Morgunblaðið - 29.05.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.1970, Blaðsíða 11
11 MoátíU’NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1970 Systir í bakarii spítalans. getur ekki sótt peninga til að greiða hallareksturinn í ríkis- kassann, eins og önnur sjúkra- hús. Daggjaldanefndin ákvað að Landakotsspítala yrðu greidd- ar fyrir s.l. ár kr. 1150,- að meðaltali á dag fyrir hvert rúm spítalans, en raunverulegur kostnaður var kr. 1320,-, þ.e. spítalinn varð að taka á sig halla kr. 170,- á dag fyrir hvert rúm. Spítalinn hefur um 200 rúm, svo að hallinn á ár- inu 1969 er einhvens staðar milli 10 og 11 millj. kr. Frá 1. janúar þessa árs fá systumar greiddar kr. 1300,- á rúm, en til að vega upp á móti hallan- um af rekstri spítalans í fyrra hefðu þær þurft að fá kr. 1900,- fyrir hvert rúm á dag — en um kr. 1700, ef þær sætu ekki uppi með hallann af rekstri spítalans frá í fyrra. Þesis má geta til samahburðar að- i Lajnidiypítalimn fær nú kr. 2300 á dag fyrir hvert rúm og daggjaldanefnd hefur ákveð ið Borgarspítalanum kr. 2100 fyrir hvert rúm, en dugar þó engan veginn til. Venjulegt fólk á áreiðanlega erfitt með að skilja hvers vegna daggjaldanefndin hefur ákveð- ið svo mikinn mun á greiðslu til fyrrnefndra sjúkrahúsa. Þegar við spurðum dr. Bjarna um ástæðuna svaraði hann: „Munurinn er Hinn óttalegi leyndardómur eða brúðkaups- nóttin, sem enginn skildi.“ Með öðrum orðum: óskiljanlegt. Logi Guðbrandsson lögfræð- ingur sagði: „Frá 1. janúar 1969 og að miðju ári voru dag- gjöld Landakotsspítala á rúm ákveðin kr. 1000,- en sú greiðsla nægði ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem varð af hverju rúmi 1968. Með það m.a. í thiugia er óslkiljiainlegt, við hvað daggjaldanefndin miðar í ákvörðunum sínum — en full- yrt er að miðað sé við rekst- ur ársirus 1967, því að ekki lágu fyrir nýrri reikningar, sem hægt var að leggja til grundvallar, þegar nefndin ákvað fyrstu daggjöldin um áramót.in 1908—’69. En siú stað- reynd, að daggj aldanefndin byggði reikninga sína ekki á næsta ári á undan, eða 1968, varð til þess að útreikningar og samanburður var miklu óhagstæðari fyrir spítalana en ella hefði orðið, því að til- kostnaður allur hafði hækkað mikið 1968 frá því ári, sem mið voru tekin af, eða 1967. Til frekari skýringar er vert að geta þess, að Landakots- spítali gerði 1965 samning við Reykjavíkurborg þess efnis, að hún gréiddi haHann, sem varð vegna legu reykvískra sjúkl- inga í spítalanum. Nú hafa for- ráðamenn borgarinnar skýrt stjórn Landakotsspítalans frá því að þeir telji að borgin sé í sumar laus allra mála og hafi greitt skuldir sínar við spítal- ann. Borgin hafi þá gert upp við Landakotsspítala til 1. janúar 1969, er daggjaldanefnd in hóf starfsemi sína. Logi Guð- brandsson benti á, að yfir- stjóm borgarinnar telji ekki forsendur fyrir því framvegis að greiða hallann, þar sem lög- in frá 1967 leggi daggjalda- nefndinni þá skyldu á herð- ar að ákveða daggjöld sem nægi til að standa straum af eðlilegum rekstrarkostnaði sjúkráhúsa. „Þessi lög,“ sagði Logi Guðbrandsson, „áttu að hafa þann tilgang að binda enda á það ófremdarástand í eitt skipti fyrir öll, sem ríkt hafði í þessum málum, með því að ákveða að sjúkrahúsum skyldi greitt fyrir þjónustu þeirra, svo að rekstur þeirra gæiti iglentgið aniurðiulaiuist oig þau stæðu undir sér. En þessu takmarki hefur ekki verið náð.“ Þá benti Logi á að kostnað- ur við rekstur sjúkrahúsa hér á lamdii hefðd stórhækikað, og ákvörðun daggjaldanefndar 1069 máðiað vfð kostnað 1967 vasri aigjörlega óraunhæf. Hainn bætti því við, að St. Jósefs- spítali væri „þekktur að hag- kvæmni í rekstri og vandséð hverjar lækkanir er hægt að gera án þess að draga úr þjón- ustunni eða gæðum hennar.“ St. Jósefssysturnar hafa þjónað landsmönnum án skyldu í 68 ár við kjör, „sem enginn fslend- ingur mundi láta bjóða sér. Þær hafa lagt fram fjármagn til spítalabyggingar, sem þar með hefur sparazt íslenzkum aðilum. Kostnaður við nýja spítalann mun nú vera um 130 millj. króna. Framlag hins op- inbera um 10% af því.“ Eldhúsið. En hvaða leiðir hafa þá ver- ið farnar til að greiða 11 milljón króna rekstrarhallann? Til þesis eru í fyrsta lagi not- aðar greiðeiliurnar, sem Reyfcja- víkurborg hefur innt af hendi frá þeim tíma sem hún tók ábyrgð á hallalausum rekstri vegna reykvíiskra sjúklinga. Þannig hefur Reykjavíkur- borg undanfarin ár gengið í ábyrgð fyrir sjúklinga, sem í borginni búa, og síðan hafa Kópavogur, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes einnig tekið upp sömu stefnu, svo að Stór- Reykjavík hefur tekið ábyrgð á sínum sjúklingum. Afleiðing- arnar af þessu kerfi urðu þær, að áður fyrr voru 35% af sjúkl- ingum Landakotsspítalans ut- an af landsbyggðinni, en fóru niiður í 10%. Nú er þetta hlut- fall aftur orðið svipað og áð- ur, því að eftir að daggjalda- nefndin kom til skjalanna þurfa sjúklingarnir ekki að leggja fram tryggingu, um leið og þeir koma í sjúkrahús. Auð- vitað gátu sjúklingar leitað til annarra sjúkrahúsa, en þó var því ekki til að dreifa þegar slæm höfuðslys urðu eða gera þurfbi aiugmiuppsíkurði. Lítil sem engin aðstaða er til að framkvæma slíkar skurðaðgerð ir í öðrum sjúkrahúsum. í öðru lagi er hallinn greidd- ur á þann hátt að laun systr- anna ganga inn í reksturinn. í reikningum Landakotsspítala er systrunum reiknuð laun einis og öð'iu sitairfsifóliki, en þeir Framhald á bls. 23 Rannsóknarstofan. Endurhæfingarstöð í kjallara nýja Landakotsspítalans. Enn hefur ekki verið hægt að taka hana í notkun. (Myndimar í þessa grein hefur Ól. K. M. Ijósmyndari Mbl. tekið).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.