Morgunblaðið - 28.05.1970, Síða 22

Morgunblaðið - 28.05.1970, Síða 22
22 MORG-UNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1970 Jan Morávek tónlistar- maður — Minning í dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju Jan Morávek, hljómlistarmaður. Hann fæddist í músíkborginni Vín fyrir 58 ár- um af tékkneskum foreldrum; hlaut þar menntun sína í tónlist arháskólanum og útskrifaðist þaðan með klarinettleik sem að- alfag. Til fslands fluttist hann 1948 og hefur komið mikið við sögu tónlistar landsmanna, enda hafði hann í heimaborg sinni Vín, leik- ið í óperuhljómsveitinni og síðar í Fílharmoníuhljómsveit Graz undir stjóm heims- þekktra manna eins og t.d. Böhm og Klemenz Kraus. Morávek lék hér í ýmsum hljómsveitum og ekki alltaf á sama hljóðfærið, því hann var í sannleika einstæður listamaður og lék á fjölda hljóðfæra. Má segja að hann hafi verið jafn- t Elskulegur eiginmaður minn og faðir akkar, Guðmundur Kristinn Óskarsson, verzlunarstjóri, lézt þriðjudaginm 26. maí á Sjúkraihúsi Akraniesis. Jarðar- förin ákveðiin síðar. Hólmfríður Oddsdóttir, börn og tengdaböm. t Eiginmaðu,r minm og faðir, Jón Kristjánsson, trésmiður, Gnoðarvogi 48, lézt 27. þ. m. Guðrún Guðmundsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. vígur á t.d. kliarinett, fiðlu, cello, harmoniku, píanó og fagott svo einhver séu nefnd, en fræg er til raun hans til að leika á öll helztu hljóðfæri hljómsveitar eig in útsetningu á íslenzku lagi, sem gefa skyldi út á hljóm- plötu, en sökum tæknierfiðleika aðeins mun það ekki hafa borið fullan árangur. Kunnastur mun Morávek fyr- ir störf sín fyrir ýmsa kóra, Lúðrasveit Reykjavíkur, Ríkis- útvarpið, hljómplötuútgáfur, sjónvarpið og síðast en ekki sízt störf sín í veitingahúsinu Nausti í Reykjavík. í>á hefur hann lengi starfað í Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Ekki eru þá taldar upp allar þær fjölmörgu útsetningar, sem Morávek gerði, en þær nema vafalaust hundruðum. Margar gerði hann til dæmis fyrir Karla kór Reykjavíkur af mikilli smekkvísi og kunnáttu. Til viðbótar þessu var Morá- vek einstaklega samvinnuþýður og hjálplegur þegar til hans var leitað um hljóðfæraleik og út- setningar í tíma og ótíma. Sagt hafa mér kunnugir, að hann hafi á sviði útsetninga verið afburða maður og átt sérlega létt með það. Á öðrum sviðum var hann einnig mjög laginn og t.d. var hann smiður ágætur og vann mikið við byggingu húss síns í Kópavogi, en þar hafði hann búið eiginkonu sinni, Solveigu Jóhannsdóttur og þrem börnum, yndislegt heimili. fslenzka þjóðin á mikið að þakka þeim mönnum, sem flutzt hafa hingað til lands til að taka þátt í að auðga íslenzkt tónlist- arlíf. Margir þeirra hafa gerzt ís- lenzkir ríkisborgarar. Jan Morá vek var einm þeirra. Hann festi hér rætur og varin langam vinnu dag. Fjölhæfni hans og ótvíræð- ar listgáfur hafa markað djúp spor í íslenzkt menningarlíf. Ég átti þess kost að kynnast Morávek allnáið og komst þá fljótt að raun um, hve fágætum kostum hann var búinm. Auk þess að vera fjölhæfur listamað ur, var hann glaðlyndur og elsku legur í allri framkomu. Ég votta eiginkonu hana og börnum dýpstu samúð, en þau eiga á bak að sjá ástríkum heimilisföð- ur, sem lagði hart að sér til að veita þeim aðeins það bezta. En það var líka stór hluti af gleði hans í lífinu. Ragnar Ingólfsson. KVEÐJA FRA SAMKÓR KÓPAVOGS Það var hljóðlátur hópur, sem mætti á æfingu hjá Samkór Kópa vogs í lok síðustu viku, söng- stjórinn okkar, Jan Morávek, var látinn. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár, en að svo skammt væri til kveðju stundar, óraði víst engan fyrir. Jan Morávek var fæddur 2. maí í Vínarborg. Hann var tékkn eskur að ætterni, en foreldrar hans fluttu til Vínarborgar nokkru fyrir aldamót. Faðir hanis, Jan Morávek eldri, var maður fjölhæfur og listelskur, sem lagði gjörfa hönd á margt, meðal annars hljóðfæraleik og söngstjórn. í þessari háborg tónlistarinn ar ólst Jan Morávek yngri upp, hann var bráðger og tónlistar- hæfileikar ótvíræðir, auk áhuga og atorku, enda varð hann ung- ur að árum óvenju fjölhæfur hljóðfæraleikari. Þá nam hann og hljómsveitarstjórn, þar nutu hæfileikar hana sín ekki síður en við hlj óðfæraleik. Hann var að- eins 16 ára að aldri er hann stjómaði 8. sinfóníu Schuberts. Árið 1948 urðu þáttaskil í lífi hans, er hann fluttist til íslands og settist hér að, eftir það gaf hann íslandi allt. Hann elskaði t t t Vínarbúa, hann dáði Tékka, en fslandi batzt hann órofatryggð, hann var sannur íslendingur. Hér lagði hann gjörfa hönd á plóginn, til ræktunar á lítt rækt uðum tónlistarakri íslendinga. Hann starfaði með Sinfóníuhljóm sveit íslands í áratugi, þá lék hann og með öðrum hljómsveit- um, en lengst í veitingahúsinu Nausti með hljómsveit Carls Bill ieh. Hann stjórnaði og sviðsetti söngleiki, raddsetti minni og stærri tónverk í tugatali, stjórn aði kórum og nú síðustu árin Samkór Kópavogs, eða frá því kórinn var stofnaður árið 1966. Minningar koma, minningar hverfa, en minningin um Jan Morávek lifir, ekki aðeins í hug um okkar, sem störfum með hon- um í Samkór Kópavogs, einnig í hugum annarra samstarfsmanna svo og fjölmargra annarra, sem kynntust honum og nutu snilld- ar hans. Við drúpium höfði. Með þakk- látum huga kveðjum við söng- stjórann okkar hinztu kveðju, aðeins viku áður en lagt er af stað í hljómleikaför til frænd- þjóðar. Árið 1957 kvæntist hann eftir l'ifandi eiginkonu sinni, Solveigu Jóhannsdóttur, þau hjón voru samhent og höfðu byggt sér fag- urt heimili að Kópavogsbraut 94, er svo snögglega var klippt á þráðinn. Þungur harmur er henni kveðinn og bömunum þeirra ungu, hið yngsta aðeins þriggja ára. Megi Drottinn alls- herjar einnig þar leggja líkn með þraut. Af lífsins kveik er hinztu hulu svipt heimsins sól í tæran bjarmann lyft. Við trúum því, að hans hreinu listamannssál hafi verið lyft inn í tæran bjarmann. E.H. FÁGAÐUR og snjall listamaður af tóklknesku bergi — alinn upp í Vín — hverfur bingað norður í Duimbsihaf — starfar hér og deyr á mildu vori. Við i Kópavogi þökkum allar ánægjustundirnar. þ>ú töfraðir okkur með tónlist úæ öllum hljóð færum, sem heiti hafa og söng- stjóm. — Lengsit munum við þó fallega brosið þitt og hlýju aug- un, sem lýsa okkur fram á veg- inn. Böimunum og Solveigu biðjum við allrair blessunar. Ástkær eigiinikoma mín, Svava Valdimarsdóttir Moore, 1389 Appleton Way, Venice, Califomín, lézt 26. maí. John G. Moore. Faðir okkar og temigdafaðir, I»óra«inn Dósoþeusson, frá Þemuvík, lézt að Eiliibeiimiliiniu Gruind þriðjudiaginn 26. þ.m. Asgerður Þórarinsdóttir Rannveig Þórarinsdóttir Kristín Þórarinsdóttir Ólafur Jóhannesson Sigríður Þórarinsdóttir Jónas Gimnarsson. t Þökkium iininilega aiuðisýnda siamúð og vimarhug við and- lát og útför konu miminar, Oddnýjar Sigurlaugar. Agúst Hallsson og böm. t Hjálmar Ólafsson. KVEÐJA FRÁ AUSTURRÍSK- UM VINUM í dag kveðjum við vin okkar og landa Jan Morávek, hljómlist armann. Erfitt er að finna orð til að lýsa saknaðartilfinningu okkar og þakklæti til þessa ágæt ismianns, sem var í sienn vinur í raun, elskulegur samstarfsmaður og fágætur tónlistarmaður. Eiginkonu hans og börnum sendum við innilegustu samúðar kveðjur. Minningin um Jan Morávek mun lifa í hjörtum okkar. Páll Pampichler, Carl Billich, Josef Felzmann, Hans Ploder, Herbert Hrieberschek og Pétur Urbancic. Morávek er allur. Hann hlaut að hlýða kalli mannsins með ljá- inn. Jan Morávek fæddist 2. maí 1912 í Vín af tékknesku foreldri og lézt af völdum hjartaisjúk- dóms aðfaranótt 22. maí s.l. örlög höguðu því þannig að það átti fyrir honum að liggja að flytjast hingað til íslands og bera með sér hljóma Vínarborg- ar. Morávek Ufði og hrærðist í músíkinni. Hann var víðfönill hljómlistarmaður, starfandi í sin fóníu'Mjómsvedtum oig á skemmti stöðum ytra áður en hann flutt- ist hingað til lands. Hér starfaði hann í sinfóníuhlj ómsveitinni, lék hann þar á celló og um tíma á fagott. f Þjóðleikhúsinu lék hann á margvísleg hljóðfæri, því hæfni hans á sviði hljóðfæca- leiks var geysileg. Samkór Kópa vogs stjómaðíi hann og hugði kórinn á hljómleikaför til Fær- eyja nú bráðlega. Lúðrasveitar- stjórn og raddsetningu (orke- stration) fyrir kóra og lúðrasveit ir innti hann af hendi af smrtekk vísi. Lék hann á margar plötur, og einkum íslenzk lög. Reykvíkingar þekktu Morávek kannski bezt fyrir hljóðfæraleák í Nausti, en þar lék hann frá opn un þess, til síns skapadægurs. Um tíma lék hann í Góðtemplara húsinu, og spruttu af því starfi margar léttar og fjörugar gömlu dansa-melódiur. Moráve'k var tvígiftur. Fyrri kona hans var Svanhvít Egils- Framhald af bls. 15 Hjiartans þakfldr færi ég öll- um þekn, sem minintiust mín á 85 ára afmæli míniu 30. apríl sl. mie'ð heiimsókinium, gjöfum, slkieytium og blómium. Guð bletssi ykskiuir öll og giefi ykkur gleðilegt siumiar. Jakobína Þorvarðardóttir, Melabúð. Innilegiar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þekn, seim sýnidu mér vkuarhuig á fiimm- tuigBafmæli miniu 11. marí sl. á einm og amraain hátit. Guð bleasi ykkur öll. Guðríður Markúsdóttir Sjónarhól við Breiðholts- veg, Reykjavík. Eiginmaður miinm, Eymundur Guðmundsson, Hásteinsvegi 35, Vestmannaeyjum, andaðist að heimili sínu þamn 26. þ. m. Þóra Þórarinsdóttir. Maðurimn minn og faðir okkar Jan Mouávek, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim sem viidu minnast hins látna- er bent á Hjarta- vernd. Sólveig J. Morávek og böm. Þökkurm auðsýnda samúð og vimáttu við andlát og jarðar- för Karls V. Runólfssonar, Ljósheimum 10, Reykjavík. Bergþóra Þorbjaraardóttir Kristrún Karlsdóttir Þorbjöm Karlsson Svala Sigurðardóttir Asmundur Bjamason. Lokað í dag vegna jarðarfarar Ingunnar Teitsdóttur. Húsgagnaverzlunin BÚSLÓÐ, Nóatúni. VÉLAR og VIÐTÆKI, Skipholti 19. t Móðir mín, Pálína Magnúsdóttir frá Skálafelli, andaðist 26 maí að Sólvamgi, Hafnarfirði. Gísli Pálsson. t Eiginmaður rriinn, og faðir okkar HJALTI BJARNASON húsasmíðameistari, Goðheimum 10, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju laugardaginn 30. mai kl. 10,30 f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem heiðra vildu minningu hins látna er bent á Krabba- meinsfélagið. Kristín Jónsdóttir og böm. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÞÓRS HALLDÓRSSONAR viðskiptafræðings. Svava Davíðsdóttir og dætur, Ingibjörg Þórðardóttir, Halla Jónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Njörður Tryggvason, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir. Ingjaldur Bogason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.