Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1970, Blaðsíða 17
MORjGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1970 17 Frh. af bls. 1 Framhald af hls. 1 Morgunblaðið fyrir uin heilsu forsætisráðlherra. Hann kvaðst aíðustu daga hafa setið stjórnar- fundi og fylgzt með málum og mundi mæta á þingi strax eftir páska, ef svo gengi fram sem nú horfir, og taka þar með við fullum störfum á ný. Blaðið spurði forsætisráðlherra, hvað hann vildi segja ahnennt um ástand í atvinnu- og efna- hagsmálum, nú er hann hug- leiddi málin og væri að hefja stlörf að nýju að afloknum veik- indum. Ráðherrann sagði: — Um það er ekki að villast, að þær erfiðu efnahagsráðstaf- anir, sem gerðar voru, hafa kom ið að tilætluðu gagni og nú horf ir mun betur en áður, eins og raunar lýsir sér í þvi að rólegra hefur verið á vettvangi stjórn- málanna að undanförnu en tið- ast er. Hins vegar er um að gera að halda þannig á málum, að sá árangur, sem náðst hefur verði ekki að engu. Við skulum hafa það í huga, að sá afturbati, sem raun ber vitni, hefði ekki orðið, ef ekki hefði verið fylgt réttri stjórnar- stefnu og nauðsynlegar ráðstaf- anir gerðar, sem að visu voru og þurftu að vera harðneslkjulegar. En jafnframt er þess að gæta, að ytri aðstæður hafa verið hagstæð ar síðustu mánuðina og er það enn ein staðfesting á því, hvílík um sveiflum allt ökkar atvinnu líf er háð, meðan það er jafn ein hæft og nú er. í>ess vegna er öll þessi þróun sönnun á réttmæti þeirrar stefnu að fá hér fjöl- þætt atvinnulíf og efla samvinnu okkar við aðra. Þetta hlýtur raun ar að ráða úrslitum um fram- tíðarafkomu okkar, og af öllu því, sem gerzt hefur siðustu ár- in, er sú nýja stefna, sem í þessu efni hefur verið möhkuð, áreiðan lega heillaríkust. — Þetta viðurkenna víst flest ir nú orðið. — Já, nú eftir ár er ótrúlegt að minnast þeirra átaka, sem þurfti til að koma þessum mál- um fram — og reyndar skoplegt, þegar sumir þeir, sem áður máttu eklki heyra minnst á annað en það, sem þeir kölluðu „þjóð- lega atvinnuvegi", eru nú farnir að tala um, að auðvitað sé eng- inn ágreiningur um nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum und ir atvinnuvegina. En um þetta hefur baráttan einmitt staðið und anfarin ár, og þá eíkíki sízt í sam bandi við Búrfellsvirkjun, ál- bræðslu og aðra stóriðju og að- ild okkar að EFTA nú í vetur. — Hver eru mikilvægustu verkefnin á næstunni? — Það sem mestu máli skipifcir nú á næstu vikum fyrir utan sveitastjórnarkosningarnar er, hvort friðsamleg lausn fæst í fyrirhuguðum kaupgjaldssamn- ingum. Eðlilegt er, að launþeg- ar verði aðnjótandi batnandi þjóðarhags, og þá er um að gera að átta sig á því hver hin raun verulega gjaldgeta er. Enginn vafi er á því, að siðustu kaup- gjaldssamningar, sem voru byggð ir á raunhæfu mati aðstæðna, eiga sinn þátt í þeim afturbata sem orðið hefur, og liggur mikið við, að hins sama raunsæis gæti nú. Aðilar sjálfir verða vitan- lega að gera samningana, rfkis- stjórnin getur þar einungis greitt fyrir og hefur í vetur látið vinna að margh.áttaðri gagnasöfnun, sem ætti að geta auðveldað mönn um að átta sig á málum. — En hvaða viðburðir telur þú að hafi verið athyglisverðast ir meðan þú varst frá störfum? — Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir því, hversu vel tókst til uim Norðurlandaráðsfundinn í febrúar, en dómbærir menu, sem Sveitastjórnar- kosningar og lausn kaupgj aldsmála mikilvægast tekið hafa þátt í störfum ráðis- ins frá upphafi, hafa látið uppi þá skoðun, að annar betri fund- ur hafi ekki verið haldinn. Raun ar er hætt við, að eftir á varpi það nokkrum Skugga á, ef Nord ekfyrirætlanirnar fara út um þúfur. Enn er of snemmt að segja til um, hver áhrif hin síðustu við brögð finnsku stjórnarinnar hafa í þessum efnum, en rétt er að hafa í huga það, sem eftir Kar- jalainen, utanríkisráðherra Finna er haft, að í utanríkismálum verða Finnar að taka ýmislegt fleira með í reikninginn en sam vinnuna við hin Norðurlöndin. andi, þó að verulegur hluti flokks ins telji þær enn sáluhjálparat- riði. Staðreynd er, að ekki hefur verið unnt að koma fram gagn- gerðum breytingum á þessum málum með atbeina Alþýðu- flokksins. Hins vegar hafa ýmsir talið að slíku væri hægt að ná fram, ef atkvæði um þessi efni yrðu óbundin á Alþingi, þannig að Framsóknarmenn, sem a.m.k. surnir hverjir hafa sagzt vera á móti verðlagslhömlum, fengju að njóta sín. — Hafðir þú trú á því að Fram sóknarþingmenn myndu standa ustu frændþjóðum okkar á Norð urlöndum. — Var ekki víðtæk samvinna um undirbúning þess máls? — f fyrstu virtist ætla að nást um það mjög víðtækt samkomu- lag, en þegar á reyndi fór það út um þúfur. Nokkur hluti Alþýðu- flokksins snerist hatrammlega gegn málinu og var af þeirra hálfu reynt að drepa því á dreif. Við athugun kom og í ljós, að úti lokað var að þingflokfcur Alþýðu flokksins fengist í heild til að styðja að svo stöddu hina nýju skipan. Innan Alþýðuflokksins virtist því alknikil löngun til að Þessi mynd var tekin í skrifstofu dr. Bjama Benediktssonar, forsætisráðherra í stjómarráðinu í gær, þegar Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Mbl., ræddi við hann. (Ljó'sm. Kr'iisiiran Beniedikbsson). Öll sýnir þróun Nordeks-máls ins, hversu fráleitt það er sem sumir hafa haldið fram, að við hefðuim átt að taka hugsanlegt Nordök-samstarf fram yfir inn- gönguna í EFTA. í slíkum bolla leggingum eru höfð algjör enda- skipti á hlutunum. — Hvað vilduð þér segja um síðustu atburði í stjórnmálun- um? — Að sjálfsögðu harma ég það, að frumvarpið um nýskipan verð lagsmála slkuli nú hafa verið fellt á Alþingi. Þessi mál hafa lengi verið ein helztu deilumálin í íslenzkum stjórnmálum, og hef ur því verið marglýst að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn ihafa verið þar á önd verðum meiði, allan samstarfs- tíma flokkanna frá 1959. Sjálf- stæðismenn eru, og hafa verið þeirrar skoðunar, að a.m.k. til langframa þá séu verðlagsíhöml- ur slílkar sem hér hafa verið, ekki til gagnis, heldur verki þær öfugt við það, sem ætlað er að ná með þeim. í þessuim efnum hefur Alþýðuflotkkurinn haft allt aðra skoðun, og er þó ljóst, að þar hefur trúin á gagnsemi verð- lagáhamla mjög farið minnk- við yfirlýsingar sínar í þessu efni? — Ég skal játa, að ég hef ætíð haft takmarkaða trú á því, að þetta mál yrði leyst með Fram- sóknarmönnum. Reynsla mín af fyrra stjórnarsamstarf við þá var sú, að þeir væru Alþýðu- flokksmönnum sízt skilningsbetri í þessum efnurn og minnsta kosti yrði að sæta afarkostum af þeirra hálfu til að ná samstarfi við þá um framgang sliks máls, Fram- sðkn gerir aldrei neitt ókeypis. Framsðknarmenn geta látið lák lega um, að þeir vilji styðja ein hverja breytingu í þessum efn- um, ef þeir telja að þeir trufli stjórnarsamstarfið með þvi. Hvað þá ef það yrði til þess, að þeir fengju úrslitaálhrif í ríkisstjórn, og gætu þar með knúið fram nýtt haftakerfi, bæði á innflutningi og framkvæmdum. Miðað við allar aðstæður hef ég þess vegna talið ráðlegt að rjúfa núverandi sjálfheldu með því að reyna að koma á alveg nýju verðlagskerfi, svo sem að hefur verið unnið undanfarin ár. Hefur þá verið að því stefnt að taka upp svipað verðlagseftir lit og vel hefur reynzt með nán slá málinu á frest, m.a. til að firra innanflokksvandræðum. Við Sjálfstæðismenn lögðum hins vegar megin áherzlu á, að málið yrði lagt fyrir Alþingi, svo að þar reyndi á, hverjir væru með hinni nýju Skipan þessara mála og hverjir á móti. Á þetta féllst Alþýðuflokfcurinn, og það vannst á innan hans sem um Skeið virtist tvísýnt, að tryggð við hið garnla verðlagskerfi akyldi elkki gert að flokksmáli, heldur vænu þing- menn flokksins óbundnir í at- kvæðagreiðslum um það. Jafn- framt var okkur Sjálfstæðismönn um sagt frá því, að búast mætti við því, að þrír þingmenn Al- þýðuflokfcsins greiddu atkvæði á móti hinni nýju skipan. — En málið var flutt sem stjórnarfrumvarp? — Það varð að samkomulagi, að hið nýja frumvarp skyldi flutt sem stjórnarfrumvarp, þótt vitað væri uim andstöðu innan Alþýðufloklksins, enda var það eðlilegt og í samræmi við venju, þar sem hér var um að ræða ár- angur af starfi milliþinganefnd- ar. iÞað er algjör misskilningur, sem sumir halda nú frarn, að stjórnarsamstarf í þingræðis- löndum sé háð því, að öll stjórn arfrumvörp nái fram að ganga eða ríkisstjórn sé sammála um öll mál. f Bretlandi t.d., móður landi þingræðisins, er það gam alþekkt, að flokkar, sem starfa saman í ríkisstjórn, hafa gert samkomulag um það, að ágrein- ingur um hin þýðingarmestu mál hafi engin áhrif á stjórnar samstarf að öðru leyti. Það er líka alkunna, að hér eru oftsinn is flutt stjórnarfrumvörp, sem ríkisstjórn setur ekki á oddinn hvem framgang hafi. Að þessu sinni var fyrirfram kannað, að frv. hafði eikfci nægi- legt fylgi innan annars stjórnar- flokksins til þess að ná fram að ganga, ef stjórnarandstaðan sner ist einíhuga gegn því. Við Sjálfstæðismenn töldum það engu að síður ávinning að fá málið flutt og fá yfirlýsingu þeirra, sem lýstu sig algjörlega andistæða málinu, þesa efnis að framgangur þess hefði engin á- hrif á stuðning þeirra við stjóm ina að öðru leyti. Menn verða að minnast þess, að tilvist stjórnar byggist á samheldni stjórnar- flokkanna og tveir eða þrír stuðn ingsmenn ríkisstjórnarinnar geta hvenær sem er splundrað stjórn arsamstarfinu. Nú hafði það náðst, að þessir menn, sem telja verðlagsbömlur sáluhjálparatriði vildu una því að gerbreyting yrði gerð á þessum málum, einungis ef hún næði fram að ganga án þeirra atbeina. Flestir töldu, að verulegur hluti Framsóknar- flokksins mundi styðja frum- varpið. Fraimsólknarmenn höfðu unnið að málinu í milliþinga- nefndinni, og i fyrra kvartað á Alþingi undan allt of miklum seinagangi málsins. Á ytra borði leit því svo út sem þeir væru bundnir í málið. En ég 9kal játa, að sjálfur efað- ist ég ætíð mjög um, hvernig Framisóiknarmenn mundu reyn- ast í máli þessu þegar til kæmi. — Þú hefur þá ekki orðið fyr ir vonbrigðum? — Ég get ekki sagt, að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum af afstöðu Framsóknarmanna, þó að ég hanmi fall málsins. Engu að síð ur tel ég vinning í því, að málið var lagt fyrir þingið, vegna þess að nú liggur það málefnalega ljóst fyrir. hver ágreiningurinn er og milli hverra. Sjálfstæðis- menn einir eru óskiptir uim það, að hér þurfi að koma á nýrri skipan. Allir hinir eru ýmist á móti málinu. eða svo klofnir í því, að það hindrar framgang málsins. Það er þess vegna auð- sætt, að þeir. sem telja breyt- inga þörf, hljóta sjálfs síns vegna að efla svo Sjálfstæðisflokkinn, að honum revnist kleift að knýja rrtálið fram. Hingað til hefur ekki verið til þess þinglegur styrkur. Þessu hafa sumir ekki viljað trúa, vegna þess að þeir hafa tekið mark á faeurgala Fram- sóknarmanna. Nú verður ekki lengur um hina raunverulegu stöðu deilt. — Hefur afgreiðsla málsins á- hrif á stjórnarsamstarfið? — Eins og á stendur er frá- leitt að þessi málsúrslit splundri stjórnarsamstarfinu. Hér er um að ræða málefnaágreining, sem mieiar hób-mir mi tiofr^'i’lmri'i.’Iit eða annað gátu haggað. Slíkar að farir hefðu þvert á móti leikið máluim í ihendur haftapostulanna. En þó að því verði að una í bili, að málið hafi ekki nægileg an styrk. þá er siálfsagt bæði að halda áfram baráttunni fyrir framgangi kerfiisbreytingar í þess um efnum og liðkun á fram- kvæmd gildandi reglna, eftir því sem afl stendur til, en því ber ekfci að neita að sú ákvörðun Alþingis að hafna kerfisbreyt- ingu gerir þar erfitt um vik. — sagði forsætisráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.