Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 5
Lárus Sveinsson látinn Þann 18. janúar s.l. andaðist Lárus Sveinsson hljóðfæraleikari, eftir skamma sjúkdómslegu. Lárus var fæddur í Neskaupstað 7. febrúar 1941, hann átti 3 systkini, Birgi, Leó og EIsu, sem öll eru búsett í Mosfellsbæ. Meðfram almennu skólanámi lærði hann á trompet hjá Haraldi Guðmundssyni í Neskaupstað og lærði einnig prentiðn hjá honum. Síðan fór hann í framhaldsnám á trompet hjá Páli Pampichler Pálssyni í Reykjavík og 1961 hóf hann nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg og lauk þaðan námi 1966. Frá 1967 og til dauðadags var Lár- us trompetleikari hjá Sinfóníuhljóm- sveit Islands, einnig hjá fjölmörgum öðrum tónlistarhópum. Hann var kennari við Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar frá 1970, stjómandi Karla- kórsins Stefnis frá 1975 og Reykja- lundarkórsins frá stofnun hans 1986. Hann var mikill hestamaður, var í hestamannafélaginu Herði. Hann ætlaði í skipulagða ferð erlendis með Reykjalundarkómum og síðar með Skólahljómsveitinni, einnig erlendis. Eftir það ætlaði hann í frí til Austur- rísku Alpanna, sem hann dáði mjög en hann var mikill göngumaður. Frestað var um ótiltekinn tíma af- mælishátíð Karlakórsins Stefnis, sem átti sextíu ára afmæli laugardaginn 15. janúar s.l., vegna skyndilegra veikinda Lámsar. Eiginkona Lárusar var Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona, en þau slitu samvistum. Þau eiga þrjár dætur, Ingibjörgu, Þómnni og Hjördísi Elínu. Útför Lámsar Sveinssonar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 15:oo. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. «s Vilt ÞU ■ auka starfshæfni þína ■ efla forystuhæfileika ■ auka sjálfsþroska þinn ■ stjóma áhyggjum og kvíða ■ meira sjálfstraust ■ verða góður ræðumaður ■ stjóma fundum af öryggi ■ verða betri í mannlegum samskiptum ? Þá er ITC fyrir ÞIG ! ITC Korpa Fundir em haldnir: 1. og 3. miðvikud. í mán. ki. 20:00 í safnaðarheimili Lágafellssóknar Mosfellsbæ AHir veikomnir 566-6555 Hælikun útsvars- prósentu Á fundi bæjarstjómar þann 24. nóvember lögðu fulltrúar meiri- hluta til að útsvarprósentan fyrir árið 2000 verði 11.99 % eða hæsta leyfilega álagning. Tillaga meirihlutans var sam- þykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum minnihlutans eftir töluverða umræðu og bókan- ir. Versnandi fjármála- stjórn í Mosfellsbæ Fyrir síðustu kosningar vitnuðu Framsóknarmenn hér í Mosfellsbæ mikið í niðurstöðu Talnakönnunar um fjármálastjóm í Mosfellsbæ á árinu 1996, en fyrirtækið hefur um nokkurra ára skeið gefið sveitarfélögum sem hafa fleiri en 1000 íbúa einkunn fyrir fjármálstjóm. I þessari könnun fékk Mosfellsbær 7,2 sem var þriðja besta einkunn það árið. Þessa góðu útkomu má að stómm hluta rekja til stofnunar Atvinnuþróunarsjóðsins sem yfirtók stóran hluta af skuldum bæjarins og vom þær því ekki teknar með í athug- un Talnakönnunar. Tveimur árum síðar hefur Mos- fellsbær hrapað úr þriðja sæti í það 26., sem verður að teljast mikið fall. Mosfellsbær fær ein- kunina 3,4 fyrir árið 1998, en Talna- könnun skilgreinir einkunina 4,53 sem falleinkunn. Listaverlc á Veslur- landsve&i við 8kálatún Vegagerðin er til alls vís, ekki aðeins með hættuleg hringtorg heldur líka að merkja vegi með þeim hætti að stórhættulegt er að fara eftir merk- ingunum. Ef myndin prentast vel sést hvemig Vegagerðin hefur látið merkja Vesturlandsveg við Skálatún, merkingin gæti átt við 30 km. hámarks- hraða, en væri samt fíflaháttur, en þessi merking fyrir vinstri beygju að Aðaltúni er stórhættuleg, þar sem leyfður er 70 km. hámarkshraði. Nú stendur til að Vegagerðin breyti hringtorg- unurn vegna 1000 ára kristnitöku. Slíkt hlýtur að fara gegn um skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og ættu þá bæjaryfirvöld að kanna rétt sinn með al- mennilegar auglýsingar og merkingar í grennd við veginn og að yfirborðsmerkingar séu réttar og hættulausar. Enn berast fréttir af tjónum á bílum við hring- torgin í Mosfellsbæ og er eitt það nýjasta að blásaklausir bílþjófar sem stálu bfl á Hrísbrú eyði- lögðu hann á Hafravatnstorginu. MoNlellNblíiðlð Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.