Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUMBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1970 Vima Lisi og George C. Scott í Austurbæjarbíó. BÆJARBÍÓ: FATHOM Mynd þessi var sýnd í febrúar í Nýja Bíó. Er þetta njósnamynd í stíl við James Bond eða Modes- ty Blaise og fjallar um ævintýri fcvenhetjunnar Fathom. Aðalhlut verk Leika Tony Franciosa og Raquel Weleh, en útlit hennar er næstum ástæða til að fara að sjá myndina. Myndin gerist við Mal aga og Torremolinos á Spáni, þar sem margir íslendingar hafa eytt fríum . GAMLA BÍÓ: SVARTSKEGGUR GENGUR AFTUR Gamla Bíó heldur áfram að sýna þessa mynd eftir páska, en hún hefur þegar verið sýnd um nokkurt skeið. Aðalhlutverk eru leikin af Peter Ustinov, Dean Jones og Susan Pleshette. Mynd þessi er ævintýramynd og sögð vera með þeim skemmtilegri og væmnisminni, sem komið hafa frá Disney um langt skeið. HAFNARBÍÓ: UNDHt URÐARMÁNA Hafnarbíó sýnir þessa mynd á- fram eftir páska. Hefur myndin hlotið góða dóma og aðsókn ver ið góð. Segir myndin frá konu, sem flý-r frá Indíánum, með son sinn, sem er hálfur Indíáni. Fær hún aðstoð manns, sem verið hef ur leiðsögumaður hermanna í baráttu þeirra við Indíána. Fað- ir drengsins eltir þau og verður eltingaleifcurinn mjög spennandi. Aðalhlutverk leika Eva Marie Saint og Gregory Peck, og er þetta einhver bezti leikur, sem hann hefur sýnt. H AFN ARF J ARÐ ARBÍÓ: LÉTTLYNDIR LÆKNAR (Carry on Doctor) Mynd þessi er í hópi hinna vinsælu „Carry on . . .“ mynda, sem sýndar hafa verið hér á landi um margra ára skeið. Nú síðast hafa tvær þeirra verið sýndar í sjónvarpinu. Gerist mynd þessi á spítala og er þýð- ingarlausf að rekja söguþráð í mynd sem þessari. í myndinni leika flestir þeir leikarar, sem fólk kannast við úr fyrri mynd- um, svo sem Sidney James, Kenn eth Williams, Chairles Hawtrey, Kim Dale, Barba'ra Windsor, Hattie Jaques, Joan Sims og Bern ard Breslaw. Mynd þessi hefur áður verið sýnd í Háskólabíó. HÁSKÓL ABÍÓ: THE SPY WITH THE COLD NOSE Mynd þeasi er gamanmynd um njósnir. Aðalhlutverk leika Laurenoe Harvey, Daliah Lavi PÁSKALIUUR MUNIÐ: Samsýning á Húsavík Blómlaukar Blóma- Matjurta- FRÆ Þrír útsölustaðir Miklatorgi, sími 22822. Sigtúni, simi 36770. Hafnarfjarðarveg, sími 42260. AUSTURBÆJARBÍÓ LÁTTU KONUNA MÍNA VERA (Not with my wife, you don't) Mynd þessi er gamanmynd og segir frá því er tveir gamlir stríðsfélagar úr Kóreustríðinu hittast. Báðir höfðu þá verið skotnir í sömu stúlkunni og á meðan annar lá á spítala, eftir flugslys, giftist hinn stúlkunni. Nú búa þau hjón í London og hinn vinurinn kemur í heimsókn. A sama tíma þarf eiginmaðurinn að vera mikið að heiman vegna anna og fer að óttast um kon- una. Aðalhlutverk leika Tony Curtis, Virna Lisi og George C. Scott. LAUGARÁSBÍÓ: KINGS PIRATE Páskamyndin í Laugarásbíó er sjóræningjamynd, að þessu sinoni sögð með gaimansemi. Doug McClure leikur brezkam sjóliðs- foringja, sem býðst til að fara einn inn í virki sjóræningja, til að reyna að opna leið inn í virk- ið. Lífi hans er bjargað af stúlku sem er foringi sjóræningjanna, leikin af Jill St. John. Verður hún ástfangin af honum. Þá frels ar hann prinsessu nokkra og verður þá hin afbrýðisöm. Nóg Anthony Perkins og Thuesday Weld í Nýja Bíó. Húsavík, 24. marz. Á SKÍRDAG opna málverkasýn- ingu í Barnaskóla Húsavíkur fjórir listmálarar, sem allir voru skólafélagar í Handíðaskólanum fyrir 10 árum. Þeir eru: Bene- dikt Jónason, Húsavík, Björgvin S. Haraldason, Reykjavík, Hreinn Elíasson, Akranesi og Snorri Sveinm Friðriksson, Reykjavík. Alls sýna þeir 24 olíumálverk. Sýningin verður opin daglega kl. 4-10 fram á þriðjudag. Húsvíkingar kunna ávallt að meta það þegar listamenn efna hér til sýninga og ekki sízt þar sem hér er um samisýningu að ræða, en slík sýning hefur ekki verið haldin hér áður. Leiðrétting VILLUR slæddust inn í frásögn Morgunblaðsins af ræðu Þor- steins Gíslasonar á Alþingi. Þar átti að standa að ársafli íslend- inga af rækju væri 2-3000 lest- ir, en heimsframleiðslan væri 800-900 þús. lestir árlega. Peter Sellers í Tónabíó. hæfileika til að reka sig utan í og yfirleitt gera ekkert rétt. Veldur þetta miklu uppnámi í veizlu, þar sem framleiðandi myndarinnar hefur kallað saman margt stórmenni úr kvikmynda- heiminum. Þá tekst leikaranum, sem leikinn er af Peter Sellers, að taka á löpp stúlku framleið- anda kvikmyndarinnar, sem leik in er af Claudine Longet. Leik- istjóri og framleiðandi er Blake Edwards. Blómaúrvalið Brúðarvendina Fermingablómin Sjálfsafgreiðsla Daliah Lavi, Lionel Jeffries og Laurence Harvey í Háskólabíó. Weld. Hafa þau bæði hlotið góða dóma fyrir leik sinn í þessari mynd, sem er talin mjög hroll- vekjandi. Cary Grant með japonskum gest um í páskamyndinni í Stjömubíó. KÓPAVOGSBÍÓ: ÁST í FJÓRUM TILBRIGÐUM Páskamyndin í Kópavogsbíó er itölsk, sett saman úr fjórum sög um, sem líta á ástina frá mismun andi sjónarmiðum. Fyrsta mynd- in segir frá saklausum sveita- pilti, sem missir sakleysið, þegar hann flytur í stórborg, þar sem sveitamennska hans þykir skemmtileg. Önnur sagan segir frá konu, sem vill losna við mann sinn, vegna elskuhugans. Fær hún unga stúlku til að tæla eigin manninn, en missir meira en hún átti von á. Þriðja sagan segir frá rithöfundi, sem þarf að skila sögu, en hveitibrauðsdagarnir, með ástriðufullri ungri konu, gera það erfitt. Fjórða sagan seg ir frá tveim manneskjum, ekkju og ekkli, sem hittast yfirkomin af sorg í kirkjugarðinum. Tekst þeim að hugga hvort annað. Með aðalhlutverk fara meðal annars Sylvia Koschina og Mic- hele Mercier, sem er kunn hér úr Angelique-myndíunum. er af skylmingasenuim og bardög um. Það er allt of lítið í þessum heimi af góðum sjóræningjamynd um. NÝJA BÍÓ: RAUÐA EITRIÐ (Pretty Poison) Kvikmynd þessi fjallar uin ungan afbrotamann, sem er draumóramaður og á erfitt með að lifa í raunveruleikanum. Kynnist hann ungri stúlku og takast með þeim ástir. Lenda þau í ýmsum ævintýrum, sem af leið- ir tvö morð, sem stúlkan fremur bæði, en reynir að koma sök- inni á hann. Aðalhlutverk leika Anthony Perkins og Tuesday búi með unnustu hans. Verður úr þessu flókið mál. Aðalhlut- verk leika Cary Gramt, Samant- ha Eggar og Jim Hutton. TÓNABÍÓ: VILLT VEIZLA Mynd þessi segir frá því, er áþekktur indverskur leikari kem ur til Hoilywodd til að leika Indverja í nýrri og stórbrotinni stórmynd. Hefur hann einstaka og Lionel Jeffries. Segir mynd- in frá því er brezki fonsætisráð- herrann gefur rússneska forsæt isráðherxanum hund, í vináttu- skyni. Dettur mönnum í leyni- þjónustunni í hug að setja sendi tæki í hundiinn. Hlusta þeir þann ig á margar mikilvægar samræð- ur, þar til humdurimn, sem nefn- ist Disraeli, verður veikur. Vand ast nú málið, þar sem senditæk- ið myndi sjást, ef Rússarnir tækju römtgenmynd af hundin- um. Myndin er gerð eftir bók Ray Galton og Alan Simpson. Doug McClure og Jill St. John í Kings Pirate. ST J ÖRNUBÍÓ: FLÝTTU ÞÉR HÆGT (Walk, don't run) Mynd þessi gerist í Tokyo, þegar Olympíuleikarnir Stóðu þar yfir. Segir hún frá því, er enskur kaupsýslumaður er að leita að húsmæði og finmur loks laust herbergi í íbúð hjá ungri stúlku. Er hún trúlofuð sendi- ráðsritara í brezka sendiráðinu, sem ekki kann því vel að maður Páskamyndir kvikmyndahúsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.