Morgunblaðið - 29.05.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÆWÐ, FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1970 23 Páll V. Daníelsson: o • Bæjarmál * í Hafnarfirði EITT MESTA FRAMFARA- TÍMBIL Með forystu Sjálfstæðis- manna í bæjarmálum Hafnar- fjarðar hófst mesta framfara- tímafbil í aögu byggðarlagsins til þessa. Fjölmörg verkefni biðu úrlausnar. Leyst var úr hinu mikla fjárhagsöngþveiti bæjarsjóðs, Bæjarútgerðar og Rafveitu, en hún hafði staðið upp úr í þessu efni allt fram á árið 1961. Skólamálin höfðu verið vanrækt, enda aðeins byggð- ar 4 kennslustofur á árunum 1948—1961. Á síðasta kjör- tímabili voru reistar 12 kennslustofur og 6—8 nýjar kennslustofur verða teknar í notkun í haust. Þá hefur íþróttahúsinu þokað áfram og fer nú mjög að styttast í það, að geta tekið það í notkun. Gatnagerð var í miklum ó- lestri, enda aðeins 1620 lengd irmetrar af götum til með var mlegu slitlagi. Á þessu 8 ára ámabili, sem Sjálfstæðismenn hafa haft forystu um fram- gang bæjarmála hafa verið malbikaðir og steyptir um 5000 lengdarmetrar. Þessu til viðbótar hafa verið keyptar húseignir og lóðir til að opna aðalumferðaræðar í gegnum bæinn og þar með leyst úr því umferðaröngþveiti, sem verið hafði í miðbænum um árabil. Lögsagnarumdæmi Hafnar- fjarðar var stækkað um 4500 ha. og þar með náðist það, að álverksmiðj an var staðsett innan Hafnarfjarðar. Þá var Áslandið um 500 ha. keypt, en það var mjög nauðsynlegt fyrir bæinn að eignast það. Skipulagsmál bæjarins voru oft mjög handahófskennd en á þeim var tekið af fullri festu. Miðbæjarskipulaginu var lokið, ný íbúðahverfi skipulögð með þeim árangri, að byggingar stór jukust og fólksfjölgun í bænum hefur verið mjög ör. Á síðasta kjör tímabili var úthlutað lóðum undir 450 íbúðir og var það miklu meira en áður þekktist á svo skömmum tíma og á yfir standandi kjörtímabili var út hlutað lóðum fyrir svipaðan fjölda íbúða. Á þessu tímabili hafa ver- ið miklar hafnarframkvæmd- ir, vöruskemma reist, hafnar- bakkinn í norðurhöfninni lengdur og hafin bygging bátahafnar í suðurhöfninni, Hefur þannig stórbatnað öll aðstaða í höfninni. Þá hefur Strauimsvíkurhöfn verið gerð, en hún verður skuldlaus eign hafnarsjóðs að 25 árum liðn- um og fer þá að gefa drjúgan arð í vörugjöldum frá Álverk smiðjunni. í margs konair félagsmála- starfsemi hefur mikið verið unnið, m.a. aukin leikvalla- gerð, þar með komið upp gæzluvöllum, sem áður þekkt ust ekki, tekin upp starfsemi fyrir aldraða, aukið fé til frjálsrar félagsstarfsemi o.fl. Eitt það alvarlegasta, sem hent hafði vinstri flokkana var hin geysilega skattpíning. Stóð hún eðlilegri uppbygg- ingu atvinnulífsin.s fyrir þrif um. Strax þegar Sjálfstæðis- menn komust til áhrifa voru mál þessi tekin föstum tökum og skattstigar og aðstöðu- gjaldsstigar lækkaðir í áföng um, þannig að útsvör einstakl inga og fyrirtækja komust strax á síðasta kjörtímabili niður í það, sem var í ná- grannabyggðum og hefur það haldizt síðan. Margt fleira mætti telja, en ofanrituð atriði sýna greini- lega að mjög hefur breytt um til batnaðar undir farsaílli for ustu Sjálfstæðismanna. Kvennaskól anum slitið 23 stúlkur brautskráðar KVENNASKÓLANUM íReykja vík var sagt upp lauga>rdaginn 23. maí sl. að viðstöddu fjöl- menni. Skólasilitaræðiu flutti dr. Guð- rún P; Helgadóttir, skólastjóri. Forstöðukona gerði grein fyr- ir starfaemi skólans þetta skóla- árið og skýrðii frá úrsliUim vor- prófa. 213 námusimeyjar settust í skól ann í haust og 26 bra.utskráð- ust úr skólanum í vor. Þriðja bekkjarprófi iauk 31 stúlka, landspróf þreyta 32, unglinga- prófi lauk 61 og 63 stúlkiír luku prófi upp í 2. bekk. Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut _ Sigríður Valdimarsdóttir 8.94. í 3. bekk hlaut Stednunn Reynisdóttir hæsta einkunn 8.60, í 2. bekk Andrea Andrésdóttir 9.54, sem er hæsta einkunn skól- ans, í 1. bekk Áslaug Haralds- dóttir, en einkunn hennar var 8.90. Mikill mannfjöldi var við skólauppsögn, og voru Kvenna- skólanum færðar góðir gjafir. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem brautskráðusit fyrir 50 ár- um talaði frú Margrét Ásgeirs- dóttir og færðu þær skúlanum fallega blómakörífu. Fyrir hönd Kvennaskólastúlkna, sem braut- skráðust fyrir 25 árum talaði frú Salóme Þorkelsdóttir og færði sá árangur skólamum fjár- uppíhæð, sem renna skyldi í Listaverkasjóð skólans. Fyrir hönd 15 ára árg. talaði frú Helga Guðmundsdóttir og færði sá árangur einnig skólanum pen inga.gjöf í Listaverkasjóð. Fyr- ir hönd 10 ára árgangs mælti frú Sigríður Claessen og gaf sá árangur einnig peningagjöf til listaverkakaupa. Fyrir hönd 5 ára árg. talaði frk. Oddný Dóra Halldórsdóttir og færðu þær pendngagjöf er nenna skyldi í Hildarsjóð, sem stofnaður var ári.ð 1965 til minningar umHi-ldi Ólafsdóttur látna skólasystur þeirra. Full'trúar afmælisárgang anna fóru viðurkenningarorðum um störf skólans, færðu skól- anum vinargjafir og óskuðu stúlkunum sem vom að braut- skrást alls góðs. Þá bárusit skólanum einnig peningagjafir frá frú Karítas Sigurðsson og frú Steinunni Jó- hannsdóttur. Forstöðukona þakkaði eldri nemendum al'la þá tryggð, sem þeir hefðu sýnt skóla sínum, og kvað skólanum og hinurn ungu námsmeyjum mikinn styrk að vináttu þeirra og hún vseriþeim ölLum hvatning. Þá fór frarn verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Thoru Melsted hlaut Sigríð- ur Valdimarsdóttur 4. bekk. Verðlaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástundun og beztan ár- angur í bóklegu nárni á burt- fararprófi. Verðlaun fyrir bezta frammistöðu í fatasaumi voru veiitt úr Verðlaumasjóði Guðrún ar J. Briem. Þau verðlaun hlaút Ragnheiður Torfadóttir 4. bekk. Verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir beztan árangur í útsaumi hlaut Hildur Árnadóttir 3. bekk C. Þá gaf dartska sendiráðið verð laun fyrir bezta frammlstöðu í Framhald á hls. 25 Kæru viniir míniir! Míniar beztu hjartams þakk- ir fyrir ykfcar vináttu, stór- gjafir, skeyti og blóm á 70 ára afmæliniu míniu 14. þ.m. 1970. Heilladísir fylgi ykkur á leiðarendia. Kær kveðia. Jóhannes Ólafsson, Austurbrún 6, Rvik. — Landakots- spítalinn Framhald af bls. 10 peningar eru ekki greiddir systrunum, heldur renna þeir óskiptir í rekstur spítalana, þ.e, systurnar gefa spítalanum laun sín. „Og ef daggjaldanefnd veit um einhvern spítala, þar sem hjúkrumiarliðið ©efur sjúklimg- uinium að borða, væri gamiam, eif hún vi'ldi benda á þann spítala," segir dr. Bjarni Jóns- son. Hann benti á að „afrakst- ur af vinnu systranna í 68 ár er í járnbentri steinsteypu hér á Landakotshæð, því að þar til daggjialdairuefndin tók til starfa fóru laun þeirra í að byggja upp sjúkrahúsið. En nú skammtar nefndin Landakots- spítala svo knappt að laun systramma fara í að greiða miatinm handa sjúklingium- um.“ Dr. Bjarni benti á að ef halli verður á öðrum sjúkra- húsum, þ.e. þeim sem rekin eru af opinberum aðilum, þá sé hon um velt yfir á ríki og sveitar- félög, þ.e. skattborgarann. Vandamál Landakotsspítalans stafa fyrst og síðast af því, að enginn borgar hallann — „ekki einu sinni páfinn,“ eins og príorína spítalans sagði, „— en við höfum oft verið spurðar að því, hvort hann borgaði ekki!“ Þannig hefur Landakotsspítali algera sérstöðu. Daggjöld til hinna spítalanna eru miðuð við daglegan rekstur þeirra. Bygg- iinigarfcostmaður kernur daggjöld unum ekki við. Fyrir honum er séð á sérstakan hátt í fjárlög- um. En allan kostnað af rekstri Landakotsspítala og fjárfest- ingu verður að greiða með dag- gjöldunum. Annarri aðstoð er ekki til að dreifa. XXX Laun lækna Landakotsspítal- ans eru greidd beint frá spítal- anum sjálfum, samkvæmt samn ingi milli spítalans og Lækna- félags Reykjavíkur. Er þetta sama fyrirkomulag og tíðkast á öðrum spítölum hér. En þess má geta, að lækniskostnaður í Landakotsspítala á legudag er lægri en í öðrum samsvaraindi sjúkrahúsum, svo að kostnaður við læknisþjónustuna ætti að vera innan eðlilegra takmarka. XXX Með því fyrirkomulagi, sem nú er, og þeim mikla rekstrar- halla sem er á Landakots- spítala, er enginn grundvöllur fyrir því að unnt sé að bæta við tækjum eða hefjast handa um neinar endurbætur, jafnvel þótt daggjaldanefndin tæki til- lit til verðlagsbreytinga. Af- skriftir af ranimsóknaisitofu- tækjum, og raunar öllum læknatækjum, eru ákveðnar 10%, en slík tæki eru yfirleitt orðin úrelt innan 5 ára. í sam- barndi vi’ð þessar fyrningar benti Logi Guðbrandsson á, að þær eru þriðja leiðin til að mæta fyrrnefndum 11 milljón króna rekstrarhalla á spítalan- um. Fyrningar eru í rekstrar- reikningi tæpar 5 millj. kr. fyrir s.l. ár, en eru þó allt of lágt reiknaðar. Auðvitað ættu fyrningasjóðir að vera til þess að endurnýja eigur spítalans, ef allt væri með felldu, en ekki þarf að sökum að spyrja — hver eyrir fer einis og annað í að ná endunum saman. „Við er- um kamim fram á bjargbrún- inia“, sieigir dr. Bjarmi Jónisisom. Og ef ekki verður að gert, rek- ur að því að spítaliinn grotniair niður í höndium þjóðfélags, sem ætti fremrur að hlúa að botnium. XXX Eins og fyrr getur, hafa borg aryfirvöld skýrt frá því að þau telji að Reykjavíkurborg hafi nú á miðju þessu sumri gert skyldu sína við Landakots- spítala — því að samkvæmt lög um frá 1967 beri daggjalda- nefnd að úthluta sjúkrahúsun- um nægilegu rekstrarfé, eða eins og í lögunum segir: „Að heildartekjur stofnananna mið- ast við að standa straum af eðlilegum rekstrarkostnaði." f framhaldi af þessari klásúlu segir að daggjöldin eigi að vera „í samræmi við hagkvæm- an rekstur og þá þjónustu, sem stofniumiin veitiir.“ f sambandi við þetta síðast- nefnda ákvæði má benda á að legukostnaður í Landakots- spítala er minni en í tveimur sambærilegum spítölum hér á landi, eins og fyrr hefur verið getið, og er þar með fullnægt ákvæðinu um „hagkvæman rekstur." Um þjónustuna má geta þess að Landakotsspítali tekur „akút“ vakt, þ.e. slysavakt, og bráða sjúkdóma af öllu tagi á móti Borgarspítalanum og Landspítalamum þriðju hverja viku. „Ef Landakotsspítali veitti ekki sambærilega þjón- ustu við þessi tvö fyrrnefndu sjúkrahús, væri ekki hægt að segja annað en að um embætt- isafglöp væri að ræða, því að landlæknir, borgarlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafa lagt blessun sína yfir þetta,“ segir dr. Bjarni Jónsson. Þá er rétt að benda á, að undanfarin 12 ár hafa öll meiri háttar höfuðslys verið send til meðferðar í Landakotsspítala. Slys þessi eru með hinum al- varlegustu, og auðvitað væri ekki forsvaranlegt að senda slíka sjúklinga átölulaust og mær einigön/gu í Lamdakot, ef þjónusta væri þar ekki í lagi. XXX Þá er ástæða til að benda á að í „Nefndaráliti um framtíð- arskipulag spítalalæknisþjón- ustunnar,11 sem birtist í Lækna blaðinu (1.—2. hefti 1967) seg- ir m.a.: „Mat á spítala hlýtur fyrst og fremst að byggjast á læknaliði hans.“ Því viðvíkjandi má benda á, að undanfarin tvö ár hefur Landakotsspítali ráðið níu unga og vel menntaða lækna, sem allir eru sérfræðingar hver á sínu sviði, en auk þeirra skipar starfslið spítalams fjöldi annarra lækna, margir þjóð- kunnir og hafa sumir þeirra unnið um áratuga skeið við spítalann. Vart getur daggjalda nefnd talið að þessi breiðfylk- ing íslenzkra lækna sé ekki fær um að veita þá þjónustu sem ætlazt er til í lögunum. Eður hvað? í sambamdi við þjónustu spít- alainis sieigiir dr. Bjami Jóns- son: „Margt mætti gera bet- ur, bæði í þessum spítala og öðrum, og það er ósk og vilji allra í Landakoti, bæði lækna og systra, að þjónustan verði sífellt bætt. En grundvallar- skilyrði fyrir bættri þjónustu eir meira fé til ráðsitöfuiruar. Kostnaður er ekki einhlít- ur mælikvarði á gæði þjónust- unnar, því að hægt er að reka öll fyrirtæki bæði vel og illa. En það þarf visst lágmark til þess að þjónustan geti verið viðunandi. Skilning á því virð- ist daggjaldanefnd skorta.“ XXX Þess má að lokum geta til glöggvunar, að miðað við 200 rúm í Landakotsspítala og þá ákvörðun daggjaldanefndar að Landakotsspítali skuli fá kr. 1000 minni daggjöld en t.a.m. Landspítalinn, er 200 þús. króna munur fyrir sama rúma- fjölda á dag á þessum spítöl- um. Samt virðist sú ákvörðun daggj a 1 danefnd ar að Land- spítalinn fái kr. 1000 hærri daggjöld á rúm en Landakots- spítali ekki hafa orðið til þeso að daggjöldin geti staðið und- ir rekistrarkostnaði Larud- spítalans. Systurnar í Landakoti mundu áreiðanlega engu kvíða, ef þær væru settar við sama borð og aðrir. Forréttinda hafa hvorki þær né læknar Landa- kotsspítala krafizt. Og full- yrða má, að óskir Landakota- spítalans að þessu leyti eigi ríka samúð, ekki einungis al- mennings i landinu, sem ávallt hefur kunnað að meta störf og þjónustu Landakotsspítalans, heldur einnig og ekki síður lækna og starfsliðs þeirra tveggja ágætu spítala, sem fyrr hafa verið nefndir í þessu yfir- liti, Landsipítalans og Borgar- spítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.