Morgunblaðið - 03.04.1970, Page 14

Morgunblaðið - 03.04.1970, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1»70 Samtal við Bernódus Halldórsson Bernódus Halldórsson, fyrrum formaður í Bolungavík og nú . kaupmaður þar á staðnum, var einn af fulltrúum Vestfirðinga á Fiskiþinginu. Bemódus hefur verið formaður fiskideildarinn- ar í Bolungavík um 30 ára skeið. Víða um land eru uppi mikl- iar deilur með mönnum um af- stöðuna til smábátaútvegs og rétt eins veiðarfæris fram fyrir annað. Flestir eru þó sammála um það, að heimamenn á þeim stöðum, sem liggja að fiskimið- um hljóti að krefjast nokkurra veiðiréttinda umfram aðvífandi aðila. Fulltrúar á fiskiþingi Að loknu fiskiþingi Það er hætt við að hljóð kæmi úr horni, ef bændur byggju við það, að hver og einn gæti að vild sinni sótt í ár þeirra og vötn. Það er ekkert óeðlilegt við, að sjávarþorp helgi sér fiskislóð, sem það hefur sótt á Bernódus Halldórsson og nytjað um aldaraðir. Það getur að minnsta kosti ekki tal- izt ósanngjarnt að tekið sé tillit til þess. Bernódus sagði þetta að loknu Fiskiþingi: Fiskiþing fjallaði um fjölmörg mál og fitjaði upp á ýmsu nýju svo sem í öruggismálunum og fræðslumálunum en svo sem að líkum lætur finnst rnér eðli- legast að drepa hér á það mál aem ég ber sérstaklega fyrir brjósti og kalla mætti sérmál Vestfirðinga, en er þó annars staðar hagsmunamál línuveiði- manna víða í sj ávarþorpunum. Um aldraðir hafa Vestfirðing- ar stundað línu- og handfæra- veiðar á miðum sínum. Það var fyrst á öðrum tug þessarar ald- ar að erlendir togarar fóru að sækja með botnvörpur sínar á þessi með. Mestur varð ágang- urinn á þriðja og fjórða tug ald- arinnar en pá toguðu bæði ér- lendir og innlendir togarar um alla grunnslóðina fyrir Vest- fjörðum og reyndar upp í land- steina. Það er varla vafa- mlál, það sýndi aufkin fislki-giengd í síðari heimsstyrjöldinni, þegar miðin hvíldust nokkuð, að hin mikla sókn hefur valdið að ein- hverju verulegu leyti ördeyð- unni fyrir Vestfjörðum á árun- um fyrir styrjöldina. Á þessum árum voru kolamið Bolvíkinga uppurin, svo að það má heita 3vo að inni á víkinni hafi ekki veiðst koli að ráði um fleiri ára- bil. Netaveiðar voru ekki stund aðar fyrir Vestfjörðum fyrr en nú síðustu árin og hafa því net- in bætzt við á þessum veiðislóð- um. Nú er það svo, að fyrir Vest- fjörðunum koma að vísu kraft- miklar göngur ennþá, en þær eru hættar að leita upp á grunn slóðina. Grunnslóðarmiðin þola því ekki mikla sókn af stórtæk um veiðarfærum. Nú er það öllum landsmönnum kunnugt að á Vestfjörðum eru eingöngu stundaðar fiskveiðar og fiskiðn aður. Bregðist veiði úr sjó er því vá fyrir dyrum manna í þess um landshluta. Smábátaútvegurinn hefur ver- ið atvinnulífinu í fjórðungnum verulegur styrkur alla tíð og er það enn. Þessir bátar eru yfirleitt með öndvegis hráefni, svo að það fæst hvergi betra. Hráefnisöflun þessa smá- bátaútvegs er því mikið atriði fiskiðnaðarfólkinu í landi, en auk þess veita veiðam- ar sjálfar fjölda fullorðinna manna atvinnu, sem margir hverjir eru orðnir of rosknir til að stunda veiðar á stærri skipum. Á trillunum fá unglingarnir einn ig atvinnu og sína fyrst reynslu til sjós, og það tel ég hvað mikils verðast. Smábátaútvegurinn hef ur um áraraðir verið eins konar skólaskip okkar. Aldnir feður tóku syni sína unga með sér á trillunni, kenndu þeim vinnubrögð og sjó mennsku og enn þá er það svo, að margir okkar beztu sjómanna hlutu sína fyrstu reynslu á þess um fleytum. Loks er að nefna það, sem segja má að heitast brenni á smábátaútvegsmönnun- um sjálfum en snertir þó, eins og áður segir fjölda annarra að- ila, að mörg heimili eiga bund- ið fé í þessum atvinnuvegi, oft aleigu sína. Það eru því fjölmörg rök, sem hníga að því að vernda beri smá bátaútveginn. Við Vestfirðingar höfum fylgzt með því, hvernig fór í Garðinum, þar sem blóm- legur smábátaútvegur lagðist í rúst á örskömmum tíma. Hinn mikli fjöldi smábáta Garða- manna grotna nú niður á kamb- inum. Við munum berjast fyrir því vestra að þessi saga eftdur- taki sig ekki hjá okkur. Það eru þó ýms teikn á lofti, sem sýna, að við verðum að herða baráttuna, ef hún á að koma að haldi í tæka tíð. Hólfaskipting- in út af Vestfjörðunum hjálpaði sildveiðiflota, sem var verkefna laus en gat stundað togveiðar með sæmilegum árangri. Það er ekki nema gott um það að segja, að reynt væri að leysa vanda- mál þessa skipastóls. Það vita allir landsmenn að var nauð- synjaverk, en það þarf að gera það þannig að það verði ekki til að drepa annan atvinnuveg. Hér kemur og fleira til. Það er nefnilega ekki aðeins smá- bátaútvegur Vestfirðinga, sem er í hættu við aukna sókn tog- veiðiskipa á grunnslóð, heldur er línuútvegurinn allur í hættu, ef ekki fást einnig friðuð línu- svæði á útmiðuim og utan línubátarnir sækja allir djúpt út, og þar lenda þeir innan um tog arana. Það er því tvennt, sem ég hef valið mér að berjast fyr- ir og það er: friðuð línu- og handfæramið á grunnslóð og friðuð djúpmið fyrir stærri lín- bátana. Fiskiþing fól stjórn Fiski- félagsins að vinna að því að viðurkenning fáist á tilteknum afmörkuðum svæðum innan og utan fiskveið)lögsögunnar fyrir Vestfjörðum til línuveiða ein- göngu. Um öryggismál Vestfirðinga í sjósókninni gefst mér vonandi tækifæri til að ræða síðar. Samtal við Angantý Jóhannsson Agnantýr Jóhannsson útgerð- armaður og útibússtjóri á Hauga nesi er erindreki Fiskifélags fs- lands nyrðra og hann á sæti í milliþinganefnd til breytingar á lögum félagsins. Hann sagði í þinglok: — Ég tel orðið mikla þörf á breytingum á lögum félagsins og í umræðum um lagabreytingar kom það í ljós að flestir full- trúanna eru sama sinnis. Við viljum vikka út félagssviðið með því að taka inn í félagið fulltrúa sjómannasamtaka og sölusamtaka sjávarútvegsins. Jafnframt því að útvíkka fé- lagssviðið viljum við einnig spil og skrúfur og annan vél- búnað skipanna. Verkefni Fiskifélagsins eru ó- teljandi og það hefur aldrei ver ið brýnni þörf fyrir starfsemi félagsins en einmitt nú og þing- fulltrúar voru einhuga um það að efla starf félagsins. Því er ekki að neita, að það er dauft yfir fiskideildunum úti á landi, þó að starf félagsins sjálfs sé öflugt. Það verður með ein- hverjum ráðum að blása nýju lífi í félagslífið í deildunum. Ég held að hinar öru breytingar og hraði sem er orðinn á öllu hafi það í för með sér, að Fiskiþing þurfi orðið að koma saman ár- lega. Það er mjög nauðsynlegt að fyrir sjávarútvegsmenn að hittast sem oftast og ræða hags munamál sj ávarútvegsins á fag- legum grundvelli. Fiskifélagið er algerlega ópólitískur félags- skapur, þar er því alger sam- staða um flest hagsmunamál sjávarútvegsins í heild. Ég tel, eins og fleiri, fjárveitingu til ým iissa stofnania sjávarútvegBins og mála sem við berjumst fyrir, of litla og okkar hlut heldur rýran sé miðað við fjárflestirígar til ýmissa stofnana, skóla og ráðunauta búnaðarsamtak- anna svo dæmi sé nefnt. reikningaskrifstofu sjávarút- vegsins. Þessi skrifstofa þarf að vinna úr miklum gögnum, sem eru á ýmsan hátt grundvallar- heimildir um útgerðina og af- komu hennar. Útreikningar þess arar skrifstofu gætu orðið út- gerðarmönnum að miklu liði þeg- ar þeir þurfa að ákveða, hvað hagkvæmast er á hverjum tíma fyrir rielkstur þeirra. Ýmsar stofin- anir, sem fjalla um sjávarútveg svo sem Efnahagsstofnunin þurfa einnig að geta byggt á út- reikningum og heimildum frá þessari skrifstofu. Til þess að reikningaskrifstofan geti sinnt hlutverki sínu þarf hún meira starfslið og þar af leiðandi meira fjármagn. Á skrifstofunni er nú einn maður hálfan daginn. Reikningaskrifstofa landbún aðarins, sem gegnir svipuðu hlutverki og reikningaskrifstofa sjávarútvegsins ætti’ að gera, hefur þrjá eða fjóra menn í sinni þjónustu og henni eru ætlaðar einar 2 milljónir til rekstursins. Sú skrifstofa kem- ur lika að verulegum notum fyr ir bændur, vinnur úr búreikn- ingum þeirra og veitir þeim ýmsar haldkvæmar leiðbeining- ar. Mér er það mikið áhugamál að reikningaskrifstofa sjávarút- vegsins verði stórlega efld, svo ' ..í Niels Ingvarsson að hún geti sinnt áðurnefndu hlutverki, að leiðbeina útgerð- armönnum og hafa tiltækar upp lýsingar um allt, sem lýtur að útgerðarrekstri. S j ómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar auka starfsemi félagsins eink- um tæknideildarinnar og reikn- ingaskrifstofunnar. Það er brýn þörf á ráðgefandi stofnun um allan útgerðarrekstur og ekki síður þörf að tæknilegri aðstoð og leðibeiningum. Það hefur fleiri enn menn grunar gengið aflægi3 fyrir fiskiflotanum vegna skorts á tæknilegum upp lýsingum. Einkum á það við um Angantýr Jóhannsson Fiskiþing fjallaði um fjölmál, en á þau hefur áður verið drep- ið í fréttum af þinginu, svo að ég tel þau ekki upp hér, en ég vil að lokum minna á tillögu Fiskiþings um það, að við berj- umst ötullega fyrir viðurkenn- ingu á umráðarétti okkar á hafs botninum til vinnslu náttúruauð æfa, sem þar kunna að finnast og einnig umráðarétti yfir öllu landgrunninu til fiskveiða. Samtal við Niels Ingvarsson Niels Ingvarsson, fyrrum út- gerðairm'aiðiutr og forsifcjóiii er nú yfirfiskimatsmaður í Austfirð- ingafjórðungi. Hann hefur setið fleiri Fiskiþing en nokkum annar núlifandi manna. Niels var fyrst kosinn á Fiski- þing 1930 og hefur setið flest þing síðan. Hann var nú þing- forseti. Hann sagði þetta að þinglok- um: Það eru einkum þrjú mál, sem ég hefði gjarnan vilja vekja athygli á í sambandi við störf þess þings, sem nú er að ljúka og nefni ég þá fyrst: Fiskveiðisjóður var einnig mjög til' umræðu á þessu þingi og þá auðvitað ekki sízt það, að framlag til hans skyldi skert. Þingfulltrúar voru á einu máli um, að þennan sjóð þyrfti frem- ur að efla en rýra. Ég held að afleiðingin af minnkandi getu Fiskveiðisjóðs gæti orðið sú, að menn leituðu meira lána erlend is til kaupa á tækjum og veiðar- færum en verið hefur. í öðru lagi er það mín ákveðna skoð- un að sjávarútvegurinn þurfi að eiga öflugan sjóð til eigin ráðstöfunar, en þurfi ekki að sækja hvern pening beint í rík- iskassann ef einhverrar fyrir- greiðslu er þörf. Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur og útgerðar- menn finna það bezt sjálf- ir hverju sinni, hvar helzt er þörfin. Loks er að nefna Verðjöfn- unarsjóðinn. Ég held að flestir séu ánægðir með þá þróun, sem þar hefur orðið og vænti þess að reynslan af þessum sjóði verði góð. Það er áreiðanleg mjög skyn- samlegt að reyna með þessum hætti að draga úr afleiðingum afla- og verðsveiflna. Ásg. Jak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.