Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ) 118. tbl. 57. árg. LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá Reykjavíkurhátíð D-listans í gærkvöldi. Fjölmennasta fundi, sem haldinn liefur verið í Háskólabíói. (Ljóstm. MbL Ól.K.M.) Framtíð borgarinnar í höndum Reykvíkinga — til sigurs á sunnudaginn! Hvatning Geirs Hallgrímssonar á f jölmennasta f undi, sem haldinn hef ur verið í Háskólabíói — Við sem nú byggjum borgina, höfum því skyldur að rækja og við hljótum að eiga okkar metnað fyrir bergarinnar hönd. Framtíð hennar og saga eru í okkar höndum. Við skulum því, um leið og við göngum hér út, strengja þéss heit að vinna samborg- ara okkar til fylgis við sam- henta meirihlutastjórn í Reykjavík til að tryggja, að borgin verði áfram hlutverki sínu vaxin sem höfuðborg landsins og góður bústaður börnum sínum. Til sigurs á sunnudaginn! Þetta voru lokaorð Geirs Hallgrímssonar á hinni glæsi- legu Reykjavíkurhátíð Sjálf- stæðismanna í Háskólabíói, fjölmennustu samkomu, sem haldin hefur verið í þeim húsakynnum fyrr og síðar. Voru salarkynni Háskólabíós, gangar þess og anddyri troð- full. Margir fundargesta stóðu utan dyra og fjölmarg- ir urðu frá að hverfa. Með þessari fjölmennu Reykja- víkurhátíð er lokasókn Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn- arkosningunum hafin. I ræðu sinni sagði Geir Hallgríms- son, borgarstjóri: Góðir Reytovikingar. VIÐ höfuim fylgzt rneð sértkenni- legri 'kasninga'baráttu undan- farnar vikuir og mánuöi. Hún hófst með því, að and- stæðingair olkkar ætluðu að sækja lykilinn að Stjórnairráðinu í hendur Rey'kvíkinga í þeasurn kosninguim og töluðu uim borgar- stjórnarkosningarnar sem undan- lás fyrir Alþingigkosningar. Reykvíkiinga.r miuniu á síniuin tíimia talka afstöðu til þess, hverj- ir akuhi hafa lyklavölldin í Framhald á bls. 13 Geir Hallgrimsson á fundinum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.