Morgunblaðið - 16.05.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1970 17 Ungnr Reykvíkingur ihvílir sig á bolianum sínum. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. | Reykjavíkurbréf j Föstudagur 15. maí --- Ekki eins langt og virðist Á meðal gesta á 30. afmælis- degi Reykvíkingafélagsins s.l. sunnudag voru ekkjur tveggja fyrstu borgarstjóra Reykjavík- ur, frú Sigríður Einarsson og frú Anmia Zimsen. Frú IngáJbjörg Cl. Þorláiksaon, elkikja hiinis þriðja borgarstjóra í röðinni, gat hins vegar ekki komið sökum las- leika. Borgarstjóri var fyrst kosinn í Reykjarvík á árinu 1908. Hið aukna sjálfstæði bæjar- ins, er í þessu lýsti sér, var í nánum tengslum við aukið sjálf- stæði þjóðarheildarinnar, sem hafði fengið heimastjórn einung- is fjórum árum áður. Allir þess ir atburðir virðast nú, einkum að mati ungs fólks, vera í óra- langri fjarlægð. En miðað við líf kynslóðanna er tímabilið sem sé ekki lengra en svo, að ekkja hins fyrsta borgarstjóra er enn okkar á meðal í góðu gengi. Ótrúlega miklu hefur verið áorkað á þessum árum. Þegar hinn fyrsti borgarstjóri var kjörinn, var hér enn flest með harla frumstæðum hætti. Engin vatnsveita né holræsi, eng in sameiginlegur hita- né ljós- gjafi og höfnin opin, eins og hún hafði verið frá öndverðu. Nokkuð lengi hafði raunar ver- iíð rætt oim ýmislegar fraim- kvæmdir. Einstaka voru þegar undirbúnar en ekki framkvæmd ar fyrr en undir leiðsögn borg- arstjóra. Síían hefur látlaust verið haldið áfram í sömu stefnu með þeim árangri, sem allir mega nú sjá. Jafnvægi þeirra haggaðist ekki Á fyrstu árum aldarinnar voru íbúar bæjarins taldir í þúsundum, síðar í tug þúsunda, þar á eftir í tugum þúsunda, og nú eru þeir kominiir á síð- alsita fjóðiuiniginn til að fylla eiltt hunidrað þúsiumd. Þessi mikla fjölgun hefur haft í för með sér þörf á öðrum framkvæmdum en einnig gert mögulegt ýmislegt, sem áður var ófraimikvœmanlegt. Byggð bæjar- ims nær niú yfir stærra flæimii oig er miaxigbreytílagri en mienn létu sér til hugar koma fyrir jcifnvel 20—30 árum. Ný tækni, síbreyti- legir atvinnuhættir, tvennar heimsstyrjaldir, allt þetta og ótal margt fleira hefur markað sögu borgarinnar, en ekki breytt meginstefnunni. Fastmót- að jafnvægi hinna þroskaðri borgarbúa má glöggt meta af stofnun Reykvíkingafélagsins. Til hennar hafði verið boðað hinn 10. maí 1940, að kvöldi. Hins vegar bar svo við, að árla þess sama dags var Reykjavík hernumin af Bretum. Áhuga- menn um félagsstofnunina létu það ekki á sig fá. Þeir komu til hennar eins og ekkert hefði í skorist. Sá, er þetta ritar, minn- lilst þess, að harnn var þá um kvöldið niður við höfn að horfa á hervirki Breta. Mátti þá að afloknum stofnfundinum sjá ýmsa gamla Reykvíkinga leggja leið sína þangað niður eftir til að athuga hvað eiginlega vær> um að vera. Fölsuð afmælishátíð Nú er því haldið fram, að frá 10. maí 1940 hafi hernám lands- ins haldist i 30 ár. Nokkur hóp- ur manna mintist þrjátíu ára aldurs þess með gönguför á sunnudagskvöldið. En á þeirri hátíð var sagt rangt til aldurs. Hernáminu lauk formlega með hervarnarsamningnum við Bandaríkin strax árið eftir, hinn 10. júlí 1941. Bandaríkja- menn kvöddu og burt herlið sitt héðan samkvæmt samningnum frá 11. okt. 1946. Það var fyrst eftir innrás kommúnista í Kóreu sumarið 1950 og mjög versnandi horfur í alþjóðamálum á þeim misserum, sem fslendingar sjálf- ir töldu öruiggana að hafa vainniir hér á landi, og þess vegna urðu þeir við tillögum Atlantshafs- bandalagsins um að látin yrði í té aðstoð til vamar landinu og þessa heimshluta. Af þeim sök- um var varnarsamningurinn við Bandiaríkiiin gerðu í miaií 1861. „Hernámsandstæðingar" svo- kallaðir snúa þessum staðreynd- um við eða horfa fram hjá þeim í áróðri sínum. En í sjálfu sér geta Reykvíkingar látið sig hann litlu varða. Allir þeir, sem hér ganga um með opin augu, vita, að því fer fjarri að ísland sé hernumið land, eða að erlend- ir hermenn trufli daglegt líf íbúa höfuðborgarinnar. Meginstefnan sú sama Mjög breyttar aðstæður hafa að sjálfsögðu haft sín áhrif á stjórn borgarmálefna. En þó er það sízt orðum aukið, að megin- stefnan hefur ætíð verið hin sama. Þessi stefnufesta hefur m.a. lýst sér í því, hversu fáir borgarstjórar hafa verið, miðað við hinn mikla fjölda ríkis- stjórna, sem setið hafa á sama tímabili. Með þessu móti hefur tekist að byggja upp í Reykja- vík öruggt og athafnasamt embættismannakerfi, sem vissu- lega á sinn mikla þátt í þeim ótrúlegu framförum, er hér hafa orðið. Samfelldur meirilhluti, sem hér hefur haldist frá því, að flokkaskipan komst í nútíma horf, hefur veitt hinni happa- sælu þróun borgarmálefna skjól, og skapað hér betri vaxt- arskilyrði en annars staðar á landinu. Eftir tali sumra skyldu menn halda, að enginn ágreiningur hafi á sínium tíma verið um stór- virkin, sem nú eru undirstaða hagsældar borgarbúa, t.d. um virkjun Sogs og Þjórsár og lagningu Hitaveitu, svo að ein- ungis tvö dæmi séu nefnd. En því fór fjarri, að þessi nytja- mál næðu ágreiningslaust fram að ganga. Með þingrofinu ill- ræmda, hleyptu Framsóknar- menn upp Alþingi 1931, m.a. vegna þess að þeir sögðu virkj- un Sogsins mundi steypa fjár- hag borgar og borgarbúa í voða. Það var ekki fyrr en Sjálfstæð- isflokksmenn og Alþýðuflokks- menn höfðu bundist föstum samtökum um að knýja Sogs- virkjun fram sem Framsóknar- menn létu sig. Við það sköpuð- ust skilyrði fyrir Alþýðuflokk- inn að setja Framsókn þá úr- slitakosti við stjórnarmyndun- ina 1934, að hún féllist á virkj- un Sogsins. f framhaldi þeirra samninga gat svo Jón Þorláks- son hrundið málinu í fram- kvæmd. Um hitaveituna var það svo, að einlægur hugsjónamað- ur eins og ólafur Friðriksson taldi hana vera óframkvæman- legar skýjaborgir, er við hefð- um engin efni á að ráðast í. Um þetta hélt Ólafur margar ræður á bæjiairisitjómarfunidum. Hann var bersögulli um hug sinn en ýmsir aðrir. Hugur félaga hans og þá ekki síður Framsóknar- manna birtist aftur á móti í því, að reynt var að gera alla samn- inga um framkvæmd Hita- veitunnar sem allra tortryggi- legasta og láta eins og talsmenn borgarinnar hefðu þar orðið leiksoppar í höndum erlendra fjárglæframanna. Svipaðan mál- flutning hafa menn á síðustu misserum mátt heyra um Búr- fellsvirkjun, svo að sagan hef- ur sannarlega endurtekið sig í þessum efnum. Skilja ekki forsendur kjarabóta Þetfca er eikkii riifjiað uipp til þess að troða illsakir við vinstri flokkana vegna áratuga gamalla glapræða þeirra. Margt breytist á skemmri tíma og þeir eiga, eins og aðrir, rétt á að sjá að sér. Gallinn er sá, að hvorki Framsóknarflokkur né Alþýðu- bandalag — í öllum þess af- brigðum — hafa öðlast betri skilnáinlg en álðtur á þvlí, sem miasifcu miáli slkiptir. Það lýs- ir sér m.a. í aifsifcöðlu þeirra til Búrfellsvirlkjunar, siífelldu nöldri í henniar garð og aligljöru skilniinjgisileysi á því, að álsamn- Sngurinn var forsenda þess mikla mannvirkis. Aðalatriðið er, að þessir flokkar skilja ekki nú fremur en áður, hver er for- senda raunverulegra kjarabóta. Þeir halda, að galdurinn liggi fyrist og fireimist í því, að heffca framlkvaemdiamiennjina og igera hiaig þeirra lakari til að bæta með, þeim hætti kjör hinna verst settu. Lausnin er þvert á móti fólgin í hinu, að skapa skilyrði til þess, að allir geti borið meira úr býtum. Hagnýting þekkingar, tækni og auðlinda landsins er öruggasta leiðin til kjarabóta. Sj álfstæðismenn hafa sýnt með stjóm sinni á málefnum Reyk- víkinga, að þeir skilja þessi sannindi. Þess vegna hefur þeim tekizt að búa almenningi hér meiri hagsæld, en hann nýtur annars staðar á landinu. Framkvæmdir ráða úrslitum Hér á landi eru ekki til né hafa verið til nein slík auðæfi í eigu einstaka manna, að allan almenning muni nokkru, þótt þeim væri skipt upp hans í milli. Úrslitum hafa ráðið fram- kvæmdir slilkar sam í Reykjiaviílk, bæði af hálfu bæjiarfélaigs og ein- staklinga, sem hér hafa fengið að njóta sín betur en annars staðar á landinu. Broslegt er þegar andstæðingamir halda því fram, að Sjálfstæðismenn hafi skort stórhug í þessum efnium. Hverjium framkvæmdium hafa aindisitæðinigairnir hrint áleið • is, svo alð Sjálfstæðiscmienn hafi elklfci gert jafnvel og oftast miklu befcur? Tal um það, að togaraútgerð hafi verið látin ganga úr sér fyrir hirðuleysi Sjálfstæðis- manna er fullkomin fjarstæða. á síraum tfcnia lofaði „sifcjóm hiirunia vininandí sfcétta," Iþje. fyrsfca stjóm Hermanns Jónassonar, að útvega til landsins nokkra nýja togara og að lokum a.m.k. einn nýjan fyrirmyndartogara. 'Úr efndum þess loforðs varð ekki neitt. Sama sagan endurtók sig á dögum „vinstri stjórnarinnar," Hún lofaði að kaupa 15 nýtízku togara. Niðurstaðan varð sú, að enginn var keyptur, hvorki ný- tízkulegur né gamaldags fyrir hennar forgöngu. Sj ávarútvegs- ráðherrann í þeirri ríkisstjórn, Lúðvík Jósefsson, beitti sér ein- mitt fyrir því, að hans eigið bæjarfélag, Norðfjörður, — þar sem hann ræður öllu því, er hann vill ráða — hætti við tog- araútgerð. Enda voru togararn- ir í þeim svifum reknir af sín- um gömlu fiskimiðum við strend- ur landsins. Samtimis varð annar útvegur arðbærari og leiddi þá af sjálfu sér, að fjármagnið leitaði þang- að. En einmiibt niú etr verið, ýmiiist fyrir farysfcu eðla mieð atbeina Sjiálfeitæðiisimanina, að gera stórt átiak til endurnýjiuniar fcoigara- floitianls. Sundrung í stað sameiningar Amlóðaháttur andstæðinga Sjálfstæðisflokksins verður augljósastur, þegar íhugað er þeirra stöðuga skraf um nauð- syn á sameiningu allra vinstri afla í landinu. Látum svo heita, að mennirnir trúi sjálfir á rétt- mæti þessa boðskapar, og skort- ir þó sannarlega mikið á, að þeir sýni trú sína í verkinu. Áratugum saman hafa þeir mal- að þessa sömu kvörn. Kommún- istar klufu sig úr Alþýðuflokkn- um fyrir 40 árum undir því yf- irskyni, að það væri bezta ráð- ið til að sameina verkalýðinn. Síðan tvíklufu þeir Alþýðu- flokkinn á ný í sama tilgangi. En eftir allan klofninginn er nú svo komið, að kommúnistar sjálfir, eða Alþýðubandalags- menn, eins og þeir nefna sig þessi misserin, eru þríklofnir. Allar klofningsdeildirnar hafa það samt fyrir sinn æðsta boð- skap ekki aðeins að sameina verkalýðinn heldur alla vinstri- menn! Framsóknarmenn þrejrt- ast og ekki á því að tala um nauðsyn á sameiningu vinstri aflanna. Lengst af sögu sinnar hefur Framsókn raunar þótzt vera milliflokkur og í skiptum sínum við útlenda flokka, t.d. innan Norðurlandaráðs, þá leik- ur hún enn að hlufcverk. I framikvæmd er hún hiras vegar mesti íhaldsflokkurinn á land- iniu, raiuiniar saimamisiett af hin- um sundurleitustu öflum, sem sameinast um það eitt, að ætla að nota völd og fjármagn kaup- félaganna og SÍS í eigin valda- baráttu. En hverrar stefnu sem Framsókn-kann að vera á hverri stundu, þá er hitt víst, að eng- iinm flokkiur er herani erfiðari í samvinnu við aðra. Innan flokksins ríkir vantraust allra gegn öllum, og er þess vegna elhki niemia að voiniuim, að miagns vantraiusfcs gæifci í skiptum Fram- sókniar við alðna floiklka. Bn þcið er ekiki vamitrausfcið eitt, sem þar vefðlur uippi, heldiur oig það hug- arfar, að vilja ætíð segja öðr- um fyrir verkum, og að fallast aldrei á neitt, sem aðrir gera að sinni tillögu, nema fá fyrirfram borgun sjálfum sér til hags. Má raunar segja, að þetta einkenni sé einn angi vantraustsins, sem öllu öðru fremur einkennir Framisókniarfldkkinin. Manna-fátækt og málefna Ekki er furða þó að Reyk- víkingum hrjósi hugur við, ef þetta sundrungarlið skyldi ná meirihluta í borgarstjórn við kosningarnar nú í mánaðarlok- in, Máliefniafátæfct sunidrunigar- liðsins er svo alger, að hið eina, sem það getur gert almenningi skiljanlegt er, að það vilji „fella“ Sjálfstæðismenn. Ekki fyrst og fremst vegna verka þeirra, heldur af því, að þeir hafi stjórnað svo lengi, þ.e. vegna þess að borgarbúar hafi sýnt þeim varanlegt traust. Mannafátæktin er ekki minni en málefnaörbirgðin. Þegar sundr- ungaherrarnir eru krafðir sagna um hvern þeir ætli að hafa fyr- ir borgarstjóra, ef þeir verða ofan á, þá hafa þeir hingað til ekki getað bent á einn einasta. Manna á milli láta þeir helzt í það skína, að sennilega muni nú Geir Hallgrímsson verða fáan- legur, þegar til eigi að taka! Þeir vita sem er, að leitun er á þeim Reykvíkingi, sem ekki ber fullt traust til Geirs Hallgríms- sonar. En þá ber þeim einnig að styðja hann og Sjálfstæðisflokk inn með atkvæði sínu, því að um það er einmitt kosið hvort borg- in eigi að verða sundrungarlið- inu að bráð eða njóta áfram önugigrair forystu Geirs Hall- gríimEBonar cig Sjiálfstæðiisflokks- iras. Mismæli í síðasta Reykjavíkurbréfi urðu þau mistök, að þegar tal- að var um eldgos á svipuðum tíma og kristnitakan árið 1000, var sagt, að það hefði brotist út á Mosfellsheiði, en átti að sjálf- sögðiu að vera á Hellislheiði. Er héir með beðið afsökuimair á þessu misimæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.