Morgunblaðið - 31.05.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1070 5 Að láta drauma rætast Gísli Guðmundsson: Ferðaspjall Fimmtudaginn 14. maí hófu Loftleiðir h.f. ásetlunarflug með þotum yfir Norður-Atlanzhaf, frá New York til Evrópu með viðkcwnu á fslandi, og byrjunin var ekkert kotungsleg. Að morgni tfiöstadiaígg, þainin 116., leinitiu tvæir þotur á Keflavíkurflugvelli á austurleið með samtals um 500 farþega innanborðs. Báðar voru þær farnar þaðan aftur eftir rúman klukkutíma og áður en sólarhringur var liðinn farið aftur um völlinn á vesturleið, einnig fullisetnar. Þennan morgun var ég stadd- ur á Keflavíkurflugvelli og tók þátt í mjög látlausri móttökuat- höfn. Áhöfn fyrstu vélarinnar voru afhentir blómvendir og myndir teknar. Svo var skálað í kampavíni og sezt að ríkulegu morgunverðarborði. Um svipað leyti og síðari flugvélin hóf sig til flugs aftur dreifðist hópur- inn, hver til sinna skyldustarfa. Skrumgj örnum mönnum hefði vfc&uiagia fiundlizit þessl aitbuirð- ur gefa tilefni til meiri hátíða- halda, en forráðamenn Loftleiða eru ekki í þeirra hópi, enda eru stóru sporin eiginlega orðin þeirra göngulag. í svip þeirra, er þarna voru staddir þennan morgun, var ánægja og yfirlæt- islaust stolt yfir að hafa getað látið enn einn draum rætast, einn ig ákafi athafnamannsins að hefja glímuna við þann næsta. í giegmiuim huiga miinin ililðlu aitlbuirð- ir í 26 ára starfssögu Loftleiða, sumir þeirra þess eðlis, að flest- ir myndu hafa miast trúna á drauminn. Þó að saga Loftleiða sé flest- um kunn finnst mér samt ástæða til að rekja hana hér í stórurn dináltifiuim, e.t.v. fymst oig fineimisit fyrir ákveðna manntegund, sem töluvert ber á í þjóðlífi okkar; áhlaupamennina, er fara svo igeyslt af srtiað ein oifitiar ein (hitlt skortir svo bæði forsjálni og þolgæði i hinn langa róður og er á móti blæs. Frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1944, með eina fjög urra sæta sjóflugvél í eigu sinni, reyndist það strax mjög umsvifa mikið og athafnasamt í innan- landsflugi, vann þar merkt brautryðjandastarf, sem nú er lStit á loft haldið. Ein aið byggjia loftbrýr milli landshorna ís- lands var ekkert lokatakmark, að brúa Atlantshafið í báðar áttir var hinn stóri draumur. Vor ið 1947 festir félagið kaup á fjög urra hreyfla ,,Skymaster“ flug- vél, er hafði sæti fyrir 46 far- þega. Hún hlaut nafnið Hekla og 17. júní 1947, lagði hún upp í sína fynstu áætlunarferð tl Kaupmannahafnar. Næsta ár keypti félagið aðra sams konar vél, sem var skýrð Geysir. Þann 26. ágúst, 1948, var svo lagt upp í fyrsta áætlunarflugið til New York. Brúin var komin til beggja átta en hún átti eftir að verða fyrir þungum áföllum. Þann 14. september 1950, bár- ust þau tíðindi um landsbyggð- iinia aið fluigvéliin Geysir væiri týinid, rnieið vönuir ag álhiötfin lininiam- boriðs. !Síðar !kam í ljóis, tað vélim var uippá á hábuinigiu Viafiniajiölbuls og áihötfrfln öll á lífii. Saigam uim Geysisslysið, hetjuskap áhafnar ininiar oig gifitiuisiamlaga bj'öirgiuin hennar er alþjóð kunn. Vorið eft- ir skrifuðu Loftleiðir einstæðan kafla í hina alþjóðlegu flugsögu, er þeir gerðu út leiðangur á jök- ulinn, björguðu verðmætum farmi úr Geysi, grófu óskemmda björgunarflugvél úr fönn, drógu hana niður af jökl- inum og flugu henni til Reykja- víkur. Þannig mæta kjarkmenn áföllum. í innanlandsfluginu hafði sam keppnin milli flugfélaganna far- ið stöðugt harðnandi. Vitanlega töpuðu þau bæði á því, en lík- legast hafa fáar þjóðir búið við aðra ein,s flugþjónustu innan- lands og íslendingar gerðu þá. Svo gripu opinber yfirvöld í taumana og skiptu flugleiðun- um á milli félaganna. Loftleið- ir töldu skiptinguna vilhalla og allsendis óviðunandi fyrir sig. í ársbyrjun 1952 lögðu þeir því niður allt innanlandsflug. Síðar á því ári brann svo flugvél þeirra Hekla á flugvelli suður í Róm. Flestir töldu, að nú væru dagar Loftleiða taldir, en því fór víðs fjarri. Upp úr þessum djúpa öldudal var ný sókn haf- in, sem stendur enn og hefur borið ævintýralegan árangur. Því til staðfestingar er ekki úr vegi að tilfæra nokkrar tölur: Árið 1952 flytur félagið 2600 farþega yfir Atlantshaf og í starfsliði þess voru 40 manns. Á síðastliðnu ári stóð farþegatala þeiinna ruoiklkuirin yegiinm í járiniuim við heildarfjölda íslenzku þjóð- arinnar, eða um 200 þúsund, en starfsmannafjöldinn var 1130, þar af sem næst 800 íslending- ar. Hótel á félagið nú hér í Reykjavík og ekki má gleyma því, að á síðastliðnu ári eignað- ist það afkvæmi, keypti flugfé- lagið International Air Bahamas, sem mér er tjáð að dafni vel. Þennan morgun, er ég beið á afgreiðslu Loftleiða eftir fari suð ur á Keflavíkurflugvöll, minnt- ist ég 17. júní 1947 og hvernig þá var umhorfs á þessum stað. Þá var afgreiðsla félagsins til húsa í litlum skúr, kassa utan af flugvél, sem hafði verið breytt til þeirra nota. Nú gaf þar að líta glæsilega skrifstofubygg- ingu og hótel en við suðurenda þess afar víðáttumikla gryfju og í botni hennar fyrstu undirstöð- ur að byggingu. Þessi bygging mun tvöfalda gistirými hótels- ins og á að vera tilbúin til mót- töku gesta eftir ár. Til Keflavík- ur var ekinn hinn steypti vegur, sem sívaxandi umsvif Loftleiða þar syðra gerðu að knýjandi 'mauiðisyin. UTnifialsverOuisit og mík- ilvægust finnst mér þó vera breytingin, sem orðið hefur á flugstöðinni þar syðra frá því að Loftleiðir tóku þar við stjórn árið 1964. í erindi, er ég flutti í Ríkis- útvarpið á útmánuðum 1955 (birt í Vísi 31.8, 2.9, 4.9 1959) og 'niefindi „Á íslainid firiaimltíð sem ferðamannaland" komst ég þann- ig að orði um Keflavíkurflug- völl: „Allt þar til flugöld hófst var ísland öðrum þjóðum fjarri og einangrað. En nú erum við í þjóðbraut og eigum í landi okk- ar viðkomustað á alfaraleið milli heimsálfa — ég á þar við Kefla- víkurflugvöll. Þennan viðkomu stað ætti okkur að vera mjög annt um að gera sem bezt úr garði, hann ætti að vera nokk- urs konar sýningargluggi fyrir allt það bezta úr þjóðlífi okkar og menningu. Því miður er þessu á annan og verri veg farið, en vonandi, að á því fari að verða breyting til batnaðar." Það liðu 9 ár áður en sú von mín byrjaði að rætast. Á þessum árum var Keflavík- urflugvöllur mikið olnbogabarn hjá íislenziku þjóðiiininli, iniolkíkiuir hluti hennar taldi hann meira að segja hennar mesta glæp. Ef ég man rétt mun sú tillaga hafa birzt á prenti, að það ætti að rífa þar öll mannvirki og brjóta flugbrautirnar upp. Líklegast hefur meiningin verið að gera þetta í atvinnubótavinnu. Allar raddir um umbætur og fram- kvæmdir á staðnum voru þagg- aðar niður eða þagðar í hel. Fyr ir um 20 árum var byggð þar flugstöðvarbygging og hótel, mjög glæsileg mannvirki á þeirra tíma mælikvarða, enda var völlurinn þá talinn einn hinn stærsti og bezt útbúni í Evrópu. Flestum fannst t.d. mik- ið til um stærð farþegasalarins, enda stóð þetta mikla gímald venjulegast tómt á þeim árum. Þessi glæsilegi staður fékk svo að drabbast niður í umhirðu- leysi á næstu árum og umferð um völlinn rýrnaði stöðugt. Árið 1963 voru lendingar farþegaflug véla þar alls 1.061 og farþega- fjöldinn 32.572. Arið 1969 voru lendingarnar 3329 og tala far- þega 360.983. Á þessu ári er tal ið, að þeir verði um 400.000 eða tvisvar sinnum íbúfjöldi- íslands. Það fór aldrei svo, að þessi dnaiuimuir mfiinin ræfitliist ekkli að einhverju leyti, þó að enn vanti mikið á. Hið ytra stendur flugstöðvar- byggingin með ummerkjum frá því að hún var byggð, en hið ininira hieifiuir húin ifielkdið miikluim og góðum stakkaskiptum. Skömmu eftir að Loftleiðir tóku við staðnum var hótelrekstur lagður þar niður vegna skorts á hús- rými. Raunar má segja, að þama hafi staðið yfir stöðugar endur- bætur og breytingar undanfar- in 5—6 ár, um margt hefur tek- izt vel til en laimmaið miður. Því miður hefur enn ekki tekizt að gefa byggingum eiginleika harmonikubelgsins, að geta þamáz't últ etf á þamf ialð balda Oig því eru þrengslin þarna orðin óviðunandi. Tvö dæmi æ'ttu að nægj a til að færa sönnur á það. Veitingasalár stöðvarinnar hafa verið stórlega endurbættir ag eiriu iniú mjöig viistlagliir, an þeiiir hafa ekki stækkað. í þeim munu vera um 140 sæti (þar með tal,- in cafeteria), sem dugar skammt fyrir 250 manna hóp úr einni Loftleiðaþotu, hvað þá 350, ef riisaþoturnar lenda þarna full- hlaðnar. Ég hefi það frá beztu heimildum, að nú orðið sé það ekki óalgengt, að á annað þús- und farþegar séu staddir í flug stöðinni samtímis. Ef farþegasal- urinn stæði enn í sinni uppruna legu mynd, hefði þessi hópur fcomizft þair fyriir, mieð hehfcjium þó. En nú er búið að taka um tvo þriðju hluta hans til ann- arra nota og útkoman er yfir- þyrmandi þrengsli og nöturleg aðstaða allra. Vert er að minnast ‘stuttlega á aðra þjónustusarf- semi þarna á saðnum. Tblligæzla afiaiðairins hiefiur iwú Framhald á hls. 23 Nú fást Kóróna fötin líka í Herrabúðinni viö Lœkjartorg Önnur þotan á Keflavíkurflugvelli. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.