Morgunblaðið - 09.06.1970, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1970, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGA TEIKNUN oji fW^awW^M^ SIGUKbÖR JAKOBSSON ftJARGARSTIG 3 ¦ SlMi 25270 AUGLYSINGAR SÍM! 22.4'BD MtlÐJUDAGUR 9. JÍJNl 1970 5%% hækkun fiskverðs YFIRNEFND verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið 5^4% hækkun á fiskverðinu, sem gilti frá áramótum. Gildir nýja verð- ið frá 1. júní og fram að ára- mótum. Verðákvörðunin var gerð með ákvörðun oddamanna og fulltrúa fiskkaupenda gegn atkvæðum fiskseljenda. í nefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, odda maður, Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son og Helgi Þórarinsson af hálfu fiskkaupenda en Kristján Ragn- arsson og Tryggvi Helgason af hálfu fiskseljenda. Hella 250 þús. lítrum af mjólk „VIÐ eigum hér nú um 250 þús- und lítra af mjólk og er ekki út- lit fyrir annað en við þurfum að hella henni niður", sagði Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri á Selfossi er Mbl. hafði samband við hann í gær. Grétar sraigðS að búið værí að fara eina ferð á alla bæi á svæð- inu og taka það, sem þar hafði saifnazt fyrir og er búið var að láta umsamið mjólkuirmiaigin til Reykjavíkur og selja nieyzlu- mjólk á Selfossi og í nágrenni voru enm um 250 þúsumd lítrair eftir hjá mjólkurbúinu. Þar sem geymsluitímii mjólkur er tak- markaðuir var í gær ekki útlit fyrir aninað en byrja þyrftá að hella mjlókdinini ndður í gæir- kvöldi. Grétar sagðí að ef ástand yirði óbreytt yrðá aðeimis teten flná bændutn sú mjólk, sem heimiilt er að selja í Reykjavík og yrði þá værjtanlega tekið jaífint hjá öllum bæradum. í Reykjavík hefuir verið mjólk Framhald á hls. 20 Kappróður sjómannadagsins í Reykjavík fór fram í Vesturhöfninni á laugardaginn með þátttöku fjölda róðrasveita. Á myndinni sést einn af dráttarbátum hafnarinnar draga róðrabátana að rás- markinu, setna ræðurum. Sjá grein á bls. 3. — Ljósm Mbl. Árni Johnsen. Sátta- fundur í nótt FUNDUR sáttasemjara með full trúum verkalýðsfélaganna og vinnuveitesnda hófst kl. 2 í gær. Á sjöunda tímainum var gert matarhlé og hófst fundur að nýju klukkan 9 og stóð enn er Morgunblaðið fór í premtun. Er Morgunblaðið náði tali af Torfa Hjartarsyni sáttasemjara á miðnætti sagði hann ekkert að frétta af samningaviðræðum, en sagðist búast við að fundur stæði eitthvað áfram. Á fundi sáttasemjara með sömu aðilum í fyrradag lögðu atvinnurekendur fram breyt- ingu á tilboði, sem gerði ráð fyrir meiri vísitölubótum en áð ur höfðu verið boðnar. Er boðið hafði verið rætt var því neitað um miðnættið og fundi þá slit- ið. í dag kl. 11 hefst fundur full- trúa vinnuveitenda og Sjómanna félags Reykjavíkur og kl. 14.30 hefst fundur með yfirmönnum á farskipum. Iskyggilegt ástand i Húnavatnssýslum — bændur á fundum með harð- ærisnefnd og vísindamönnum Blönduósi, 8. júní. f A-Húnavatnssýslu er mjög ískyggilegt útlit með skepnur vegna öskufallsins. Lambadauði er víða óvenjumikill og talsvert hefur drepizt af fullorðnum ám. Einnig ber á óhreysti í hrossum. Þá hefur öskufallið leitt af sér stóraukna fóðureyðslu. Tjón bænda er því þegar orðið mikið. Á laugardaginn var fundur haldinn á Blönduósi um þessi mál. Sátu hann oddvitar og marg ir fleiri bændur úr héraðinu, harðærisnefnd og rannsókna- menn frá Keldum og Keldna- holti. Dr. Sturla Friðriksson skýrði frá niðurstöðuim rann- sókna varðandi flúor í ösku og gróðri. Kvað hann mengun vera ennþá langt fyrir ofan hættu- markið. Guðmundur Pétursson, forstöðumaður á Keldum ræddi um áhrif öskufallsins á skepnur og harðærisnefnd ræddi um að- stoð við bændur vegna tjóns af öskufallinu. Allir hvöttu þeir bændur til að fóðra fé eins lengi og unnt væri. Einnig var rætt um fiutning búfjár, einkum kálfa og gemlinga út af öskufallssvæð inu, en þar er þungt fyrir fæti, og þyngra en sunnanlands. Auk þess má hvorki flytja siauðfé eða nautgripi yfir Blöndu, vegna gamalla búfjársjúkdóma. Auð- kúluheiði og nOkkur hluti Gríms tunguheiðar sluppu við öskufall, en báðar hafa þær verið ofsetn- ar af fénaði og því hvergi gott að auka þar miklu við. I V-Húnavatnssýslu er ástand- ið miklu verra. Þar er stórum meiri aska og bókstaflega enginn hreppur öskuliaus, hvorki í byggð um né óbyggðum. — Björn. 54 þús. sáu „Heimilið" Verkfallsverðir fylgjast með störfum á sýningarsvæðinu SYNINGUNNI „HeimUið — ver «1(1 innan veggja" Iauk tsl. sunnu dagskvöld og sáu hana aJls um 54 þúsund manns, eBa Támur fjórðungur landsananna. Síðasta daginn komu 7500 manns og þegar mest var síðdegis var Ut ið hægt að skoða nema antnað fólk. í býtið í gærmorgun byrjuðu sýnendur að taka niður ogfjar lægja sýningarmunina og um tveimur tímum sáðar fóru verk fallsiverðir að tínast að í smá- Skattskráin í Reykjavík lögð fram: Útsvör nema alls 934 milljónum króna NIÐURJÖFNUN útsvara í Reykjavík er lokið og var skatt skráin lögð fram í gær. AHs var jafnað niður 934.004 þús. kr. í út svar á 29.524 einstaklinga og fé lög. Þá hafa aðstöðugjöld einnig verið lögð á og nema þau 219.728 þús. kr. En hér er aðeins um gjöld að ræða til Reykjavíkur borgar. Auk þess koma svo aðr ir gjaldaliðir, sem geta verið allt að 11, eins og fram kemur á á- lagningarseðli, sem borinn verð ur til gjaldenda næstu daga. Sum þeirra gjalda eru fastákveðin, eins og almannatryggingagjald, sem er kr. 5000 á einhleypan karlmann, kr. 3.750 á einhleypa konu og kr. 5.500 á hjón. Hver einstaklingur verður að greiða 350 kr. kirkjugjald. Önnur gjöld eru ákveðin cftir vissum gjald stigum, eins og tekjuskattur og eignaskattur. Framtalsnefnd Reykjavíkur hefur sent frá sér fréttatilkynn Framhald á bls. 20 hópum. Eftir hádegi voru þe;r orðnir 30—40 og fóru að hafa nokkur afskipti af þeim, sem Framhald á b\s. 13 Stöðvast milli- j landaf lug [vegna elds- l ney tisskorts? MJÖG er gengið á bensín- I birgðir á Keflavíkurflugvel'li I og í gær var þar til flugvéla- ! elds-neyti til 2—4 daga. Sagði Pétur Guðmundsson flugvall- arstjóri, að ef umferð yrði 1 með eðlilegu móti ætti elds- neytið að endast í 4 daga, en I svo gæti einnig farið, að um- ferð yrðí það mikil að elds- neytislaust yrði eftir 2 sólar- hringa. Verkalýðsfélögin í Keflavik hafa boðað ver-kfall á Kefla- víkurflugvelli frá og með 1 miðnætti aðfaranótt föstu- l dags og eins og að framan er greint er ómögulegt að segja til um hvort bensín- birgðir endast eins lengi og leyfilegt er að afgreiða fiug- vélarnar. i Vísindamenn í erfiðleikum — fer útbúnaður þeirra af tur út með Gullf ossi? MEÐAN farþegar, sem komu með GuIIfossi til Iandsins í gær- morgun gengu í land, hélt drátt- arbáturinn Magni Gullfossi upp að hafnarbakkanum, þar sem ekki mátti binda skipið vegna verkfallsins. — Farþegar báru sjálfir farangur sinn, en allur farmur í lestarrými varð eftir, svo og bílar. Liggur Gullfoss nú úti á ytri höfn með farminn innanborðs. Ef verkfalUð leys- ist ekki fyrir morgundaginn mun Gullfoss koma aftur að hafnarbakkanum með aðstoð Magna, farþegar munu ganga um borð með handfarangur sinn og skipið halda utan með sama farm og það kom hingað. Meðal þess, sem enm er uim borð í Gullfossi, eru fjórir bílar, sem brezkir vísindaleiðangrar ætluðu að irnotia til ferðalaiga á íslandi og einmig eru þar 700 kíló af vistum, aem hópua- umdir stjórn Egii Knuths greifa ætlaði að nota í leiðanguir til Peary- lands í Græmlandi. Knuth kom hinigað til iands Framhald á Ws. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.