Morgunblaðið - 16.05.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐFÐ, LAUGARDAGUR 1.6. MAÍ 1970 11 travel KAUPMANNAHÖFN — BORGIN VIÐ SUNDIÐ 11—25 dagar, verð frá kr. 10.000.—. Brottfarardagar: 3. júli, 10. júlí, 24. júlí, 31. júlí, 7. ágúst. 14. ágúst, 21. ágúst. 2. september, 9. september, 16. september. Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar í 11—15 daga og tekið þátt í margsháttar skemmtunum og ferðalögum. sem boðið er upp á á vegum SUNNU í Höfn. Tilhögun frjáls. hægt að nota baðstaði við Eyrarsund og suður á Falstri og dvelja þar á baðstrandarhóteli í Marienlyst aðra viku ferðarinnar. Flestir velja þó Kaupmannahöfn, sem hefir upp á mikið að bjóða á fögrum sumardögum við Eyrarsund. Þér veljið um dvöl á hótelum í ýmsum verðflokkum, eða gistingu á einkaheimilum. Borðað á veitingastöðum víðsvegar um borgina, sem afgreiða mat eftir ávísanakortum SUNNU í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn, sem fólki gefst kostur á að komast virkilega ódýrt í sumarleyfisferðir til Kaupmannahafnar, sem oft er kölluð París Norðurlanda og þarf hreint ekki að vera svo dýr borg, ef fólk kann á hana og lystisemdir hennar. MALLORCA (LONDON) 15—17 dagar frá kr. 11.800.— Brottfarardagar í annarri hverri viku frá 25. marz, 1970 og vikulega í júlí, ágúst og septembermánuði Hægt er að dvelja í 1 eða 4 vikur á Mallorca, meginlandi Spánar, eða Suður-Frakklandi. 1 nokkrum ferðanna er stanzað tvo daga í London á heimleið. Þessar ótrúlega ódýru ferðir til hinna sólriku Spánarstranda og Lon don getum við haft svona ódýrar, vegna þess að vinsaeldir þeirra leyfa okkur að taka á leigu heilar flugvélar og hafa þær eingöngu í förum með Sunnufarþega beint á milli áfangastaða eins og í áætlun arflugi á ákveðnum vikudögum. Sunna hefir vegna mikilla viðskipta og samninga til margra ára náð hagkvæmum samningum við hótel á Spáni. Þessvegna eru Mallorcaferðir SUNNU nú orðnar frá islandi jafnvel ódýrari en ferðir með dönskum skrifstofum í sama gæða flokki frá Kaupmannahöfn. — Og mun ódýrara er að fara með SUNNU til Spánar, en eyða sumarleyfisdögum heima hjá sér á íslandi. AÐRIR STAÐIR SUNNU Á SPÁNI: — IBIZA SITGES — BENIDORM — COSTA DEL SOL IBI íerðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 travel Pantið snemma, þar sem þegar er sýnt að að- sókn verður enn sem fyrr mikil að SUNNU- FERÐUM, þar sem fólk fær mest fyrir peningana. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott handa SUNNUFARÞEGUM. VELKOMIN í SUNNUFERÐIR — OG HINN STÓRA HÓP ÁNÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN 12 dagar, verð kr. 24.800.—. Brottfarardagar: 12. júli, 2. ágúst, 23. ágúst og 6. sept. Þessar stuttu og ódýru ferðir gefa fólki tækifæri til að kynnast þrem- ur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milljónaborgin London, tilkomumikil og sögufræg höfuðborg heinge- veídis, roeð sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam, heill- andi og fögur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo „Borgin við sundið", Kaupmannahöfn, þar sem lslendingar una sér betur en víðast á erlendri grund. Borg í sumarbúningi með Tivoli og ótal aðra skemmtistaði. Fararstjórar: Klemenz Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Gunnar Eyjólfsson. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 22. ágúst. 16 daga ferð. — Verð kr. 33.850,—. Þessi vinsæla ferð hefir verið farin svo til óbreytt i niu ár, og jafnan við miklar vinsældir. Fararstjóri: Jón Helgason. KAUPMiANNAHÖFN — RÓM — SORRENTO 3. ágúst og 17. ágúst — 15 dagar, kr. 26.800.— Þetta er Norðurlanda- og Italíuferð, sem er örlitið breytt frá fyrri Italíuferðum, þar sem meira er flogið en áður og lengur stanzað á ftalíu. Flogið beint til Kaupmannahafnar og þaðan til Rómar. Dvalið i Róm og Sorrento við Napoliflóann. Skoðaðir merkir staðir og sögu- frægir, siglt út til Capri. Flogið aftur til Kaupmannahafnar og dvalið þar síðustu dagana áður en heim er haldið. Fararstjóri: Thoi Viihjálmsson. KAUPMANNAHÖFN — RÍNARLÖND 15 dagar, biottför 6. júli, 20. júlí og 3. ágúst. Verð kr. 22.850.00. Flogið til Kaupmannahafnar. Dvalið í nokkra daga áður en farið er í viku ferðalag suður um Þýzkaland til Rinarlanda. Ekið um Hamborg á suðurleið og Köln og cWalið nokkra daga í hinum sögufrægu og glaðværu Rínarbyggðum, áður en farið er aftur til Kaupmannahafnar, þar sem dvalið er nokkra daga og tekið þátt i skemmtunum og ferða- lögum á vegum SUNNIJ í Kaupmannahöfn. Fararstjórn á vegum SUNNU-skrifstofunnar i Kaupmannahöfn. SUNNUFERÐIR: Vinsælor utanlondsferðir með íslenzknm fnrarstjórum 1970 I mörg ár hefir ferðaskrifstofan SUNNA gengizt fyrir utanlandsferðum með islenzkum fararstjórum. Hafa ferðir þessar orðið vinsæl.i með hverju ári, enda vel til þeirra vandað Á siðasta ári var svo komið að um 3400 manns tóku þátt i skipulögðum hópferðum á vegum SUNNU til útlanda. Er það meiri farþegafjöldi í utanlandsferðum en hjá öllum öðrum íslenzkum fe rðaskrifstofum til samans árið 1969. Á því ári dróg- ust utanlandsferðir íslendinga þó verulega saman, vegna undangenginna gengisfellinga, en þær gerðu það einmitt þýðingarmeira en nokkru sinni fyrr að velja þá ferðatilhögun, þar sem mest fæst fyrir pen- ingana. Þessar vinsældir á SUNNA því fyrst og fremst að þakka, að ferðir skrifstofunnar hafa líkað vel og fólk, sem þær hefir reynt hefir getað mælt með þeim við kunningja sina. Anægðir viðskipta- vinir eru okkar bezta auglýsing. LEIGUFLUG SUNNU VEITIR ÞÚSUNDUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMAST ÓDÝRT TIL ÚTLANDA. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA. — GRIKKLAND — EGYPTALAND — LÍBANON — LANDIÐ HELGA Brottför 3. október, 20 dagar. — Verð kr. 36.800.—. Peir mörgu, sem tekið hafa þátt i þessum vinsælu ferðum SUNNU á ævintýrasióðir Austurlanda, eiga fæstir nógu sterk orð til þess að lýsa þeim undrum og furðu, sem fyrir augun ber. 1 þessa ótrúlega ódýru Austurlandaferð komast jafnan færri en vilja. Valinn er sá tími árs, þegar veðrátta og hiti er heppilegastur, og þvi aðeins farin ein ferð á ári. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við enska ferðaskrifstofu og vegna hagkvæmra samninga við hótel, en ein- göngu er dvalið á fyrstaflokks og luxushótelum. HEIMSSÝNINGIN í JAPAN — INDLAND — SIAM — HONG KONG — BEIRUT 21. dagur. Brottför 1. sept. Verð kr. 88.000,—. Þetta er ævintýralegasta og mesta ferðalag, sem islendingar hafa átt kost á til þessa. Ferðin er ótrúlega ódýr. N ORÐURL ANDAFERÐIR NOREGUR — DANMÖRK — SVlÞJÚÐ 22. júní og 20. júl — 15 dagar kr. 22.700.—.— Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar um sinn, áður en siglt er með glæsilegu nýju stórskipi til Osló. Þar er farið í nokkurra daga bilferðalag um hinar undurfögru norsku fjaila- og fjarðabyggðir. Komið m.a. til Rjúkan, Þelamörk. Ekið með og siglt á Harðangurs- firði. Dvalið í Osló, áður en aftur er siglt til Kaupmannahafnar og dvaiið þar síðustu daga ferðarinnar. Farið í eins og tveggja daga ferðir yfir til Svíþjóðar og til Hamborgar. Tilhögun annars frjáls f Danmörku en sitthvað á dagskrá. Fararstjóri: Jón Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.