Morgunblaðið - 12.05.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1970 19 939 millj. kr. varið til bókakaupa fyrir almenningsbókasöfn á þrem árum segir í grein eftir Ivar Eskelancl í Eimreiðinni „11. desember 1964 er merkis- dagur í norsku menningarlífl. Þá samþykkti Stórþingið að setja á stofn Norska menningarsjóð- inn — og Norska menningarráð- ið með 11 meðlimum, sem hefur á hendi stjórn sjóðsins. Tildrög sjóðsstofnunarinnar má rekjig til þeirrar bráðu hættu, sem norsk menning var stödd í. í norskum bókmenntum var ástandið sér- lega ógnvænlegt. Hægt var að fóéra sönnur á — og var raunar sannað — að ef fram héldi sem þá hafði gert um skeið, mundi ekki líða nema einn eða tveir ára tugir þangað til öll útgáfa á norskum fagurbókmenntum — þ.e.a.s. líkáldskap — væri úr sög unni — tilheyrði fortíðinni." Þannig kemst Ivar Eskeland forstjóri Norræna hússins að orði í athyglisverðri ritgerð í ný útkomnu hefti af Eimreiðinni, þar sem hann ræðdr um stuðning norska ríkisins við bókmenntir, og þá einkum þann þátt er varð- ar kaup Norska menningarsjóðs ins á bókum norskra höfunda fyrir almenningsbókasöfnin. Er þarna vikið að málefni, sem mjög hefur verið á dagskrá hér á landi undanfarna mánuði, en eins og kunnugt er setti rithöf- undaþingið í haust fram þá kröfu að ríkið og sveitarfélög kaupi 500 eintök af hverju íslenzku skáldverki og úrvalsþýðingum til dreifingar meðal bókasafna 1 landinu. Hefur tillaga þessi hlot ið misjafnar undirtektir, og ýms- ir annmarkar hafa verið taldir á þessu fyrirkomulagi. í ritgerð Ivars Eskefflands í Ekn reiðinni, kemur það fram, að þeg- ar bókakaup norska ríkisins fyr- ir söfnin þar í landd hófust 1964, voru þar einnig uppi miklar efa- Isemdir um það, hvort þar væri stefnt inn á rétta braut, en sá efi er nú með öllu horfinn, og fremur áformað að auka bóka- kaupin en draga úr þeim. En sem dæmi um það hver stuðningur þetta hefur orðið norskum höf- undum og bókaútgáfu í landinu má geta þess að á þriggja ára tímabili, 1965—67, vaxði Norski menningarsj óðurinn 939 milljón- um króna til bókakaupa. Morgunblaðið hefur fengið leyfi ritstjóra Eimreiðarinnar, Ingólfs Kristj ánssonar, til þess að birta kafla úr ritgerð Ivars Eskeland um þetta efni, og fer hann hér á eftir: HVERNIG ER ÞESSI STUÐN- INGUR RÖKSTUDDUR? f ályktuninni um Norska menn ingarsjóðinn frá 1964 segir: „Annars vegar er nauðsynlegt að skapa rithöfundum lrfvænleg- ar aðstæður og fullnægj- andi starfsskilyrði, hins vegar að stuðla að því að bækurnar nái til lesenda. „Það eru ekki bara norsk- ar fagurbókmenntir sem verða að komast út, heldur verða einnig eldri norskar bókmenntir jafnan að vera tilkvæmar lesendum, að minns'ta koisti í bókasöfnuim." Seg ir í greinargerð ráðuneytisins. HVERNIG A AÐ VEITA STYRKI? Ráðuneytið lagði til, að styrk- ir yrðu veittir til útgáfu á sér- stökum flokki sígildra norskra bókmennta, til tímarita sem fjalla um bók- menntir, listir og menningar- verðmæti, til útgáfu norskra ritgerðasafna, einnig bréfasafna, og ævisagna (en að sjálfsögðu ekki sjálf- krafa!), til tilraunastarfsemi sem miði að því að kynna og breiða út norskar bókmenntir erlendis, til bókmenntastofnunar sem hafi á hendi tilraunastarfsemi með það fyrir augum að veita rit- höfundum framhaldsmenntun, til stuðnings við nýjar norskar leikbókmenntir, til bókmenntaverðlauna, til upplýsingastarfsemi um norsk ar bókmenntir og eflingar bókadreifingu í strjálbýlum héruðum, þar með taldir bóka- bátar og bókabílar, til sérstaks stuðnings við ný norskar bótemenntir, til bókmennta á máli Sama, full- komins fj árstuðnings bæði til frumbókmennta á þessu máli og þýðinga á það, til leshringastarfsemi og nám- skeiða um bókmenntir. TILLAGA UM KAUP A KYNNINGAREINTÖKUM En fyrst og fremst var það til- laga um kaup á kynningarein- tökum til bókasafna, sem vakti athygli. Látnar voru í ljós mikl- ar efasemdir varðandi þessa til- lögu úr ýmsum áttum. Einkan- lega báru menn kvíðboga fyrir því, að slík tilhögun kynni að leiða af sér slakari og ógagn- rýnni afstöðu hjá bókaútgefend um. Forleggjararnir sjálfir voru ekki sízt haldnir efasemdum — og það er þeim út af fyrir sig til sóma. Ednn af fremstu og dug- mestu bókaútgefendum okkar, Henrik Groth forstjóri Cappel- ens Forlag, lét svo ummælt, að ef (þáverandi) menntamálaráð- herra, Helge Sivertsen, ætlaði í raunirini að gera alvöru úr þeirri tillögu sinni að kaupa eitt eintak af hverri einustu bók skáldskaparkyns sem út kæmi á hverju einasta ári handa hverju einasta bókasafni okkar (þau voru þá kringum 850 talsins), þá mundi hann (Henrik Groth) fyr- ir sitt leyti taka til rækilegrar yfirvegunar, hvort hann ætti að tina fram úr skúffum og geymsl- um úrva'l sinnar eigin æsku — og jafnvel bernskuljóða og gefa þau út hjá eigin forlagi — undir dul- nefninu Helge Sivertsen! TILHÖGUNIN HEFUR í STÓRUM DRÁTTUM REYNZT PRÝÐILEGA Groth gerði ekki alvöru úr ægilegri ógnun sinni, kannski vegna þess að tilhögunin hefur í stórum dráttum reynzt prýðilega. Hún er í stuttu máli fólgin í því sem að ofan greinir, að Norska menningarráðið kaupi árlega (minnst eitt eintak handa hverju bókasafni af öllum norsk um skáldverkum, sem komið hafa út hjá forlögum sem eiga aðild að Norska útgefendafélag- inu eða Norska útgefendasam- bandinu eða eru samin af með- limum Norska rithöfundafélags- ins. I öðrum tilvikum verður að leggj a fram sérstaka umsókn. I reyndinni er það efnið eða innihaldið sem keypt er af útgef endum. Bækurhar eru síðan bundnar inn og þeim dreift af þjónustustofnuninni Bókamiðstöð inni, sem fær árlega eða á hálfs- árs fresti uppgjör frá Norska menningarsjóðnum. Afráðið var að kaupa 1000 ein tök af hverri bók. Þau 150 ein- tök eða þar um bil, sem afgangs urðu, skyldi síðan geyma til ,að fullnægja eftirspurn í framtíð- inni. Sérstakt skiLyrði þessarar til- högunar er það, að fyrir bækurn ar, sem um er að ræða, greiði for lögin eteki 15% eins og áðuir, heldur 20% í ritlaun til höfunda fyriir allar þaar bækur eem sellj- ast. Helmingur ritlaunanna er svo endurgreiddur af Norska menningarsjóðnum í næstu um- ferð. Tilhögunin var í öndverðu hugsuð sem tilraun, en nú hefur verið ákveðið að halda henni á- fram, þar sem reynslan hefur ná lega einvörðungu orðið jákvæð. Framhaldið verður þó með nokkr um minniháttar breytingum, sem m.a. felast í því, að nú á að kaupa fleiri eintök en gert var ráð fyrir, ef til vill 1200 eintök, því að það kom á daginn að 1000 eintök nægðu ekki, þrátt fyrir almennar efaaemdir og tals verða andstöðu af hálfu bóka- varða. Nú vilja þeir fá meira. Þeir fá hreinlega ekki nóg. Sú upphaflega regla, að ein- ungis skyldi kaupa -eina hók eft- ir hvern höfund árlega, hefur einnig verið numin burt. Tilhögunin hefur leitt af sér verulegar framfarir, enda var ástandið í sannleika sagt orðið uggvænlegt: A tveggja ára skeiðinu 1951—52 voru að með- altali gefin út 310 skáldverk eft ir norska höfunda. Á tveggja ára tímabilinu 1961—62 var með altalið komið niður í 230 bæk- ur, og nam minnkunin 25,8% á einum áratug. Samdrátturinn á áratugnum 1954—64 nam um 20% þegar bókaútgáfan er tek- in í heild. Árleg sala norskra skáldverka nam varla meira en rúmum 100 milljónum íslenzkra króna, þ.e.a.s. 5—7% af heildar- bókasölu í Noregi. Markimiðinu með rikisfeaupatil höguninni hefur verið náð: hún Ivar Eskeland hefur stóraukið tekjur rithöf- unda af bókum sínum og þann- ig án efia hvatt fleiri einstakl- inga til að leggja fyrir sig rit- störf; hún hefur leitt til þess að verð á bókum hefur í raun lækkað (í Noregi er enginn söluskattur á bókum,) Þannig að norskar bækur urðu samkeppn- ishæfari en áður að því er varð aði verðlag (norskar bækur eru á tiltölulega sanngjörnu verði); hún hefur veitt norskum útgef- endum meira öryggi gagnvart áhættu með því að tryggja þeim ákveðna lágmarkssölu bóka, einkanlega ljóðabóka og leik rita, sem erfitt er að selja. Mikilvægast er þó það, að til- högunin hefur án efa aukið lest ur nýrra norskra skáldverka og stuðlað að því, að bækurnar hafa komizt til lesenda. Á þremur árum hafa rithöf- undamir, sem eru samtals 282, fengið greidd ritlaun sem nema um 20 milljónum íslenzkra króna frá Norska menningarsjóðnum og sömu upphæð frá útgefend- um, og eru þá undanskilin bók- menntaverðlaun og starfsstyrk- ir. Án þessa stuðnings væru þeir 12 eða kannski 20 milljónum króna fátækari en þeir eru. Það merkilega eða, eftirtektarverða er, að afleiðingin hefur ekki orðið sú gagnrýnislausa bókaút gáfa af hálfu forleggjara, sem margir höfðu óttazt. Aukningin á skáldsögum t)g smásögum hef- ur ekki orðið meiri en svo, að fjöldi bókatitla er nú um það bil sá sami og árið 1938! Eins og Menningarráðið segir: Tek- izt hefur að breyta straumnum, en það hefur ekki orðið flóð. Fyrst og fremst hefur verið vakin ný bjartsýni. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Samtals var á árunum 1965— 67 varið 192 milljónum íslenzkra króna til ritlauna, 552 milljón- um króna til kaupa á bókum og 195 milljónum króna til bók- bands, afgreiðslu og flutninga, eða samtals 939 milljónum ís- lenzkra króna á þremur árum. Á þessum árum hafa komið til sögunnar margir ungir og snjall ir höfundar, en það er flestum íslendingum ókunnugt um enn sem komið er; andlegt samband milli íslands og Noregs er minna en milli nokkurra annarra norr- ænna þjóða, þeiss verður mað- ur fljótt var; það er ekki spurn ing hvort íslendingar vita ekki enn minna um nýjar norsk- ar bókmenntir en Norðmenn um nýjar íslenzkar bókmenntir. Ekki skal því haldið fram hér, að það sé stuðningi Norska menningarsjóðsins að þakka, að svo margir ungir hæfileikamenn hafa komið fram í röðum norskra rithöfunda. En eitt er víst — það hefði reynzt mikl- um mun erfiðara fyrir þessa hæfileikamenn að láta til sín taka án þessarar hjálpar og upp örvunar. Að sjálf.sögðu er árlega veitt- ur stuðningur fjölda bóka, sem hvert einstakt okkar — allt eft- ir smekk og mismunandi ströngu gæðamati — mundi helzt kjósa að ekki hlytu stuðning skatt- greiðenda. En við höfum ráð á því. Við erum vel aflögufær. Aft ur á móti höfum við ekki ráð á að láta það ógert,. því yið þörfn umst þess bezta úr þessum bók- menntum, og við viljum ekki taka upp neins konar valstefnu, sem leitt gæti til ritskoðunar, Þá sóum við heldur nokkrum hundruðum þúsunda í bækur sem ekki ná máli.“ Afgreiðsl ustúlka Vön afgreiðslustúlka óskast nú þegar til starfa í kjörbúð. Yngri en 23ja ára kemur ekki til greina. Ennfremur óskast aðstoðarstúlka til eldhússtarfa. Upplýsingar í síma 12112 aðeins milli kl. 6—7. Nauöungaruppboö sem auglýst var I 28., 30. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á Kirkjuvegi 41 efri hæð Keflavík eign Antons Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. mal 1970 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Hdl. Tómas Tómasson, hdl. Hákon J. Kristjónsson, Iðnaðarbanki íslands, hdl. Jón Einar Jakobsson, hdl. Jón Eysteinsson, hdl. Jón E. Ragnarsson og hdl. Bjarni Beinteinsson. Bæjarfógetinn í Keflavík. Sætaúklæði og mottur í uUu bílu Litla bíla — stóra bíla ( Gamla bíla — nýja bíla. Útvegum með mjög stuttum fyrirvara sæta- áklæði og mottur í allar teg. bifreiða. Góð þjónusta, vönduð vinna, heimsþekkt gæðavara. niiiKnBúmn FRAKKASTIG 7 SIMI 22677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.