Morgunblaðið - 03.04.1970, Side 10

Morgunblaðið - 03.04.1970, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1970 Líf stykkið og frelsisbaráttan UM DAGINN hitti ég danskan mann, sean var hér á ferð, miðaldra, stóran og þrekinn með stórgkorið andlit. Þetta er skrýtin mannlýsing, enda hefði ég ekki lýst manminum svona, ef hann hefði ekki haft það að atvinnu í 40 ár að framleiða og selja lífstykki, brjósta- haldara og annan kvenundirfatnað. Manni finnst einhvern veginn að slíkt starf tilheyri konum einum, og ef til vill fíngerðum karlmönmun. Það gerir van- inn. Þannig finnst manni einnig að kona, sem t.d. er hámenntaður verkfræðing- ur, hljóti að vera ókvenleg. Bn hvers vegna í ósköpunum hugsar maður svona, þegar maður veit afar vel að útlitið stjórnar ekki hæfileikum og áhugamál- um, þótt það geti í visgum tilvikum haft áhrif á hið síðarnefnda? En svo ég snúi mér aftur að mann- inum, sem ég minntist á, þá er hann all merkilegur fyrir þær sakir, að hann er líklega „innundir" hjá fleiri íslenzikum konum en flestir aðrir. Hann heitir nefni lega Kanter og eftir honum, eða öllu heldur föður hans, eru Kanter’s-vörurn ar nefndar. Herman Kanter byrjaði að selja líf- stykkjavörur fyrir 40 árum, en faðir árum áður. Hann hefur því fylgzt mjög buxurnar komu á markaðinn hefði kon- um þótt sem þær hefðu himinn hönd- vel með' þróuninni í þessum efnum, og er ég fór að spyrja hann hvað réði þess- ari þróun, gaf hann mjög athyglisverða en einfalda skýringu: ★ Þær breytingar, sem orðið hafa á líf- stykikjavörum (lífstykkjum, brjóstahöld urum, sokkabandabeltum) á þessari öld, eiga rætur sínar að rekja til frelsis- baráttu kvenna. Konum nægir ekki að- eins félagslegt og andlegt frelsi, þær vilja líka að líkaminn sé frjáls svo þær geti hreyft sig, til jafns við karlmenn. En þar sem konum er ekki alveg hætt að standa á sama um línurnar, og þær vilja heldur hafa þær nokkurn veginn beinar eða ávalar, en ekki í fellingum, þá verða Kanter og hans líkar að hafa efst í huga, að þessar vörur styðji sem bezt við, þar sem stuðnings er þörf, en séu um leið svo þægilegar og mjúkar að konurnar taki ekki eftir þeim. Með hverju árinu sem líður koma á markað- inn ný efni og ný snið, sem uppfylla betur og betur þessar kröfur. Kanter minntist t.d. á að þegar sokka um tekið og lagt sokkabandabeltið til hliðar. En í ljós hefði kornið að sokka- buxurnar sátu í mörgum tilvikum ekki hans hafði byrjað framleiðslu á þeim 20 nógu vel og gáfu ekki nauðsynlegan stuðning og því væri nú mikil áherzla lögð á að framleiða teygjubuxur utan- yfir sokkabuxurnar. En auðvitað verða þær að vera svo mjúkar, að þær eyði- leggi ekki það, sem náðist með fram- leiðslu á sokkabuxum. Varðandi efnin sagði Kanter mér, að þegar nælonið kom fyrst á markaðinn eftir stríð hefði lítið þýtt að framleiða undirfatnað úr silki eða bómull — eng- in kona hefði litið við öðru en næloni. En framleiðendur hefðu vitað að bóm- ullin myndi á ný vinna sér sess í þessari framleiðslu og nú væri sá tími kominn. Bómullarefnin hafa verið endurbætt og eru stöðugt að vinna á í keppninni við gerviefnin í undirfataframleiðslu. Þótt undirfataframleiðendur hafi sig alla við að fylgja eftir frelsisþrá kvenna þá eru þær konur, sem lengst eru komn- ar, búnar að hlaupa þá af sér. Þær hafa ekki einungis fleygt frá sér magabeltinu heldur og brjóstahaldaranum. En hversu lengi þær vilja búa við þetta „algera frelsi“ verður tíminn að leiða í ljós. ★ Þeir, sem hafa kynnt sér sögu líf- stykkisinis geta rakið hana 5—6 aldir aftur, en vafalaust nær hún miklu lengra. Fyrstu lífstyfekin, sem þekfet eru, voru úr járni, klædd mjúkum efnurn. Einnig eru dæmi til þess að lífstykkin hafi verið gerð úr hvalbeini, oft á tíð- um tilsniðnu. Fljótlega mun þó hafa verið horfið að því að nota heldur þægi- legri efni, þótt lífstykkin hafi engan veginn verið þægileg þegar búið var að reyra þau eins fast að líkamanum og konurnar. framast þoldu — og ef til vill fastar en svo. ★ A síðustu öldum var lífstykkið eins konar stöðutákn meðal kvenna úti í Evrópu. Ef stúlka var reyrð í l-ífstykiki, gaf það til kynna að hún væri af betra tagi-nu og þyrfti ekki að vinna „baki brotnu“ í fyllstu merkingu þeirra orða. Sumir vilja rekja hneigingar kvenna til lífstykkisins. Meðan karlmenn gátu beygt sig áfram og bukkað urðu kon- urnar að láta sér nægja að beygja sig í hnjánum — lífstykkið sá um að þær urðu að vera teinréttar í baki. Lífstykkið lifði góðu lífi án teljandi breytinga fram yfir fyrri heimsstyrjöld, en þá kom fram á sjónarsviðið nýtt efni, gúmmí, sem olli byltingu í framleiðslu á lífstykkjavörum. Farið var að fram- leiða sérstaka brjóstahaldara og á spjöldum sögunnar er skráð að árið 1932 hafi brjóstahaldarinn verið búinn að fá á sig nofekurn veginn þá mynd, sem hann hefur nú. Lengra sé ég ekki ástæðu til að rekja söguna að þessu sinni — hún er öllv konum kunn. Þórdís Árnadóttir. M n 11= Fréttabréf úr Stykkishólmi Á SNÆFELLSNESI er nú ágæt færð um alla vegi og því sam- göngur í góðu horfi. Áætlunar- ferðir hafa aldrei fallið niður í vetur og oftast hefur áætlunar- tíminn staðizt. Tvær ferðir eru til og frá Stykkishólmi í viku hverri og er það vetraráætlunin. Vikulegar ferðir eru svo á sjó til Flateyrar og Brjánslækjar og eru þær á laugardögum. M.b. Baldur sem annast hefur þessar ferðir er nú á Akureyri þar sem verið er að ljúka við lengingu bátsins og er hann væntanlegur hingað á hverjum degi. Hefir því orðið að leigja báta til ferðanna á meðan og fer m.b. Konráð i Flateyjarferðirnar. Héðan eru nú gerðir út 7 bátar og eru 6 þeirra með neta- veiði en einn, m.b. Guðbjörg heldur áfram með línu. Hefur hún figkað mjög sæmilega það sem af er og stundum ágætlega, og virðist línuafli vera sízt í rénun. Hirns vegar er afli neta- báta mjög misjafn, sumir eins og t.d. m.b. Þórsnes, hafa fengið ágætan afla á stuttum tíma með- an aðrir bátar hafa mun minna. Gæftir hafa verið mun betri í marz en í janúar og febrúar. Aflinn er unninn í fiskiðjuver- um Sigurðar Ágústssonar og Kaupfélags Stýkkighólms og eru beinin unnin í fiskimjölsverk- smiðjunni hér nema úr frysti- húsi Kaupfélagsins, sem selur þau til Grundarfjarðar. Krabbameinsfélag Snæfellinga var stofnað hér hér á sl. hausti og er það fyrir Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Það er nú að hefja starfsemi sína fyrir alvöru og hefur stjórn þess nú þegar skrifað öllum hreppsnefndum sýslunnar og óskað eftir sam- vinnu þeirra og fjárhagslegum stuðningi við félagið til kaupa á áhöldum og öðrum gögnum í sambandi við rannsóknir á íbú- um héraðsins. Einnig hefur öll- um kvenfélögum verið skrifað og þeim falið hverju hverju í sínu umdæmi að afla félaginu meðlima og styðja Það í fram- kvæmdum þess. Strax eftir páska er ákveðið að byrja á rannsókn- um og verður byrjað í Stykkis- hóimi og ná fyrstu rannsóknir til kvenfólksins. Strax að rannsókn um loknurn í Stykkishólmi verða aðrir hlutar sýslunnar teknir fyrir og konur rannsakaðar það- an eftir því sem færð og ástæður leyfa. Mestur hluti þeirra áhalda sem við rannsóknir þessar þurfa eru nú komnir hingað. Kristján Baldvinsson sem nýlega var ráð- inn sjúlkrahúslæknir við St. Fransiskussjúkrahúsið hér og er sérfræðingur í kvensjúkdóm- um mun annast rannsóknir í samráði við Krabbameinsfélag íslands. Þá hefir verið ákveðið að rannsóknirnar fari fram í sjúkrahúsiniu í Stykkislhólmi og verður síðar greint frá allri til- högun. Er í athugun að koma á áætlunarferðum um héraðið sem geri fólki kleift að koma mörgu saman í ranmsókn sama daginn. f stjórn Krabbameinsfélags Snæ fellinga eru: Guðmundur J. Bjarnason, formaður, og með- stjórnendur Guðmundur H. Þórðarson héraðslæfenir, Freyja Finnsdóttir húsfrú, Elín Sigurð- ardóttir og Árni Helgason stöðv- arstjóri. Lúðrasveit Stykkishólms hélt nýlega aðalfund sinn en hún hef ur nú starfað í 26 ár og æfir nú undir tónleika í vor. Eru um 20 starfandi félagar í henmi. For- maður var kjörinn Hannes Gunn arsson en stjórnandi er nú og hefur verið frá upphafi, Víking- ur Jóhannsson. Tónlistarfélag Stykkishólms hélt aðalfund sinn 20. marz. Tel- ur það nú um 40 félaga og á vegum þess er starfræktur Tón- ákóli og eru nemendur hans nú tæpir 40 og hefur starfsemin gengið vel undanfarin ár. Nem- endatónleikar verða í vor. Félag ið hefur í hyggju að fá hingað tónlistarmenn til að halda hljóm leika og er unnið að undirbún- ingi þess máls. Formaður félags- ins er séra Hjalti Guðmundsson sóknarprestur. Nökfeuð hefur verið gert að því undanfarið að vefeja athygli barna í sýslunni á skaðsemi tóbaksnautnar og þá sérstaiklega sígarettureykinga. Sfeólastjórinn í Grundarfirði og barnaverndar nefnd hafa haft fræðslu um þesisi efni, einnig höfðu þau tal af forsvarsmönnum verzlana þar með tilmæli um að fram- fylgja stranglega því lagaákvæði að afhenda ekki börnum til sölu tóbak. Brugðust allir vel við og lofar þetta góðu. Þá kom Björn Stefánsson erindreki áfengis- varnarráðs hingað á Snæfells- nes. Flutti erindi í ákólum og sýndi kvikmynd um afleiðingar tóbaksnautnar sem vakti at- hygli. Ýmislegt annað hefur verið aðhafzt til að vekja at- hygli unglinganna á skaðsemi tóbaiksins. Einnig sýndi Björn myndina í skólanum í Ólafsvík og ræddi við nemendur. Mætti á fundi í Stykkishólmi og í sam- ráði við sfeólastjórann þar var myndin einnig sýnd og fræðsla um skaðsemi tóbaksnautnar. Eru vonir manna að þetta hafi góð áhrif. — Fréttaritari. Alþýöusamband Vestfjarða: Sameiginlegur líf eyris- sjóður aðildarfélaga SUNNUDAGINN 22. marz s.l. eifrudi stjónn Allþýðusambands Vestfjiairða til ráðstefnu á fsa- firði, til stofnuaTr lifeyrisisjóðs á vegum aðildarfélaiga sambandsins og kjósa honium bráðabirgða- stjórn, eims og ráð er fyrir gert í fyrirmynd að regluigerð fyrir lífeyrissjóði stéttafólagainna, en regluigerðartibaga þessi er nýleg-a komin frá nefnd Alþýðusam- baimds ísliainds og Vininiuiveitenda- sambainds íslands, sem sam- fevæmt saminingum firá 19. maí 1969 hafði þetta verkefini á hönd- um. Aðildarfélög A.S.V. eiru 15 og haifa 9 þeirra ákveðið aðild að samieiginfegum lífeyrissjóði. — Verfe'alýðsfélögm í Barðastramdar sýslu, Stramdasýslu og Bolunga- vík hatfa eon ekki tekið ákvörð- un um aðild að þessum sjóði eða öðrum, en vonandi verður efcki laingt að bíða atfstöðu þeirra. Á fuindinuim á ísafirði komu fraim eindregnar ósfcir um að sjómieinn á félaigssvæðinu verði aiðilaæ að „Lífeyrissjóði Vest- fjarða“. (Til'laga um það niatfn á sjóðinn kom fram á fumdinmm). Skipstjóra- og stýrimanmafé- lagið Bylgjan, en félaigssvæði þess er Vestfirðir aillir, svo og smærri hópar iðniaöarmiainnia, hadBa sýnit áhuga á að geratsfi aðil'ar að sjóðnuim, en til þess þarf að gema smávægilegar breytinigar á reglu- gerð. Fundurinin kaus tvo mienn í bráðaibirgðastjónn atf háltfu stéft- anféliaiganina, þá Björgvin Sig- hvatsson og Pétur Sigurðsson, Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.