Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1970 — Getraunir Framhald af bls. 3 Y yrði skilyrðislaust að greiða í þessu tilviki, að A og B gætu komið sér saman uma að skdla seðlinum of seint og skipta ágóðanum eftir að B vottaði að A hefði skilað í tæka tíð. Spurningin er því: Eiga Get raunirnar Y að greiða í þessu tilfelli? Meðán það fyrirkomulag gildir, sem nú er, tel ég hæp- i@, að hægt sé að dæma Getraunir til þess að greiða. Starfsemin væri farin út um þúfur um leið. Ég tel því, að finna verði leið til að láta B taka á móti seðlunum í tæka tíð, og koma þeim til X (íþróttafélagsins), án þess að til greina geti kornið að seðlar verði eftir hjá B — t.d. mætti hafa kassa í líkingu við kassa undir atkvæðaseðla á kjörstað, sem A léti seðil sinn í hjá B, sem síðan afhenti X kassann, er sæi um að koma honum til Y. Er hægt að koma ábyrgð- ORION og LINDA C. WALKER skemmta Kvöldverður frá kl. 6. Borðpantanir í síma 19636. Opið til kl. 2. LEIKHTJ SKJALL ARINN TEMPLARAHÖLLIN Eldridansaklúbburinn Gömlu dansarnir í Brautarholti 4 í kvöld kl. 9. Tveir söngvarar Sverrir Guðjónssor og Guðjón Matt- híasson. S'imi 20345. ' oFiitm D OFIDÍEVOL! I OFIDtmi □ HÖT4L ÍAGA SULNASALUR « 1 DANSAÐ TIL KLUKKAN 2 AF MARG GEFNU TILEFNI ER GESTUM BENT A AÐ BORÐUM ER AÐEINS HALDIÐ TIL KL. 20.30. OflS IKVOLD OfHIKVOLi OPIl IKVOLB inni yfir á X (íþróttafélagið) í þessu tilviki? Eftir almennum reglum ber X ábyrgð á gerðum B, starfs- manns síns, gagnvart þriðja manni. Ég tel þó hæpið, að X yrði dæmt til að greiða bætur í þessu tilviki, því að félagið hefur í einu og öllu farið rétt að. Ég tel þó þennan mögu- leika ekki alveg útilokaðan. Þá er að lokum spurningin um það, hvort B beri ábyrgð- ina? Eftir almennum reglum er hann sá 9©ki, því að honum er um að kenna, að seðillinn komst ekki til s'kila í tæka tíð, enda hefur hann sjálfur vottað þetta. En á hitt ber að líta, að ef gera ætti B ábyrg- an fyrir mistökunum (óvilj- andi) í tilvikum sem þeasum væru Getraunimar vafalaust búnar að vera, sem sé ólaun- aðir siáifboðaliðar ættu að verða ábyrgir fyrir óviljandi mistökum. Ennfremur finnst mér þarna verða að taka til greina, að A hefði getað með öðru móti komið seðli sinum til Getrauna. f>ess vegna má einn ig líta á B — hinn ólaunaða siálfboðaliða — sem aðstoðar mann A við að koma seðiin- uim til skila. Mörgum kann að finnast, að ég hafi borið algiörlega fyr ir borð hag A i spjalli þessu. S'*ur en svo. Ég tel tiarkalegt fyTÍr A að þurfa að missa af vinningi I þessu tilviki, en með tilliti til hagsrmma heildarinnar vil ég þó telia eðlilegast, að hann sé beðinn afsökunar á mistök unum og því lofað um leið, að fyrirkomulaginu verði þeg- ar breytt til þess að slikt geti ekki endurtekið sig. og til að forða því, að árekstrar geti komið unp. sem leitt geta til málaferla. í því sambandi bendi ég á hugmvnd þá með innsiglaða atkvæðakassa, en ég veit að þessari hugsnvnd hefuir þegar verið koimið á fraimfæri við Getraunir (af öðruim en mér). Að endingu. Ég tel eklki ó- eðlilegt eftir atvikum, að Get raunir bættu A tjón hans að einhverju leyti, enda þótt það sé staðreynd, að það eru ekki Getraunir, sem hagnast á því, að A fær ekki vinninginn. • UMBOÐSMAÐURINN BERI TJÓNIÐ Jón Magnússon, hæstaTétt arlögmaður, svaraði spurn- ingu okkar þannig: „Knattspyrnugetraunum svipar nokkuð tíl venjulegra happdrætta. Báðar eru þær leyfðar vegna þjóðfélagslegs gildis þeirra, þ.e. þær eiga að styrkja starfsemi í landinu, sem ríki eða sveitarfélög ella yrðu að styrkja, sem því svar aði. í staðinn fyrir að númer vinni, eins og um er að ræða I venjulegum happdrættuim, þá er hér aftur á móti ákveð- in úrlausn, sem vinnur. Þó að getraunaseðlarnir séu nokkuð ódýrari en venjulegir happdrættismiðar eru vinn- ingisupphæðimar þó oft all- háar. Það verður þvi að segja að getraunaseðJarair hafi sama gildi fyrir kaupendur þeirra og happdrættismiðarn- ir hafa fyrir kaupendur þeirra. Kaupendur getraunamiðanna verða því að geta treyst þvi að úrlausnir þeirra korni til álita þegar úr því á að skera hvaða miði hefur unnið. f Danmörku fylgir hverjum miða d. kr. 500,00, sem kaup- endur miðanna fá, ef miðun- um er ekki skilað af umboðs- manninum á réttum tíma. Hér á landi eru ekki lögfestar neinar slíkar reglur og verfijir þvi að beita um þetta atriði almennum reglum um umboð. Nú skilar umboðsmaður ekki útfylltum seðlum á rétt- um tima og einn eða fleiri af seðlunum hlýtur vinning, þá verða eigendur miðanna fyrir tjóni, seim ekki er hægt að ætl ast til að þeir beri sjálfir. Ef umboðsmaðurinn eða starfs- fólk hans sýnir af sér van- rækslu við framkvæmd um- boðsmenn^kunnar þá er eðli- legast að hann beri tjón það, sem eigendur miðanna verða fyrir og það þvi fremur, ef hann tekur þóknun fyrir um boðsmennskuna. Og þó að um boðsmaður taki ekki þóknun fyrir umboðsmennskuna, þá á hann samt sem áður að bera ábyrgð, þar sem honum á að vera í lófa lagið að afhenda miðana án áhættu fyrir sig. Með vísan til framanritaðs virðist sjónarmið stjórnarfor- manns knattspyrraugetiraun- anna ekki fá staðizt þ.e. að sá sem „tippað“ hefur rétt skuli sitja eftir með sárt enni, ef umboðsmaður skilar ekki seðli sem reynist réttur. í Mbl. 4. apríl sL segir frá því, að umboðsmaður, sem skil aði seðlum til innsiglunar of seint, en vinningur hafði kom- ið upp á eigin seðil, hyggist gera kröfur á hendur knatl- spyrnugetraununum. — Slík kröfugerð er fráleit. — Minning Framhald af Ms. 22 ið sjúkdóm þann, sem dró þig til dauða. ,Ég vil hafa börnin hjá mér,“ sagðir þú og kærðir þig ekkert um rólegheitin. Þannig man ég þig líka fyrst fyrir nærri 20 árum á heimili þínu við Lang holtsveg, þar sem ævinlega var opið hús fyrir vinum barna þinna. Við höfum nú verið nágrannar í Álfheimunum í meira en 10 ár og átt saman marga ljúfa og glaða stund. Á þessum árum hafa fjölskyldurnar hér í húsunum jafnan glaðzt hver með annarri, auk þess að deila hversdagsleik anum saman. Þú hafðir alltaf miklu að miðla af góðvild þinni, reynslu og þekkingu. Þú kennd ir okkur, að enginn er í raun og veru gamalþ heldur erum við mis jafnlega ung. Fyrir miklum kjarki og rósemi hugans víkur ellin á braut, og líf ið er þá enn eftirsóknarvert. Þú elskaðir börn og blóm og allt, sem var heilbrigt og fagurt. En allir fá sitt kall, fyrr eða síðar. Við í Álfheimum 8, og aðrir grannar kveðjum þig með sökn- uði og þakklæti og biðjum þér fararheilla inn á land ljóssins, þar sem ekki finnst kvöl né þraut. Ég óska þínum stóra hópi af- komenda blessunar og mikilla starfa. Megi þau flytja merki þitt fram á leið. Ólöf Þórarinsdóttir. Fædd 9. mai 1887. Dáin 2. apríl 1970. Á lífsferli okkar mætum við fólki misjöfnu að innræti og til- finningum. Til eru þeir, og þó fáir, sem í einföldum kærleika daglegs lífs umfaðma allt og sam eina, sem nálægt þeim kemur án þess að biðja um nokkuð i stað- inn og án þess að láta yfir sér. Þessar manneskjur eru okkur sönnun þess, að tilveran er góð í innsta eðli sínu, þær eru okkur boðberar þess kærleiksríka Guðs, sem allt sameinar í elsku sinni. Amma mín var ein þeirra — kona, aem átti hvort tveggja getu og gæði til að veita af sálarauð sínum og kærleika. Tilfinning hennar fyrir einingu alls var djúp og lifandi og mannúðin svo mikil og hlýjan. Hugur hennar beindist ávallt að hinu sanna, göf uga og góða og trúarvissan um sigur þess var óbilandi. Hún átti hæfileikann til þess að undrast hátign og ríkidæmi þess Guðs, sem allt hefur gert og öllu stýr- ir. Hún kenndi okkur að horfa I himininn alstirndan og minnast þess máttar, sem stýrir þessum stjamaher. Hún leiddi okkur, lít il börn sín, út í kyrrð náttúrunn ar og huigsiaði um lieyindairdóm Hans, sem hylst í öllu, er á bak við allt og ofar öilu. Á heimleið liaut hiúin að litíiu Móimii oig Hof'aði Hann, sem gefur öllu líf. Vegna þess að hún skynjaði nálægð Guðs alls staðar, fann hún bætur hverju böli og bar birtu í skapi. Þannig var hún boðberi blessunar Hans. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.