Morgunblaðið - 03.05.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1970, Blaðsíða 12
\ 12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1070 FIMLEIKAR Rætt við fimleikamenn og litið inn á æfingu Fimleikar eru falleg íþrótt og; aevaforn. Hingað til lands bár- ust fimleikar fyrst með skozk- um manni árið 1895 og hafa þeir verið stundaðir meira og minna hér á landi síðan. Ýmsir menn, bæði innlendir og erlendir hafa lagt fram drjúgan skerf til þess að efla þessa íþrótt hér og móta, þó enn vanti mikið á að Íslendingar standi jafnfætis þeim þjóðum sem lengst eru komnar í fimleikum. Meðal þeirra manna sem þarna hafa komið við sögu má t.d. nefna Gunnar Andrew, Vigni Andrés- son, Vigfús Guðbrandsson, Benedikt Jakobsson, A. Bertel- sen, Björn Jakobsson og síðast en ekki sízt Björn Jónsson. Hann var í lifanda lífi án efa einn helzti áhuga- og hvatamað ur í fimleikum hérlendis og kom hann því til leiðar að bæði Sigl- firðingar og Seyðfirðingar fóru að leggja stund á þessa íþrótta- grein, sem fram til þess tíma hafði aðallega verið stunduð í Reykjavik. Fimleikar eru stundaðir meðal margra þjóða, en þeir sem lengst hafa náð í Evrópu eru Finnar, Þjóðverjar, Tékkar, Svisslend- ingar, Ungverjar, og ítalir Auk þess má nefna Japani og Rússa, en báðar þessar þjóðir hafa náð mjög langt í fimleikum. Guðrún Erlendsdóttir, Islands- meistari í fimleikum kvenna frá síðasta ári. Fyrir skömmu hafði blaðamað ur Morgunblaðsins tal af nokkr- um fimleikamönnum, eldri og yngri, heimsótti fimleikafólk á æfingu og ræddi við þjálfara. Fimleikar á Siglufirði í 35 ár Á Siglufirði hafa fimlei'kar verið stundaðir í 35 ár og eiga þeir Björn Jónsson og Helgi Sveinsson heiðurinn af þeim ár- angri sem þar hefur náðst. Hér á eftir segir Helgi sem er starf- andi íþróttakennari á Siglu- Jón Þorsteinsson íþróttakennari. firði, frá kynnum sínum af fim- leikum: Kynni mín af áhaldaleikfimi urðu með þeim hætti, að hingað til Siglufjarðar kom Björn Jóns son ættaður frá Seyðisfirði, um árið 1935. Foreldrar Björns voru þau sæmdarhjónin Hall dóra Ágústa Björnsdóttir og Jón Jónsson bóndi frá Firði, sem voru annáluð fyrir gjaf- mildi og gestrisni. Björn var fæddur 6. ágúst 1909 og mun hann hafa farið til náms í Þýzkalandi um eða eftir 1930. Dvaldi hann þar um þriggja ára skeið við verzlunar nám. Björn hafði mikið dálæti á öllum íþróttum, þó sérstaklega á fimleikum, og mun hann hafa kynnzt áhaldaleikfimi á námsár- um sínum í Þýzkalandi, enda Þjóðverjar þá mjög framarlega í þeim fimleikum. Það leið ekki langur tími frá því að Björn kom til okkar Siglfirðinga að hann var orðinn mjög virkur í íþróttalífi bæjar- ins, því maðurinn var góðum kostum búinn til allra íþrótta og ekki vantaði áhugann. Þó held ég að fimleikar á tvíslá, svifrá og hringjum hafi verið eftirlæt- isáhöld Björns í fimleikum. Fljótlega eftir komu sína til Siglufjarðar hóf hann forgöngu á því að safna fé til kaupa á fim leikaáhöldum og slíkur var áhugi fyrir þessu máli að hann mun hafa greitt ríflegan hluta í þessum áhaldakaupum úr sínum vasa. Hann ánafnaði síðar Knatt spyrnufélagi Siglufjarðar þess- um áhöldum ásamt tveimur fán- um með fjórum F-um í áem voru tákn allflestra fimleikafélaga og sambanda er stunduðu þessa áhaldaleikfimi. Til gamans má geta þess að hinn gamalkunni fimleikamaður Norðmanna, Paal Clasen, segir að Jóseph Stockinger hafi flutt þessa fimleika til Noregs frá Þýzkalandi. Nú þarf ekki að orðlengja það, að þegar Björn hafði klifið þrítugan hamarinn í þessum áhaidakaupum og þau komin til Siglufjarðar, hóf hann fimleika- kennslu með sínum alkunna dugnaði og það að sjálfsögðu endurgj aldslaust. Ég átti því láni að fagna að vera einn af þeim mörgu ungu piltum hér á Siglufirði sem nutu kennslu Bjöms Jónssonar og þar vaknaði áhugi minn fyrir áhaldafimleikum og eftir að ég varð íþróttakennari hvatti hann mig bæði með ráðum og dáðum að halda þessari kennslu áfram, en hann fluttist síðan aftur til sinnar heimabyggðar árið 1939 og þar endurtók sagan sig frá dvöl hans á Siglufirði, að hann kaupir sams konar áhöld frá Þýzkalandi og gefur seyðfirzk- um æskulýð þau, síðan kennir hann þar fimleika má segja, allt til dauðadags, 20. maí 1965. Mikið og gott samstarf var á milli okkar Björns heitins Jóns- sonar í þessum fimleikamál- um og lít ég á hann sem vel- Kristján Astráðsson í hringjunum. á fimleikum á íslandsmótinu í fyrra. Hann segir að sá sem leggur stund á fimleika geti aldrei orð- ið leiður á þeim. — Fimleikum má líkja við tröppur, segir Kristján, stund- um fer manni mikið fram og er eins og þá séu teknar 10 tröpp- ur í einu stökki, síðan stendur Þegar leikmaður horfir á fim- leikamann sýna listir kann hon- um að virðast undarlegt að íþróttamaðurinn komist frá æf- ingunni heill á húfi. Um þetta atriði segir Kristján að vissulega sé auðvelt að slasa sig í fimleikum, ef dirfskan er meiri en hæfnin, en hins vegar hafi slys hjá þeim verið afar fá- Frá hópsýningu kvenna. gjörðarmann í mörgu sem lýtur að áhaldafimleikum og við upp- rifjun þessara mála þá finnst mér furðulegt að ekki skuli vera kennt í þeim í okkar ágæta íþróttakennaraskóla. Það er ekk ert vafamál að væntanlegir íþróttakennarar myndu taka því vel og gætu haft þau átorif að fimleikair kæmust á hærra stig en þeir eru nú. Áhaldafimleikar hafa því meira og minna verið stundað- ir hér á Siglufirði um 35 ára skeið. Þegar ég lít yfir öll þessi liðnu ár, þá finn ég það glöggt að ég hef ekki getað sinnt þeim eins og hugur hefur staðið til og sannarlega harma ég það, en áhugi Björns heitins Jónssonar lifir hér enn og sú slóð sem hann hefur skilið eftir sig hér á Siglufirði og Seyðisfirði í þess- um málum er efcki horfin. Langar til að kenna íþróttir Kristján Ástráðsson heitir sá sem varð íslandsmeistari karla Helgi Sveinsson, frá Siglufirði, sýnir fimleika á fimmtugsafmæli Þórir Kjartansson í erfiðri gólfæfingu. maður í stað. Ef til vill fyllist maður þá óþolinmæði á meðan, en áður en varir stekkur mað- ur aftur upp 5—10 tröppur og þá verður áhuginn enn meiri en áður. Kristján, sem er að verða tví- tugur hefur iðkað fimleika í 6 ár, en áhugi hams á fimleikum vaknaði, þeigar hann æfði með fimleikaflokki drengja hjá Skúla Magnússyni í Laugarnes- skóla. Frá Skúla fór Kristján beint í fimleikafilokk Ármanns og hefur æft þar síðan. Kristján er í meistaraflokki og í vetur hef- ur hann þjálfað II flokk ásamt félaga sínum sem einnig er í meistaraflokki. í framtíðinni langar Kristján til þess að komast á íþrótta- skóla og kenna síðan íþróttir og þá sérstaklega fimleika, en á þeim segir Kristján að sé hörg- ull. tíð, enda reyni þeir að framfylgja öllum nauðsynlegum varúðarráðstöfunum. Síðan tek- ur Kristján sjálfan sig sem dæmi og segir að á þeim 6 árum sem hann bafi æfit fimleiikia hafi hann aldrei silasazt svo mikið að orð væri ágerandi og það alvar lega.sita sem fyrir sig hafi kom- ið sé brákun á tá, en fyrir því óhappi varð hann fyrir skömmu. Dauft yfir fimleikum kvenna Guðrún Erlendsdóttir, sem hefur lagt stund á fimleika síð- an árið 1964, segir að dauft sé yfir fimleikadeild kvenna hjá Ármanni í vetur, enda hafi ver- ið hörgull á þjálfurum. Á síðasta ári keppti Guðrún á íslandsmótinu í fimleikum ásamt 9 öðrum stúlkum. Náði Guðrún beztum heildarárangri á mótinu og hlaut því titilinn íslandsmeist ari kvenna í fimleikum 1969. Ingi Sigurðsson, þjálfari leikadeildar Ármanns. fim-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.