Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 17
MQRlGUNIBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1970 17 Mikil vinna í Siglufirði Skólafólki gefið frí til að starfa að framleiðslunni Siglufirð1!, 9. apríl UM síðusitu helgi kom togbát- uriinin Siglfk'ðingtur til Siglu- fjarðar með um 100 tonn af fi3ki til vinnslu og í miðri viku kom Margrét með 60-70 tonn. Þessi mi&li afli hefur skapað aukna vinnu í frysti'húisum bæj * Israel smíðar Mirage París, 9. apríl, AP. EINS og kunnugt er neituðu Frakkar ísraelsmönnum um Mirage-herþotur. ísraelsmenn hafa því gripið til þess ráðs að framleiða þær sjálfir, eða a.m.k. hljóðfráa orrustuvél sem þeir kalla „Super Mir- age“, og er byggð að miklu leyti á frönsku vélinni. fsra- elska Mirage-þotan verður þó m.a. að því leyti frábrugðin að hún verður knúin tveim þotuhreyflum í stað eins. Fyrsta tilraunavélin verður senn tilbúin, að sögn franska Zionistablaðsins Larche, og framleiðsla ætti að geta haf izt eftir eitt eða tvö ár. Blað ið segir ennfremur að nokk- ur erlend ríki hafi sýnt á- huga á að kaupa ísraelsku þotuna, m.a. Rúmenía. arins og í morgun kom togar- inn Hafliði með 230 tonn af fiisfei til viðibótar til vin-nsiu. Eitt hvað af þeim afla fer þó x skreið. Til þess að vinna þetta mikið aflamagn þurfti mikinn mann- skap, en þá kom í ljós að ekki fundust nægilega margir menn tiil þess að sinna þessum störf- um og leita varð til sfeólanna. í samþandi við eftirgrennsi- an uim menn í vinnuna var auð- Vitað fyrst leitað til vinnumiði- unarinnar og óskað eftir karl- mönnum í fiékilöndun úr togar- anum Hafliða og við að vinna í skreið. Atvinnurekendum var gefinn upp nafnalisti yfir 20-30 menn, sem voru á atvinnuleysisskrá og ekki vitað um að hefðu vinnu, en þeir voru taldir færir í fisk- vinnu samkvaemt skráningu. Kom þá í ljós að sumir þess- ara manna voru komnir í vinnu anna>rs staðar, aðrir sögðust veikir og enn aðrir voru að gæta barnanna, þar sem húsmæðurn ar voru úti að vinna. 2-3 sögðu Þjóðhátíðar- nefnd 1971 BORGARRÁÐ hefiur dkiipað eft- intaJHdia mienin í þjóðlhábíðlannielfinid 1971: Elteit B. Sdhrami dkrilf- stofuls'tjóina, fonmianm, Ánnia Guinin- ansisian fréttamiamn, Böðvar Pét- uirtsisian verziuiniartmianin og Balld- ur Gu@Ilauigsson dtud. jiuir,. nei takk, án skýrinigiar og einn í viðbót lét að því liggja að hann væri enginn slorfearl. Þar af leiðandi fékfest fáltrt af verka- mönnium til uppskipunarinnar og varð því að leita úl Skól- anna. Þar fengust um 15-20 un^lingar til starfsins. Fréttaritari Mbl. fé'kk þær upplýsingar hjá skrifstofu vinnu miðlunarinnar að atvinnuleys- ingjum hefði stórfækkað frá síð ustu mánaðamiótum o>g m.a. voru um 40 trillubátasjómenn sem fóru af skrá um síðustu mán- aðamót og stunda nú aðallega hrognkelsaveiðar. f hraðfrystihúsinu ísafold, sem verið hefur lokað undan- farnar vikur þar til nú, vinna nú 35 manns. í hraðfrystihúsi SR vinnu 90 manns, þar af 20 í skreiðarvinnu og í SigUó vinna 116 manns. Að sögn skrifstofu vinnumiðlunarinnar mun eng- imn verkamaður atvinnulaus í dag af vinnufærum mönnum, en nokkrir eru ekki færir tiil vinmu samkvæmt Iséknisvottorði. M.b. Einar Þórðarson, hið nýj a og glæsilega stálskip frá Vél smiðju Seyðisfjarðar leggur úr höfn í reynsluferð. Nýtt 50 tonna stálskip NÝJUM 50 tonna stáibáti ’ar hieypt af stokkunum hjá Véii- smiðju Seyðisfjarðar s.l. sunnu- dag. Skipið heitdr Einar Þórðar- son NK 20 og er Jón Einarsson Neskaupstað eigandi bátisins. Þessi bátur er þriðji báturinn frá skipasmíðaisitöðinni af þess ari stærð og sá 4. er þegar langt kominn í byigginigu. Reiknað er með að leggja kjölinn að þeiim 5. seinnihluta sumans. Báturinn er búinn öllum helztu siglingatækjum, t.d. rat- sjá, fiskleitartækjum, dýptar- mæli, miðiunarstöð og sjálf- virkri stýringu. Báturinn er bú inn 230 ha Scania-bátavél og var ganghraði í reynsluför tæpar 11 milur. Scania-bátavélar eru í ölluim bátum skipasmíðastöðvar innar. Báturinn verður gerður út frá Neskaupstað, en hann er búinn línu, netuim og trolli. Forstjóri Vélsmiðju Seyðis- fjarðar er Stefán Jóhannsson og hafði hann yfirumsjón með smíði akipsin-s. Eina-r Þórðanson ALLS komiu ílliiðlleiga 63 þúisund flairlþegiar iöil ísfliainds árið 1'969 mied skipuim oig flliuigvélluim. Hiéflur -aulknlinigin veriiið ánviisis uim niokk- uir þúsuinid, síðuistu ár. Útlienidinig- anniir sem kamiu t'iil liaindSiins vonu •liiðliega 42 þúsund em ÍSlemdinig- er teiknaður af Ólafi Jónssyni og Stefáni Jóhannssyni. Mikil gróska er í starfi Vél- smiðju Seyðisfjarðar og miöng áform á prjónunum í nýsmíði skipa, bæði af þessari stærð og öðrum stærðum. larnir tsepiliega 20 þúsiuinid. Fliestáir enlendiu flenðiaimieniniiinntilr vonu flná Biainidianílkjiumuim', öða um 18 þúsuind aniamnis. Síðain fcomu Bnetar, Þjóðverjiar og Daniir um 4—5 þúsunid flná h'Verni þjóð. 42 þúsund erlendir ferðamenn sl. ár =rc- EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN. 1913, kveðst hann vera svo djarfur að leggja með bréfinu bænaskrá til Alþingis um nokkurn styrk, þótt hann viti ekki „hvort þar sé rétt og löglega að farið fyrir Alþingi, og bið ég yður jafnframt, svo framar- lega að það eigi ríði í bága við sannfæringu yðar, að mæla með um- sókn minni. Ég sný mér til yðar sem neðrideildarþingmanns og alþingis- manns Norður-Múlasýslu, sem ég tel heimkynni mitt — og mun vera það að lögum ■— þrátt fyrir langa úti- dvöl. Mér er mikið um að gjöra að fá þennan styrk, því ég er ungur og á erfitt uppdráttar og hef nú um mörg ár opt mátt vera án jafnvel þess allra nauðsynlegasta, en það þolir maður illtr til lengdar. Ég hef fengið ekki alllitla viðurkenningu hér í Danmörku. Einnig eru bækur mínar nú seldar í Þýzkalandi, og samningar standa yfir um sölu í Svíþjóð. Ég er ungur maður, 24 ára, en ungir menn þurfa opt frekar styrks en gamlir.“ Síðan segir þetta 24urra ára gamla skáld, að hann muni um hversu lít- inn styrk sem hann fengi. En ef þingmaðurinn treysti sér ekki til að mæla með þessari umsókn hans, bið- ur Gunnar samt um að hún sé lögð fyrir þingið. Þingmaður Norðmýlinga hefur, eins og sjá má af bréfum hans, fylgzt með þessu unga íslenzka skáldi og gerir það alla tíð eftir að hann fær þetta bréf. Verk unga full- hugans, líf hans og þrotlaus bar- átta, hljóta að vekja áhuga óg sam- úð. Þegar Gunnar Gunnarsson löngu síðar les svo Fjallkirkjuna í útvarp, situr þingmaðurinn gamli við útvarpstækið sitt og hlustar af mikilli athygli, hefur ekki sízt gam- an af hvernig skáldið hermir eftir afa á Knerri, „Hann talar alveg eins og afi hans gerði, það veit ég, því að ég þekkti hann vel,“ segir þingmaðurinn og brosir, því að hann hefur gaman af að fá með þessum hætti staðfestingu skáldsins sjálfs á því, hver sé fyrirmynd afa á Knerri. T~~-----3fc- JCL En það voru fleiri sem fylgdust með Gunnari Gunnarssyni, þegar hann ungur að árum haslaði sér völl úti í hinum stóra heimi. Þannig seg- ir dr. Valtýr Guðmundsson í bréfi, sem hann skrifar þessum sama þing- manni Norðmýlinga 24. nóv. 1913, að „í honum (pakkanum) er til þín sjálfs frá mér nýjasta skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, „Gæst den enöjede", (eiginl. 3. þáttur af „Borgslægtens Historie“), sem hefir afar mikið og einróma lof í dönsk- um blöðum, sem segja að það sé bezta bókin, sem út hafi komið á þessu hausti, og margir taka jafn- vel dýpra í árinni. En menn þurfa eiginlega að hafa lesið fyrri þætt- ina á undan. G.G. virðist stórfara fram, enda er hann ekki nema 22 ára (sic.), minnir mig.“ Gunnar Gunnarsson mátti vel við una þessi ummæli hins stranga há- skólakennara, því að hann var vel að sér í norrænum bókmenntum og gat verið harður í horn að taka, eins og sjá má af grein hans um ljóð Einars Benediktssonar, þar sem hann tætir þau í sundur. En þess ber þó að gæta að þar ræður ekki síður persónuleg óvild og gamal- gróið stjómmálakarp. Og Einar svarar auðvitað fullum hálsi. Sjónvarpsrýnir Þjóðviljans segir um samtalsþáttinn við Gunnar Gunnarsson, að við Thor Vilhjálms- son hafi rætt „gamall maður að nafni Gunnar Gunnarsson og fékk að skjóta að orði við og við.“ Rétt er það sem segir í umsögn rýnisins, „að spyrli er margvíslegur vandi á hiöinduim“, þóitt efcki sé hæigt að ætl- ast til að hann geti keppt við Smart spæjara. En Gunnar Gunnarsson gerði meira en að skjóta að orði við og við, því að margt var eftirminni- legt sem hann sagði. Aldrei þessu vant get ég ekki verið sammála Þjóð- viljanum, því að mér þótti gaman að spjalli skáldanna. í þættinum var að minnsta kosti enginn drepinn og er það þakkarverð undantekning og nokkur nýlunda í sjónvarpi. í um- söign Þjóðviljans segir að margir hafi hugsað sér Gunnar Gunnarsson „annars háttar" en fram kom í sjón- varpinu. Af hverju hafa menn hugs- að hann annars háttar? Það hlýtur þá að vera vegna þess sem um hann hefur verið skrifað í Þjóðviljanum árum saman. Eitt höfuðtema blaðsins um langt skeið hefur verið að koma því inn í hugsfcotsholið á hrekklausu fólki að Gunnar Gunnarsson sé hald inn mannvonzku, ef hann hefur þá ekki gert sig sekan um eitthvað miklu verra. í sjónvarpssamtalinu kom fram að Svartfugl væri heimildarskáldsaga og er það auðvitað réttur skilning- ur á verkinu. Slíkar skáldsögur eru mjög í tízku nú um stundir og má með nokkrum sanni segja að Gunn- ar hafi stuðlað að þeirri þróun hér á landi, þó að auðvitað hafi slíkur skáldskapur ávallt verið hátt á hrygginn reistur, til að mynda gætir hans mjög í verkum lítt kunnra höf- unda eins og Shakespeares og Jóns heitins Jónssonar, sem skrifaði fs- lendingasögurnar svo sem kunnugt er. Gunnar sagði að málaferlin í Svartfugli væru samvizkusamlega rakin eftir dómabókum, hann hefði jafnvel gefið einni sögupersónunni rangt nafn vegna mislestrar í þess- um sömu málsskjölum. Það er alltaf bezt að segja sannleikann, sagði skáldið. Eftir því boðorði hefur hann sjálfur lifað og starfað. Af þeim sökum hefur ýmsum fundizt Gunnar Gunnarsson fremur harður í horn að taka, jafnvel óvæginn á stundum. En undir oft og tíðum hrjúfu yfirborði slær hlýtt hjarta mikils skálds og mannvinar. Gunnar Gunnarsson var spurður um frægðina, jafnvel talað um heima- frægð. Hann tók því vel, brosti dá- lítið glettnislega og sagði að hann væri sér ekki meðvitandi um neina frægð, eins og hann komst að orði. Framhald á bls. 18 Fyrir rúmri viku var sjónvarpað samtali Thors Vilhjálmssonar við Gunnar Gunnarsson. Undir lok sam- talsins sagði Gunnar Gunnarsson aðspurður, að hann hefði alla tíð verið mjög svartsýnn — en bjart- sýnin hefði ávallt sigrað að lokum. Svipbrigði skáldsins, einlægni og viðmótshlýja sannfærðu mann um að þessi orð voru, þrátt fyrir allt, nið- urstaða langrar lífsreynslu. Sú þörf Gunnars Gunnarssonar að takast ungur á við heiminn, kveðja æsku- slóðirnar og halda af stað út í veröld óvissra drauma, aðeins 17 ára að aldri, getur varla borið vitni um eðlislæga svartsýni, heldur miklu fremur óbilandi bjartsýni. Svo að ekki sé talað um það hugrekki, sem honum er öðrum mönnum fremur í blóð borið. Að vísu hefur svartsýni oft og tíð- um ónáðað Gunnar Gunnarsson, ekki síður en aðra ábyrga þegna þessara róstusömu tíma. Stundum hefur ýmsum jafnvel þótt nóg um. En ástæður svartsýninnar hafa þá blasað við allra augum, kalt stríð og mengun svo geigvænleg um heim allan, að sumir álíta að mannskepn- an eigi eftir að sitja uppi á jörðinni eins og svín í stíu. En vonandi verður raunin önnur. Gunnar Gunnarsson hafði á ung- um aldri ástæðu til svartsýni, þó að hann berðist eins og ljón fyrir list sinni og lífi. í bréfi, sem hann skrifar þingmanni Norðmýlinga 28. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.