Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970 17 Halvard Lange látinn Halvard Lange var alinn upp í alþjóðlegu, friðelskandi um- hverfi. Faðir hans var á sinni tíð einn af fremstu menntamönn- um Noregs. Harnn var lengi í þjónustu alþjóðaþingmannasam- bandsins og síðar jafnframt full- trúi Noregs við Þjóðabandalag- ið í Genf. Aðaláhugamál hans var barátta fyrir alþjóðafriði, sem menn þá reyndu að tryggja með milliríkj asamningum og yf irlýsingum alþ j óðastof nana, ásamt afneitun einstaka ríkja á beitingu vopnavalds. Einkum var það talið Lange hinum eldri að þakka, að alþjóðaþingmanna- sambandið rofnaði ekki í heims- styrjöldinni fyrri. Ekki sízt af þeim sökum hlaut hann friðar- verðlaun Nobels árið 1921. Hal- vard Lange varð fyrir ríkum áhrifum af föður sínum og hlaut m.a. friðarást hans að erfðum. Á æskuárum sínum varð Halvard Lange virkur félagi í Verka- mannaflokknum og sinnti þá m.a. fræðslumálum í þágu Alþýðu- sambandsins norska, enda sagð- ist hann af fáu hafa haft meiri ámægju en kennslustarfinu. Á hernámsárum Noregs 1940—45 sætti Halvard Lange miklum of- sóknum af hálfu nazista og sat m.a. tvö og hálft ár í fanga- búðunum í Sachsenhausen í Þýzkalandi. Hann varð þá fyrir alvarlegum heilsuhnekki, sem hann náði sér seint eða ekki til fulls eftir og liggja þar efalaust rætur ótímabærs dauðdaga hans. Bezt til starfsins búinn Halvard Lange varð utanrikis- ráðherra Noregs á árinu 1946 og hélt þeirri stöðu í nær 20 ár. f norskri alfræðiorðabók frá ár- inu 1958 segir á þá leið að Lange sé sennilega sá af norskum ut- anríkisráðherrum, sem hafi verið bezt til stöðu sinnar búinn, „har hat de beste kvalifikasjoner for sin stilling." Erlendir menn geta látið Norðmönnum eftir að dæma um mannval sitt, og er þó harla ólíklegt, að þeir hafi haft mörgum hæfari mönnum en Hal- vard Lange á að skipa í utan- ríkisráðherraembætti. Víst er það, að hann gat sér meira frægðarorð á erlendum vett- vangi en aðrir norrænir stéttar- bræður hans síðustu áratugi. Á alþjóðaráðstefnum var ætíð hlustað á orð hans með athygli, en þar eru öll Norðurlönd talin meðal smáríkja. Fulltrúar þeirra þurfa þess vegna að bera af til þess að verulega kveði að þeim. Svo var tvímælalaust um Halvard Lange. f hópi utanríkis- ráðherra Norðurlanda var hann lengst af í forystu að svo miklu leyti, sem slíkt kemur til greina á fundum þeirra. í Noregi vann Lange sér snemma þá sterku stöðu, að á hann var miklu fremur litið sem talsmann þjóð- arinnar í heild en flokks síns, þótt langstærstur væri. Teljandi andstöðu gegn honum gætti ekki nema á yzta vinstri kanti hans eigin flokks og svo vitanlega á meðal þeirra, sem enn meiri vinstri villu voru haldnir. Fyrir fsland hafði Halvard Lange mikla þýðingu. Hann var fslend- ingum ætíð velviljaður. Úr skar, að með forustu sinni um aðild Noregs ,að Atlanrtshafsbanda- laginu markaði Lange þá stefnu, sem íslendingar völdu sjálfum sér og öðrum til heilla, en trauð- lega hefði fengist nægt sam- komulag um, ef fordæmi Noregs hefði ekki vísað veginn. M^rkið stendur, y >tt maðurinn falli Það leyndi sér ekki á seinni árum, að Hajvárd Lange hafði HVER ER ÞAD SEM SKRÖKVAR? Þessi mynd birtist á baksíðu Tímans 'i gær. Hún lýsir glögglega hugsjón Framsóknarmann a um stjórnmálasamstarf. Stórþingskosningar. Á meðan menn töldu samvinnu þeirra á milli óhugsanlega vildu menn ekki eiga á hættu upplausnina er leiða myndi af sigri þeirra. Þess vegna var hin skammlífa stjórn Lyngs á árinu 1965 for- senda fyrir sigri borgaraflokk- anna tveimur árum síðar. Þá héldu flestir, að Lyng hlyti að verða forsætisráðherra aftur. En sjálfur taldi hann stjórn- ina mundi verða styrkari með því, að maður úr Miðflokknum yrði forsætisráðherra og varð þá Per Borten fyrir valinu. Sjálfur hefur Lyng gegnt emb- ætti utanríkisráðherra þangað til nú, að hann lætur af því að eigin ósk. Verður norska stjórnin veikari? John Lyng hefur tvímælalaust verið einn áhrifaríkasti, e.t.v. hinn áhrifamesti, á meðal norskra stjórnmálamanna sið- ustu árin. Hann er enn í fullu fjöri, 65 ára að aldri og nýtur almennrar viðurkenningar sem frábær hæfileikamaður. Margir undrast því, að hann skuli láta af ráðherrastörfum, — en sjálfm segist hann vera búinn að vera nógu lengi í stjómmálum og því eðlilegt, að hann víki fyrir yngri mönnum. E.t.v. kemur það til, að hann hefur haft frí frá störfum Reykjavíkurbréf Laugardagur 23. maí orðið fyrir nokkrum vonbrigð- um. Verkamannaflokkurinn hafði verið 30 ár við völd í Noregi. Ymsir forystumenn hans voru bersýnilega búnir að gleymaþví, að allar kosningar velta á at- kvæðum óflokksbundinnia kjós- enda. Þessir kjósendur eru víð- ast í miklum meirihluta. Þegar á það er litið svo og að stöðugt bætast nýir við og að ætíð er einhver flutningur á milli flokka, þá fer því fjarri, að úr- slit megi nokkru sinni með vissu byggja á síðustu kosningum. f þess stað ráða atvik hverju sinni mestu um það hvernig úr- slitin þá verða. Vonbrigði for- imgja norska Verkamannaflokks ins stöfuðu af því m.a., að þeir virtust um sinn ekki átta sig á þessum einföldu sannindum. E.t.v. hefur Lange tekið sér ósig- urinn nær en sumir aðrir, vegna þess að hann vissi, að hann sjálfur naut alþjóðarhylli. Þar ofan á bættist, að Óslóarháskóli eða forráðamenn hans snerust öndverðir gegn því, að Lange yrði gerður prófessor við skól- ann, eins og sumir vildu. Lange hafði á æskuárum um nokkurra ára bil haldið fyrirlestra við háskólann og síðan getið sér slíkan orðstír, að það hefði orð- ið háskólanum miklu meiri sæmd en Lamge, að hann yrði þar fast- ur prófessor á sínum efri árum. Þama voru útúrboruleg háskóla sjónarmið látin ráða. Á íslandi fjölyrðum við stundum um að persónulegt nagg sé hér meira en ella vegna smæðar þjóðar- inmar. Þó hefðu svo smásmug- leg sjónarmið sem þá réðu í Noregi naumast verið þoluð hér á landi. Vafalaust hefur Hal- vard Lange haft af þessu veru- lega raun, en sjálfur óx hann af því en minnkaði ekki. Eftir að hann hvarf af norska Stórþinginu við síðustu kosningar, er hann bauð sig ekki fram, snéri hann sér til fulls að ritun endurminninga sinna. Nú er hættan sú, að því verki hafi ekki verið lokið. Hvað sem um það er, þá hefur Halvard Lange með öðrum verkum sínum tryggt, að nafns hans verður minnst í sögu Nor- egs fyrr og síðar sem eins hins ágætasta manns, er þar hefir lif- að. Enginn réð meira um, að Norðmenn völdu rétta stefnu í utanríkismálum á eftirstríðsár- unum. Með því lögðu þeir af mörkum sinn skerf til að tryggja frið í þessum heims- hluta, eins og reynslan sýnir að tekizt hefur, enda er eindreginn meirihluti norsku þjóðarinnar ákveðinn í að sömu stefnu skuli áfram fylgt. John Lyng lætur af störfum Sá, er þetta ritar, átti þesa kost nú fyrir nærri áratug að vera eitt sinn kvöldstund á heim- ili Halvards Lange, ásamt þeim Einar Gerhardsen og John Lyng, sem tveimur árum síðar varð um sinm forsætisráðherra í stað Gerhardsens, og enn síðar eftirmaður Halvards Lange sem utanríkisráðherra. Ekki var um að villast, að fullkomið jafnræði var á milli þessara þriggja manna. Þeir Gerhardsen og Lange voru flokksbræður og báðir þá við völd. Lyng var þeirra sterkasti andstæðingur og þingflokksformaður Hægri flokksims. Engu að síður skemmtu þeir sér saman og gerðu að gamni sínu eins og beztu bræður. Lyng stríddi tví- menningunum raunar nokkuð og sagði af þeim sögur, sérstaklega Gerhardsen, sem öllu tók með landsföðurlegri ró. Þetta var skömmu eftir kosningar, þegar SF-flokknum hafði tekist að verða lóðið á vogarskálinni. Síðan liðu nokkur misseri þang- að til að Gerhardsen varð að segja af sér, vegnia þess að SF-menn lögðust á sveif með borgaraflokkunum í tilteknu máli. Þá heppnaðist Lyng það, sem fáir höfðu fyrirfram haft mikla trú á, að fá alla borgara- flokkana til samstarfs og mynd- aði samsteypustjórn þeirra eft- ir nær 30 ára valdaferil verka- mannaflokksins. Stjórn Lyngs stóð raumar einungis nokkrar vikur og varð þá að hverfa frá völdum, vegna þess að SF-menn höfðu nú snúið við blaðinu og greiddu fyrir valdatöku Ger- hardsens á ný. En Lyng hafði tekizt að eyða æfafornum erj- um á milli borgaraflokkanna og sýna, að þeir væru stjómhæf ir. Átti það ekki sízt úrslita þátt í því, að þeir umnu næstu sem fylkismaður í Akershus- fylki. Sú staða er talin eitt virðulegasta embætti i Noregi. Því gegndi Trygve Lie á undan honum. Lyng var í það skipað- ur af Verkamannastjóminni á sínum tíma. Gera má ráð fyrir, að Lyng vilji njóta meira næð- is og mikillar virðingar enn um stund, þangað til hann dregur sig í hlé frá opinberum störfum til hlýtar. Þess er og að gæta, að þrátt fyrir alsherjar viður- kenningu, þá hefur Lyng þó hlot- ið nokkra gagnrýni innan eigin flokks fyrir að láta hlutleysis- sjónarmið ráða of miklu um stefnuna í utamríkismálum. Þar er talið að Sven Strei, sem verð- ur eftirmaður hans, sé harðari í horn að taka, ef svo má segja. Þessu til viðbótar er, að norskir Hægrimenn hafa verið í nokkrum vandræðum með for- ustu sína síðari árin. Eftir daga þeirra nafntogaða leiðtoga Hambros, þá skiptu þeir for- ystu flokks síns á milli tveggja eða þriggja manna. Þótti Hambro einn hafa verið helzt til umsvifamikill. Inn í þetta blandast og að norskir ráðherr- ar mega ekki jafnframt sitja á Stórþinginu og getur ráðherra því ekki verið formaður Stór- þingsflokksins. Vegna þessarar skiptingcir hefur flokksforystan þótt of veik undanfarin ár, og er því svo til samtímis því sem Lyng dregur sig í hlé, búið að kjósa fyrir flokksformann Willoch, sem gegnt hefur starfi viðskiptamálaráðherra. Hann er talinn maður frábær að gáf- um og er ráðgert, að hann verði einnig formiaðiuir þimg- flokksins, enda segi hann þá af sér ráðherraembættinu. Með þessu hyggjast Hægrimenn styrkja flokk sinn og búa hann til harðari sóknar héðan í frá en verið hafi um sinn. Spurningin er sú, hvort þau mannaskipti, sem af þessu leiða, verði til að veikja ríkisstjórn- ima. Raunar er vitað að Willoch og Borten hefur ekki að öllu komið saman. Er þá tvenmt til, að stjórnirt eflist við, að óein- ingarhætta innan hennar verði minni, eða hún veikist vegna þess að svo mikilhæfur maður sem Willoch verði utanvið og geri Hægriflokkinn óþjálli í sam- starfi. Um þetta skal engu spáð. En ef borgaraflokkarnir geta ekki komið sér saman, þá blasir að nýju við valdataka Verka- mannaflokksins. Sundrung þar og hér Sundrung borgaraflokkanna norsku er skiljanleg að því leyti, að hún á djúpar rætur í sögu norsku þjóðarinnar. Hægrimenn og Virastrimenn eru andstæðir frá upphafi og höfðu t.d. barist áratugum saman. Þess vegna er eðlilegt, að erfitt reynist að sætta þá. Hér á landi horfir þetta öðru visi við. í Reykjavík berjast t.d. nú 5 flokkar við Sj álf stæðisflokkinn einan. Allir þessir 5 flokkar spretta þó af sömu rót. Það er söguleg stað- reynd, að Jónas Jónsson frá Hriflu vann að stofnun beggja, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, svo að segja samtímis, beinlínis í því skyni, að þeir hefðu svo nána samvinnu sín á milli, að þeir gætu sameiginlega ginið yfir völdunum. Þetta tókst um skeið, en siðan hafa þessir flokkar ætíð verið að klofna hver frá öðrum. Að því er þeir sjálfir segja, til þess að auka sameiningu með meiri og meiri sundrungu! Ef þeir meintu nokkuð með sameiningartali sinu, mundu þeir vitanlega sam- einast en ekki sundrast. Ef þeir færu þannig að, þá væri og von til þess, að kjósendur tryðu þeim fyrir málum sínum. En á meðan þeir halda áfram að auka sundrungu með nýrri sundr- ungu, í þeim furðanlega til- gangi að efla sameiningu, þá er viðbúið, að kjósendur sýni þeim vaxandi vantraust, enda eiga þeir ekki annað skilið. Svo er að sjá sem sumir þessara manna teljii isiuindrumigu vera hið æðsta hnoss, er allir hljóti að keppa eftir. Þannig undrast Tíminn og Þjóðviljinn nú daglega, að rík- isstjómin skuli ekki grípa tæki- færið til að sundrast vegna orða- hnippinga stjórnarblaðanna! Eru verkföll vænlegasta ráðið? Auðvitað er það málefna- ágreiningur en ekki orðahnipp- iragar siem skiptir máli. Suinidr- ungin á milli vilnstri manna gerir þá óhæfa jafnt til að stjórna málefnum Reykvíkinga sem þjóðarinnar í heild. Hún er alvarleg vegna þess, að hún sprettur af málefnaágreiningi en ekki einungis orðaskvaldri. Þeir geta ekki sameinast af því að þeim kemur ekki saman um, hvað þeir eigi að sameinast um. Sök sér er þó að sundrungin lami stjórnmálastarf þeirra. Hitt er verra, ef hún á einnig að heltaka verkalýðshreyfing- una. Af hverju skyldu t.d. verk falls'boðanirnar nú stafa? ÖUum kunnugum er ljóst, að lítil von er til þess að samningar nái»t fyrir 31. maí. Þetta kemur einfald lega af því, að félögin hafa nú, eins og ella, sett fram hærri kröfur að allra vitund en for- ystumennimir sjálfir gera sér nokkra von um að ná eða jafn- vel telja eðlilegar. A.m.k. er það alveg víst, að samningar geta ekki náðst nema að veru- legu leyti sé slegið af þessum kröfum nú, eins og ætíð hefur gerzt í öllum fyrri kaupgjalds- samningum. En nú sitja þessir herrar á svikráðum hver við annan og keppast um' kjósend- urna. Hver þeirra verður þá fyrstur til þess fáum dögum fyr- ir kosningar að leggja til þann nauðsynlega afslátt frá kröfum, sem er óhjákvæmilegur, ef samningar eiga að geta þok- ast í rétta átt? En ef þeir gera það ekki, þá sanna þeir þar með, að til verkfallanna er boð- að vegna pólitískrar togstreitu, sem á ekkert skylt við hags- muni verkalýðsins. Þeim hags- munum á þá að fórna á altari valdabaráttu örfárra manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.