Morgunblaðið - 09.06.1970, Side 12

Morgunblaðið - 09.06.1970, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1*70 Með Loftleiðum 1 blaðamannaferð: Á leiðinni frá Bahama til New York var ég í aðra rönd- ina að vonast eftir því, að okk- ur yrði rænt. Mér hefur lengi leikið hugur 6 að sjá sykur- ekrurnaT á Kúbu. En því var ekki að heilsa og á Kennedy- flugvelli lentum við, eftir að hafa hringsólað þar yfir í rösk an klukkutíma. Fyrir sveitamann af íslandi, sem kemur í fyrsta skipti til New York er borgin hreinasta ófreskja. Þar er hægur vandi að fá innilokunarkennd á háu stigi og ekki þarf að spyrja að loftinu. Þarna skildi ég allt í einu að mengun væri líklega að verða alvarlegt mál. Engu er líkara en dök'kt og þungt ský grúfi yfir borginni, það minnir um sumt á lýsingar Nevil Shute í bókinni „Á ströndinni.“ Á leiðinni frá flug vellinum álpuðumst við líka til að opna gluggann; höfðum set- ið þarna sjö saman í sígarettu- mekki og þá hvarflar allt í einu að einhverjum að fá inn friskt loft. Sá hlýtur að hafa verið í fyrsta skipti í New York eins og ég. En á leiðar- enda komumst við og setzt að snæðingi í kjallaranum á Mac- Alphin. Þar réðu þýzkir músí- kantar ríkjum, í þjóðbúningum og fíneríi og allir virtust þeir þjást af einsöngvarakomplex- um og allir fengu þeir útrás yfir okkur, blásaklausum. Svo fórum við að sjá Hárið, bað merka framlag til listarinn- ar. Um þann söngleik hefur raunar verið ritað margt gáfu- legt í íslenzk blöð, ekki síður en önnur, og hefur gætt nokk- ,urrar hneykslunar á því, að leikarar birtast áhorfendum öðru hverju klæðlitlir — satt bezt að segja klæðlausir, utan þess að allir höfðu þeir hár á herðar niður. En eftir því sem ég horfði og hlustaði lengur varð mér óskiljanlegra hvernig islenzkt leikfélag hugsar sér að sjá -og hlaupa í búðir færa þennan leik á svið hjá okkur. Þar á ég ekki við að ís'lendingar geti ekki verið eins vörpulegir, naktir, eins og hverjir aðrir heldur hitt að mér virðist verkið svo bundð við Bandaríkin og bandarísk inn- anríkismál, að mikið má vera, ef það kemst til ski'la. Þó er nú verið að sýna Hárið í London við góðar undirtektir og það hef ég fyrir satt að einnig í austantjaldslöndum vekji það mikinn fögnuð. Kannski er það ekki að undra, þar sem óspart er deilt í gamni og al- vöru á stjómina, stjórnarfarið og forsetann. Víetnamstyrjöld, herkvaðningar og hvað eina sem að stríði lýtur. Fyrri hluti leiksins þótti mér bezta skemmtun og tónlistinni þarf ekki að lýsa. Það tók sinn tíma að venjast því, að leikend- ur sveifl'uðu sér í köðlum rétt fyrir ofan hausana á manm, steyptu sér kollhnís milli áhorf endabekkja og voru að príla fram og aftur um áhorfenda- svæðið og skríðá yfír axlirnar á manni. Fyrir nú utan að sí- flellt var verið að úthella blóm- um og blöðum yfir okkun En þetta vandist eins og hvað ann- að. Þriflegur kvenmaður sem sat mér á aðra hlið stundi há stöfum í hvert skipti, sem blóma sending kom frá sviðinu, hún reyndi einum tvisvar sinnum að klöngrast á fætur og grípa eitt blómanna. En ekkert dugði. Hún fékk ekki blóm. En stund- um sneri hún sér að mér og lýsti ánægju sinni með stykk- ið fáeinum orðum, og svo dæs-ti hún á eftir. Því er ekki að neita, að sýn- ingin er um margt listavel gerð, flutningur söngvanna frábær, textinn oft og iðulega napur og skemmtilegur, fimi leikenda meiri en ég hef áður séð og út- haldið dæmalauisit, því að það var ekki beinlínis nein logn- molla þarna á sviðinu. í hléinu gen,gú nokkrir land- anna út. En þó að við hin vær- um eiginlega búin að fá nóg líka, fannst mér fráleitt að kom ast þó alla leið til New York, láta kaupa fyrir sig miða á Hár ið á 25 dollara stykkið og horfa ekki á það til enda. Svo að við þraukuðum flest og það var taisverð ra-un, því að nú fyrst fór að færast fjör í leikinn, krossfestingar, samfara tilburðir, auk þess sem styrjaldarádeilan m-agnaðist stórum og í hvert skipti, sem hæðzt var að Nixon rak públikum upp rokna hlátur og fagnaði óspart. Greinilegt var á öllu að söngleikurinn hreif áhorf- endur; þegar lokasöngur var sunginn hlupu leik- arar eina ferðina enn út í salinn og hvöttu áhorf- endur til að koma upp á sviðið og mæfltis't það svo vel fyrir að sviffið var í einu vetfanigi orðið ein iðandi kös leikhúsgesta á öllum aldri, sem hristi sdg og skók með æðislegt blik í aug- Framhald á bls. 2i Hárið NewYork Sviðsmynd úr Háirinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.