Morgunblaðið - 05.06.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1970 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR Hrúturinn, 21. marz — 19. aprii. Störf þín í dag eiga eftir að bera góðan ávöxt innan fárra daga. Framkvæmdu þær hugmyndir sem þú færð. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Fljótfærni borgar sig ekki. Athugaðu þinn gang vei og fram- kvæmdu svo. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Einbeittu þér að vinnunni og haltu þig utan við vandamái annarra. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Vertu varkár í sambandi við peningamál. Forðastu deilur við yfir- boðara þína. I/jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Einbeittu þér að því að gera vinum þinum til geðs. Þú þarft á að- stoð þeirra að halda áður en varir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Forðastu hnýsni um annarra hagi. Reyndu að vera samvinnuþýður. Vogin, 23. september — 22. október. Farðu varlega i öllu því sem varðar framtíðaráform þin. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú vekur eftirtekt i dag. Kappkostaðu að verðskulda þá eftirtekt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Ef þú tekur daginn snemma tekst þér að ná langþráðu takmarki. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Sköpunarhæfileikar þínir njóta sín í dag. Njóttu líðandi stundar. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Dagurinn verður í alla staði ánægjulegur. Rómantiskir atburðir eru í uppsiglingu. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Taktu fyrri hluta dagsins rólega og hugsaðu vei þinn gang. Gakktu siðan heill og óskiptur tii starfs siðdegis. nefnt skip, sem hét Espadan? Rinquet sá opinn skápinn og bréfabindið. — Nú, það er þá satt, tautaði hann. — Hvað er satt? — Það sem verið var að hvisla forðum. I>að eru sjáltfsagt ein fimmtán ár síðan. Þeir hðfðu ekki svona stóra togara í þá daga. Sá fyrsti var byggður fyrir Basse og Plantel. Það var dísil- skip með einhvers konar nýstár- legum vélum til að kæla fiski- lestirnar. Ég veit ekki, hvað að dallinum var, hvort hann var illa byggður eða illa teiknaður um með hann og töpuðu á honum stórfé. Svo rakst hann í klett skammt frá Las Palmas. — Roche aux Dames? - Ég man nú nafnið ekki nema óljóst. Og skipstjórinn hét . . . Bíðið andartak. Það er alveg að koma . — Borniquet — Já, einmitt. Ekkill, sem bjó með dóttur sinni í litlu nýbyggðu húsi í Sankti Nikulásarhverfinu. Stúlkan var ekki með öllum mjalla. Þegar skipið fórst, björg uðust allir nema drengurinn. Hann hét ... — Jean Aguadil. — Já, einmitt, það hét hann. Rinquet leit með lotningar- svip á bréfið, sem Gilles hélt á, r og hélt svo áfram alvarlegur: — Svo að sagan er þá dag- sönn. Fólk var fljótt að koma auga á, að þessi skipstapi kom á hentugum tíma. Svo flutti þessi skipstjóri, hann Borniquet, burt héðan, og sagðist hafa erft ein- hverja peninga. Hann kom dótt- ur sinni fyrir í klaustri, þar sem séð var um vangefna. En það, sem þótti einkennilegast var það, að hann skyldi ekki fara aftur til sjós, heldur til Parísar, til að setjast þar að. Einn eða tveir menn hittu hann þar. Hann drakk mikið. Og þegar hann var fullur, var hann eitthvað að glósa með það, að hann gæti fengið alla þá peninga sem hann vildi, og þyrtfti ekki annað en hreyfa litla fingur til þess að fólkið í La Rochelle færi að skjálfa. — Vitið þér, hvað af honum hefur orðið? — Hann fór að lokum alveg í hundana, og dó á einhverjum spítala úr drykkjuæði — þó ekki vegna Espadan, heldur út af dauða drengsins. Rinquet horfði, hátíðlegur á svipinn, á blaðið og mvndirnar tvær. Hann var hræddui, rétt eins og hann hefði fengið eitt- hvert hættulegt vopn í hönd- ina. — Nú skil ég allt, hr. Gilles. Hvað ætlið þér að gera í mál- inu? Gilles var í álíka órólegu skapi og hinn, en þó af öðrum ástæðum. Og það svo mjög, að í augnablikinu var honum næst skapi að stinga öllum skjölun- um inn í skápinn aftur og rugla læsingunni svo að hún yrði aldrei opnuð aftur. En í stað þess tók hann upp Eloi-umslagið, en innihald þess var tiltölulega nýtt. Þarna voru þrír víxlar, hver 10.000 frankar að upphæð, stimplaðir og undirritaðir nafni Octave Mauvoisin. En skjalið sem fylgdi, sýndi að þeir voru falsaðir. „Ég undirritaður, Robert Eloi, játa að hafa gefið út þrjá víxla til þess að ljúka skuldum mín- um, og að téðir þrír víxlar voru stolnir frá Octave Mauvoisin og undirritaðir nafni hans af mér. Ég lofa hér með að fara úr Frakklandi innan mánaðar og innrita mig í nýlenduherinn." Gilles varð ekkert hissa á þvi þó að Bob hefði gripið til svona ráða til þess að útvega sér pen- inga. Yfirleitt fannst honum, sem ekkert mundi framar vekja sér neina undrun. Með þetta vesældarlega bréf frá föður sín- um í vasanum . . . En það sem vakti áhuga hans var dagsetningin á skjalinu. Það hafði verið undirritað tveimur mánuðum fyrir fráfall Octave Mauvoisins. — Segið mér, Rinquet, vitið þér hvort hann Bob Eloi, frændi minn var fjarverandi frá La Rochelle síðustu vikumar, sem Octave frændi minn var lifandi? — að veit ég ekki, en kannski mundi hún systir mín vita það. — Vilduð þér spyrja hana um það? Aldrei hafði vorið komið jafn snögglega og meir sigrihrósandi yfir heiminn en nú. Og Gilles LXI svartklæddur, gekk um gólf í hverbenginu, og öðru hverju fór kuldaskjálfti um hann allan. Hvað eftir annað datt honum í hug að grípa símann. Hugsan- ir hans beindust að Colette, sem beið í herberginu sínu. Hann tók að gerast óþolinmóð ur þegar Rinquet kom ekki aft- ur. Það var rétt eins og eitt- hvert óvenjulegt umstang væri á seiði í húsinu. Þegar Rinquet loksins kcwn aft ur, var hann fölur í framan. — Ég hef slæmar fréttir að færa yður, hr. Gilles. — Hvað er það? — Hún vildi ekki láta yður vita af því. . . — Þér eigið við, að það sé bú- ið að taka hana fasta? — Ekki beinlínis, en sama sem. Fulltrúinn kom sjálfur til að sækja hana í aðra yfir- heyrslu hjá rannsóknardómaran um. Hún spurði brosandi, hvort hún ætti að taka töskuna sína með sér. — Og hann sagði, að hún skyldi gera það? Rinquet kinkaði kolli. — Hún systir mín féll alveg saman rétt áðan í eldhúsinu. Ég varð að gefa henni glas af rommi til þess að hressa hana við. — En konan mín? — Ég held hún hafi farið út í búðir. — Og þetta með hann Bob? — Systir min er ekki viss um það. Ég átti bágt með að fá nokkuð upp úr henni, eins og hún er á sig komin núna. En hún sagðist nú samt halda, að hann hefði verið eitthvað burtu og hefði ekki verið hérna þegar frændi yðar dó. Hálfviðutan tók Gilles símann og valdi númer, enda þótt hann væri rétt að því kominn að hætta við það, er hann heyrði hring- inguna hinum megin. Rinque, sem vissi ekki í hvern- hann var að hringja stóð og beið rrneð öndina í hálsinium. Sveinafélag pípulagningamanna Fundur verður haldinn sunnudaginn 7. þ.m. kl. 14. að Skip- holti 70. FUNDAREFNI. Kjaramálin. Féiagar fjölmennið. STJÓRIMIN. Til leigu óskast skrifstofuhúsnæði á góðum stað í borginni. Kaup koma til greina. AIMENNA FASTEIGHASALAH liNDÁRGATA 9 SÍMAR 21150» 21570 MABXVÓ HEILDVERZLUN ■ HAFNARSTRÆTI 8 - SÍMI 17121

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.