Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.1970, Blaðsíða 32
KfíDASKfí/FSTOFAN URVAL SÍMI 2 69 00 PIERPQNT TÍZKUÚRIÐ Nýjustu gerðir, HELGI GUÐMUNDSSON Laugavegi 96, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1970 EFXIR fyrstu þrjá mánuði árs- ins eru Vestmannaeyjar með mest aflamagn af bolfiski alls, 16575 tonn á móti 14468 tonn- um á sama tíma í fyrra. Þó hef ur aflinn að undanfömu verið mun iakari, en á sama tíma í fyrra og munar þar til dæmis um 2000 tonnum á aðeins hálfum mánuði. Nsest hæsta verstöðin er Grindavík með 14422 tonn, en þar er Geirfugl hæstur með 900 tonn, Amfinnur 870 tonn, Vörð ur með 639 tonn og Hrafn Svein bjarnarson með 594 tonn. í Vestmannaeyjum er Krist- björg hæst með 663 tonn, Leó nrteð 612 tonn, Sæbjörg með 608 tonn og Kópuir með 543 tonn. Auk þessa hafa borizt á land utm 75 þúsund tonin iaif lloðlniu í Vestmannaeyjum og er það um helmingur alls loðnuaflans við landið á vertiðinni. Endurskoðun á I> j óðleikhúslögunum Mesti aflinn í Eyjum — tregi hjá bátaflotanum Á FUNDl Sameinaðs Alþingis í fyrradag komu málefni Þjóðleik- hússins nokkuð til umræðu, í til- efni fyrirspumar er Magnús Kjartansson bar fram til mennta málaráðherra. Spurðist þingmað urinn fyrir um hvort rikisstjóm- in hefði í hyggju að láta endur- skoða gildandi lög um þjóðleik- hús, með tilliti til fenginnar reynslu. í framsöguræðu með fyrir- spurninni sagði Magnús, að ráð- herra væri reyndar þegar búinn að svara þessari fyrirspura í verki, þar sem hann hefði skip- að nefnd til þess að endurskoða lögin. Ræddi hann síðan nokk- uð málefni Þjóðleikhússins og taldi m.a. að nauðsynlegt væri að skipta embætti þjóðleikhús- stjóra þannig, að í því starfi væru tveir menn, og sæi ann- ar um fjárhagslegan rekstur stofnunarinnar, en hinn um list- ræna hlið hennar. Þá ræddi Magnús einnig um þjóðleikhús- Drengur fyrir bíl LÍTILL drengur varð fyrir fólks bíl á Flókagötu í gær. Hljóp hann út úr húsasundi og aftur undan sorphreinsunarbil og í veg fyrir fólksbílinn. Drengur- inn var fíVttur í SlyaadeiM Barg arspítalans, en meiðsli hans munu ekki hafa verið talin alvar leg. Þessi mynd er tekin af Henny Hermannsdóttur, íslenzku stúlk- unni, sem varð númer 1 í fegurðarsamkeppni, sem fór fram í Japan fyrir skömmu, og er hún að veifa til áhorfenda um leið og krýningin fór fram. Á bls. 19 er önnur mynd frá fegurðar- samkrppnlnni. og einn um veiðileyfi á sandsilí A FUNDI Sameinaðs Alþingis I fyrradag svaraði Eggert G. Þor- steinsson sjávarútvegsmálaráð- herra fyrirspurnum frá Eysteini Jónssyni um rannsóknir á loðnu- göngum og fl. Kom m.a. fram í ræðu ráðherra að allmargir að ilar hafa sýnt áhuga á spærlings veiðum á komandi sumri og sótt um leyfi til þeirra, en sem kunn- ugt er stundaði einn Vestmanna eyjabátur, Halkion, spærlings- veiðar sl. ár með allgóðum ár- angri. Fyrirspurnir Eysteins Jónsson- ar yoru svohljóðandi: 1. Með hvaða hætti ætlar ráðherrann að láta fylgjast með loðnugöngum og loðnustofninum á þessu ári? 2. Hvað er ætlazt fyrir um rann- sóknir á göngum sandsílis, spærl- ings og kolmunna á þessu ári og um stuðning við tilraunir til þess að veiða og verka þessa fiska? í svari sinu sagði sjávarútvegs ráðherra m.a. að rannsótknarskip ið Árai Friðriksson hefði frá síð- ustu áramótum stundað rann- sóknir á loðnugöngum, og einn- ig hefði m.b. Hafþór verið við loðnurannsóknir. Ákveðið væri að Árni Friðriksson stundaði þessar rannsóknir fram í miðj- an þennan mánuð, en síðan væri óráðið hvort loðnurannsóknun- um yrði haldið áfram, en ef ósk- ir kæmu fram og aðstaða væri Itill miumidii akipiið aeininiillegia igeltia stundað loðnurannsóknir fram á sumarið. Þá sagði ráðherra að þegar hefði einn aðili sótt um leyfi til sandsílaveiða og væri æskilegt að sú tilraun gæti farið fram. Þó bæri að gæta þess, að veið- arfæri fyrir sandsíli væru þann- ig, að þau væru mjög smáriðin og því hætta á að þau gætu sóp að smáfiski. Þyrfti þessi tilraun því eftirlits og aðgæzlu við. Ráðherra sagði að nú væri fyr irhugaður tveggja vikna rann- sóknaleiðangur á spærlingsveið- ar, og væri nauðsynlegt að slík- ar rannsóknir færu fram, þar sem allmargir útgerðarmenn hefðu sýmt áhuga á þessum veið Framhald á bls. 31 Senda prjónavörur til Japans Egilsstöðum, 2. apríl — HINGAÐ hefur nýlega verið ráð inn ungur maður að nafni Kol- beinn Sigurbjörnsson til að taka að sér rekstur Prjónastofunnar Dyngju h.f. Fréttamaður Mbl. hafði sam- band við Kolbein og sagðist hann vera bjartsýnn um framtíðbr- horfur fyrirtækisins, þar sem pantanir bærust víðs vegar að m.a. væri verið að afgreiða reynslusendingu til Japan. •— í verksmiðjunni vinna nú um 28 manns auk 8, sem taka heima- vinnu við ýmsan frágang. — Steinþór. ráð og taldi að setja bæri aðrar reglur um skipan þess, heldur en nú giltu. f svari sínu sagði ráðherra, að hann hefði 6. febrúar sl. skipað þriggja manna nefnd til þess að endurskoða lögin, og eiga sæti í henni þeir Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, dr. Þórður Eyj- Framhald á bls. 3 Sendiherra Bandaríkjanna, Luther I. Replogle, afhenti í gærmorgun forseta íslands minjagrip frá Richard Nixon, forseta Bandaríkjanna, sem gjöf til íslenzku þjóðarinnar. Eru það fjórir smástcinar frá tunglinu, felldir inn í gcgnsæjan plasthnapp, sem er festur á viðarflöt ásamt íslenzkum silki- fána, er var með í förinni, þegar menn lentu á tunglinu í fyrsta sinn, 20. júlí 1969. — Gripur þessi hefur verið afhentur Náttúrufræðistofnun íslands til varðveizlu og mun hann verða til sýnis á vegum hennar í Þjóðminjasafnsbyggingunni frá sunnudeginum og næstu daga þar á eftir, en síffan í sýningarsal Náttúrufræðistofnunarinnar að Hverfisgötu 116. — Yfirlýsing borgarfulltrúa Alþýðuflokksins; Andvígur einkaeign íbúðarhúsnæðis ÞAU tíðindi gerðust á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, að borgarfulltrúi Alþýðu flokksins, Óskar Hallgríms- son, lýsti sig andvígan því, að einstaklingar ættu sínar eigin íbúðir. Borgarfulltrú- inn sagði, að „sjálfseignar- stefnan“, sem hann nefndi svo, væri „búin að ganga sér til húðar og komin í slíkar ógöngur, að henni verði ekki fylgt til frambúðar", heldur ættu „félagsleg sjónarmið að ráða“. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) gerði þessi ummæli borgarfull- trúa Alþýðuflokksins að umtats- efni og benti á, að Óskar Hall- grímsson hefði átalið Sjálfstæð- isfloklkinn fyrir að fylgja umof fram þeirri atefnu, að sem allra flestir ættu eigin íbúðir í stað að fylgja fordæmi hinna Norðurlandaþjóðanna í þessum málum. Sagði borgarfulltrúinn að ástæða væri til að fagna því, að hér á landi hefði ekki verið far- ið eftir leiðum jafnaðarmanna á hinum Norðurlöndunum. Vanda- mál okkar í húsnæðismá'lum væru lítil miðað við ástandið hjá nágrannaþjóðum okkar. í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi þyrftd ungt fólk að bíða árum saman eftir íbúðum, sem hið félagslega framtak ætti að sjá því fyrir. í Stoikíklhójimii væni ásítiamidið avo slæmt, að ungt fólk þyrfti jafn- vel að bíða 10—15 ár eftir slík- um íbúðum og væri á meðan annað hvort á götunni eða þyrfti að sæta okurleigu. Við eigum að forðast þetta fordæmi, sagði Birgir ísl. Gunnarsson. Sú reynsla, sem við höfum af einka- eign einstaklinga á íbúðum sín- um hefur dugað Reykjavík vel og reynzt betur en það fyrir- komulag, sem ríkir í þessum málum hjá nágrannaþjóðum okk ar. Margir sækja um leyfi til spærlingsveiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.