Morgunblaðið - 10.06.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1970 Lögreglumennirnir tveir fluttu sig í snatri frá glugganum og heilsuðu honum kueteislega. Þingmaðurinn varð hisea að sjá Gilles þarna, og hikaði sem snöggvast en ákvað síðan að segja ekki neitt við hann, og án þess að berja að dyrum, gekk hann beinrt inn í innri salinn. Gilles sat áfram kyrr, enda þótt hann þyldi nú ekki lengur við fyrir óþolinmæði. Til hvers var Rataud hingað kominn? Hann stóð ekki við nema tíu mínútur. Hann hlaut að hafa tal- að við rannsóknardómarann í hvíslingum, því að þeir stóðu rétt úti við dyrnar, og Gilles gat séð sfcuggana þeirra á móðugler inu, en ekfcert hljóð frá þeim barst samt fram í biðstofuna. Þegar rannsóknardómarinn fylgdi þingmanninum til dyra, leit hann sem snöggvast á Gill- es með forvitnissvip. Þingmaður inn fyrrverandi fékk hóstakast, rseskti sig og hraekti í vasaklút, og athugaði hrákann vandlega, gekk síðan út, hægum öldungs- skrefum. Gilles hefði mest langað til að hlaupa í felur, en hann varð nú samt kyrr, þar sem hann var kom inn. Enn leið hálftími og þrlr stundarfjórðungar. Þá var bjöll- unni hringt aftur og fuiltrúinn þaut á fætur, og glaðnaði sýni lega yfir honum, af því að nú kæmist hann loksins í kvöldmat inn. Svo kom Colette fyrst út. Hún var með samanhnoðaðan vasaklút í annarri hendi. Með uppgjafarsvip tók hún upp tösk una sína, en fulltrúinn tók hana af henni með kurteisissvip og sagðii: — Lofið mér . . . En þá kom Colette auga á Gilles og starði á hann, upp- glenntum augum. Sem snöggvast virtist hún ætla að hlaupa aft ur inn í herbergið, sem hún kom út úr. — Hérna, frú . . . Hún rétt sfiraukst við Gilles, en hann horfði feil jarðar. Seinna sá hann eftir því að hafa ekki litið á hana. Hann hefði átt að veita henni einhverja uppörv- un. Hinn lögreglumaðurinn leiddi Sauvaget lækni að hinum stig- anum. — Viljið þér koma inn, herra minn? Það var rauðhærðá rannsókn- ardómiarinn, sem ávarpaðd Gilles úr dyrunum. í stofunni var akrif- ari, sem Gilles hafði ekki séð í fyrra skiptið. Hann stóð við lít- ið borð og var að raða einhverj- um skjölum. Dómarinn settist niður. — Hvað get ég gert fyrir yð- ur, hr. Mauvoisin? En áður en lengra er farið, verð ég að segja yðiur, að þessi heimsókn yðar er engum reglum samlcvæm. Sann- ast að segja, hefði ég alls ekfci átt að hleypa yður inn. Hann lét sér nægja þessa stuttu ræðu og mældi nú unga manninn, sem stóð frammi fyrir honum — því að ekki hafði hann boðið honum sæti — og þeg ar eitthvað stóð í Gilles, tók hann upp úrið sitt og sagði óþol- inmóður: — Já, ég er að hlusta . . . — Ég ætlaði að spyrja yður, hvort hún frænka mín hefur ver ið eða verður tekin föst. Dómarinn var með illkvittnis leg lítil augu — eitilhörð — og öll framkoma hans bar vott um sjálfisánægju, sem hafði næst um fengið Gilles til að sleppa sér. — Ég er hræddur um, að mér leyfist ektoi að svara þeirn spurningu. — Gen.gur hún enn laus? — Ef þér eigið við, hvort hún muni borða kvöldverð með yður í kvöld, er ég hrædur um, að svo verði ekki. En að öðru leyti. . . Svo veifaði hann ofurlítið annarri hendinni, sem á var fal- legur in.n siglishringur, sem hann vildi auðsjáanlega sýna. Hann ætlaði rétt að fara að standa upp, þegar Gilles sagði: — Herra dómari . . . Ég veit, að fræntoa mín edtraði ekfci fyrir hann frænda minn. Dómarinn stóð upp og leiddi Gilles til dyra. — Sem sagt, hr. Mauvosin, þá þykir mér leitt . . . ( Og um Leið og hann opnaði í dyrnar; — Ég held við ættum að i gleyma þessari heimsókn yðar. ( Eitt andartak stóð Gilles hik- / andi, en svo flýtti hann sér út með reiðitár í augunum. Hann tók ska.kkan gang og ráfaði um góða stund, þangað til hann kom enn að hljóðdeifðu hurð- inni, sem hann hafði opnað þeg- ar hann kom. En nú var hún upp á gátt og þarna var allt fulit af hálfrökkurs sfcuggum. Þegar út á götuna kom, varð hann hissa, er hann fann Rinq- uet hinn trygga, sem beið hans þar. Hann gekk með honum þegj andi og vildi ekki koma með neinar spurning.ar. Það var þegar búið að kveikja götuljósin, enda þótt enn væri ekki orðið dimmt, og nokfcra sól- argeisla mætti enn sjá á himnin- um. — Ég þarf yðar ekki meira með í dag hr. Rinquet. — Þakka yður fyrir. Þér vitið, L að það er búið að taka hana fasta, er það ekki? Einn félagi minn sagði mér það, þegar hann kom út. Gilles leit á hann, án þess að svara. Hann greikkaði sporið, einn sin,s liðs og gekk út á bryggjuendann. Hugur hans var eins og galtómur og hann sá ekk ert fyrr en hann kom að litla kaffihúsinu hennar Jaja, og gekk þar inn. Það var ekki svo að skilja, að hann þyrfti neitt að segja við hana — hann vildi bara hvíla sig. En svo illa viildi til, að Jaja sat þarna við borð ásamt tveiim- LXV ur öðrum konum, og var önnur þeirra að prjóna hvítt band. — Ah! Svo að þetta gengur illa? Hvað á ég að gefa þér að dretotoa? Hún keifaði yfir að barnum og hellti einhverju sberku í glas. Síðan sneri hún sér að vinkon- um sínum og sagði: — Er það etoki til skammar að hafa farið svona með drenginn minn? Gilles var alveg búinn að gleyma viðureigninni við Bob þá um morguninn, og sem snöggv- ast áttaði hann sig ekki á, um hvað hún væri að tala. En þá leit hann í spegil og sá tvö rauð fleiður framan í sér. — Eins og það lægi ekki í aug um uppi, að svona piltur gæti tek ið á móti. Seztu niður, sonur sæll. Hverjum hefði getað dott- ið í hug, kvöldið góða, þegar þú komst á síða frakkanum og með skrítna hattinn . . . Og hún sneri sér aftur að kon unum og sagði: — Þið hefðuð bara átt að sjá hann þá um kvöldið. Svo indæll drengur! Margt kvöldið, þennan vetur, hafði Gililes rekizt þarna inn ti‘1 þess að tala við Jaja. Hjá henni hafði hann alltaf verið eins og hann átti að sér. Og hvers vegna ætti honum þá að fara að líða illa núna? Konurnar þrjár horfðu á hann. Prjónaverkið var þegar tekið að líikjast krakka- is’okfc. — Og nú er hann búinn að gifta sig! Að nú ekki sé talað um ölil hin vandræðin! Ertu að fara? Viltu ekki heldur fá feit- an kola með þér? Hann gat ekki svarað neinu — ekki ein.u sinni kvatt hana al- mennilega. Þetta var í þriðja eða fjórða skipti, sem hann hafði orð ið svo stirður í kverkunum, að það var rétt eins og hann væri með kverkaskít. Með hendur í vösum gekk hann eftir bryggjunum. Glugg- arnir hjá Gerardine frænku voru ekki eins vel upplýstir og hjá nágrönnum hennar, enda voru toennar vörur efcki þannig, IÐNSKOLINN í Reykjavík Innritun í 1. bekk Iðnskólans í Reykjavík fyrir næsta skólaár fer fram í skrifstofu yfirkennara, (stofa 312) frá 8. júní til 19. júní, á venjulegum skrifstofutíma, nema laugardaginn 13. júní. Væntanlegum nemendum ber að sýna prófskírteini frá fyrri skóla, námssamning við iðnmeistara og nafnskírteini. Inntökuskilyrði eru að nemandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Þeir, sem ekki hafa fengið staðfesta náms- samninga geta ekki fengið loforð um skólavist, nema gegn skriflegu vottorði frá Iðnfræðsluráði. Skólagjald er kr. 400.— og greiðist við innritun. Þeir nemendur sem stunduðu nám í 1., 2. og 3. bekk á sl. skólaári, verður ætluð skólavist og verða gefnar upplýsingar um það síðar. Nemendur, sem hafa gert hlé á iðnskólanámi, að loknum 3. bekk skólans, en hugsa sér að Ijúka námi á næsta vetri, verða að tilkynna það skriflega fyrir júnílok. Tilgreina skal fullt nafn, iðn og heimilisfang. SKÓLASTJÓRI. IÐNSKÓLINN í Reykjavik — Verknámsskóli iðnaðarins — Málmiðnaðardeildir. Innritun fyrir næsta skólaár, fer fram í skrifstofu yfirkennara (stofa 312) frá 8. júní til 19. júní, á venjulegum skrifstofu- tíma, nema laugardaginn 13. júní. Inntökuskilyrði eru að nemandinn sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Væntanlegum nemendum ber að sýna prófskírteini frá fyrri skóla og nafnskírteini. Sú deild i Verknámsskóla iðnaðarins, sem hér um ræðir er fyrir þá, sem hyggja á ném eða önnur störf í málmiðnaði og skyldum greinum, en helztar þeirra eru: allar járniðnaðar- greinar: bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, blikksmíði, pípulögn, rafvirkjun, skriftvélavirkjun og útvarpsvirkjun. Kennslan er sameiginleg fyrir allar þessar iðngreinar og skoð- ast sem undirbúningur undir hverja þeirra sem er, en eigin- legt iðnnám er ekki hafið. SKÓLASTJÓRI. IÐNSKÓLINN í Reykjnvík — Verknámsskóli iðnaðarins — Tréiðnadeildir Innritun fyrir næsta skólaár, fer fram í skrifstofu yfirkennara (stofa 312) frá 8. júni til 19. júní, á venjulegum skrifstofu- tíma, nema laugardaginn 13. júní. Inntökuskilyrði eru að nemandinn sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Væntanlegum nemendum ber að sýna prófskírteini frá fyrri skóla og nafnskírteini. Sú deild Verknámsskóla iðnaðarins, sem hér um ræðir er fyrir þá, sem hyggja á nám eða önnur störf í tréiðnum. Kennslan er sameiginleg fyrir allar þessar iðngreinar og skoð- ast sem undirbúningur undir hverja þeirra sem er, en sam- eiginlegt iðnnám er ekki hafið. SKÓLASTJÓRI. Ilrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það verður allt rólegt i dag, og þú kemur ýmsu í verk. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Haltu áfram þar sem þú hættir í gær. Þú kemst mikið áfram. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Einbeittu þér aðeins að einu í einu, ef þú ætlar eitthvað áfrain. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ef þú leggur þig allan fram, og tekur daginn snemma, verður þér mikið ágengt. Andleg starfsemi með bezta móti. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Treystu aðallega á eigin framtak. Þú getur betur athafnað þig í áþreifanlegum sökum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Eyddu ekki deginum í smámunasemi. Líttu eftir heilsunni og nýj um venjum möglunarlaust. Vogin, 23. september — 22. október. Meiri orka leyfir þér að greiða úr öllum flækjum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Allir vilja starfa með þér og eru léttir í lund. Vektu ekki athygli á þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Það skiptir höfuðmáli, að vera stundvís. Mundu það. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú getur komið á friði meðai þeirra, sem í kringum þig eru. Snaraðu því af, og farðu svo að gera eitthvað fyrir alvöru. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Jákvæð hugsun bætir vinnuskilyrði þín, sem aðra aðstöðu. Taktu meira á þig, er þú lætur aðra bera. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Settu upp sparibrosið og vertu óvenju samvinnuþýður. Flestir viija aðstoða þig. Merkar aðgerðir komast vel á veg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.