Morgunblaðið - 29.05.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1970, Blaðsíða 28
28 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1970 væri að koma arseníki í flösk- una, án þess að eftir því væri tekið. Skyldi Babin geta haft aðgang að flöskunni? Varla. Ekki án þess að Gaston væri í vitorði með honum. En hvað um Gaston. Um hann vissi Gilles ekki neitt nema það, að hann var eins og kanína í framan. — í>á er tími kominn að fara, hr. Gilles. Aftur var sem snöggvast litið eftir í bílastöðinni. Stundum þurfti að undirrita eitthvað þar, og það gerði Mauvoisin stand- andi. Svo kom hádegisverður inn uppi, andspænis Colette og án þess að orð væri sagt. Gilles stóð í dyrunum og horfði inn í herbérgi frænda síns. í>ví að nú var kominn sá tími, þegar síðarnefndur fékk sér síðdegisblund. Allt að því í klukkutíma hafði hann setið þarna hreyfingarlaus ogmeðlok uð augu, handleggina hangandi niður af stólbríkunum og munn- inn upp á gátt. Frú Rinquet hafði sagt, að hann. hefði líka hrotið. — Hann drakk aldrei kaffi eftir hádegisverðinn, vegna hjartans. Gilles gekk út að glugganum og sá Rinquet ágangi fyrir ut- an og hafði hann af fyrir sér meðan hann beið eftir Giilles, með því að athuga vörubílana, sem voru að koma og fara. Þegar Gilles fór út, heyrði hann hláturrokur á fyrstu hæð. Honum varð illt við, því honum fannst ekki geta hjá því íarið, að Alice væri nú a ljóstra upp einhverju leyndarmáli um sam- búð þeirra. — Jæja þá, hr. Gilles. Nú er kominn tími til að fara í skrif- stofuna, þar sem frændi yðar undirritaði bréfin. Vel á minnzt . . . Hann dró Gilles frá mönnun- um, sem stóðu kring um bílana. — Ég veit ekki, hvort nokk- uð er upp úr því leggjandi. En rétt áðan rakst ég á einn náung- ann frá lögreglustöðinni, og hann sagði mér, að í allri hrúg- unni af nafnlausum bréfum, hefði verið eitt, þar sem Poineau var sakiaður um að hafa sagt eitt kvöldið, þegar hann var fullur, að hann skyldi jafna sakimar við húsbóndann, áður en lyki. Svo virðist sem hann hafi hatað hann frænda yðar. — Já, það gerði hann, er mér kunnugt um. Gilles minntist þjófnaðar vesl- ings mannsáns og hefndar Mau- voisins. En hvernig hefði Poine- au, sem var á þeytingi um bíla- stöðina allan daginn, getað feng ið tækifæri til að eitra fyrir hann? Þeir gengu inn í kirkjuna fyrr- verandi og hittu Esprit Lepart, sem að vanda leit feimnislega á tengdason sinn, rétt eins og hon um fyndist hann sjálfur vera í einihverjum órétti. — Segð-u mér, pabbi . .. Þetta var skrítið. Gilles átti enn bágara en endranær með að kalla hann pabba. Og sjálfur leit hann feimnislega á vingjarn lega manninn með loðnu augna- brýrnar og gljáandi skallann. — Frændi minn kom alltaf að hi-tta þig á þessum tíma, var það ekki? — Hann var vanur að koma og setjast í stólinn þarna án þess að mæla orð frá vörum. Ég gat aldrei skilið hvers vegna hann hafði aldrei almennileiga skrifstofu sjálfur. Einu sinni stakk ég upp á því, en fékk ekki annað srvar en augnatillit, sem sagði mér að hugsa um mitt eigið verk. Hann átti ekki einu sinni penna sjálfur, heldur fékk hann lánað-an hjá mér. Bréfin, sem átti að undirrita, vopu alltaf höfð í brúnni möppu. Hann virt ist aldrei lesa bréfin, en ég full- vissa þig um, að hann vissi upp á hár, hvað hann var að undir- rita. Hann skrifaði stirð-lega, með feitum lóðréttum strikum, og blés mæðilega á meðan. — Ef hann ávarpaðá mig nokk urntíma, þá var það „hr. Lepart". Því að hann herraði aila Jafnvel viðvaningana. En hann sagði það eitthvað einkenni lega, stundum í fyrirlitningar- tón. Svo var aftur farið út á göt- urnar og bryggjurnar, sem sól- in skipti í tvo helminga, ann- an dimm.an en hinn ljómandi bjartan. — Hann fór aftur í Ouvrard- bankann, til að sjá nýjustu kaup- hallartölurnar, sem þá voru ein mitt að koma frá París. Það var líka einmitt um sama leyti, sem Parísarblöðin bárust. Mauvoisin var vanur að kaupa fim-m eða sex þeirra, og lét þau standa upp úr vasa sínum, vinstra meg- in. Þá var klukkan að verða fjög ur. — Milli fjögur og fimm var eini tíminn, sem gat verið dálítið breytilegur. Það gerði mér mjög erfitt fyrir. Einn daginn gat hann farið á Hertorgið og heim- sótti Rataud þingmann. Ég reyndi nú ekki að fylgja honum eftir, þar sem ég mátti vita, hvers kona-r viðitökur ég mundi fá. Stundum fór hann líka til hr. Hervineau. Hann gerði sér ekki það ómak að panta viðtal og hann beið aldrei þangað til að honum kom. Ruddist bara beint inn, jafnvel þótt lögmað- urinn væri í viðtali við ein- hvern skjólstæðing. Stundum fór hann til Basse og Plante-1. Það var da-ginn, sem fundur var í Samtökunum svokölluðu. Eitt frétti ég af þessum fundum: Frændi yðar kom allíaf seinast- ur og fór alltaf fyrstur. Þeg-ar þeir komu í Evesrot- götu, leit Gilles upp í gluggana hjá móður Colette, en sá ekkert Hfsmark þar inni. í Escalegötu, þar sem boga- göngin höfðu orðið vitni að trú- lofun foreldra Gilles, sá hann nr. 17 þar sem tónlistarskólinn hafði verið forðum. Rinquet tók upp vasabókina sína litlu. — Klukkan fimm kom frændi yðar til frú Eloi, frænku yðar. Þeir gengu undir Klukku- turninn og aftur niður á bryggj- LV urnar, sem enn voru baðaðar sólskini og meira um að vera þar en nokkru sinni. Pallamir fyrir framan kaffihúsin tvö voru al- skipaðir fólki, sem vorið hafði lokkað út. Fólkið starði með for vitni á Mauvoisin hinn un-ga og einkaspæjarann han-s, sem allir vissu, að var fyrrverandi lög- reglumaðui*. Rinquet leát á búð- ina og sagði: — Ætlið þér að fa-na inn? Gilles hibaði. — Mér tókst að fá dálítlar upp lýsingar hjá manni, sem er eitt hvað skyldur konunni minni. Svo virðist að þegar frænka yðar kom aug-a á MaUvoisin, hafi hún sagt: — Nú, þarna kemur Björninn! Og það var h-ann alltaf kallaður, þarna í búðinni. Svo þegar frændi yð- ar kom inn um dyrnar, þrýsti hún alltaf á hnapp, sem hringdi upp á loft. Það var merkið um að hafa te gamla mannsins til- búið og koma með það niðu-r. Rinquet hafði stanzað rétt við bryggjuna þaðan sem Eyjabát- arnir fóru. Einn þeirra áttl að fara eftir nokkrar mín-útur. Nokkrir hásetarnir voru að reyna að lokka trega kú upp landganginn, viðstöddum til mik illar skemmtunar. — Stundum var hann Bob, frændi yðar í búðinni. Væri svo, þá flýtti hann s-ér að hverfa, þar eð Mauvoisin þoldi ekki að sjá hann, Hann kallaði hann alltaf „ónytjunginn þinn“, og frænka yðar þorði aldrei að svara því neinu. — Hvað hefst ónytjungurinn þinn að þessa dagana? var hann vanur að spyrja. — Hann hafði gaman af að stika fram og aftur um búðina með hendur í vösum, og hatt- inn á höfðinu. Hann gat tekið sardínudós og spurt um verð á henni, eða sparkað í steinolíu- brúsa og spurt, hvar hann væri keyptur. — Meðan hann stóð þarna við, voru allir á nálum og frú Eloi var alilta.f að gefa möntium sín- um bendingu um að halda sér saman. Væri einhver skipstjóri að gera pöntun, sletti hann sér fra-m í það, ruddalega, og væri STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 BRFKKUVÍÐIR, BIRKI OG FLEIRI LIMGERÐISPLÖNTUR. RIBS, SÓLBER, STJÚPUR, OG FJÖLÆRAR PLÖNTUR. OPIÐ TIL KL. 22 DAGLEGA. Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Reyndu að hafa góð áhrif á aðra í dag. Þú ert undir smásjá yfir- manna þinna. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Taktu öllu með jafnaðargeði, jafnvel þótt allt fari ekki eins og þú vildir. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Vinir reynast þér hjálplegir á fjármálasviðinu í dag. Varastu samt að vera of opinskár um þau mál. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Persónulegt vandamál heldur þér uppteknum í dag. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Lánið leikur við þig í dag. Forðastu allar stórframkvæmdir næstu daga. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Einbeittu þér að vinnunni í dag, en eyddu kvöldinu i góðum félags skap Vogin, 23. september — 22. október. Vertu því viðbúinn að ekkert fari samkvæmt fyrirframgerðri áætl un. En þrátt fyrir það verður dagurinn fremur þægilegur. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Endurskoðaðu ákvarðanir þínar með tilliti til þess að óvænt pen- ingaútlát gætu verið í uppsiglingu. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Framtaksemi í þágu heimilisins yrði vel þegin. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú heldur þér vel að vinnu í dag, mun þér verða launað marg- faldlega síðar. Fáir verða til þess að hvetja þig, en haltu þínu striki. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú getur aukið tekjur þínar með auknu álagi. Ahrifamenn eru ekki líklegir til að hjálpa þér, en trcystu á sjálfan þig. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Ekki er líklegt að þú hljótir mikil laun fyrir erfiði þitt í dag. Vandaðu þig þó við verk þín þótt leiðinleg séu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.