Morgunblaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 14
I b 14 MOBGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1970 Gengishækkun vörn gegn ver ðbólgu MENN velta nú margir fyrir sér þessari spurningu: Hvers vegna leitar ríkisstjómin sam ráðs við aðila að kjaradeilum um gengishækkun, en fram- kvæmir gengislækkanir fyrir varalaust? Þegar þessari spurn ingu er svarað, verður fyrst að benda á það, að hún er ekki byggð á réttum forsendum. Síðasta lækkun á gengi ís- lenzku krónunnar var fram- kvæmd haustið 1968. Þar á undan höfðu átt sér stað ýtar- legar viðræður milli stjórn- málaflokkanna og annarra um lausn efnahagsvandans að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Engum getur dottið annað í hug en að þar hafi verið fjall að um gengislækkanir eins og önnur úrræði. Um það úrræði náðist ekki samstaða þá, eins og nú virðist ekki nást sam- staða um gengishækkun. En samt framkvæmdi ríkisstjóm in gengislækkun. Gengislækk anir hafa verið ákveðnar af brýnni nauðsyn og ekki fyrr en almenningi er orðið ljóst, að þeirra er þörf. Stórir hópar í þjóðfélaginu hafa jafnvel gagnrýnt stjórnvöld fyrir að grípa ekki til þessa neyðarúr ræðis fyrr en gert er. Gengis lækkun er neyðarúrræði, í henni felst kjaraskerðing. — Hvenær myndu t.d. verkalýðs- félög geta samþykkt hana? f gengishækkun felst hins veg ar kjarabót ef rétt er að farið. — En þessi kjara- bót getur svipt grundvellin- um undan atvinnuvegunum, ef jafnframt henni koma miklar kauphækkanir. Gengishækk- un og kauphækkanir verða að haldast í hendur. Gengishækk un sem væri að svipuðum hundraðshluta og umsamin kauphækkun, ætti að geta eytt að mestu leysti verðhækkunar áhrifum kauphækkunarinnar, svo að hún skilaði sér sem raunhæf kjarabót. Með því að snúa sér til samningsaðilanna að kjaradeilunum var ríkis- stjómin ekki að fá samþykki þeirra til gengishækkunar, hana getur hún framkvæmt með einhliða ráðstöfun. En ríkisstjórnin varð að fá trygg ingu þess, að aðilar kjaradeiln anna tækju hugsanlega tillit til gengishækkunarinnar í samningsgerð sinni. Þessi trygging hefur ekki fengizt, en hún vegur þyngst á metun um í þessu máli. Að tilefni þess að ríkis- stjórnin lagði fram tillögu um hækkun á gengi íslenzku krón unnar, hefur Morgunblaðið kannað ,hver áhrif slíkar efna hagsaðgerðir yrðu. Hér á eft- ir er gerð grein fyrir forsend unum fyrir tillögu ríkisstjóm- arinnar, hvað gerir henni kleift að flytja hana, hvemig gengishækkun myndi verka á verðlag í landinu og á inn- flutning og útflutning. Hver yrðu áhrif gengishækkunar á kjör almennings? Þá er sögu- leg upprifjun og samanburð- ur gerður við ástandið í Vest ur-Þýzkalandi á siðasta ári, þegar gengi þýzka marksins var hækkað. Tilboð ríkisstjórnarinnar til aðila að kjaradeiluim um hækkun á gengi íslenzku krón urnnair byggist á þeinri al- mennu forsendu, að nú leyfi efnaihagsástandið raunhæfar kauphækkanir. Hin sérstaka forsenda tilboðs ríkisstjórnar ininar er, að jafnframt kaup- hæfckun-uim verði m>eð öllum ráðum að koma í veg fyrir, að þær leiði til nýnrar verðbólgu slk/riðu. Talið er, >að þetta verði bezt gert með því að hækka gengi krónunnar og kaupgjald um svipaða hundraðstölu. Þá mundu verðlækkunaráhrifin af lækkuðu verði erlendis vega á móti þeim áhirifum til hækkunar á verð’lagi, sem kaupbreytingin hefði í för með sér. Reynislan sýnir, að stöð- ugt verðlag hefur tilhneigingu til að vinna á móti breyting- um til hækkunar á verðlagi, en verðhækkunarþróun hefur ríka tilhneigingu til að magn- ast af sjálfri sér. í lok marz sl. voru 2559 mjlljónir króna í gjaldeyris- varasjóði landsinis, til saman- burðar má minna á, að í októ ber 1968, skömmu fyrir geng- isbreytinguna þá, var staða gjaldeyrisvarasjóðsins nei- kvæð um 243 milljónir króna á þáverandi gengá. Á þessu ári má reikna með yfir 5% auknim'gu þjóðartekna á mamin frá fyrra ári. Þessi mifkli efna hagsbati gerir tvimælalaust mögulegt að bæta kjör laun- þega. Til þess eru tvær leiðir færar. Fyrri leiðin hefur oft áður verið reynd hér á landi. Hún er sú, að stórhætkka kaup ásamt ful’lum vísitöluuppbót- um, sem verkalýðsfélögki fara nú fram á. Þessi leið mumdi tvímælalaust hafa í för með sér stórfeiildar verðhækkanir, sem fyrr eða sdðar yllu kreppu hjá atvimnuvegunum og öll- uim þeim vandræðum, sepi hér hafa verið landlæg i efnahags lífinu. Síðari leiðin er að hækka gemgi krómumnar og semja samtímis um launa- hækkun, sem væri atvimnu- vegunum viðráðamleg og gæti komið að fullu fram sem raun hæf kjairabót án verðbólgu. Þessa leið er hins vegar óhugs amdi að fara, nema húm sé met in af verkalýðshireyfingummi og öðrum sam'ninigsað'iOlum og í launasamninguim sé tekið til- lit til kjaraáhrifa gemigishækk umar. En einmitt af þessari ástæðu beindi ríkisstjórmin til boði sínu til samnimgsaðila að kjaradeilunum, því að ám þeirra Skilnings og samstarfs- vilja er ekki unmt að hrinda gengishækkun í framfcvæmd, ef hún á að koma að raumhæf u gagni. Það verður að harma þá neifcvæðu af stöðu, sem þess ir aðiliar sýmidlu tilboði rík- isstjórmarimmiar. Hver yrðu áhrif gengishækík unaæ á innflutning og útflutm ing? Ljóst er, að innflutmmg- ur hlyti að aukast, því að er- lendar vörur lækkuðu í verði. Þetta ylli því, að gjaildeyris- eýðsla ykist. Hitt er svo vaf>a laust, að einh'Mða kauphækk- un hefði enn neikvæðari áhrif á gjaldeyrisstöðuna. Þegar lit ið er til útflutningsinis, ber að hafa það í huga, að útflutnimgs atvinnuvegirnir hafa einkum notið góðs af gengisbreytimg- um síðustu ára, auk þess hef ur orðið verðhækfcun á erlemd um mörfcuðum á bel’ztu út- flutningsvörum ofcfcar. Geng- ikhækkun veldur að sjálfaögðu hækkun á íslenkkum afurðum erlendis. Þessi hækkun kæmi sér verst fyrir þær vöruteg- undir, sem eru á mörikum þess að vera samkeppnishæfar. — Eins og nú er fellur næsta lít ill hluti útflutningsins í þamn flokk. Þetta gildir sem sé efcki um fisfcútflutnimg almennt og t.d. ekki um útflutning á akinmuim. Hér verður einnig að meta þamn akn>enma hag, sem jafnit útflytjendur sem aðrir hefðu af því að erlendar sbuldir lækfcuðu í íslenzkum krónum og sá r ekst r a rkostn að ur eða tækjalkostnaður, sem miðast að einlhverju leyti við erlendan gjaldeyri mymidi og læfcka. Einhliða kauphækkun mundi, þegar fnam sækti auka svo rdkstrarkostnað atvimnu fyrirtækja á öllum sviðum, að fynr em síðar kæmi það fram í hækkuðu verði á framJLeiðslu þeirra. Á síðasta ári var gemgi þýzfca marksims hækkað. Vandi Veistur-Þjóðverja var m.a. sá, að mikil útþensla vair í útflutningsatvinmuvegunum, sem gátu greitt mjög há lauin. Það haáði hins vegar þá af- leiðimigu, að allt verðlag í lamidinu hækkaði. Því vaæ tal- ið heppilegra að tryggja kjara bætur samfara stöðugu verð- lagi með hætakun á gengi marfcsins. Hér á lanidi er ástandið nú þannig, að ýmis fiskiðnfyrirtæki hafa langt- um bezt greiðsluþol íislenzkra atviinmufyrirtækj a. Þau díga því auðveldar með að mæta kauphækkumum, sem myndu setja önnur verr stæð fyrir- tæfci í mifcinn retostrarvanda. Einn tilgamgur gengishækkum ar yrði að jafna greiðsluþol- atvinmuveganna. Allir virðast á einu máli um það, ef umdain er skilið komm únistablaðið, að kjarabæturn ar nú eigi að nó til allra laum þaga. Sl'íkar almennar kjara- bætur er auðvelt að fram- kvæma með gengishækkum. Ef við tökum til dæmiis einn hóp, sem mikið hefur borið á slíðustu vilkur, en yfirleitt efclki er litið tii við almenna kjara saimmimiga, mámismenn eriemdis, sjáum við að hæfckun á gengi íslenaku krónunnar mundi koma þeim strax til góða. — Þannig mætti telj a upp fleiri þjóðfélagshópa, sem hafa ekki beina saimningsaðstöðu um kjör sín. Þeir, sem eldri eru, muma margir þá tíð, þegar gengi krónunnar var hækkað fyrr á þessari öld. Var það á árun- um 1924—1926, þegar gemgi. íslenztou torónuininar hæfckaði um nálægt 50%. í byrjun árs 1924 voru 33,95 kr. í einu sterl ingspundi, en árið 1926 var hlutfallið 22,15 kr. í einu pundi. Hélzt þetta genigi til ársimis 1939. Ef samsvarandi hætokun krómunnar yrði fram kvæmd núna myndi hlutfallið gagnvart bandarískum dal breytast úr 88 kr. á móti ein- um dal í svipað horf og var fyrir gengisbreytinguna í nóv ember 1968, þegar um 57 kr. voru í einuim dal. Engum kem ur svo stórkostleg gengishækk un til hugar nú. Seinni tíma menn hafa yfirleitt talið efna hagsiráðstafanimar árin 1924 —1926 óviturlegair, enda þótt gild rök hafi verið færð fyrir þeim þá. Þær byggðust á þeirri kenmingu, að verðgildi peninga slkyldi fært sem mest í líkingu við það, sem var fyr ir fyrri toeimsstyrjöldina. í kjölfar gengishætókunarinnar þá áttu að koma almennar verðTlækkainir, og það, sem meiru máli skiptir, kaup átti einmiig að lækkia. Það var í raun og veru sú forsenda, að urnnt væri að lætóka kaup, sem erfiðleifcunum olli, enda hafði gengishæikkunin í för með sér akmemnan efnabagslegan sam- drátt. Nú eru aðstæður allt aðrair, enda er aðeins rætt um tiltölulega litla hækkun á gengi krómunnar, þannig að enn verði svigrúm til hóflegr- ar kauphækkunar. Hættan á samdráttaráhrifunium á því efciki að vera fyrir hendi. Svo hefur löngum verið við kjarasamninga hér á landi, að menm hafa spáð því, að ísl. krónan myndi veikjast við þá. Long reynsla hefur og stað- fest réttmæti sllkr>a sjónar- mlilðia, því að aillt of oft hiefur boginn verið of hátt spemmtur við lausn kjaradeilma. Tilboð ið um gengiáhækkun ætti að styrkja trú manna á verðgildi krónuinnar. Og vegur henmar hefði aukizt, ef tilboði ríkis- stjómarinnar hefði verið tek- ið. Fari himis vegar svo, að sam ið verði um kjarasamminga nú eins og jafnam endranær, eig um við það á hættu, að verð- bólgan magnist emm. Þá kann svo að fara, að grundveilllinum verði enm einu simni kippt undam gildi krónunmar og í kjölfarið komi sivo hinar a'l- kunmu nær því árvissu efna- hagsráðstafanir. Gaf 50 þúsund Bókstafir framboðs- lista Sjálfstæðismanna HÉR að neðan birtast hók- stafir þeirra framboðslista, sem Sjálfstæðismenn styðja í bæjar- og sveitarstjómar- kosningunum 31. maí n.k. Kaupstaðir: Reykjavík .................. D Kópaivoigur .............. D Hafmiarfj örður ............ D Keflavílk .................. D Akranieis .................. D ísafjörður ................. D Sauðárkróikur .............. D Siglufjöirðuir ............. D Ólafsfjörður ............... D Alkureyri ... .............. D Húsavík .................... D Seýðlisfjörður ............. D Neskiaupsitaður ............ D Vestmianniaeyjar ........... D Kauptún og hreppar: Gmndiavíkurhneppuir .... D Miðinieisbr. San/dgerði ... D Gerðalhreppur H Nj arðvíkurh reppur ........ D Garðahreppur ............... D Seltjiamiameshreppur .... D Borgiamesihreppur .......... D Nesthr. Helliissamidiur .... D Eyrarsv. Grumidarfj....... D Styklkishótonishreppur ... D Patrekishreppur ............ D Suðurfjarðarhreppur Bílduidalur ........... J Þimgeyrarhreppur ........ D Flateyrarhreppur ........... D Suðureyrarfareppur .... D Hólshr. Boliunigiairvík .... D Blöniduóslhreppur .......... D Höfðahr. Skagaiströnd . D Dalvíkurhreppur ... .... D Rajufarhafn/arihreppur . H Egilsstaðahreppur .......... D Eskif jarðiarhreppur .. . D Reyðarfj'a'rð'arhreppuir .. . D Bú'ðiabr. Fáítorúðisfjörður D Hafnar'hr. Hornafj'örður D Stofckseyranhreppur D Eyrarbafckahreppur ... D Selfcsslhrappuir ... D HveragerðL'h reppur .. E ÞANN 7. þ.m. afhenti Egill Hall gríimsson frá Vogurn kvenfélag- imu Fjóiiu, V atnisleysustramdar- hreppi kr. 50.000,00 í tilefmi af áttræðisafmæli sínu, sem stofn- fé í „Sfcrúðgairðssjóðis Aragerðis í Vogum“, en þair er byrjað að byggja upp skrúðganð fyrir íbúa Vatnsleysustranidarhrepps. Gert er ráð fyrir að sjóðuxinm efl'ist roeð gjöfum og áheitum. ÖU starfsemi í sambandi við skrúð- garðinm er á vegum félagsims. — Kveinfélagið Fjóla kamm Aigli miklar þaktoir fyrir rausmiarlegt fraimlag hans til þessa málefnis og alla tryggð við byggðarlagið. MAÐUR féll miður Stiga í faúsi í Kópavogi í 'gærkvöldi og rotaðist. Var hanm eiimn heima og m/um 'hafa li'ðið mokkur stumd uiniz að var komið. Var maðuirinin fluttur í Slysa- varðstofiunia ein siðan í Lamda- kotssp'ítalainm. Var hamn ekíki emm kominm til meðvitumdair er þamig- að kom, en námari firéttir var etóki að hafia í gærkvöltíi um líðam haims. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins U tank j örstaðaskrif stof a KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins, utankjör- staðaskrifstofa, er í Sjálfstæðishúsinu, Laufásvegi 46. Skrif- stofan er opin alla virka daga frá kl. 9 f.h. til kl. 10 e.h. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 26740 og 26743. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og veita henni upplýsingar um kjós- endur, sem verða fjarverandi á ltjördag — innanlands — í 26740 og utanlands í síma 26741. Kjörstaður í Reykjavík er i Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti og er opinn virka daga kl. 10—12, 2—6 og 8—10, sunnudaga kl. 2—6. Allar upplýsingar, sem flokknum kunna að verða að gagni, eru að sjálfsögðu vcl þegnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.