Morgunblaðið - 15.05.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1970, Blaðsíða 10
10 MORlGUN!B!LAI>IÐ, FÖSTUDAGUR Ið. MAÍ 1970 (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Frá hinum fjölmenna fundi borgarstjóra í fyrrakvöld, Hvers á Hamars- gerði að gjalda? — að finnast ekki á Reykja- víkurkortum — var meðal annars spurt á fundi borgarstjóra í fyrrakvöld AÐSÓKN að hverfafundum Geirs Hallíjrímssonar, borg- arstjóra, fór vaxandi með hverjum fundi og í fyrra- kvöld var troðfullur fundar- salur í dansskóla Hermanns Ragnars við Háaleitisbraut og urðu fjölmargir fundar- manna að standa frammi í anddyrinu. Á þessum fundi var óvenjumikið um fyrir- spurnir og stóð fundurinn af þeim sökum töluvert lengur en fyrri fundir borgarstjóra. Á fundinum í fyrrakvöld voru saman komnir ibúar úr Smáíbúða Háaleitis- og Fossvogshverfum og mótaðisit fundurinn mjög af því, að þar voru saman komnir íbúar úr hverfi, sem enn er í byggingu. Fossvogsbúar vildu fá að vita, hvenær götur þeirra yrðu malbikaðar, hvenær verzl- anir tækju til starfa í hverfinu, hvers vegna strætisvagnaferðir væru ekki um hverfið o.fl. í Smáíbúðahverfinu virðist vera skortur á barn aleikvöllum, ef dæma má af þeim fyrirspurnum, sem fram komu frá íbúum þar og í þessum hverfum öllum er mikill áhugi á frágangi opinna svæða eins og raunar er í öllum þeim boTgarhverfum, sem eru að öðru leyti orðin nokkuð gróin. Frétt í Morgunblaðinu um, að hugsanlegt væri, að í framtíð- inni risu ný byggingarsvæði í Korpúlfsstaðalandi gaf einum fundarmanna tilefni til að spyrja borgarstjóra, hvort setl- unin væri að fara þannig með þennan minniavarða um stórbrot inn athafnamann. Það var Sig- urjón Bjarnason, sem þannig spurði og várpaði jafnframt fram þeirri spurningu, hvort ekki væri hægt að leysa vanda- mál sauðfjárræktarmanna með þvi að veita þeim aðstöðu 5 KorpúJfsstaðalandi svo og Fáksmönnum en byggja íbúðir í þess stað á því svæði, sem hesta mönnum er ætlað í dalnum milli Seláss og Breiðholts. Borgar- stjóri svaraði á þá leið, að Korp úlfsstaðir væru mikið land »g jafnvel þótt byggt væri á ein- hverjum hluta þess, væri ekki ætiunin að brjóta niður hús það er Thor Jensen hefði byggt þar. Stóraukinn áhugi á náttúru- vemd meðal þjóðarinnar kom einnig fram á þessum fundi borg arstjóra, þegar Sigurjón Bjarna- son spurði, hvort eyðileggja ætti Géldinganes, fagran og óanort- inn stað með olíugeymum. Borg- arstjóri benti á, að borgaryfir- völd befðu í skipulagi leitazt við að hafa opin svæði niður að sjón um svo sem í Laugarnesi og við Kleppsspítalann. Hibt væri stað- reynd, að margvíslegur at- vinnurekstur og iðnaður þyrfti á góðum samgöngum að halda og þ.á.m. hafnarskilyrðium. í Geld- inganosi hefði verið rætt um olíuíhöfn, skilyrði væru þa-r mjög góð, gerð hafnarmannvirkja ódýr fyrir stór olíuskip en hugs anlegt væri einnig að athuga Gufunes og Þemey í þessu sam- bandi. Þá komu Vlkingar á fundinn og spurðu hvað liði grasvelli á félagssvæði þeirra, sem lofað hefði verið á hverfafundi 1968. Borgarstjóri sagði, að þótthann sjálfur væri Víkimgur kannaðist hann ekki við að hafa lofað sínu ágæta félagi grasvelli á hverfafundinum 1968. Hins veg- ar hefðd hann heitið því, að það svæði, sem þeir ættu að fá skyldi afmarkað. Eftir fund með forráðamönnum Víkings og trúnaðarmönnum borgarinnar í janúar 1969 hefði verið gengið frá því máli í samræmi við óskir félagsins. Varðandi gerð gras- vadlar yrði til að koma frum- kvæði félagsins sjálfs en borg- in greiddi 30% af kostnaði og jafnivel meira, ef hægt væri að nota völlinn að einhverju leyti í þágu skóíla. Nokkrar fyrirspurnir komu fram á fundinum, sem miðuðu að fegrun þessara hverfa. T.d. virðist moldarbingur eða grjóx- haugur við verzlunarhús Aust- urvers vera íbúunum til mikill- ar skapraunar, því að 3—4 fyr- irspurnir komu frarn um það, hvenær haugur þessi yrði fjar- lægður. Sagði borgarstjóri, að eigendum verzkmarhússins hefði oft verið gert að skyldu að fjarlægja hauginn en þeir svarað því til, að þeir þyrftu á honum að halda í samfoandi við uppfyllingu við verzlunar- húsið. Þá var spurt, hvort ekki væri hægt að knýja eigendur verk- smiðjuhúsa í Múlahverfinu til að mú'rhúða húseiignir sínar og sagði borgarstjóri, að byggingar yfirvöld hefðu mjög takmarkaða mögulleika til að knýja á um þetta en þó hefði nofckuð áunn- izt með þolinmæði. Enn vai spurt, hvenær Vöku- portið yrðl fjarlægt og sagði borgarstjóri, að fyrirtækið hefði fengið svæði úthlutað á Ártúns- höfða fyrir starfsemi sína. Og loks var kvartað undan sóða- skap á lóð verzlunarhússins Mið bæj ar, sem fundurinn var hald- inn í og sagt að sorpgeymslum væri þannig háttað, að rusl fyki í nærliggjandi lóðir. Borgar- stjóri sagði, að gen.gið hefði ver- ið eftir umbótum og hefðu fyr- ir nokkru verið samþykktar teikningar að geymslum, sem kippa ættu þessu í lag. Kvaðst hann ekki trúa öðru en eigend- ur verzlunarhússins hefðu hröð handtök við þetta þar sem slæm umgengni hlyti að fæla við- skiptavini frá og því væri þetta eigendum í hag. Hversu margir Reykvíkingar vita hvar Hamarsgerði er? Lík- lega eru þeir ekki margir enda upplýsti einn ífoúi við þessa litlu götu, sem aðeins fjögur hús standa við, að hana væri yfir- leitt ekki að finna á kortum yf- ir Reykjavík. Hann spurði, hvort borgin hefði eftirlit með korta- gerð og sagðá, að fyrir nokkru hefði orðið slys í götunni og hringt hefði verið á sjúkrabíl, sem þotið hefði framhjá vegna þess, að bifreiðarstjórinn vissi ekki hvar Hamarsgerði var. f þessu sambandi var einnig spurt um hvenær gatan yrði malbik- uð og til hvaða aðila ætti að snúa sér varðandi bíiskúra þarna. Borgarstjóri svaraði á þá leið, að borgin hefði að vísu ekki eftirlit með kortagerð af Reykja- vík en hins vegar létu borgar- yfirvöld útgefendum ýmis gögn í té. Hamarsgerði væri til á mal- bikunarkorti borgarinnar og væri það merkt með bláu, en það þýðir, að götuna á að mai- bika í sumar. Borgarstjóri ráð- lagði fyrirspyrjanda að smúa sár til borgarverkfræðings varðandi bílskúrana og kvaðst mundu undirbúa embættismanninn und ir þá heimsókn. Eims og áður segir var mikið spurt um malbikun í Fossvogs- hverfi og var upplýst, að í sum- ar yrðu malfoikaðair tvær aðal- göturnar niður í hverfið þ.ie. Ey.rarland og Hörgsiland. í leik- vallamálum Fossvogshverfis er það helzt fréttnæmt, að unnið vsrður við gæzlu'völl við Daía- land og ennfremur opið leik- svæði í hverfinu og í Simáíbúða hverfinu er á framlkvæmdaiáætl- un sparkvöllur og opið leik- svæði við Grundarge'rði. Borgarstjóri sagði í sambandi við kvartanir vegna SVR-ferða, í Fossvogi, að ekki hefði þótt ástæða til, að strætisivagnar færu niðlur í hverfið, þar sem það er þéttbýlast efst og roestar lík ur á að þar væri fólk, siem þyrfti á strætisvögnum að halda. Sjálf sagt væri að afthuiga óskir um ferðir strætisvagna í hverfið, þótt spyrja mætti, hvort þær ferðár mundu vega upp á móti hagræði af minni umferð, sem nú væri. f heild sinni var þessi fundur líklega sá fjörugasti, sem borg- arstjóri hefur ha.ldið að þessu sinni. Fyririspurnir voru mjög margar og voru fyrirspyrjend- ur þesisir: Jóhann Magnússon, Þóney Kolbeinsdóttir, Sigurður Gíslason, Sigurjón Bjarnason, Einar Jónsson, Óttar Ottósson, Bjarni Helgason, Bjarni Ólafs- son, Árni Jóhannesson, Baildur Kristjáms'son, Ásgómur Jónsson, Guðmundur Óskarsson, Sigur- gísli Árnaison, Kriistín Bjarna- dóttir, Sigfríður Marínósdóttir, Ríkharð Benediiktsison, Erla Sandholt, Kristján Ottósson, Leif ur ísleifsson, Arnfinnur Jónsson, Páll Þórðarson, Brynhildur Matthíasdóttir, Óskar Kristjáns son, Stefán Sigurjónssoni, Þór- unn Magnúsdóttir, Óilafur Jóns- son, 30 íbúar við Pellsmúla og Hiknan Grímsisoni. Fundarstjóri var Bergsteinn Guðjónsison en furndarri'tari Valgerður Bjarna- dóttir. KOSNINGASKRIFSTOFUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UTAN REYKJAVÍKUR AKRANES: Kirkjubraut 4. Opin 10—22, sími (93)-2245. ÍSAFJÖRÐUR: Sjálfstæffishúsið, Hafnarstræti 12. Opin 13—18, sími (94)-3232. SAUÐARKRÓKUR: Affalgata 8 (Sæborg). Opin 16—19 og 20—22, sími (95)-5310. SIGLUFJÖRÐUR: Sjálfstæffishúsiff, Grundargötu 11. Opin 14—22, sími (96)-71154. AKUREYRI: Skipagata 12. Opin allan daginn, sími (96) -21504. NESKAUPSTAÐUR: Hafnarbraut 24 (Texas). Opin 17—19 og 20—22, sími 249. VESTMANNAEYJAR: Sjálfstæffishöllin, Vestmannabraut 19. Opin 14—22, símar (98)-1070 og 2233. SELFOSS: Austurvegur 1. Opin 17—22, sími (99)-1690. KEFLAVÍK: Sjálfstæðishúsið, Hafnargötu 46. Opin 14—18 og 20—22, sími (92)-2021. NJARÐVÍK: Holagata 19. Opin 20—22, sími (92)-2795. H AFN ARF JÖRÐUR: Sjálfstæffishúsiff, Strandgötu 29. Opiff allan daginn, sími 50228. GARÐAHREPPUR: Stórás 4—6. Opin 16—18 og 20—22, sími 51833. KÓPAVOGUR: Sjálfstæffishúsiff, Borgarholtsbraut 6. Opin allan daginn, sími 40708 — 40310. SELTJARNARNES: Skólahraut 15. Opin 17—19 og 20—22, simi 26588.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.