Morgunblaðið - 23.05.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1970 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR sér stofuna, leit á þá út um opn- ar dyrnar. — Þeir skiptu sér ekkert af honum, en buðu honum samt góð an daginn, enda þótt hann svar- aði aldrei öðru en einhverju ólundarlegu snuggi. OSTA RETTUR Þó að Gilles væri háfættur, hafði hann eins og ósjálfrátt tek ið upp hægfara göngulag frænda síns. Þó að bærinn væri að öðru leyti eins og í svefni, var allt á ferð og flugi á fisktorginu, þar sem vörubílar voru að koma á hverri mínútu. Jaja, með hend ur á síðum, var að heilsa báts- höfn, sem kom að í sama bili, með þilfarið alsett fiskkössum. Hún dró hann inn. Fiskaðgerð- arkonur sátu við marmaraborð- in og fengu sér bita, meðan þær biðu eftir uppboðinu. — Komdu hérna inn. Ég þarf að segja dálítið við þig. Hún dró hann gegnum veit- ingasalinn og fram í eldhús. — Er það satt að hann sé kom- inn til þín? Hún átti við Rinquet, sem beið fyrir utan. Jstmzt/rri/. OM. 1 msk. smjör 500 g epli 250 g Kúmengouda sítrónusafi? •-voið epiin, skerið þau í báta, látið þá V. sjóða ásamt smjöri f lokaðri pönnu, \ þar til þeir eru tæplega meyrir. Sker- J ið ostinn f staflaga bita og blandiS þeim saman viS. Ef eplin eru sæt, er betra aS setja safa úr V2 sitrónu í saiatiS. BeriS salatiS meS steik, eSa eitt sér meS ristuSu brauSi og smjöri. — Ég veit ekki, hvort það er klókt af þér. Ég hef aldrei ver- ið hrifin af löggunum. Auk þess, sem fólk segir, að systir hans .. . Hlustaðu nú á mig, sonur sæll... Vitanlega veit ég, að það kem- ur mér ekkert við, en hvenær sem þú kemur hingað, ertu eins vesældarlegur og flökkuköttur. Og mig tekur það sárt að heyra allan kjaftháttinn, sem er í gangi Og hvað þessa Rinquet konu snertir, þá er sagt, að hún hafi nú gert fleira en bara hús- verkín fyrir gamla mannínn, og að hann hafi áreiðanlega mun- að eftir henni í erfðaskránni sinni, og hún hefði getað verið vel til í að bæta einhverju út í TH sölu - Chevrolet Impala 1967. Chevrolet Chevelle 1967 Til sýnis að Lyngbrekku 3, Kópavogi sunnudaginn 24/5. Til greina getur komið að taka minni bll upp í. Útboð — Raflögn Tilboð óskast í raflagnir í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6. gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 5. júnl n.k. kl. 11 að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræingur. kaffið hans! Jæja, þú hefur þetta eins og þú vilt. En farðu varlega. Og hvað má svo bjóða þér? . . . Jú, víst viltu það! Bara eifct glas til að skála við Jaja gömlu. Hún hellti í glas fyrir hann, og hann gat ekki afþakkað það. — Jæja, hlauptu nú. Ég hef nóg að gera. Svo æpti hún fram í salinn: — Já, ég er að koma! Látið þið ekki svona! Mennirnir tveir fetuðu sig áfram gegn um hópinn á fisk- markaðnum klofuðu yfir blóðug- ar skötur og ýsur, eða kræktu fyrir hrúgur af slori. Allir litu við til að horfa á þá, einkum þó Mauvoisin, sem leit út eins og unglingur. En hversu mikill sem áhuginn kynni að vera, vott aði hvergi fyrir neinni vinsemd. Fiskimennirnir komu með stór- an kassa og settu þá niður á stóru steinblakkirnar. — Skipstjórarnir bíða hérna, til þess að fylgjast með sölunni, meðan hásetarnir hreinsa skipin, svo slangra þeir inn til Jaja eða í einhverja knæpuna til þess að fá sér einn lítinn. Ef yður finn- ast þeir ekkert vingjamlegir, þá er það nú samt óvera hjá því sem var í tíð frænda yðar. Gilles vissi ástæðuna mætavel. Með hjálp tengdaföður síns haf ði hann fengið að vita, í hvaða fyr irtækjum frændi hans átti. Hann átti í svo að segja hverju einasta fyrirtæki. Fjörutíu af hundraði í Basse & Plantel og næstum eins mikið í útgerð Bab ins. Veðlán og skuldabréf gerðu hann sama sem einkaeiganda Eloi-verzlunarinnar, og sama gilti um önnur fyrirtæki — bíla stöð á leiðinni til Rochefort, nokkrar bensínstöðvar, eina raf magnsstöð, og fosfatverksmiðju. Svo átti hann verulega í Auvr- ardbankanum þarna í Dupaty- götunni. Og hann fyrirleit heldur ekki smáfyrirtæki, því að hann átti eitthvað í flestum togurum borg arinnar, sem voru í einstakra manna eign, og því voru skip- stjórarnir á eigin skipum lítið annað en vinnukindur hans. — Til hvers kom hann hing- að? spurði Gilles, því að honum var tekið að líða illa undir öll- um þessum glápandi augum. — Bara til að sjá! Og það fór sannarlega ekki margt framhjá hon.um! Hann lagði bæði dag- prísana og fiskmagnið á minnið og fylgdist vel með aflanum yf- ir daginn. Ef einhver reyndi að plata hann, sá hann samstundis gegnum það. Nú var bjöllu hringt og allir þyrptust kring um uppboðshald arann, við endann á einu stein- borðinu. Þeir hlustuðu meðan verið var að selja fyrstu númerin. Þá mælti Rinquet: — Nú getum við farið. Meira þurfti hann frændi yðar ekki að heyra. Þeir gengu eftir bryggjunni að klukkuturninum, og komu að blaðsala handan við hann. — Á morgnana eru ekki kom- in nema bæjarblöðin. Frændi yð ar keypti þrjú þeirra. Konan við pallinn glápti á Gilles og gleymdi að gefa hon- um til baka. Klukkan var átta, og farið var að opna búðirnar. Rinquet benti á rakarastofu við hornið á Hall- argötu, þar sem verið var að taka ofan gluggahlerana. mm. Jeane Dixon Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Vertu viðbúinn óvæntum atburðum. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Endurskoðaðu ákvarðanir þínar með lilliti til þess að óvænt pen- ingaútlát gætu verið í uppsiglingu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Ljúktu skylduverkum af og njóttu síðan liðandi stundar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Málefni sem þú hefur ekki heyrt minnzt á fram til þessa valda þér erfiðleikum. Felldu ekki dóm að óhugsuðu máli. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ekkert er samkvæmt áætlun í dag, en engin meiri háttar vanda- mál steðja að. Ljúktu hálfkláruðum verkefnum áður en þú byrjar á nýjum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Láttu ekkert koma þér að óvart í dag. Vertu viðbúinn breytingum á högum þínum. Vogin, 23. september — 22. október. Ef þú tekur daginn snemma, verður þér vel ágengt. I.júktu hálf- unnu verki. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Láttu engin bréf eða skjöl fara frá þér án þess að íhuga hvert orð vandlega áður. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Gættu þess að eyða ekki meiru í dag en nauðsynlegt er. Innan tíðar byðst þér gott boð og þá er gott að eiga handbært fé. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Taktu ekki mark á sögusögnum. Farðu að öllu mcð gát. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú vekur athygli í dag ef þú framkvæmir í samræmi við þínar eigin ákvarðanir, en lætur ekki aðra ráða. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Haltu þig eins mikið utan við félagslífið og mögulegt er í dag, og Ijúklu þeim verkefnum, sem legið hafa á þér að undanförnu. — Hingað fór hann næst. Til þess að láta raka sig. Rakarinn sagði honum síðustu kjaftasög- urnar og Mauvoisin hlustaði á, þegjandi. Þetta kom rétt eins og eitt- hvert viðkvæði: „Octave Mauvoisin sagði ekki orð . . . Hann svaraði ekki . . . Hann hlustaði þegjandi . Hvar sem komið var, var sama sagan. Þeir voru að rekja feril einmana manns, sem var sam- bandslaus við umhverfið Þetta varð æ furðulegra með hverju skrefi, sem gengið var. Hvernig gat nokkur maður eytt allri ævi sinni í svona fullkom- inni einangrun? Hafði hann aldrei langað til að taka af sér grímuna og leita samfélags við Ekki virtist svo vera. Ekki einu sinni þessar vikulegu heim sóknir til Nieul. Hafði ekki Col- ette sagt, að hann hefði setið í strástólnum við eldinn og star- að fram fyrir sig, án þess að hafast neitt að, eða segja orð, meðan frænka hans var að af- hýða kartöflur frammi í eldhúsi? Klukkan níu. Ouvrard-bank- inn. Lítið hús, skipt í tvennt af grindverki úr ómálaðri eik. Fá- ein prentuð uppslög með gengis tölum. Tveir skrifarar. Inn um aðrar dyr mátti greina lítinn sköllóttan mann, áhyggjufullan á svip, sitjandi við skrifborð. — Þetta er hann Georges Ouvrad. Ég held ekki það sé neitt gagn í að spyrja hann frekar. Ég talaði lengi við hann í gær. Mauvoisin var vanur að koma á sama tíma og starfsfólk- íð. Tók ekki ofan. Það gerði hann reyndar ekki neins staðar þar sem hann kom, það var lík- ast því sem það væri ekki sam- boðið virðingu hans að taka of- an. Hann fór inn fyrir grind- urnar og leit á bréfin, sem höfðu komið um morguninn. Svo settist hann við borðið hjá Ou- vrard og las þau bréf, sem vöktu áhuga hans, og athugaði lokatöl ur gærdagsins á kauphöllinni, 3n Ouvrard stóð buktandi við hliðina á honum á meðan. Ef hann hafði einhverjar skipan- ir að gefa, þá krotaði hann þær niður með sama rauða blýantin- um. Svona hélt þetta áfram. . . . Vægðarlaust vélmenni. . Átti allur dagurinn að líða, án þess að hann fyndi nokkra mennska taug í þessum framlíðna manni? Gilles hafði ekki þorað að inna Colette eftir samskiptum hennar við hann En það hafði s MM\\A\Mv\wu ASKUR V. Arnesingar Fjölmennið á D-lista skemmtunina í Selfossbíli í kvöld. Lúðrasveit Selfoss, Árni Johnsen og tríó Þorsteins Guðmundssonar skemmta. Boðpantanir milli kl. 5 og 6. D-LISTINN. *P»iHat lið st«Ai"» HYDUR YDC'K GLODARST. grísakótkll'iti jr GRILLAÐA KJÚKLINGA 11 ROAST BEEF GIi)ÐARSTLIKT LAMB HAMBORGARA DJÚPSTEIKTAN FISK .luöurlanaWrraut 14 Hmi 38550 NEÐRI-RÆR SÍÐUMÚLA 24. SlMI 83150. Njótið Ijúffengra smárétta i hinum vistlegu húsakynnum okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.