Háskóln - fslands bítlar sér upp að vegg. Þetta voru þeir Karl Sighvatsson og Erling Bjömsson úr Trú- brot. Karl sagði að almennt lit- ist sér vel á þessa kynningu og hér væri fjallað um „intres?ant“ málefni. Þeir félagar voru nýkomn ir frá því að horfa á kynn- ingarkvikmynd læknanema um fíknilyf og kvörtuðu þeir Karl Sighvatsson og Erling Björnsson. að koma hingað og ég hef þegar rekizt á mörg. En í sambandi við framtíðina þá er kannski ekki alltaf víst að maður sé búinn að ákveða sig í landsprófsdeild, hvaða grein verður lögð stund á. En ég held að svona kynn- ing geti þó hjálpað mörgum til að átta sig. Carster Kristinsson úr landsprófsdeild Hagaskóla var að koma út af kvik- myndasýningu læknadeildar um fíknilyf. Auk þess hafði hann litið í kringum sig í verkfræðideild og ætlaði að fara víðar. — Ég get ekki betur séð en skipulagning þessarar kynningar sé með miklum ágætum og áreiðanlegt að maður verður um margt fróð ari en áður. — Nú varst þú að horfa á fíknilyfjamyndina, hvernig fannst þér hún? — Athyglisverð að mörgu leyti. En það nægir ekki að sýna svona myndir í eitt eða tvö skipti, slíkar myndir þyrfti að sýna í hverjum framhaldsskóla og reyna að leiða unglingunum fyrir sjón ir í hvaða hættu þeir leggja sig, með því að fikta við neyzlu slíkra lyfja. Sjálfur er ég afar mikið á móti hvers konar fíknilyfjum og held að meirihluti unglinga sé það líka. Ég hef ekki orðið var við neitt slíkt fikt í mínum skóla, en maður veit dæmi þess að krakkar eru að fitla við þetta. f guðfræðideild var sr. Jón Bjarman að tala um æsku- lýðsmál og allmargir voru þar komnir að hlýða á. Tvær ungar stúlkur hlustuðu með athygli, en sögðust svo sem ekki vera að hugsa til guð- fræðináms. Jóhann Hannes- son prófessor sagðist vera hinn ánægðasti með fram- kvæmd báskólakynningar- innar og talsverður áhugi hefði verið á starfsemi guð- fræðideildar og þangað kom- ið unglingar í fróðleiksleit og fullorðið fólk fyrir for- vitnisakir. Hjónin Snjólaug Sveins- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.