Morgunblaðið - 10.06.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1970, Blaðsíða 16
n»a*a -• wr* 16 MORGUNBÍLAÐIB, MIBVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1070 , ve n n a d aj k p Fötin skapa manninn FÖTIN SKAPA MANNINN Stundum heyrist sagt, að fötrn skapi manninn, og mun nú nokk ur sannleikur felatst í þeim or5- Um, En það þýðir efcki það sama og að sá sem flest á fötin og ka.upir sér mest, líti bezt út, nema síður sé. Hvort sem konur sauma sjálfar föt sín, láta s'aaiima eða kaupa tilbúin föt, er mikll- vægast atf öllu að velja gott efni, sérs'taklega í þau föt, setn mikið m.æðir á, eins og t.d. pils, síð- buxur og annan hversdagsfatn- að. Sparifatnaðuir og það, sem sjaldan er notað, gebur frekar verið úr óvandaðri og ódýrari efin.um. Næst er þá viðhald fatn aðarins, og er það ekki síður mikiLvæigt. Bf nokkur kosbur er á, ætti aldrei að vera í sörau fötunum dag eftir dag, heldur að eins einn dag í einu, og hengja þau síðan val upp og hvíla þau, þó ekki sé nema einn dag. Með því að lofa föbunum að jafna sig á milli, er alveg áreiðanlega Lengt endingangildi þeirra og þarf þá ekki eins oft að pressa og hreinsa. Sitt af hver ju um krydd Flestar íslenzkar húsmæður hafa notað krydd fremur spar- lega, og kryddað mat sinn á mjög svo einhæfan máta. Þetta er þó óðum að breytast, og nú á dögum, þegar margir hafa tæki færi til að bragða á útlendum krydduðum mat, hefur áhuginn aukizt að miklum mun á kryddi. í verzlunum okkar í dag má sjá mikið úrval krydds, sem er vel þess virði, að við kynnum okkur það dálítið nánar. En það er þó eins og margar húsmæður veigri sér við að nota þessi mis- munandi bragðefni, af því þær vita ekki, hvernig á að nota þau. Það er ver, því að krydd- ið lífgar svo sannarlega upp á daglegan mat okkar og gerir ein földustu rétti að hreinasta hnoss gæti. HVAB ER KRYDD? Það, sem við í daglegu tali nefnum krydd, getur verið margs konar. í rauninni hefur það mjög ákveðin einkenni, en margt nefnum við krydd, sem er það ekki. T.d. tölum við um lauk sem krydd, en hann er jafnframt grænmeti. Sítróna er ávöxtur, en oft er rifinn sítrónu þörkur notaður til þess að krydda með ábætisrétti. Salt er ekki krydd, en sem bragðefni í mat er það ómissandi. Við höld- um okkur hér ekki nákvæmlega við þýðingu orðsins krydd, held ur segjum við, að krydd sé það sem við setjum í matinn til þess að hann fái misrnunandi bragð, verði betri eða sterkari. Ef þið eruð með uppskrift, sem þið haf ið aldrei fyrr reynt, skulið þið aldrei nota allt kryddið í eins sbórum skömmbum og gefið er upp í uppskriftinni. Rétti skammt urinn af kryddinu er sá, sem ykkur bragðast bezt. Reglan er vanalega sú, að ekki á að nota of margar tegundir í einn og sama réttinn. Þetta er þó ekki ófráivíkjanleg regla, því að við matbúum oft mat frá löndum, þar sem notaðar eru margar teg undir krydds í einn rétt, t.d. í mat frá Indlandi, Indónesíu, ítalíu og Grikklandi. Þá er ekki sama, hvernig kryddið er sett í matinn. T.d. á . karrý (sem er krydd samsett úr 8-16 misimunandi tegundum) allt af að láta í feitina, áður en vatn inu er bætt í. Þá fær það sinn rétta keim, annars ekki. Papriku á aðeins að sjóða í feitinni áður en vökvanum er bætt í, paprika má þó ekki brún ast eins og karrý. Hvorug þess- ara kryddtegunda leysist upp i vatni, og við njótuim ekki til fu'lls bragðsins af þeim, neima þær séu meðhöndlaðar á þenn- an hátt. Annars er hægt að segja, að þurrkað krydd á að setja í matinn meðan á matargerðinni sbendur og sjóða eða sbeikja með allan tímann. Fleotar jurta- kryddbegundir á að setja í mat- inn, þegar hann er soðinn, til þess að keimurinn hverfi ekki. Einstaka tegundir eru meira að segja þannig að miikið af bragð inu hverfur, ef þær sjóða með matnum, þó ekki sé nema í stutta stund. Þær á ekki að sietja í pottinn, fyrr en rétt áð- ur en hann er tekinn af elda- vélinni. Þetta á t.d. við um kjör vel og piparrót. Sumar tegundir verða sterkari við langa suðu. Þess vegna er rétt að bragða á matnum, þegar kryddið er sett í, -og eftir, áður en hann er borinn fram. Ef okk- ur finn.sit maturinn ekki nógu kryddaður, er það oft salt, sem vantar. Satlið ey'kur á bragð hinna kryddtegundanna. Við getum sjálfar ræktað marg ar tegundir af jurtakryddi í garðinum eða á svökinum, eða jafnvel í glugganum. Svo getum við þurrkað það eða fryst. Bezt að fara alveg eftir leiðbeiningun um á fræpökkunum. Þurrkað krydd á að geyma í glerkrukk- um með þéttu loki. Ef við fryst- um það, á að setja það andar tak ofan í sjóðandi vatn, taka það upp úr hella köldu vaitni á og láta drjúpa vel af, og pakka því síðan í álpappír. Steinselja er þó aldrei soðin. Söxuð stein- selja og aðrar fínger&ar krydd- jurtir, eru vel geymdar í fobökk um, og frystar. Þegar þær eru frosnar í bökkunum, eru tening arnir settir í plastpoka og lok- að vel fyrir. Munið að merkja alla slika poka vel. Þegar nota á beningana, eru þeir settir beint í pottinn,. Munið, að áríðandi er að geyma alLt krydd vel, t.d. í glerkrukk- um með skrúfuðu loki. Aldrei á að geyma krydd í bréfpokuim og alls ekki margar begundir sam- an í sörau skúffu. Þær taka í sig bragð frá hinutn tegundun- uim. Basilikuim er ein allra bezta tegund af kryddjurtum. Það er ræktað í S-Evrópu, en má rækta víðar. Það eru blöðin af 'gnenin'Stu stilkum jurbaxininar, sem notuð eru. Það er notað I alLs konar rétti, tómaitsalat, tóm- atsósu og yfirleitt í marga rétti með tomötum og tóma.tsósu. Mjög gott í eggjafcökur, osta- rétti, salatsósur, fiskrétti og með fiugla- og nautakjöti. Esdragon er mjög bragðgott krydd. Tvær tegundir þekkjast af þeasu kryddi, sú rússneska og sú franska. Nýbt esdragon er notað saxað ofan á salöt, eink um tóma!t- og kartöfllusalat, í bearnesisósu og með hænsnum. Esdragon er auk þess notað með kryddsiid, salatsiósuim, eggjarétt um, í súpur, grænmietisrétti og kjötrétti. Fennikel minnir á sólselju að sjá, og má oft nota eins. Það er ómissandi í hina frægu frömsku fiskisúpu, bouillabaiase. A bragð ið líkist það helzt anis. Merian má nota í lifrarkæfu, rúlLupyLsu, súpur, einnig mjög gott krydd á svínasteik, kjúkl- inga og með grænmeti. Bragðbæt ir salöt. Oregano er kryddjurt, sem vex vilit í Suður-Eivrópu. Hún minnir á merian, en er miklu bragðsiterkari. Notuð þurrkuð í ítalska réttinn „pizza", ýmsa spaghettirébti, bómaitsósu, rétti úr svína- og lambakjöti eða í kjötdeig. Þetta er mjög algengt krydd í grísku'm og ítölskum rétt um, og er ómissandi í gríslk- an lambakjötsrétt, lamba-kabos. sem er lambakjöt sbeikt yfir opnum eldi. Timian er eitt af þektetustu kryddtegundum. Gott er að nudda natuta og kálfasteik með tknian fyrir s.teikinigu, í alls kyns rétti úr kjöti eðia fuglium, mjög gott í sveppajafning. Dé- lítið timian sett yfir steiktar kartöílu.r og eins á brúnaðan lauk, gefur mjög gobt bra.gð. Pressun er verk, sem flestar konur kunna til, en fyrir þæi yngstu væri kanjiske gott að fá s>má tilsögn. Straiuborðið þarf að vera sæimilega vel ^boppað (þ.e með þykku undirla.gi), erma- bretti er mjög æski'legt, sömu- lleiðis straujárn með hitastilli. Pressustykki þarf að vera stórt, haft tvöfalt, gjarnan lérefts 9tykki, sem hefur verið þvegið oft og öll ló farin úr. Ef pressa á t.d. tweed-efni eða upphleypt efni, þarf a© nota ullarstykki. Góður fatabursti er líka ómiss- andi. Gæta verður þess, ef flík er pressuð á rótbunni að þurrka ekki alveg stykkið á hverjum bletti, því að þá er hætt við að flíkin glansi á köfl.um. Slétt ullarpiLs, sem kominn er á poki að aftan, er hægt að gefa fyrra lag með góðiri pressun. Pilsinu er smeygt upp á strau borðið, réttan látin snúa út og byrjað á bakstykkinu. Yfir pok- ann, sem kominn er, þarf svo að leggja tvöfalt, vel bleybt pressu stykki. Heitt straujárnið dregið mjög létt yfir, þannig að mynd- ist dálítil gufa. Pressus'tykkið tekið af og sléttað yfir blebtinn með hendinni. Þetta er síðan end urtekið, þar til poki.nn er horf- inn. Pilsið látið þorna og jafna sig á strauborð.inu. Epli Epli í ol'ni. 8 meðalstór epli 50 gr. rúsínur 25 gr. möndlur smjör þeytbur rjómi Eplin þvegin og þurrkuð, kjarnin.n tekin úr. Eplin sett í eldfast mót og holan eftir kjarn ann fylLt með rúsíniuim, og söx- uðuim, afhýddum möndilium. — Smjörbiti settuir í fhveirt epli og þau sett í ofninin (mieðaLh.) í um 20 mín. Vökvanum sem kemur í botninn á fatinu ausið yfir epl in við og við. Ætlað fyrir 4. Þeyttur rjómi borinn með. Eplakaka frænku. 1 peli rjómi 4 blöð matarlím Vi 1 eplamauk 12 ma'kkarónukökur 1—2 mabsk. madeira 6—7 soðnir eplaihelmingar þeybtur rjómi. Rjóminn þeytbur mjög stífur, brætt matariímið hrært varlega út í, hrært í þar tl þetta er jafnt, eplatmaukiinu bæ-tt út í og blandað vel saman. Þetta er síð- an látið í skál, til skiptis epla- mauk og muldar makkarónur. EÆsita lagið á að vera makkarón ur vættar með madeira, hálf soð- in eiplin lögð ofan á. Þetta á síð- an að standa á köldium stað í nokkra tíma. Þeyttur rjómi sett ur í toppa ofan á til skrauts. Fyrir 4—5. Rosar og reimar Eins og- sjá má á meðfylgj- andi myndum, geta reámar og kósar verið til mikils skrauts, hvar seim er á flíkimni. PLAST- FÖTUR Á myndinni má sjá, hvernig vemjuleg plastgólffata getur komið að góðu gagni við' garð- vinnuna. Það er hægt að hafa allt í fötunni, scm nota á við gsarðstörfin. Nálaegt brún iótunnar efru gerð 5—6 göt og sömuleiðis geirð göt á plastblómapotta eða sand- fötur, sem eru svo fest við föt- una með baindi. Þægilegt er að hafa Jiw-ia smá hluti á sama stað og t'l.jóf legt að bregða sér í garðinn, e kcmiir góðviðrisstund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.