Morgunblaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 28
28 MOBGUKBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2S. MAÍ 1970 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR í fanginu hamaðist hann við að hugsa, svo að honum hnykkti við og varð jafnvel hræddur við það. Hún elskaði af því að hún var svona gerð. En það, sem hún elskaði raunverulega, var ástin sjálf, kætin, lífsgleðin og holdlegar girndir. Á hvað var hún að horfa með þessu galopna aiuga? Var hún líka að hugsa? Þau voru eins sameinuð og tvæ,r manneskjur geta orðið, en samit algjörlega óvitandi hvort um annað, og héldu áfram að lifa lífi sínu, hvort öðru óháð. jj^jmiM «• HARÐPLASTPLOTUR BSr Á hurðir, veggi, skápa, borð og bckki. jry Það er sama hvernig birtctn fellur á DUROPAL, það er ávolit eins, og sjóst aldrei pollar í því, eins og kemur fyrir í óvandaðri gerðum. iPT" DUROPAL er til í yfir 50 lirum óg gerðum. m»- DUROPAL er til gljáandi, hálfmatt og matt í stærðunum 122x244 og 122x352. fpsr DUROPAL útsölustaðir í Reykjavík og nó- grenni: BORGARÁS, Borgartúni 21 BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS INNRÉTTINGABÚÐIN, Grensásvegi 3 KAUPFÉLAG SUÐURNESJA, Keflavik GLER OG MÁLNING, Akranesi BAS NO. 49 á sýningunni „VERÖLD INNAN VEGGJA". jncARMrvO HEILDVERZLUN - HAFNARSTRÆTI 8 ¦ SlMI 17121 Einhver hryggð greip hanm, sem þó var blandin einhverri ró, og það var hún, sem varð yfir- sterkari, svo að honum varð að lokum léttara í skapi. Iðrun hans hvarf og með henni óróleikinn. Hann var orðinn sáttur við sjálfan sig. Samt var á botninum af þessari rósemi, einhver aðkenning af beizkju, vitundin um eitthvað sem hann hafði trúað á, en aldrei hafði verið tiL Þegar hann loksins stóð upp, svipaðdst hann eftir því, sem hún hafði verið að horfa á. Á veggn um blikaði sólargeislinn á gyllt- uim myndarramma. — Heyrðirðu í bjöllunni? sagði hann. — Var verið að hringja? Hann gat heyrt fótatak í stig- anum, en Alice hreyfði sig ekki. Hún lá út af á legubekknum með sloppinn flakandi frá sér, andlitið kafrjótt og varirnar enn glitrandi eftir kossa hans. Og þegar svo einhver barði á dyrnar, sá hann bros færast yfir andlit hennar. — Hjálpi mér! Þetta hlýtur að vera Gigi! Hann þóttist alveg viss um, að þetta hefði allt verið rækilega undirbúið, af ásettu ráði. LIV Þetta var næstum eins og gildra. Það var allt i lagi að hún létist vera hissa — hann þóttist alveg viss um, að Alice hefði vitað upp á hár, hvenær vinkona hennar ætlaði að koma. Hún flýtti sér að sveipa að sér sloppnum og þaut síðan til dyra og kyssti stúlkuna sem kom inn. — Þú ert bara komin! Hún sagði ekkert meira, en gaf því meira í skyn, hún lagaði á sér úfið hárið og koddana, sem voru í legubekknum, bældir og krumpaðir. Gilles átti enn eftir nokkrar mínútur, áður en hann legði aft ur af stað með Rinquet. Hann fór upp og opnaði dyrnar að herberginu hans frænda síns. Klukkan ellefu höfðu þeir far ið inn í Bar Lorrain, sem hafði verið einn viðkomustaður á þess- ari daglegu hringferð Oetave Mauvoisin. Þeir fundu þar Bab- in í sínu vanasæti við glugg- ann, með vindil milli tannanna, og hálftæmt glas við hlið sér. Hann hafði brosað háðslega til komumanna, en ekki varpað á þá einu orði. vissuö þér þetta u 111 8 m u vosí ? Að Grænn Alpaostur, mýktur rneð óþeyttum rjóma. sprautaður é ferskjuhelm- inga, skreyttur með vln- ' beri eða hnetukjarna er : glæsilegur smáréttur. Að skemmtilegt er að hræra Sterkan smurost út með rauðvini og sprauta á smá- kex. Að Góðostur, hrærður með rjóma, kryddaður með ''rifnum Gráðaosti er sér- iega vinsæl ídýfa. Smurostar eru ómissandi ofan á brauð og ósætt kex. Að Alpaosturinn er bæði fat- legur og Ijúffengur 6 brauðtertur. Að bræddur ostur 40+ er ð- dýr og hentar vel til matar- gerðar, bráðnar fljótt I sósum og súpum og sam- lagast vel heitum vökva. Að hanh hentar ekki vel ofan á brauð I ofni, þvl þá brúnast hann, en bráðnar ekki. Að bræddur ostur 40+ er til- valinn í salót allskonar og I ostafondue erhann sjélf- kjörinn. :\ Hvernig skyldi þessum tveim- ur hafa komið saman, Mauvoi- sin og Babin? Eins og Babin hafði sagt, voru þeir menn sömu tegundar. Þeir höfðu báðir unn- ið sig upp neðan frá. Þeir voru báðir fæddir bardagamenn. Meira að segja var daglegt líf þeirra dálítið svipað. Hvorugum var heimili eða fjölskyldulíf nofckurs virði. Allir vissu, að Bab in stanzaði ekki heima hjá sér lengur en hann nauðsynlega þurfti, og þá sjaldan hann minnt ist á fjölskyldu sína dró hann enga dul á djúpa fyrirlitningu sína á henni. Raunverulega átti hann heima í Bar Lorrain, sitjandi hreyfinig- arlaus í horninu við gluggann og stjórnaði fyrirtækjum sínum það an. Mauvoísin var engu síður hreyfingarlítili á hringferð sinni en Babin í sæti sínu, og hin nákvæma regla, sem var á hringferð hans, svaraði til hreyfingarleysisins hjá Babin. Og klukkan ellefu morgun hvern mættust þessir drumbs legu menn augliti til auglitis. Stafaði þetta mót þeirra af ein- hverri nauðsyn? Kannski af niauJSsyninni á að reikna hvor annan út? Rinquet hafði sagt Gilles frá öllu, sem honum hafði tekizt að grafa upp um þetta. Mauvoisin kom inn og snuggaði eitthvað, sem hefði getað verið í kveðju stað, en rétti Babin aldrei hönd ina. Hann gekk beint að barn- um og hann þurfti aldrei að panta sér að drekka, því að Gaston, gestgjafinn, var al'ltaf kominn með púrtvínsflöskuna. Þeir tveir skiptust svo á ein- hverjum marklitlum orðum, svo sem: — Hefur Hervineau farið til La Pallice — Hann fór hér framhjá í bakaleiðinni, fyrir svo sem kort- eri. Það skipti engu máli, þó að þarna væiru aðrir inni, því að þeir einir vissu merkingu orð- anna. f þessu sérstaka tilviki var um að ræða mann, sem hafði ætl að að koma upp skipasmíðastöð af eigin rammleik. Hervineau hafði verið sendur til að koma vitinu fyrir hann. — Nokkuð að frétta af Luoiole? Þetta var eitt skipið hans Plantels, sem hafði verið kyrr- sett í Azoreyjum út af landhelg- isbroti. Eigendurnir voru að gera sitt bezta til að múta yfir- völdunum þar á staðnum. Það hafði meira að segja verið róið í hlutaðeigandi ráðherra. Púrtvínsflaskan stóð á skenki- borðinu. Mauvoisin var vandlát ur og hafði þarna sérstaka flösku fyrir sjálfan sig. Þegar henni var lokið og birgðunum á staðnum, lét hann senda þangað nýjan kassa. — Það væri gaman að vita, hugsaði Gilles — hvort hægt Stjörnuspð Jeane Dixon Hrúturinn, 31. marz — 19. apríl. Lotaðu engu, en reyndu að gera þitt bezta. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Dagurinn gæti orðið þér erfiður í sk.iuli, því þeir sem þú um- gengst eru á annarri skoðun en þú og gætu jafnvel unnið á mótl þér. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú hefur í mörgu að snúast, að minnsta kosti fram eftir deginum. I.eitaðu þér aðstoðar án þess aS hika. Krabbinn, 21. júní —- 22. júlí. Freistastu ekki til þess að ráðast í of stór verkefni, því það hefur ekkert gott í för með sér. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. I-áttu ekki skoðanamismun koma af stað deilum. Treystu ekki a hjálpsemi þinna nánustu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Forðastu of mikið álag, því næstu dagar verða erfiðir og þá veitir þér ekki af þvi að vera vel fyrir kallaður. Vogin, 23. september — 22. ©któber. Pú þarft að skipuleggja daginn áður en þú hcfst handa. Lcggðu mikla áherzlu á að vinna vel í dag. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Óvænt atvik, scm þú gerðir alls ekki ráð fyrir, vcrður til þess að ýmislegt fer öðruvísi en ætlað var. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Með lagni verður þér vel ágengt. Hugsaðu áður en þú framkvæm- ir. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Einbeittu þér að störfunum. Þegar líður á daginn hitturðu vinl sem þú hefur ekki séð lengi. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Taktu skynsamlega á málunum. Sýndu öðrum skilning. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Dagurinn verður störfum hlaðinn. Reyndu að taka kvöldið rólega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.