Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970 Fullkominn hótelskóli, efling Ferðamálasjóðs Samband veitinga- og gisti húsaeigenda gerir tillögur til eflingar ferðamálum Erlendir ferðamenn á gangi í Reykjavík. Ferðamálin hafa verið mjög til umræðu undanfarin misseri, ekki sízt vegna skýrslu um ferða mál á íslandi, sem gerð var af dönskum sérfraeðingi fyrir milli göngu Sameinuðu þjóðanna, Ejler Alkjær, prófessor. Einnig hefur vakið athygli spá um þró- un ferðamáia hér, sem samin var af Þorvarði Elíassyni, vipskipta- fræðingi, að tilhlutan Ferða- mannaráðs. Samband veitinga- og gisti- hnsaeigenda hefur haft þessi mál til athugunar að undan- föm-u og hefur stjórn SVG nú samið tillögur, sem hún telur að framkvæma verði til eflingar ís- lenzkum ferðamálum. Frá þessu var skýrt á fundi með þlaða- mönnum nýlega. Formaður SVG er Konráð Guðmundsson, hótelstjóri, en aðrir í stjóm eru Þor- valdur Guðmundsson, Pét- ur Daníelsson, Sigurjón Ragnars son, Stefán Ólafsson, Óli J. Óla- son og Geir Björnsson. Fram- kvæmdastjóri SVG er Jón Mag- nússon, lögfræðingur. Konráð Guðmundsson skýrði frá því á blaðamannafundinum, eð SVG hefði kynnt sér raeki- lega skýrslur þeirra Þorvarðar og Alkjærs og nú þætti SVG rétt að birtat illögur sínar um úrbætur. Alitsgerð Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda fer hér á eftir, nokkuð stytt: „Undanfarið hefir mjög verið rætt um nauðsynina á að laða hingað erienda ferðamenn í rík- ara mæli en áður og hefja þjónustu við þá til slíks vegs, að hún verði meðal hornsteina þjóðarbúskaparins eins og víða gerist erlendis. Hafa opinberir aðilar m.a. sýnt áhuga sinn á þessu máli með því að fengnir hafa verið tveir menn — annar íslenzkar, hinn erlendur — tii að framkvæma rannsóknir á þessum málum og benda á leið- ir til úrbóta. Annar ofangreindra manna var Þorvarður Elíasson við- skiptafræðingur, sem samdi að ti-lhlutan Ferðamálaráðs „Spá um þróun ferðamála í Reykja- vík til ársins 1980.“ Spá hans var fullgerð í sl. október. Hinn maðurinn var Ejler Alkjær prófessor í Kaupmannahöfn, for stöðumaður „Stofnunar sam- gangna, ferðamála og héraðsvis- inda.“ Hann kom hingað fyrir meðalgöngu Sameinuðu þjóð- anna sem sérfræðingur í ferða- í sl. september. SKÝRSLA ÞORVARÐAR ELÍASSONAR Fjöldi erlendra ferðamanna, sem kom hingað 1962, nam um 17.000 manns, en varð 40.447 ár- ið 1968 og 44.099 á sl. ári. (í töl- um síðustu 2ja ára eru ferða- mien.n með skemm-tiiskipum ekki taldir með.) Spáir Þorvarður Elíasson því, að tala erlendra ferðamanna muni aukastum 11% næstu 10 ár — skv. þróun síð- ustu ára, eins og hann segir, en aukningin árið 1969 nam aðeins 9% — og muni ná 150.000 árið 1980. Skv. því mun eftirspur.i á hótelrými — leigðum herbergj a nóttum — einnig aukast jafnt og þéftt, svo að erlendir ferða- menn muni taka hótelherbergi á leigu í 270.000 nætur árið 1980. Þorvarður gerir sér grein fyr- ir, að sá hótelkostur, sem hér er nú, geti ekki annað eins gífur- legri eftirspurn og hann spáir. Hann játar, að alger (100%) nýt ing hótelrýmis sé ómöguleg, en telur „eðlilegt að gera ráð fyrir, að takast megi að ná 95% nýt- ingu þá mánuði, sem mesit álag er á.“ Reynsla meðlima SVG er þó sú, að slík nýting sé undan- tekning o-g 90% megi teljast gott hámark þá 2 mánuði, þegar ferða mannastraumurinn er stríðastur Þorvarður segir og, að það sé „sennilega heppilegra, ef stefna á að örum vexti ferðamannastraum ins, að láta nýtingu gistihús- anna ekki fara upp fyrir 70% . . . og 70% nýting hlýtur að teljast mjög góð . . . “ Skýrsluhöfundur leitaði ekki álits SVG eða einstakra með- lima á þessu atriði og gerir enga grein fyrir, hvað hann telur, að þessi 70% verði að gefa af sér. til þess að fullnægjandi sé. Við þetta verður að gera þá athuga- semd, að eins og verðlagi er nú háttað, er slík nýting fjarri því að nægja hótelunum. Rekstur þeirra er ekki fullnægjandi, nema um 80% meðalnýtingu sé að ræða allt árið. Þorvarður áætiar, að hér verði að reisa 60—150 gistiher- bergi á ári næstu 10 ár. Verður ekki annað ráðið en að slíkar framkvæmdir séu það eina, sem Þ. E. telji nauðsynlegt til að leysa vanda okkar í ferðamál- um. Öllu sé borgið með slíkum byggingaframkvæmdum. Þetta er þó aðeins ein hlið málsins og jafnvel ekki sú mikilvægasta. Slíkar framkvæmdir breyta engu um það, að „vertíð þessa atvinnuvegar er aðeins 3 mánuð ir á ári, júní-ágúst, hér í höfuð- borginni, en jafnvel aðeins 4—6 vikur víða úti um land. Á öðr- um tím/um standa hótelin auð að meira eða minna leyti. Mikl- ar, vanhugsaðar byggingafram- kvæmdir geta þess vegna aukið vandann, ef ekkert annað er gert jafnhliða. Ýmsir halda því fram, að hótel- unum sé innan handar að auka hjá sér aðsókn og gistingu utan háannatímans með því að útvega sér ráðstefnur. En gallinn er sá, að ráðstefnur eru ekki haldnar hér á hverjum þeim tíma, sem við óskum. Ef ekki þyrfti annað en að íslendingar létu í ljós óskir í þessu efni, mundu vera haldnar hér margar ráðstefnur utan sum armánaðanna, því að nóg er hótelrýmið þá. Hótelin gera nú þegar aMt, sem þeim er unnt, til að beina ráðstefnum frá mesta annatímanum og til næstu mán- aða á undan honum og eftir. Hef ir þetta borið nokkurn áranigur, eins og komið hefir fram í frétt- um síðustu daga, en betur má ef duga skal. Til þess að ráðstefn- ur verði haldnar hér á öðrum tíma en að sumarlagi þarf meiri fræðslu erlendis um ísland til að breyta viðhorfum útlendinga í þessu tillitL Til slíks þarf meira átak og meira fé en svo, að hótal in fái undir því risið. Hér er einnig rétt að benda á, hversu mikið hagsmunamál það er fyrir samgöngufyrirtæki af ýmsu tagi, að unnt sé að lengja annatímann á sviði ferða- mála og fá hingað fleira fólk á lengri tíma. Má í því sasnbandi nefna flugfélögin, sem hafa sýnt Skilning sinn á þessu og áhuiga \ verki, en þetta er t. d. einnig mikið hagsmunamál eigenda langferðabíla og útleigubíla, því að slík farartæki eru oft lítt nýtt mánuðum saman utan sum- artímans. Vegna fyrrnefndra bollalegg- inga um hótelbyggingar í stór- um stíl má gjarna minna á, að á Sl. ári var talsvert um það rætt, að fjársterkir, erlendir aðilar. reyndir í hótelrekstri víða um heim hefðu mikinn hug á að reisa hér hótel og starfrækja til að græða á því Þetta átti að vera örugg sönnun á gildi fs- lands sem ferðamannalands. Var því víða mikil eftirvænting, er útlendingar þessir komu, og var þeim vel tekið, eins og eðlilegt var. Þurftu þeir auðvitað margs að spyrj a og fengu greiðlega all- ar upplýsingar, sem þeir óskuðu. En síðan gestir þessir fóru af landi brott, hefir fátt til þeirra spurzt. Munu peir ekki hafa fundið þann grundvöU fyrir tryggum gróða, sem margir höfðni gert ráð fyrir. Eitt dagblaðanna sagði um þá, að þeir væru að vísu „business minded“, en samt hefðu þeir „gefið frá sér huig- myndir um hótelreífcstur á Í3- landi, hvað sem síðar kann að verða.“ Þeir höfðu ekíki áhuga á fjárfestingu hér, vildu jafnvel ekki ha'lda áfram með há'lfbygigð hús, sem til boða stóðu, en voru tii viðtals um að hafa umsjá með rekstri hótels eða tryggja 14g- markstekjur af því, en fslend- ingar væru eigendurnir. Ef við hefðum viljað fá þessa menn í lið með okfcur, befðum við orð- ið að verja hundruðum milijóna króna í fjárfestingu, en slíkt fé liggur ekki á lausu. Hinir er- lendu sérfræðingiar virðast því telja, að hótelrekstur hér álandi NYJUNGAR FRA tffiHUI GLERVÖRUR FRÁ FINNLANDI í FJÖLRREYTTARA ÚRVALI EN ÁÐUR NÝJAR SENDINGAR AF GLÖSUM, VÖSUM, ÁVAXTA- SKÁLUM, KERTASTJÖKUM 0G MÖRGU FLEIRA KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. LAUGAVEGI 13 REYKJAVÍK - SÍMI 25870 k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.