Morgunblaðið - 13.05.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1970, Blaðsíða 10
1Ó MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1.3. MAl 1670 Gunnar Norland menntaskólakennari — Minning F. 6. 1. 1923, d. 7. 5. 1970. í DAG ar til moldair borinin Gunnar Norland, yfirkennaxi við Menntaskólann í Reykjavík, en hann lézt á uppstigningardag, 7. maí, aðeins 47 ára að aldri. Gunnar Norland var fæddur 6. janúair 1923 í Háramarsey í Vest- ur-Noregi. Foreldrar hans voru Jón Norland, sem þá var héraðs- lælknir þar, en síðast læknir í Reykjavík og Þorleif Pétursdótt ir Norland. Jón dó 1939, en Þor- leif er á lífi og horfir nú á eftir syni sínum. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykj avík 1941, úr máladeild, þá 18 ára. Hélt hann þá strax til Kanada og srtundaði nám í ensku og frönisku og bókmenntum við Manitobaháskóla og lauk þar B.A. prófi 1944. Næstu tvö ár 1944—1946 stundaði hann nám í þessum greinum við Harvard há skóla í Bandaríkjunum. Árið 1947 dvaldist hann um stund í París við frönakunám, og 1950— 1951 var hann í Englandi og tófc kennarapróf í ensku við Lundúna hásfcóla 1951. Árið 1946 réðst hann kemtari að Menntaskólanum í Reykjavik í ensku og frönsku og kenndi auk þess latínu um skeið, varð yfirkennari 1962. Hann hafði því verið kennari við skólamn í 24 ár, þegar hann lézt. Prófdómari var hann við Hádkóla íslands og löggiltur skjalaþýðandi og dóm- túlkur. Gunnar hafði um langt dkeið verið formaður Félags menntaskólakennara. Gunnar haifði líka með höndum ýmis önn ur umsvifamikil störf, sem hér verða ekki rakin. Árið 1949 kvæntist Gunnar Jósefínu Haraldsdóttur Jahann- essen og eignuðust þau tvær dætur, Önnu, stúdent, og Helgu, sem er í gagnfræðaskóla og er nú í landsprófi. Þetta eru í örstuttu máli hin ytri atvik í ævi Gunnars Nor- lands, er lauk, þegar hann var aðeins 47 ára. Ég kynntist Gunnari fyrst, þeg ar hann 13 ára að aldri settist í 2. bekk skólams. Þar var hann með mörgum ágætum bekkjarfé lögum, en í stúdentsárganginum 1941 voru mjög margir afburða nemendur, og urðu þeir margir stúdentar 17—18 ára. Gunnar var atla tíð með þeim efstu í bekkn um. Fór þar saman ágætt næmi, skarpur skilmingur, óvenjuleg at orfca og dkylduræfcni, en þessa eiginleika átti Gunnar í ríkum mæli, og þeir fylgdu honum til hinztu stundar. Vegna hemáms skólans 1940 var Memntaákólanum fengið hús næði í Háskólanum og í hátíðasal Háskólans voru stúdentarnir 1941 útskrifaðir 17. júní. Mér er það minnisstæður dagur með fögru veðri og lífið framrundan. Eftir 5 ára nám vestanhafs kom svo Gunnar aftur að skól- anum og hóf þar kennslu, glæsi legur að vallarsýn, leiftrandi gáf aðiur og vel menntaður. Fór brátt mikið orð af kennslu hans. Nem endur hans ljúka allir upp ein- um munni um það, að hún hafi verið svo frábær, að ekíki var komizt hjá að læra hjá honum. Hann talaði hátt og skýrt með seiðmagnaðri rödd og með ástríðuþunga og náði þvílíkum árangri í kennslu sinni að frá- bært þótti. Ég kom aldrei inn í kennslu- stund hjá Gunnari, nerna í stutt um erindum, en ég heyrði til hans út á gang og var ljóst, að eng- urn væri vært að sofa í timum hjá honum. í fyrrahaust kom í sfcólann pró fessor frá Bandaríkjunum og bað um að mega hlusta á ensku- kennslu. Ég fór með hann inn í 6. bekk til Gunnars. Á eftir kom hann til mín alveg dolfallinn og sagðist aldrei á ævi simmi hafa kynnzt slíikri kennslu, þvílíkum krafti og kynngimagnaðri ástríðu í kemnslu og þvílíkum árangri. Gunmar vann sér ekki kennsluna létt og tók sér nærri, ef einhver náði ekiki þeim árangri, sem hann óskaði, því að hann var ákaflega tilfinningamæmur. Öll önmur störf sín við skól- ann, og þau voru mörg, vann Gunnar af sama dugmaði og skyldurækni. Hin síðari ár átti Gunrnar við mikla vanheilsu að stríða og lá oft langdvölum á sjúkrahúsum. En þegar af honum bráði, gekk hann að kennslunni með sömu atorfcu og áður, þó að hann væri oft sárþjáður. Og tveimur dögum áður en hanm dó prófaði hann í munnlegu prófi og dró ekíki af sér. Og nú er hann horfinn frá skólamum fyrir fullt og allt, og þar er stórt skarð fyrir ákildi. En hans mun verða sakrnað og hans mun verða minnzt sem eins hinna ágætustu kenmajra gamla skólans og góðs drengs. Skólinn þakkar Gunnari allt starf hans nú í nær aldarfjórð- ung, sem hamn hefur sett svip á skólann. Og sjálfuir þakka ég honum öll ofclkar kynni frá því að hann var drengur, þafcfca honum sem ágætum nemanda mínum og sem frábærum kennara dætra minna og sem ósérhlífnum samkennara í aldarfjórðung, þalkka honum hreinskilni hams, drenglund og gott hjarta. Fjölskylda mín og ég vottuim aldraðri móður hans, konu hams og dætrum og öðrum vandamönn um imnilega samúð okkar og biðjum góðan Guð að veita þeim huggun í hinni þungu sorg þeirra í minmingunni um góðan dreng með heitt og viðkvæmt hjarta. Einar Magnússon. Enn hefur hinn slyngi sláttu- maður verið á ferð og fellt einn mætasta kennara og liðsmann Reykjavíkurskóla, Gunnar Nor- land, í blóma lífsins, liðlega 47 ára gamlan. Gunnar var sonur hjónanna Jóns læknis Norlands frá Hindisvík á Vatnsnesi og frú Þorleifar Norlands Péturs- dóttur, ráðherra á Gautlöndum. Ættir Gunnars báðar eru svo kunnar, að óþarft er að rekja nánar. Frú Þorleif hefur mátt sjá að baki manni sínum og elzta syni, þegar þeir hvor um sig voru á svipuðum aldri, á há- tindi manndóms síns. Gunnar var aðeins 16 ára er faðir hans lézt, og sat hann þá í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík, en hafði mofcfcrum ár- um áður flutzt frá Noregi ásamt foreldrum sínum, þar sem faðir hans var læknir. Frú Þorleif lagði allt kapp á að setja syni sína til mennta þrátt fyrir kröpp kjör og kostaði þar öllu til. Brautskráðust allir synir hennar þrír, Gunnar, Agnar og Sverrir, frá Reykj avíkurskóla með glæsilegum árangri. Ég nefni þetta, því að í ungdæmi mínu heyrði ég vinkonur frú Þorleifar oft dást að því, hvílík- an dugnað, áræði og fórn hún hafi sýnt við að ryðja einstæð sonum sínum braut til mennta, og var þá ekki staðnæmzt við stúdentsprófið eitt, heldur skyldi stýrt á hin efri mið vest- an hafs og austan, og gátu synir hennar allir tekið undir með skáldinu: „Mér kenndi móðir að muna það tvennt að vera veikum bróðir og velja æðstu mennt.“ Er og enda athyglisvert, að all ir hlutu bræðurnir háskólamennt un við þá skóla erlendis, sem hver um sig sker sig úr á heims- vísu um námskröfur og náms- gæði. Gunnar varð stúdent úr mála- deild vorið 1941, aðeins 18 ára að aldri, með miklum glæsibrag, svo sem efni stóðu til. Það var vorið, sem íslendingar kusu sér ríkiisstjóra og Bandaríkin tóku að sér hervernd landsins. Um sumarið sökktu þýzkir kafbát- ar hverju skipinu á fætur öðru fyrir fslendingum, en þrátt fyrir mikla áhættu hélt Gunnar með „Lagarfossi" í skipalest vestur um haf þá um haustið og nam ensku og frönsku næstu 3 árin við Manitoba-háskóla í Kanada og lauk þaðan B.A.-prófi, en hélt síðan til Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann lagði stund á eftirlætisgrein sína, bókmenntafræðina. Við Harvard háskóla dvaldist hann í tvö ár, til ársins 1946, er hann réðst kennari að Menntaskólanum í í Reykjavík, þar sem hann starf- aði svo til óslitið í 24 ár. Skipta því mörgum þúsundum nemend- umir þeir, sem notið hafa fræðslu hans og handleiðslu. Mér er minnisstætt haustið 1946, er Gunnar kom að skól- anum, þótt hann kenndi mér ekki. ófriðnum var lokið, og ís- lenzkir menntamenn, sem dval- izt höfðu stríðið úti, voru að tín- ast heim. Sumir þeirra höfðu Menntaskólann að áningarstað, aðrir festust þar í sessi. Af hin- um unga menntamanni frá Har- vard stafaði einhver töfrabirta. Var það hvort tveggja, að hann var glæsimenni, vel á sig kom- inn, fríður vel, skarpleitur, en blíðleitur, kvikur og hraður í framkomu, — og hitt, að hann bar með sér heillandi og fram- andi keim af hinu mikla mennta setri á austurströnd Bandaríkj- anna og fór um hina öldnu, stríðsþreyttu stofnun við Lækj argötuna eins og frískur, salt- ur, vekjandi þeyr. Fljótlega fór orð af Gunnari sem mifcluim meistara í sinni íþrótt, hvort sem nú það var kennsla í ensku, frönsku eða latínu. Hinir eldri kennarar endurheimtu í honum einn dáðasta nemanda síns ár- gangs, nemendur fundu í hon- um nýja vídd og nýjan sjón- auka að horfa út um til hins stóra heims. Mér var því eigi lítið forvitn- is- og fagnaðarefni að kynnast Gunnari 6 árum síðar, er ég réðst að stofnuninni. Með árun- um kynntumst við í návistum, — í skólanum, í félagsstarfi, í gleði og í sorg. Kennslan var Gunnari mikið alvöru- og ábyrgðarstarf, og gekk hann að verki sínu með einstakri og næsta ótrúlegri at- orku meðan líf og kraftar ent- ust. f kennslunni nýttist til hins ýtrasta sú samstilling skaphafn- ar og lærdóms, sem hann átti yfir að búa, þannig að kennslu- stundir hans urðu þeim, er nutu, eftirminnileg upplifun, í senn áreynsla og andleg nautn. Á öndverðum kennaraferli sín- um mun Gunnar hafa verið aga- maður eða disciplínaríus, eins og títt er um unga kennara, enda maður nokkurs skaphita. Hann mun og hafa haldið sér allfast við efnið, meðferðin skýrt af- mörkuð og háttbundin, rakleið- is stefnt að markinu: að gera nemendur sæmilega kunnandi í enskri tungu, eftir því sem slíks var framast kostur á mjög tak- mörkuðum tíma. Með árunum breyttust aðferðir Gunnars. Hann þreyttist á að höggva í sama farið, troða, mata og manu dúcera, og um langan tíma hafa kennslustundir hans verið eins konar torg eða „forum“ fyrir hverja þá mannlega hugsun eða athugun, sem leiða mátti út frá efninu. Voru kennslustundir hans nánast í ætt við akademíu í fornri merkingu, þar sem mann leg viðfangsefni voru krufin af meistaranum með frjálsri og óþvingaðri þátttöku lærisvein- anna. Með því gaf hann nem- endum sínum hlutdeild í þeim húmanisma, sem var hluti af hon um sjálfum. Þessi aðferð er ein- ungis á færi þeirra, sem valdið hafa, og með þessu aflaði hann sér verðskuldaðra vinsælda og aðdáunar. Ekki gat hjá því farið, að á jafnmikinn afkastamann og Gunnar hlæðist fjöldi auka- starfa. Hann rak ásamt öðrum um 20 ára skeið fyrirtækið Tékkneska bifreiðaumboðið h.f. og var þar m.a. stjórnarformað- ur. Vék þar allt að sama punkti: Hinir frábæru eiginleikar hans, dugnaður og ósérplægni nutu sín jafn vel í heimi viðskipta sem mennta. Hann var prófdómari 1 ensku við landspróf og við Há- skóla fslands. Veturlangt kenndi hann ensku í BA-deild háskólans. Hann var dómtúlkur og skjalaþýðandi, sá um útgáfu „Facts about Iceland" ásamt öðr um og þýddi fjölmargar greinar um ísland og formála að lærð- um verkum. Hann var formaður Félags menntaskólakennara í 12 ár og skeleggur baráttumaður fyrir bættum kjörum sinnar stéttar. Gunnar var fjölmenntaður í hinum ólíklegustu greinum húm anískra fræða. Auk ensku og frönsku talaði hann reiprenn- andi Norðurlandamálin. Hann var vel mælandi á þýzku og ít- ölsku, las latínu sér til ánægju í tómstundum. Eftirlætisgrein hans var samt alla tíð saman- burðarbókmenntir. Fannst sum- um sem gáfur og lærdómur Gunnars kynnu jafnvel að njóta sín enn betur í öðrum og æðri stofnunum, og víst er um það, að háir salir og fjölsetnir hefðu hæft magnaðri orðkynngi og skarpri skynjun hans mætavel. „Það er máttug gifta, er menntastofnun eignast þvílíkt sverð,“ var mælt eftir annan löngu liðinn menntaskólakenn- ara, og eiga þau orð eins vel við um Gunnar Norland. f innsta eðli sínu var Gunnar ef til vill meiri listamaður en fræðimaður. Hann unni ekki orð listinni einni, heldur og fagurri tónlist og lék sjálfur á píanó. Viðhorf hans til lífsins var mjög litað viðhorfum listamannsins. Á góðum stundum kom þetta ber- lega í Ijós. Hann kunni utan að ógrynni af tilvitnunum í skáld- skap, íslenzkan og erlendan, leysti upp, skýrði og tengdi sam an á þann hátt, sem einungis er á listamanns færi. Hann las kynstur af bókum, oft að nætur- lagi, er hann mátti ekki sofa, og virtist bókmenntaminni hans næsta óbrigðult, jafnvel langt aftur í tímann. Gunnar Norland var maður eigi einhamur. Hann kunni ekki þá list að draga af sér, að smokra sér unda, að slá af. Hann vann sér ekki hægt og of- bauð líkamskröftum sínum af miskunnarlausum aga við sjálf- an sig, en skyldum við aðra. Um allmörg ár átti hann við margs- konar vanheilsu að stríða, dvaldist tíðum á sjúkrahúsum og kenndi oft sárþjáður maður. í vetur dapraðist homum enn sund ið, en í andstreymi heilsubrests huggaði hann sig við hetjukvæði forn, og hversu oft fór hann efcki á kyrruim stunduim með vísu Þóris jökuils um dauðann oig gerði að sínum orðum: „Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn að herða, hér skalltu lífit verða“ . . . Mikill harmur er við fráfall Gunnaris kveðinin, að eiginfconu hams, frú Jósefínu Norland, sem stundaði hann sjúkan af fórnfýsi og ástúð, elskulegum dætrum, Önnu og Helgu, gimsteinum föð- ur síns, aldraðri móður, bræðr- um og öðrum ástvinum. Öllum þeim sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðarkveðjur á þessum örlagadegi. Það var mér og húsi mínu mikil hamingja að hafa mátt kynnast Gunnari ná- ið, mannkostum hans, gáfum og þó mest heilindum hans og mann gæzku, sem fór sem rauður þráður um alla veru hans. Á einu orði ensku hafði Gunnar meiri mætur en öðrum, og ef blómin á leiði hans mættu mæla, hvíisluðu þaiu: „Kindmess, kind- ness, kindness“ — því góðleifc- inin vair aðal hans. Við vinir Gunnars Norlanda drúpum höfði í dag. Gamli skól- inn, sem fóstraði hann ungan og batt síðan vistarbandi um ald- arfjórðung, stendur þarna þög- ull uppi í brekkunni og mænir á eftir honum í söknuði. Ysinn og þysinn á göngunum í gær, — hljóð, hæg og þung sporin í dag. Nú er hið sérkennilega fótatak Gunnars um ganga og stofur hljóðnað. Hin djúpa, skýra og karlmannlega rödd bergmálar ekki lengur úr hljóðfæri hans. Að lokum kveð ég Gunnar Norland orðum Horatio við dauða Hamlets: „Now cracks a noble heart. Good night sweet prince. And flights of amgiels sing thee To thy re®t.“ Jón Júlíusson. KVEÐJA FRÁ BANDALAGI HÁSKÓLAMANNA MEÐ Guininraai Narlaind hefiur Baindialaig háskólam/aminia miisst eimn aif árvöfcuistu stuðraimigsmöinin uim sínium og svipmestu persómiu- leikum. Hanin vair forimiaður einls aðildarfélags BHM, Félaiga mienmtasfcólakieininaria, var fiull- trúi þesis í fulltrúaráði BHM og átti aiufc þess sæti í laganefnd Bandalagsinis. Það vair þó efcki mieð hiininli fiormfegu setu í stjórmamefndum BHM, siem Guimnlar velilttá ofclkiur mesitan srtyrfc, heldiur í kmaiftá þeiinrar fylliinigar, sem pensómiu- ieJki hamis gæddii hverjia aitíhöfin. Með huigmyndum sínum, til- laguim o.g sainirufiæmimigairfcjraiftii hvatti hamm samstairfsmenn sína til dáða fyrir málstað hásfcóla- menmitaðira manina í þjóðfélaigi, sem til þessa metur menmitum lít- ils á efinahagslegan mælikvarða. Þa® voru sömu persóniuieiigin- ledlkiar Guminiars, sem gerðhi hianm að eimislfalklega hæfiuim kemmiaira. Sá hópur er stór iminian raða há- ákólamiemmitaðra mianmia, sem býr að þeiim grtuinidvellii, sem Guminiar lagðti að tumigumálafcuminlálttu þeimra. Er ég srvo lánssamur að vera í þeikma hópi. Gamlir niemiendiuir, svo og safm- St’airfigmianm Guinnaris iminan Biamdalaigs háskólamaminia flytjia honiuim í diag hiniztu kveðjiu og votta fjölskyldu hamis dýpstu sam úð sína. Þórir Einarsson. 1 KIRKJUSÖGU sinmd lætur Beda klerkiur himm vidðulegi eiirun af böfð'inigjum Norðymbra mæla við Auðun komum/g þessi fleygu orð: „Mér vhðist, herra, að í ómælisdjúpi tiinarLS sé líf manina sem smáfiuigl fljúgi í sivip giegnium stofu yðar, þax sem þér matizt með hersum yðar og ráð- gjöfuim að vetrarlagi, en eldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.