Morgunblaðið - 03.04.1970, Page 28

Morgunblaðið - 03.04.1970, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1070 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR an, án þess að geta getið sér til um hugsanir . þeirra. Hann var fölur og enn slæmur af kvefinu. — Hvernig hefðu þeir getað getið sér þess til? Því að sannast að segja þá var hann að hugsa um stúlkuna á bryggjunni, aðra 2 66 00 1 Ny söluskrá | APRÍL- 1 SÖLUSKRÁIN ER KOMIN ÚT H ( y 1 henni eru að fiona heiztu upplýsingar um flestar þaer fasteignir, sem við höfum til sölu. ★ Hringið og við sendum yður hana endurgjaldslaust í pósti. ★ Sparið sporin, drýgið tímann, skiptið við Fasteignaþjónust- una, þar sem úrvalið er mest og þjónustan bezt. ★ FASTEIGNA- PJÓNUSTAN 1 y B Auituritracfi 17 (Silli & Valdi) 3. haci Sími 2 66 00 (2 línur) Ragnar Tómasson hdl, Hetmasímcr: Stalón J, Rithftr • 30587 Jóna Siguriónsdóttir - 18396 þessara tveggja, sem stóðu í endalausum faðmlögum í rökkr- inu og gulu þokunni. Nú orðið vissi hann, hvar hún vann. Aðeins hún og vinstúlka henn ar höfðu gert gys að honum í nýja frakkanum gráa og með nýja hattinn. in. f kvöldhúminu, illa lýstu af daufum ljósum, gekk hann eftir götunni við hlið Gerardine frænku, en umhyggja hennar og kvíði minntu mest á móður, sem er að fylgjá Syni sínum í skól- ann í fyrsta sinn. Allan eftirmið daginn hafði hún verið að nöldra og iða. Hún hafði sent dætur sínar tvær, ásamt vinnukonu yfir í húsið á Úrsúlu bryggju, og aldrei hafði liðið svo klukkustund að hún þyrfti ekki að hringja og rausa um eitt- hvert simiáatriði, sem henni hiafðd allt í einu dottið í hug. — Hvað það hefði verið miklu einfaldara fyrir þig, Gilles, að koma bara og búa hjá okkur. Þau gengu yfir skurð, sem lá að skipakvínni og komu á breiða og vingjarnlega götu, sem var lögð kringlóttum smásteinum. Fjölmargar tunnur stóðu fyrir framan búðina hjá vínsala. Þetta var Úrsúlínabryggjan, þar sem hann átti að eiga heima framvegis. Lengra burtu grillti í einhverja skugga — það voru Mauvoisin-vörubílamir, sem oft- ar voru þó kallaðir „grænu bíl- arnir“ og gengu daglega milli La Rochelle og nágrannastað- anna. Þarna stóð fólk með böggla og körfur og beið. Það var verið að koma farangri fyrir á bílaþök- unum. Skuggar liðu til og frá í hálfrökkrinu, því að það voru engin ljós við götuna — aðeins hliðarljósin á forustubílnum og svo rauð afturljósin, sem voru líkust eldinum í einhverjum risa vindli. Veðrið var rakt og kalt. Ger- ardine frænku fannst rétt eins og bílamir orkuðu eitthvað illa á Gilles. — Þú þarft ekkert að hugsa um þá, sagði hún. — Fyrirtækið rekur sig sjálft. Vitanlega er þarna forstjóri. Ruddamenni — en þannig menn eru nú nauðsyn legir til þess að stjóma svona fólki. Þama var heljarstór bygging, sem hafði einu sinni verið kirkja Dymar vom galopnar og þama inni sá Gilles ennþá fleiri Mau- voisin-bíla, því að þetta var bíla geymsla fyrirtækisins. Rétt við dyrnar hafði bráðabirgðaskrif- stofa verið þiljuð af. Gegnum gluggann á henni gat Gilles séð mann með vingjarnlegt, en kvíð- ið augnaráð og með lastingshlíf utan á ermunum. Kassar, körf ur og tunnur voru þarna í hrúg- um, eftir ákvörðunarstað, kring- um súlurnar undir kirkjuskip- XIII inu. Hér og þar vom landbúnað arvélar. Á öðrum stað var verið að gera við aflvélar. Skjanna- leg hvít ljósin héngu úr loftinu og lýstu upp þetta rúm, sem einu sinni hafði ilmað af reykelsi, en þefjaði nú af bensíni. Stuttur og kubbslegur maður var sýnilega forsitjórkun siem Gerardine frænka hafði minnzt á. Hægri armurinn á honum var gervilim- ur, sem endaði í krók úr stáli. — Mér finnst Plantel ætti að kynna þig honum. Við skulum koma inn í húsið. Var þetta kannski prestsetrið? Handan við kirkjuna, sem hafði verið breytt í bílastöð, komu þau inn í næstum niðamyrkur. Um- girtur grindverki var steinlagð- ur húsagarður, og á húsinu, sem var mjög gamalt, voru tvær álm ur. — Ef frændi þinn hefur keypt þetta hús, þá var það vegna þess, að greifi hafði átt það. Þessi sem hann byrjaði hjá. — Byrjaði, hvernig? — Sem bílstjóri. Það er eins gott, að þú fáir strax að vita það, því að það verða víst nógu Ný námskeið iiefjast i næstu viku Sex vikna námskeið fyrir ungar stúlkur. ií Fjögurra vikna dagnáms- skeið fyrir frúr. ic Fjögurra vikna námskeið fyrir táninga 13—15 ára stúlkur. ★ Nýtt — Nýtt Sex vikna námskeið fyrir verðandi sýningafólk og fyrirsætur, dömur og herra. Innritun daglega í síma 33222 og 82122 frá kl. 10—12 f.h. og 5—7 e.h. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það er mikiS að gera og líf í tuskunum. Ef þú vanrækir vini þína fyrir framagirnina, er mikið í húfi. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Pú ferð út af sporinu, ef þú reynir að koma þér vel, eða liafa út greiða, er það óheppilegt. Trufianir verða í starfi fyrirvaralaust. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það er grunnt á þvf góða manna á milli þessa dagana. Fólk vill ekki heimtufrekju. Það er skárra að hæðast að náunganum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það er erfitt að halda sig við efnið, þegar þú átt svona annríkt heima fyrir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þar sem sterkust eru samböndin, verður gaman að lifa í dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Hægt er að komast hjá misskiiningi með því að hafa öll smáatriði i fullkomnu lagi. Vogin, 23. september — 22. október. Nánir félagar halda áfram að reyna að skapa hópstarfi þfnu ramma. Ferðir og ferðaiög verða hindruð á einhvern hátt. Sporffdrekinn, 23. október — 21. nóvémber. Þú ert eitthvað rugiaður varðandi fjárhaginn, og einhver and- spyrna samstarfsfélaga þinna þreyta þig. Þær breytingar, sem verða í dag, koma þér vel síðar. Bogmaðurinn, 22. nóvemb-3r — 21. desember. Reyndu að hafa hemil á hugarflugi og tUfinningum þínum. Þann- ig kemstu vel fram úr keppinautunum og yfirboðurnm, sem ekki gera annað en að hreyta fyrirskipunum sfnum, þar til þú veizt ekki þitt rjúkandi ráð. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þær ákvarðanir, sem þú tekur í dag, skaltu endilega endurskoða siðar. Þú skalt ekki leggja meira i þær en nauðsynlegt er i svipinn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Treystu engum og engu. Haltu ótrauður áfram með hafið verk. Þú tefst við tækniatriði. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Þú færð nýjar hugmyndir og þér verða ljósir gallar fyrri ráð- stafana. er ómissandi í hverju samkvæmi, við sjónvarpið — eða hvar sem er í glöðum hópi SNACK fæst í sex ljúffengum tegundum Whistles biigles 'BQWS 11 DaísVs TlzzaSpíns NATHAN & OLSEN HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.