Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970 i 8 íbúð — Blönduhlíð Til sölu 5 herb. (efri hæð) 130 fm íbúð við Blönduhlíð. íbúðin er samliggjandi stofur, húsbóndaherb., stórt hol, hjónaherb., barna- herb. Nýleg innréting á baði og eldhúsi. — Tvöfaldur bílskúr. FASTEIGNASALA - SKIP OQ VERÐBREF Strandgötu 1, Hafnarfirði. Sími 52680. Heimasími 52844. Sölustjóri Jón Rafnar Jónsson. Náttúruskoðun, náttúruvernd, veiðimennska, íþróttir, tjaldbúða- störf, útilegumatreiðsla og frum- byggjastörf fyrir drengi á aldrinum 11-15 ára Sumarbúðir verða starfræktar að Úlfljóts- vatni í sumar og verða starfrækt 5 námskeið. Dvalizt verður í tjaldbúðum, ef veður leyfir. Námskeiðin verða sem hér segir: 1. 15. júní til 25. júní. 2. 29. jún! til 9. júlí. 3. 13. júl! til 23. júlí. 4. 3. ágúst til 13. ágúst. 5. 17. ágúst til 27 ágúst. Tryggingargjald kr. 300 greiðist við innritun. Innritunin fer fram á skrifstofu Bandalags íslenzkra sKáta, Tómasarhaga 31 (geng- ið inn frá Dunhaga) kl. 2—5 e.h. mánudaginn 25. ma! og þriðjudaginn 26. maí. Upplýsingar í síma 23190. Bandalag íslenzkra skáta. UNIR0YAL Urvals Nylon hiólbarðar FYRIR FÓLKSBÍLA 520—10—4 KR. 1.419 — 700—13—4 KR. 2.440,— 550—12—4 — 1.540,— 725—13—6 — 2.382 — 600—12—6 — 1.548,— 520—14—4 — 1.735 — 520—13—4 — 1.550,— 700—14—4 — 2.368,— 560—13—4 — 1.658,— 560—15—4 — 1.976 — 590—13—4 — 1.807,— 640—15—4 — 2.156 — 640—13—4 — 1.323,— DEKK hf. Borgartúni 24 .. (opið sunnudag kl. 10—19) Bjartmar Guðmundsson, alþm.: Fagrar heyrði ég raddirnar GLASAGLAUMUR í SÚLNASAL Það var margt um manninn í Súlnasalnum hér á dógunum og allt stórmenni landbúskaparins innan veggja. Þetta var sem sagt að afloknu Búnaðarþingi hjá þeiim Þorsteini og Halldóri. Veit ég þá ek’ki fyrr til en í mig er hnippt kiumpán- lega. Þar er kominn miðtoorg- ari í fremsitu röð starfs- manna og velynnara bændastétt arinnar, reikningsmaður af guðs náð, nokkurs konar rafeinda- heili, og starfsmaðiur mikillar skrifstofu. Hann sagði: — Ég held að við hæfi sé að fækka í stéttinni um 250 á ári í 10 ár, eða um 2500 á áratugnum 1970— 1980, sem sé um heliming. — Er það eftir kenningu Gylfa eðia Gunnars Bj.? spurði ég í sakleysi og vissi varla hvað an á mig stóð veðrið. — Eftir engri kenmingu, bara útreikningi og heilbrigðri skyn- semi. Sjáðu, þá yrði helming: rýmra um hina, helmingi meira la-nd, helmingi meiri tekjur. helmingi betri afkoma. Sko. Bændastéttin yrði ekki lengur tekjurýrasta stétt þjóðfélagsins Hún yrði hæs't á blaði og á það 9kilið. Allur þunginn af fram- færinu yrði að engu og þjóðar- tekjur tækju að hoppa upp úr öllu valdi. 2500 bændur og lík- lega jafnmargir vinnumenn þeirra, tækju að vinna að nauð- synlegum verkefnuim. Að maður ekki tali um kvenfólkið, ungt og gamalt og aistaðar þar á milli, sem kæmi betur í gagnið. Æi, þar dauðrotaði hann mig, þessi töluglöggi maður. Gott þó að enn hlustaði enginn á okku-, því allir hinir, eðia hin réttara sagt, voru að lyfta glösum í Höll mni okkar. Ég er með ellefu hundruð ára gaml,a tregðu í blóðinu frá Nátt- fara frænda minum, sem lét sig reka frá Garðari í Húsavík norður og merkti sér síðan land á viðum í Aðal-Reykjadal. Segi ég því við Stór-Reykvikinginn si svona: Hvað verðiur þá um Hólastað, Hvanneyrarskólanr. og Bændahöllinia, sem hér veitir stolti okkar húsaskjól og guða- veigar úr hendi Haildórs Páls- sonar? — Gerum Hóla og Hvanneyri að letigörðum og Höllina að enn rneira punti Reykjavíkur en hún hefur verið hingað til. Þannig þjónar hún beztum ti'lgang: Menntun bænda á að fara fram í hásikólanum, eims og læknanna, þesisara fáu bænda, sem við þurf um til að hafa að borða. Bjartmar Guðmundsson. — Látum á og látum okk- ur sjá, reyni ég að segja. Tvö hundruð og fimmtíu á ári í tíu ár. Gerir, jú, 2500 á 10 árum og jafn margar bújarðir í eyði, segj um það. Gæti verið svo sem 100 hreppa fækkun. Það er vænt spor í áttina til fækkunar siveita félögum, sem eru alltof mörg. Mér er sem ég sjái upplitið á Unnari. Svo getum við virt hverja á 2 milljónir króna, sem gerir alls 5 milljarða, er brenn- ast skal á báli 10 ára uppflosn- unar. — Rétt getur þetta verið að vísu og þó vitleysa þetta með hreppa.fækkunina, því mfn mein i'ng er að grisja byggðina en eyða engum byggð'arlögum. Sjáðu: grisja úr líðilegustu kot- in, líkt og þegar grisjað er I rófnaakri, þar sem plöntumar eru allt of margar. Eða, ef við viljum orða þetta á annan veg: reyta arfann upp úr kálgarðin- um. HEIMAMAÐUR í TILVERUNNI Nú fann ég, afkomandi Nátt- fara í 40. lið. að ég var að verða uppiskroppa með mótbárur. En þá vi'ldi mér það til lífs að heimamaður úr tilverunni utan höfuðborgarinnar kom mér til bjargar. Ég held það hafi verið einhver háa háttsettur fulltrúi úr kjördæmi Sigurvims eða Sig urðar ambassadors, ellegar þá austan úr ríki Jónasar. Hann mælti eins og sá sem valdið hef- ur: Einu sinni sagði Jóhann prófessor Hannesson I Moggan- um — það kemur sem sé fyrir að þar sé viturlega talað — já, að mesta hamingja manns sé að finna sig sjálfan sem heima- mann í tilverunni. Heimamann, hugsið ykkur, en ekki sem gest. Auðivitað ertu, maður minn, fram úr skarandi reikninigsglögg ur og innlærður um áratugi. En þú ert heimamaður í allt ann- arri tilveru en þeirri, sem köll- uð er S'trjálbýli, og guð hefur skapað með okkur, sem þar eig- um rætur í moldinni. Boðakap- uriinn hefur hingað til verið hóg vær og af hjarta lítillátur en gerisit nú meira höfugur eins og kollar manna hérna uppi í Grill inu. Sveitamenn vilja helst ekki heita hreppsómagar eða lands- ómagar. Það veldur óhagvexti í ungviðinu, sem enn hefur ekki fengið sigg í hjartað eða lófana. Fyrir vestan er mín heima- mennska og okkar, sem þar er- um. Kalla má nana þá rörnmu rót, sem he/ldur byggðalaginu saman, sú hin sama og gerir þjóðfélag að þjóðféla.gi, ríki að ríki, ættjörð að ættjörð. Norð- lendingurinn á sína heima- men.nsku fyrir norðan jökla og Héraðsbúinn sína í Austfirðinga fjórðungi og Reykvíkingurinn að sjálfsögðu líka sitt heima- land. Þetta er allt eins og Davíð orðar það allra manna bezt: Veröldin öll er víð og há, vafin lyngi og rósum. Sólin er björt hér suður frá, en svalt undiir norðurljósum. En þar sem hjartað sitt óðal á er ættjörðin sem vér kjósum. ÚTREIKNINGAR SEGJA SEX En við getum sem bezt sleppt allri viðkvæmni og rómantík og litið á veruleikann, sem er enn blák.aldari. Maður styður við man.n eins og stráið sityður strá Hús til sölu í Hafnarfirði er til sölu stórt hús í miðbæn- um, 3ja hæða — Linnetstígur 6. — Á 1. hæð er verzlunar- og geymslurými. Á 2. hæð 4 stórar stofur og eldhús og á 3. hæð 6 herb. og eldhús. Bílastæði góð. Tilboð sendist Eiríki Pálssyni, lögfræðingi, Suðurgötu 51, sími 50036, sem gefur frekari upplýsingar. STJÓRNUNARFÉLAG (SLANDS Vantar þig lán — Óvænt útgjöld — Nýjar framkvæmdir? Hvernig á að bregðast við vandanum? Með því að auka sífellt við hagnýta þekkingu sína. C reiðsl uáœtlanir Dagana 3., 4., 5., 8. og 9. júní kl. 9:15—12:00 hefst námskeið í greiðsluáætlunum fyrir stjórnendur fyrirtækja og fulltrúa þeirra. Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir: Hvers vegna gerum við áætlun? Hver er grundvöllur greiðsluáætlunar? Ennfremur verður fjallað um: Rekstraráætlanir, rekstrarreikninga, efnahagsreikninga, fjármagnsstreymi o.fl. Lögð verður áherzla á verklegar æfingar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 82930. Aukin þekking gerir reksturinn virkari, öflugri og arðvænlegri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.