Morgunblaðið - 10.06.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1970, Blaðsíða 14
14 MORiGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JUNII 1©70 ffotQMtbU&íb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Rttstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 165,00 kr. I lausasölu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ami Garðar Krístinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sr'mi 22-4-80. á mánuði innanfands. 10,00 kr. emtakið. KOSNINGAÚRSLIT í KAUPSTÖÐUM ¥»egar bæjar- og sveitar- *¦ stjórnakosningunum var lokið, beindist athygli manna að vonum fyrst í stað að úr- slitunum í Reykjavík, enda höfðu þau mesta þýðingu fyrir stjórnmálaþróunina í landinu í heild sinni. En það má þó ekki verða til þess, að sú staðreynd fari fram hjá mönnum, að í hinum stærri kaupstöðum urðu úrslitin mjög eftirtektarverð. I Hafnarfirði unnu Sjálf- stæðismenn góðan sigur. Þar bættu þeir við sig 411 at- kvæðum og fengu nú 4 bæj- arfulltrúa kjörna. Þessi kosn- ingaúrslit voru ótvíræð vís- bending um það, að kjósend- ur vildu, að Sjálfstæðismenn hefðu áfram forystu um stjórn bæjarfélagsins, eins og þeir hafa haft sl. 8 ár. Á sl. kjörtímabili var samstarf milli Sjálfstæðismanna og Félags óháðra borgara í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar og var talin ástæða til að ætla, að það mundi halda áfram, enda ekki um málefnaágreining að ræða. Að kosningunum lokn- um brá hins vegar svo við, að Alþýðuflokkur, Framsókn arflokkur og Félag óháðra borgara hófu viðræður um samstarf og bendir margt til að af því verði. Þannig er stundum hægt að sniðganga skýra viljayfirlýsingu kjós- enda, að kosningum loknum. Á Akureyri unnu Sjálfstæð ismenn einnig mikinn sigur. Þeir juku atkvæðamagn sitt um 232 atkvæði og fengu nú 4 bæjarfulltrúa kjörna í stað þriggja áður. Þessi kosninga- sigur á Akureyri kemur í kjölfarið á velheppnuðu próf kjori um skipan framboðs- lista Sjálfstæðismanna. Á Akureyri hefur nú tekizt samstarf milli Sjálfstæðis- manna og Framsóknarmanna um stjórn bæjarins og er það eðlileg niðurstaða kosning- anna. Sameiginlega hafa þess ir tveir flokkar 8 bæjarfull- trúa af 11 í bæjarstjórn Ak- ureyrar og má því búast við sterkri stjórn í bæjarmálum Akureyrar. Samkomulag flokkanna byggist á málefna- yfirlýsingum þeirra fyrir kosningar og að gerð verði framkvæmdaáætlun fyrir Akureyri, sem lokið verði við í haust. í mörgum öðrum kaupstöð- um bættu Sjálfstæðismenn stöðu sína verulega. Þeir héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Ólafsfjarðar, en þar hefur Ásgrímur Hart- mannsson nú verið bæjar- stjóri hátt á þriðja áratug. Á Sauðárkróki juku Sjálf- stæðismenn fylgi sitt og fengu nú 3 bæjarfulltrúa kjörna í stað tveggja áður. í Kópavogi bættu Sjálfstæðis- menn við sig 318 atkvæðum frá síðustu kosningum og í Keflavík fengu þeir nú 208 atkvæðum fleira en í kosn- ingunum 1966. í Neskaupstað, höfuðvígi kommúnista, jókst atkvæðamagn Sjálfstæðis- manna verulega og hanga völd kommúnista þar nú á bláþræði. Á ísafirði urðu kosningaúrslitin einnig hag- stæð fyrir Sjálfstæðismenn og á Húsavík og í Vestmanna eyjum héldu þeir sínum hlut. Sjálfstæðismenn töpuðu bæj- arfulltrúum í þremur kaup- stöðum. Á Siglufirði töpuðu þeir einum fulltrúa, þrátt fyr ir hlutfallslega aukningu at- kvæðamagns, en á Akranesi og á Seyðisfirði var um nokk- urt atkvæðatap að ræða. Af þessu má sjá, að yfir- leitt eru Sjálfstæðismenn í sókn í kaupstöðum landsins og tvímælalaust í þremur stærstu kaupstöðunum. Úr- slitin í þeim eru afdráttar- laus traustsyfirlýsing til for- ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins á þessum stöðum. Þessi úrslit verða' Sjálfstæðis- mönnum í hinum einstöku kaupstöðum hvatning til nýrra átaka og aukinna starfa, og í þeim einstöku til- vikum, þar sem um tap var að ræða, er ekki að efa að Sjálfstæðismenn á þeim stöð- um munu draga rétta lær- dóma af þeim og gera nauð- synlegar ráðstafanir til ef 1- ingar flokksstarfinu. Hjálparstarf í Perú Að undanförnu hafa orðið *¦• skelfilegir atburðir í Perú. Nú þykir Ijóst, að um 50 þúsund manns hafi farizt í ægilegum jarðskjálftum þar í landi og hörmungarn- ar eru ólýsanlegar. Erfitt er um öll björgunarstörf. Perú er okkur Islendingum fjarlægt land og við höfum haft lítil samskipti við fólk- ið, sem þar býr, þótt örlög okkar og þess hafi með ýms- um hætti verið nátengd. Fisk veiðar við strendur Perú hafa nefnilega haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir verð- lag á helztu útflutningsaf- urðum okkar. En ástæða er til að spyrja nú, hvort ekki sé verkefni fyrir þær hjálparstofnanir n n ax íl 11 EFTIR ELÍNU PÁLMAÐÓTTUR SÁ ARSTÍMI er kominn, aiS í Reyikjavík fara að sjást hópar, sem teygja andlitin upp í loftið, loka auigunuim og setja upp þennan sérkennilega sæluisvip. Ég á eikki við neinn sérstakan farfuglalhóp seim tyl'lir sér á túnin og rekur nefin upp í loftið, eða hænsnalhópa að fá sér vatns- sopa. Nei, það er hinn fjölmenni hópur íslenzikra sóldýrkenda, sem brátt setur svip á Rieylkjavík. Mér hefur alltaf fund izt þetta svo skemimitileg íslenzk sjón, síð an ég las fyrir mörguim árum. bók eftir belgíslk'an höfund, sem hafði verið á fs- landi og lýsti því á kostulegan hátt hvern ig íglendingar legðu niður vinnu, hlypu út og teygðu andlitin mót sóliu, hvenær sem hún gægðist fram undan ákýjunum. í frásagnargleði sinni fór blessaður rit- höfundurinn að vLsu með nokkirar ýkjur. En þessa mynd, sem hann dró upp, þeklkj um við öll úr miðibæmuim, þegar kamur fram á suimar og sflcrifstofufólkið er í hád'egislhléinu og eftir kl. 5 búið að kcima sér fyrir í fyrrniefndum stellingum á hverjum belkk og hverjuim grasbletti. Við erum vissiulega sól'dýrkendur. Og það er ekki undarlegt, svo lítið sem við höfuim af sólinni að segja. í hverri viku á suimrin fara heilu flugfarmarnir með sóldýr'kendur suður til spánskra staða, sam hafa upp á eitt að bjóða — enda- lauBt sóliskin. Það nægir líka! Þar má flatmaga í viku eða hálfan mánuð undir sólarhimni. Blessuð sólin hefur víða álhrif á Mf oklkar, oft ekki síður í smáu en stóru. Til dæmiis er það hún, sem hefur valið kaffihús fyrir íslendinga í París. í 20 ár eða meira hafa þeir gert kaffihús eitt á Montparnasse, Select að nafni, að sama stað sínum. I>ar er setið „lon og don" og þar hverfa ófáir frankarnir úr vösum íslenzku námisimannanna og ferðamann anna. En hvar kemur sólin við þessa sögu. Jú, eitt vorið fyrir meira en tveim ur áratuguim genði íslenzkur listamaður þá merkilegu uppgötvun, að á gangstétt ina fyrir utan Select nær sólin fyrst að 3kína á vorin. Þar á móti er svolítið skarð í háa húsveggi, sem sólargedslarn- ir þrengja sér niður u:m og falla þá fyrr á borð og stóla á gangstéttinni framan við þetta kaffihús en önnur við götuna. Og á þennan blett tóku íslendingar auð vitað að hópast. Þar settust að lístamenn og námismenn og teygðu sólþyrst andlit in upp í loftið. Þegar fer að líða á suimar ið, verður hitinn þarna að vísu meiri en annars staðar. Það láta þeir ekki á sig fá. Og langa vetur sést lítt til sólar á Select. En það gerir efckert til. Það kaffi hús hefur þennan eina sanna kost í aug- um vorrar þjóðar — fyrstu vorsólina. Annað dæmi. Hafið þið ekki veitt þvi athygli, hve sneimima snjórinn fer víða úr ,,skíðabrekkunum" cJkkar? ÞaJð er of- ur eðliiegt. Margar eru þær vaíldar þann ing, að sólin skín fyrst á þær á vorin. En snjórinn, þó ísl'enzíkur sé, er eklkert hrif inn af miklu sólslkini. Sólin, sem allt með kossi velkur, rekur honum svo heitan koss, að hiann beinlínis bráðnar upp. Fyrr en varir er þarna yndisleg sólrík brekka — með engum snjó í. Varla er þá hægt að kalla hana skíðabrekku, eða hvað? Stunduim sýnir skíðalyftan otókur, að þarna sé einmitt hin valda Skíðabreikka, svo yndisl'ega sólrík. Ég býst við, að í vali á sikíðabrekikum togist á álíka andstæð sjónarmið og þeg ar maður velur sér lóð undir íbúðarhús eða suimarbústað. Öll viljum við fá skjól og útsýni. En á hæðunum með víðu út- sýni er ekkiert skjól og í skjólsælum lautum og hvömimum lítið útsýni. Mað ur neyðist víst til að gera upp við sig hvorn kostinn á að velja, og á sama hátt hvort slkíðabrökkan á að vera sól- rík eða snjórík. Þar eiga sóldýrkendur erfitt val. Svo við snúuim okkur að öðru. Með sumrinu nálgast líka annar atburður — þjóðhátíðardagurinn 17. júní með sínum ihátíðaskrúðgönguim, ræ'ðum og fá-nuim! Er þeim annars ekki farið að fækka? Ekiki að vísu opinberum Skreytingafán- um, heldur fánuim einstaklinga við hús in og á svölunum. íslenzki fáninn virð ist að mestu horfinn úr heilum hverfum, eða hefur eikki þangað komið. Erum við kannski minna fánaglöð en aðrar Norð- urlandaþjó'ðir? Á þjóðlhátíðardögUim í Noregi og Danmörku bl'akta að minnsta fcosti þjóðfánar við nær hvert hús. Fólk fagnar þjóðlbátíðardeginum með því að draga fánann sinn að húni. Ég held að enn séu þó margir í þessu landi, sam vilja fylkja sér undir íslenzlkan fána — þó undantekningar séu þar á, eins og við^ vituim. Og því elkki að sýna það? Eg Ihefi heyrt það nefnt sem sikýringu að fánastöng sé dýr, kosti einar 20 þús. kr. Sé vilji fyrir hendi, má þó komast af með minna. Um daginn sá ég á svöl uim á húisi einu haiglega gerða klemmu, sem brugðið var á svalahandriðið og lít illi fánastöng brugðið í. Þetta er hugvit samlegur útbúnaðu.r og getur ekki verið dýr. Einhvern slíkan útbúnað ættu þeir, sem vilja fagna 17. júní með íslenzkum fána að geta gert sér. Eg fór að 'hugsa um þetta — hvort við Islendingar værum minna fánaglað ir en aðrar Norðuiriandaþjóðir þegar danskur bakari suður í Bankok í Tai- landi sagði mér í vor, að hann væri allt af í mestu vandræðum, þegar hann ætti að baka tertu af einhverju norrænu til- efni. Hann hefði litla pappírsfána frá fjóruim þjóðanna, en íslenzkan fána væri hvergi hægt að fá. Þar sem bann vildi ekki gera Norðurlandaþjóðirnar fjórar, sleppa íslandi úr þeirra hópi (hann er kvæntur íslenzlkri konu), þá yrði hann alltaf að setjast niður og teikna og lita íalenzka fána, til að skreyta með tert- urnar. Og það væri æði tafsamt. Varia er að búast við að aðrir en þeir, sem eiga þvi landi betri helming sinn að þatóka, leggi slfflrt á sig. Fyrir þessu hefur ekki verið séð, að því er virðist. En svona smámunir geta skipt máli. Eða verðuim við ekki móð'g- uð, ef við sjáum að clkkar fána er sleppt úr fánaborginni úti í heimi. Eða ef við sjáum bann aklki meðal Norðurlanda- fánana. A.m.k. hefi ég heyrt um ófáa veitiinigahúsaigEisti, siem hafa úti í heimi haldið uppi háværum kröfum um ís- lenzkan fána á borðið hjá sér. Ætli þeir flaggi ekki alltatf 17. júní heima? U 3C 3x: 31= 3CEÍJ hér á landi, sem stofnaðar hafa verið á síðustu missier- um, í Perú. Raunar hefur Hjálparstofnun kirkjunnar þegar hafið aðstoð'arstarf, en augljóst er, að fólkið í Perú og þá sérstaklega á jarð- skjálftasvæðunum mun þurfa á mikilli aðstoð að halda. Full ástæða er til, að íslenzk- ar hjálparstofnanir láti þessa skelfilegu atburði sig nokkru skipta ekki síður en aðrar hörmungar, sem orðið hafa í heiiminum og við höfum haft afskipti af. Gistiheimili í Kvenna- skólanum á Blönduósi — opnað 15. júní næstkomandi GISTIHEIMILI í Kvennaskólan- um á Blönduósi verður starf- rækt í sumar á tímabilinu frá 15. júní til septemberbyrjunar. Sig- urlaug Eggertsdóttir veitir gisi- heimilinu forstöðu, en hún rak áður gistiheimili í Húsmæðra- skólanum Löngumýri í Skajra- firði. í gistiheimiliniu í Kveninias'kiól- amum á Blönduósi verðuT ferða- fóllki sem hefur sinin eigin við- teguiútbúniað, igefi'mn kostur á að nýta hainri eins milkið og mögu- ieg't er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.