Morgunblaðið - 31.05.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.1970, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1OT0 Sterkur málstaður Ef kosningaúrslit fær% alltaf og örugglega eftir málefnum, þá þyrfti ekki að efast um úrslitin í Reykjavík að þessu sinni. Gagnrýni á stjórn borgarmál- efna hefur verið með öllu mátt- laus. Svo máttlaus, að menn hafa jafnvel grunað andstæðing ana um græsku. Þeir gætu í raun og veru ekki verið svo sammála flestu þvi, sem gert hefur* verið, eiras og þeir láta í veðri vaka. Því að ef svo væri, af hverju skyldu þeir þá vera í andstöðu? Af hverju slást þeir þá ekki einfaldlega í fylgd með Sj álf stæðilsflokknum og styðj a hann til áframhaldandi stjórnar á málefnum borgarinnar? Auð- vitað er það til í dæminu, að gagnrýnisleysið sé gríma, sett upp í því skyni að blekkja kjós- endur. Ætlunin er þá sú, að fá þá til að ugga ekki að sér og trúa að í einn stað komi hver kosinn sé. En hvað sem fyrir andstæðingunum vakir í raun og veru, þá er máttleysi þeirra í gagnrýni á stjórn borgarmálefna augljós staðreynd. Ótrúlegur bati í þjóðmálunum horfir öðruvísi við varðandi gagnrýnina. Þar hefur hvað eftir annað skorist í odda á þessu kjörtímabili. En einnig þar er málefnastaða Sjálfstæðismanna mjög sterk. Þeir hafa verið í forustu ríkis- stjórnarinnar, sem í góðu sam- komulagi innbyrðis hefur leyst meiri vanda en aðrar íslenzkar ríkisstjórnir hafa þurft við að etja á okkar dögum. Þessir erf- iðleikar voru svo miklir, að fjöl- fróðir sagnfræðingar í liði stjórnarandstæðinga líktu þeim við mestu hörmungar, sem yfir íslenzku þjóðina hafa gengið. Ekki fór á milli mála, að þeir töldu ný móðuharðindi hafin og málgögn stjórnarandstæðinga linntu ekki látum um, að þau væru af manna töldum. For- ystumennirnir töldu víst, að rík- isstjórnin yrði að fara frá og hugðu sjálfa sig þegar hafa „lykilinn að Stjórnarráðinu" á milli handanna. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þrátt fyr ir magnaða örðugleika, varð ástandið aldrei eins slæmt og stjórnarandstæðingar létu. Myndir af kosningafundum þeirra nú sýna t.d., að sem bet- ur fer þá er þar enginn hungur- lýður á ferðum. Og ekki sízt fyr- ir forgöngu ríkisstjórnarinnar, hafa málin skipast svo, að allir viðurkenna ótrúlega breytingu til hins betra á skemmri tíma en nokkurn óraði fyrir. Óviss úrslit I sveitarstjórnarkosningum, hvort heldur til borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna í kaupstöðuim eða hreppsnefnda víðs vegar um land, er auðvitað fyrst og fremst kosið um mál- efni hvers gveitarfélags um sig En sjálf þjóðmálabaráttan er bakgrminur viðureigraarinnar í hverju einstöku sveitarfélagi, hvort heldur smáu eða stóru. Almennur straumur með flokki styrkit- þess vegna frambjóð- endur hans í hverju einstöku kjördæmi og andstrevmi gerir aðstöðuna þar erfiðari. í þing- kosniffrum er nógu erfitt að gera sér grein fvrir hvað ræður úrstitum að lokum. f sveitar- stjórnsmkosningum hlýtur það eðli málsinis samkvæmt ætíð að verða mun erfiðara. Þegar af þessum. ástæðum er fráleitt að þykja=t þess umhominn að segja fyrir um úrslit í svo fjölmennu kjördmmi sem Reykjav'k Yfir allan beiminn gengur óróaalda. sem hæfur brotist út í hinum kynlep-ustu mvndum. Hér á iandt bætast efnaib'a gsörðugTe'lkarinir, sem að vísu eru að mestu yfir- stignir, ofan á hinn almenna óróa. Enda ber þess að gæta, að þótt ríkisstjórninni beri heiður fyrir forustu sína í baráttu við erfiðleikana, þá hefur sú bar- átta að sjálfsögðu komið illa við ýmsa og allir orðið að una rýr- ari hlut um sinn, en þeir höfðu áður hlotið og þeir út af fyrir sig töldu sig eiga skilið. Treysta á vanþekkingu I Reykjavíik bætist það enn við, að umbyltingarlöniguninni er beint gegn meirihluta Sjálfstæð- ismanna og það helzt haft á móti honum, — í alvöru, að því er virðist — að borgararnir hafi svo lengi sýnt Sj álfstæðismönn- um traust, að nú sé tími til að um verði skipt! Þetta lætur kyn lega í eyrum skynsamra manna, en þeir, sefn svo tala, reyna að nota sér breytingaþrána, sem óneitaniega býr í brjóstum margra. Breytingaþrá, sem jafn- vel hér á landi lýsir sér í því, að æskumenn fylkja sér undir fána Maos, harðstjóra í þeim hluta heims, sem íslendingar þekkja minnst til. En einmtit þekkingarleysið er afsökun þess, að þangað er leitað, af því að reynslan hefur fært mönn- um heim sanninn uim, að sæluna er ekki að sækja á þær nálæg- ari slóðir, þar sem sumir svo- kiallaðir huigsjióiraamieinin töldiu þó áratugum saman, að hún í fyrsta skipti fyrirfyndist hér á jörð. Allar þessar ástæður gera að verkurn, að kosningaúrslit nú eru óvissari en nokkru sinni áð- ur. En nú er einnig meira í húfi um að vel takist til, vegna þess hversu andstæðingahópuriinn er gersamlega sundraður og hug- myndir þeirra, sem einhverjar hugmyndir hafa, utan við allan veruleika. Áhrif kosningabaráttu Stundum hefur verið vikið að því í Reykj avíkurbréfi, að eitt af því, sem menn ættu erfiðast með að gera sér grein fyrir í þjóðfélagsvíisindum, væri, hvað það í raun og veru er, sem ræð- ur því hvar hver og einn skip-' ar sér í flokk. Byggist sú ákvörðun á rökstuddri ályktun? Og ef svo er, ráða þá bollalegg- ingar um heildarhag eða einka- hagsmuni? Eða er það eirahvers konar eðlishvöt eða tilfinning, sem ræður? Og ef tilfinningin sker úr, að hve miklu leyti mót- ast hún þá af uppeldi, umhverfi eða áróðri? Við engum þessara spurninga hafa fundizt fullnægj andi svör. Sannleikurinn er vafalaust sá, að hér kemur til greina margt, sem hver einstakl- ingur á erfitt með að átta sig á um sjálfan sig og þó enn erfið- ara að skýra fyrir öðrum. En eðlilegt er, að þessar spurning- ar vakni ekki sízt á mikilvægum kosningadegi. Þá er einnig að vonum, að menn velti því fyrir sér, hver áhrif sjálf kosninga- baráttan hefur. Ræður kosninga barátta og allur áróður, sem þá er í frammi hafður, miklu, litlu eða e.t.v. engu um úrslit kosn- inga? Lítið hrifnir frambjóðendur í Bretlandi er nú hafiin mjöig tvísýn kosningabarátta. Af því tilefni skrifar brezki blaðamað- urinn J.W.M. Thompson skemmti lega og fróðlega grein um þessi efni í Spectator hinn 23. maí. Nú er það svo, að kosningabar- átta er háð með töluvert öðrum hætti í Bretlandi en hér tíðk- ast. Auk alimenns fundahialds er það siður þar, að frambjóð- endur ganga um götur í kjör- dæmum sínum, hringja á dyra- bjöllur hjá ókunnugu fólki, heilsa upp á húsráðendur, taka í hendina á sem flestum er þeir hitta á förnum vegi og láta vel að ungbörnum. Þetta minnir á þann sið, sem tíðkaðist hér a.m.k. áður fyrri, að frambjóð- endur í sumum sveitakjördæm- um reyndu að koma á sem allra flesta bóndabæi og spjalla við heimafólk. Hinn brezki greinar- höfundur segir, að reyndustu stjórnmálamönnum í Bretlandi hafi lengi geðjast mjög lítið að þessum atkvæðaveiðum, þó að þeir væru og séu tregir til að láta það uppi í almannaáheyrn. Straumurinn ræður Síðan segir Thompson í laus- legri þýðingu: „Frá sjónarmiði stjórnmála- mannsins er enn lakara, að lítil rök eru fyrir því, að allur sá dugnaður, þolinmæði og tími, sem hann eyðir í kosningabar- áttuna, hafi mikil áhrif á mögu- leika hans. „Atkvæði eru greidd með eða á móti heildarfjekks- myndinni og frambjóðandinn hefur einungis lítil áhrif til að skapa hollustu manna við flokk eða móta hugmyndir þeirra um hann.“ Ég vitna í nýtt fræði- rit, Kosningabarátta í brezkum kjördæmum, eftir D.A. Kavan- agh, en allir reyndir áróðurs- menn eða kosningastjórar mundu (a.m.k. í einkasamtölum) segja hið sama. Það er hinn al- menni straumur, sem birtist í kosnimguraum sem ræður. f öll- um almenraum kosningum eftir 1951, eru það einungis átta sæti, sem hafa flutzt á milli Verka- mannaflokksins og íhaldsflokks- ins, gagnstætt þeim straumi, sem hverju sinni var ráðandi. Það er þess vegna engin furða þó að frambjóðendur láti leiðast til viss úrræðaleysis eða viti ekki hvað þeir eigi af sér að gera. Mr. Kavanagh segir, að 1966 hafi einungis 4% af kjósendum komið á stjórnmála- fundi, og þrælduglegustu fram- bjóðendur geti ekki vonast eft- ir að hitta meira en 10% af kjós- endum á göngu sinni um kjör- dæmið, og að staðreynd sé, að við síðustu kosningar hafi færri en helmingur kjósenda sagst hafa lesið kosningaávörp fram- bjóðenda.“ Síðan er haft eftir frambjóð- arada í kosningunum 1966, að hann hafi séð af viðbrögðum kjósenda, um leið og hann hitti þá, kynnti sig og sagði fyrir hvaða flokk hann væri, hverj- um megin þeir væru. „Þeir eru með þér eða móti um leið og þú nefnir flokk þinn; málið nær ekki lengra. Frambjóðendur gætu eins lagst í rúmið um þriggja Viiikraa táma; úrslitin mundu verða þau sömu, svo frambjóðendurnir gætu sparað sér alla þessa fyrirhöfn.“ Varúð kjósenda Þó að á það sé fallist, að áhrif kosningaáróðurs séu minni en margir halda, þá hef- ur hann þó eða getur haft ein- hverja þýðingu, einnig skv. töl- um h'ins bnezika fræðimanns. Og „einh/ver áhrif“ kunna einmitt að verða þau, sem úrslitum ráðia. Þá miá ekki gera ráð fyrir, að í þessum efnum gildi hvarvetna og ætíð hinar sömu óumbreyti- legu reglur. Tímarnir breytast og mennirnir með. ólíkar að- stæður leiða til ólíkra við- bragða. Engu að síður er áreið- anlega mikið til í því, að ætíð er það einhver undirstraumur, sem mestu ræður um úrslitin. Þann undirstraum sjá fæstir fyrr en eftir á, enda telja flest- ir, sem í baráttunni standa sjálf- um sér trú um, að þeir hafi nokkra sigurvon. Slíkt gera þeir annað hvort óafvitandi eða vís- vitandi þegar af því, að ella væri þeim nánast ógerningur að standa í svo ströngu. Gagnstætt því, sem haft er eftir hinum brezka frambjóðanda, þá er það einnig staðreynd, að margir kjós endur leika tveim skjöldum. Gamalreyndur frambjóðandi í sveitakjördæmi á Islandi sagði á sínum tíma, að það væru fæst- ir sem berum orðum segðu upp í opið geð frambjóðanda, að þeir væru á móti honum. Hins vegar mætti telja víst, að ef þeir segðu ekki neitt um afstöðu sína, þá væru þeir á móti. Frambjóðand- inn hefði einungiis von í þeim, er berum orðum lýstu fylgi sínu við hann. í þessu er áreiðan- lega mikið til. Úr því að kosn- ingar eru leynilegar, af hverju skyldu kjósendiur þá vera að láta uppi hug sinn? Þeir, sem svo eru skapi farnir, eða í slíkri aðstöðu, að þeir telja sig öðrum háða. Skoðanakannanir Þegar af þessum ástæðum er ákaflega lítið leggjandi upp úr svokölluðum skoðanakönnun- um um úrslit kosninga. Segja má þó, að meiri líkur séu fyrir réttmæti þeirra í fjölmennum þjóðfélögum, þar sem kynni manna af hverjum öðrum eru miklu minni en við eigum að venjast. En einnig í þeim lönd- um hafa þessar skoðanakannan- ir reynst ákaflega villandi æ of- an í æ. Á seinni árum hefur reynst svo, þar sem kosningar hafa verið verulega vafasamar og mikla athygli vakið, að úr- slit hafa orðið þveröfug við það, sem skoðanakannendur höfðu sagt fyrir. Auðvitað er þetta engin allsherjarregla, og vel má vera að skoðanakannanir eigi í mörgum atvikum rétt á sér. En í stjórnmálum eru þær meira en hæpinn leiðarvísir. Stjómmála- mönnum, er hlotið hafa trúnað almennings ber að sjálfsögðu að hafa sem nánast samband við umbjóðendur sína. Og fáir eru þeir á meðal svokallaðra for- ystumanna, sem láta almenn- ingsálit ekki hafa nein áhrif á sig. Einn höfuðveikleiki þeirra hefur einmitt reynst sá, sem Hannes Hafstein lýsti sig and- vígan, þegar hann á sínum tíma sagði, að hann léti ekki golu- þyt af landsbyggðinni ráða gerð um síraum. Hannes er einmitt metinn meira en flestir aðrir ís- lenzkir stjórnmálamenn, vegna þess að hann hafði kjark til að fylgja sannfæringu sinni, hvort sem hún reyndist vinsæl í bili eða ekki. Þó að oft verði að láta að almenningsvilja, þá eru forystumenn einmitt kosnir til þess, að taka ákvarðanir, sem almenningur hvorki hefur þekk- ingu né möguleika til að taka. Síðan ber forysitumanninum að leggj a máil sitt undir dóm kjós- enda. Valdið hjá kjósendunum Þess vegna er það rétt, sem Mr. Thompson, segir í tilvitnaðri grein, að þótt kosningabarátta sé leiðigjörn og erfið þeim er í henni verða að standa og hafi e.t.v. ekki þau úrslitaáhrif, sem oft eru látin í veðri vaka, þá er hún samt nauðsynleg í lýðræð- isþjóðfélagi. Hann lýkur máli sínu um þetta svo: „Ef við greiddum allir at- kvæði umsvifalaust með því að ýta á takka og engin kosninga- barátta ætti sér stað í kjördæm- um, þá mundi kerfið á skömm- um tíma hætta að vera lýðræði. Sá háttur, sem nú er á hafður, minnir kjósendur (bversu leið- inlegt sem þeim kanr að þykja allt þetta umstang) og stjórn- málamennina, (hversu þreyttir sem þeir kunna að verða) á hvar rætur þjóðfélagsvaldsins í raun og veru eru.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.