Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUINIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUIR 1«. MARZ 1970 „Vantar stökkbraut fyrir alþjóðamót” - rætt við framkvæmdastjóra alþjóðaskíðasam- bandsins í heimsókn í Hlíðarf jalli og norskan skíðaþjálfara - svipmyndir úr Hlíðarf jalli á vetrarhátíðinni Erlendir gestir komu á vetr- arhátíðina á Akureyri, bæði til keppni og til þess að fylgj ast með mótinu. Einn erlendu gestanna var framkvæmda- stjóri og ritari alþjóða skíða sambandsins, Sigge Bergman og átti Morgunblaðið stutt samtal við hann um nýafstað- ið heimsmeistaramót skíða- íþróttarinnar og ferðina til fslands. Einnig ræddum við stuttlega við Dag Jensvoll skíðamann frá Noregi, en hann hefur verið hérlendis í u.þ.b. mánuð við þjálfun skíðamanna nyrðra. Dag keppti í stökki og göngu á vetrarhátíðinni. Sigge Bergman kom beint hingað til lands frá Tékkó- slóvakíu þar sem heimsmeist- aramótið í norrænum grein- um fór fram, en í alpagrein- unum varkepptí Valgardena á ftalíu. Sigge var mjög hrifin af horfðu um 140 þús. manns á skíðastökkið og alls komu um 250 þús. gestir á mótið. Sigge gat þess að aðstaðan á heimsmeistaramótin hefði verið frábær og mannvirkin sem byggð voru fyrir mótið einihver þau beztu í þessu efni sem til væru í heimin- um. Kostnaður við byggingu Sigge Bergman MHH Þórir Jónsson afhendir Ilpo Nuolikivi frá Finnlandi verð laun fyrir unnin afrek í göngu og stökki. Dag Jensvoll. skipulagningu mótsins í Tékkóslóvakíu og einnig af þeim mikla áhuga sem ríkir fyrir norrænu greinunum, stökki og göngu, en þær greinar hafa með ári hverju hlotið auknar vinsældir. Þess má geta að fyrir 1050 þekkt- ust þessar greinar vart utan Norðurlanda, en Norðurlönd in hafa útfært þessar grein- ar og t.d. á heimsmeistara- mótinu í Tékkóslóvakíu mannvirkjanna var um 6800 milljónir íslenzkra króna. Sigge gat þess að hinn mikli áhugi fyrir norrænu greinunum ætti að vera hvatn ing fyrir Norðurlöndin til þess að leggja markvissa rækt við þær greinar og halda vel á spöðunum í öllu er varðar _ skipulagningu íþróttamála. í framhaldi af því ræddi hann um að leggja aukna áherzlu á ferðalög skíðamanna landa milli til keppni og æfinga. Rússar hlutu flest gullverð laun á heimsmeistaramótinu, eða alls 7 af 10. Meðal þjóða, sem ekki hafa áður átt full- trúa á heimsmeistaramóti í skíðaíþróttinni voru Grikkir og Ástralíumenn. Gestrisni sagði Sigge hafa verið mjög mikla á mótinu. Við spurðum Sigge um fs- landsferðina og hvort hann teldi mögulegt að koma hér upp stóru alþjóðlegu móti. Hann var mjög hrifinn af skíðalandinu í Hlíðarfjalli, sérstaklega fyrir alpagreinar og lýsti hann ánægju sinni yfir því hvað Akureyringar væru búnir að gera mikið á- tak með byggingu íþrótta- mannvirkjanna þar. Þá taldi hann alla skipulagningu móts ins mjög góða. í sambandi við alþjóðlegt skíðamót t.d. á Akureyri taldi hann aðstöðu full boðlega fyrir alpagreinarnar, svig og stórsvig og jafnvel einnig í göngu ef göngubrautin væri lögð á ákeðinn hátt, en það sem vantar er stökkpallur fyrir að minnsta kosti 70 metra stökk, en samkvæmt lauslegri áætlun myndi slík- ur stökkpallur kosta um 3- 4 milljónir króna. Sigge Bergman var mjög ánægður með dvöl sína hing- að og ég heyrði að hann lét í ljós ósk sína við Þóri Jóns- son, sem ferðaðist með hon- um, um aukinn skíðaáhuga hérlendis og sterkari kepp- endur á íslandi. Dag Jensvoll frá Noregi var einn keppenda á vetrar- hátíðinni eins og fyrr grein- ir. Dag er frá Lille Hammer í Noregi og hann kom til landsins 15. febrúar, en þá fór hann rakleiðis til Ólafs- fjarðar, þar sem hann þjálf- aði Ólafsfirðinga í eina og hálfa viku. Síðan fór hann til Akureyrar á vetrarhátíðina og þar hittum við þennan unga glaðlynda Norðmann, sem eftir mótið fór aftur til Ólafsfjarðar með þarlendum og hélt áfram þjálfun þeirra, en sem kunnugt er þá hafa Ólafsfirðingar byggt stökk- braut í miðjum bænum og trónir hún ámóta þar yfir og Hallgrimskirkja yfir Reykja- vík. Einnig mun Dag þjálfa nokkra daga á Akureyri. Hann sagðist mjög ánægð- ur með dvölina hér á landi og í sambandi við þjálfun- ina sagði hann að sér virtist að íslendingarnir þyrftu að leggja meiri áherzlu á stöð- ugar æfingar bæði yfir vetr- ar og sumartímann og ef ekki væri snjór þá ættu að koma til leikfimisæfingar og ýmsar aðrar æfingar. Þá taldi Dag að leggja þyrfti mikla á- herzlu á að koma upp góðum stökkbrautum sem víðast, því annað væri ekki drengilegt gagnvart þessari norrænu grein. Dag gat þess að unga fólk- ið í Noregi hæfi mjög snemma Framhald á bls. 20 Þær voru brosmildar Akureyrarstúlkur. Hlíða rfjalli þessar fallegu ungu Ljósm. Mbl. árni johnsen. Myndir ei tekin hjá Strýtu og Strompi, en svo heita hú sin tvö á myndinni, Hjá þeim endar skíðalyftan, en húsið langt niðri í hlíðinni handan við mannfjöldann er skíða- hótelið og í námunda við það er neðri endinn á stólalyft unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.