Morgunblaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1970 Ásta Júlíusdóttir — Minning Aldrei mætzt í síðsta sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál, það haf í miinni hjartans vini kærustu þrátt harmakveðju stundum á. Þótt vér sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrótt indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt. Hrellda sál, það haf í minni harmakveðju stundum á: Aldrei mætzt í síðasta sinni sannir Jesú vinir fá. í dag er kvödd hinztu kveðju frú Ásta Júlíusdóttir Barmahiíð 6, í Reykjavík, en hún lézt i Borgarsjúkrahúsinu að morgni þess 14. þ.m. eftir langvarandi veikindi en stutta legu. Ásta var Snæfellingur að æti, en uppalin að mestu í Hvammi í Dölum. Hún var fædd 16. apríl árið 1900 og var því nýlega orð in sjötug að aldri. Ástu kynntist ég sem smádrengur norður í Sonur okkar, bróðir, móður- bróðir, umusti og faðir, Magnús Magnússon, andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 19. maí. Sigríður Hólmfreðsdóttir, Magnús B. Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Sigríður Hreiðarsdottir, Helena Leósdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Eiginkona mín, Ingunn Teitsdóttir, Álftamýri 53, lézt í I#andspítalanum að- faramótt 21. maí. Fyrir hönd vanóejmanna, Guðmundur Daníelsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, Þór Halldórsson, viðskiptafræðingur, verður jarðsur.ginn í Dóm- kirkjunni laugardaginn 23. þ.m. kl. 10.30. Svava Davíðsdóttir og dætur, Ingibjörg Þórðardóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, Elías Benediktsson, Heiðargötu 26, Sandgerði, verður jarðsettur frá Hvals- neskirkju laugardaginn 23. maí kl. 14. Húskveðja verður frá heimili hins látna kl. 13.15. Vigdís Gísladóttir og dætur. Siglufirði, en ég var daglegur gestur á heimili hennar og manns hennar Þorláks Þorkels- sonar skipstjóra en ég og einn af sonum þeirra vorum æskufélag- ar. Þar kynntist ég fyrst hinni miklu gestrisni og gjafmildi henn ar. Öllum vildi hún gott gera. ekki sízt þeim sem minna máttu sín, þar áttu þeir hauk í horni þar sem hún var. Ásta var einstaklega atorku- söm og dugleg kona og vann á meðan stætt var. Heimili hennar að Barmahlíð 6 er hún hélt með syni sínum Valbirni bar vott um sérstaka snyrtimenns-ku hennar og smekkvísi. Hún var talin al- veg snillingur í allri matar- og kökugerð, og vakti það sérstaka athygli, þeirra mörgu er nutu gestrisni á heimili hennar. Starfs kappið og starfsgleðin ásamt ósérhlífni voru hennar aðals- merki, sem vöktu verðskuldaða athygli hvar sem hún vann. Eitt er mér minnisstætt frá ungdóms árum mínum á Siglufirði. Það var einn dag er ég kom inn á heimili Ástu, að ég sá óvenju- falleg blóm um alla stofuna sem vöktu eftirtekt mína vegna lita dýrðar og óvenjufegurðar, varð mér mjög starsýnt á þau, þar til Ásta tekur eftir því og segir, finnst þér þau falleg vinur minn, ég jánkaði því og spurði hvar vaxa þau. Þá brosti hún og segir. Þau vaxa nú hjá mér þesisi blóm, því ég bý þau tiL Þetta lýsir að litlu leyti snilli hennar og fegurðarsmekk, því blómin voru svo eðlileg sem lif- andi væru. Svona var með allt er hendur hennar snertu, það varð sem lífrænna og fegurra eftir á. Ásta var glæsáleg kona og var ekki hægt að merkja það að árin hefðu sett svip á útlit hennar, þó var hún oft sárþjáð. einkum síðustu árin, en ekkert virtist geta beygt hana því lífs- krafturinn og dugnaðurinn virt- ist vera óþrjótandi fram á sið- ustu stundu. Ásta fór ekki var- hluta af reynslu í lífinu frek- ar en aðrir, hún varð að horfa öllum, fjær og nær, er sýndu okkur samúð við fráfall og útför Birgis Runólfssonar, Eyrargötu 5, Siglufirði, þökkum við immilega og biðj- um Guð að blessa ykkur. Margrét Pálsdóttir, Alma Birgisdóttir, Ellý Birgisdóttir, Runólfur Birgisson, Bjöm Birgisson, Filipus Birgisson, Þorsteinn Birgisson, Þormóður Birgisson. Hjartanlega þökkum við öll- um þeim mörgu sem sýndu okkur samúð og vináttu í sambandi við sviplegt fráfall sonar okkar, Garðars Ragnars, Eyrargötu 22, Siglufirði. Sérstaklega þökkum við Sig- urði Sigurðsisyni, héraðslækni, læknum og starfsfólki á handlækninigadeild Landspít- alans, Slysiavamadeildinni á Siglufirði og Hilmari Stein- ólfssyni. Guð blessi ykkur öll. Guðný Garðarsdóttir Stefnir Guðlaugsson. upp á dótbur sína unga, missa heilsuna og verða örkumla allt sitt líf. Ásta mun hafa tekið þessu sem hetja að ytra útíiti en þó mun hún hafa liðið með dótt- ur sinni, en hún var ekki vön að bera tilfinningarnar utan á sér. Ég læt hér fylgja frá ívari innilegt þakklæti fyrir allar þær mörgu og góðu stundir er hann átti á heimili þínu og son- ar þíns fyrr og síðar og verða honum ógleymanlegar. Það munu loga björt ljós yfir minningu Ástu og hlýjar þakk- ir fylgja henni inn á lönd lífs- ins eilífa. Börn hennar em: Unnur, bú- siett í Reykjavík, gift Kristjáni Jónssyni, skrifstofuimanni hja ríkisskip. Birna búsett í Reykja- Ríkisskip. Birna búsett í Kópa- vogi, giftur Kristínu Helgadótt- ur. Sigurður, verzlunarmaður býr í Reykjavík. Stella búsett á Raufarhöfn gift Helga Ólafssyni rafvirkja. Valbjörn, er hélt heim ili með móður sinni. Hanna (dvel- ur á Reykjalundi). Anna gift og búsett í Texas í Bandaríkjunum Róbert í Reykjavík giftur Krist jönu Jónsdóttur. Ástu er sárt saknað af öllum ættingjum sínum sem sjá á bak mikilhæfri og góðri konu og móð ur. Látinn lifir það er huggun harmi gegn og þær hugljúfu minningar sem hún skilur eftir hér, munu lina sárasta söknuð- inn. Við þökkum þér trygga og góða vináttu í gegnum árin. Ég og fjölskylda mín vottum börnum hennar og öllum ættingj um innilegusbu samúð í sorg þeirra. Guð blessi minningu hennar. K. Einarsson. Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, Gunnars Gestssonar. Guffrún Sigurjónsdóttir, Gestur Jónsson og bræður. Hjartanlegar þakkir og kveðj- ur sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför Elínborgar Ólafsdóttur, Hellishólum. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem heimisóttu hana og glöddu í hennar löngu sjúkdómslegu. Guð btíssi ykkur öll. Vandamenn. Kristín Jónasdóttir Minning Fædd 22. ágúst 1907. — Dáin 18. marz 1970. Kveffja frá fjöiskyldu Guffmundar J. Jóhannessonar Eyrarlandsvegi 19, Akureyri. Klökkvinm grípuir, þegar kveðjan ómar, kallið var svo skjótt og óvænit hér. Eru margir örlaiganma dómar óræðir — svo skugga af þeim ber. Minning þín er Ijós, sem rökkrið rýfur, rósir prýða víða gemtga "loraiut. Mynd hins liðnia okkag- huga hrífur, hefur verið læknuð sérhver þraut. Móðir — amma — mimnzt þín er af hjarta, mæt og sönm þú varst á hverri tíð. þér miun opnuð leið til landsins bjarta, lifmair gróður eftir ummið stríð. Þakkaæ-kveðjam immst í barmi óimar, emgía-bömin megi leiða þig. Sælt er þegar Sigurlagið hljómar og sólin breiðir geisla á nýjan stig. J. Ó. Anna Guðrún Björns- dóttir — Minning Víst er það gott að geta gefið þann tón í strengi, sem eftir að ævin er liðin ómar þar hlýtt og lengi. S. Fr. ANNA Guðrún Björnsdóttir lézt á Landspítalanuim að kvöldi 15. maí sl. eftir langa og stramga sjúk dómslegu, sem hún bar með fá- dæma kjarki og dugnaði. Hún var fædd á Gunnsteins- stöðum í Langadal 20. júlí 1901 og ólst hún upp í Holtastaðakoti og á Yztagili í sömu sveit. Til Blönduóss fluttist hún með for- eldrum sínum ung stúlka. Þau voru hjónin Ingibjörg Péturs- dóttir og Björn Bjömsson. Einn bróður átti Anna, Hafstein, sem látinn er fyrir nokkrum árum og fóstursystur, frú Ragnheiði Árna dóttuir, búsetta í Reykjavík Árið 1934 giftist Anna eftirlifamdi manni sínum, Lárusi Jóhanms- syni verkamamni í Blönduósi og eignuðust þau einn son, Hörð menmtaiskólakennaTa í Reykjavík Þau bjuggu á Blönduósi þar til fyrir 7 árum, að þau fluttu til Reykjavíkur og . bjuggu síðast hjá syni sínum í Efstasundi 63. Anna var hæglát og dul og ekki fljót til kynna. Hún gerði litlar kröfur og fómaði sér fyrir aðra. Hún var manni sínum ástrík og hjómaband þeirra var óvenju gott og er sárt fyrir hamn að sjá á baik slíkum lífsförunaut. Barnabörnin áttu alltaf skjól hjá henni, hún veitti þeim af þekk- ingu simni, huggaði og gladdi. Mig skortir orð til þess að lýsa þessari elskulegu og duglegu konu, sem alltaf var glöð og ljúf og sorgin er sár fyrir ást- vini hennar. Anna mín. Ég þakka ástríiki þitt og umhyggju fyrir mér og mínum og þakka þá gæfu að hafa kynnzt konu eins og þér. Ingunn Tryggvadóttir. Öllum þeim, er minmitust mín á áttræðiisafmæli mínu 11. nxaí sl. með blómiuim, gjöfum og heillastoeytum, semdi ég mínar beztu kveðjur og þökk. Lifið heil. Hólmfríffur Þórðardóttir, Grænavatni. t Innilegar þakkir sendum við öllum nær og fjær, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS NORLAND menntaskólakennara. Sérstakar þakkir færum við rektor, kennurum og nemend- um Menntaskólans í Reykjavík, skólameisturum og kennurum Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans að Laugarvatni, rektor og kennurum Menntaskólans í Hamrahlíð svo og öðrum félagasamtökum, er heiðruðu minningu hans. Jósefína Norland, Anna Norland, Helga Norland, Þórleif Norland, Agnar Norland, Sverrir Norland, Margrét Norland, Haraldur Johannessen, Anna Johannessen, Matthías Johannessen, Hanna Johannessen, Jóhannes Johannessen, Anna Kolbeinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.