Morgunblaðið - 11.06.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1970 15 Haukur Sævaldsson, verkfræðingur: Stöðva ber tafarlaust sölu brotajárns úr landi og reisa stáliðjuver Ástæðan til skrifa þessa greinarkorns er sú, að í Morg- unblaðinu nú ekki alls fyrir löngu var skýrt frá því, að Sindri h.f. hyggðist koma sér upp mikilli pressu til þess að nýta bílhræ og annað brota- járn. M.a kom þar fram, að ár- lega félli til hér á landi um 10 þúaund tonn af nýtilegu brota- járni, og er ætlunin að selja það allt til útflutnings Ekki er nema gott eitt að segja um þá framtakssemi að hagnýta brota járnið að einhverju leyti og jafnfra.mt stuðla að því að fjar lægja bílhræ og aðrar ryðgað- ar járnahrúgur, sem annars eru til ama og engum til augna yndis. En gerum við okkur grein fyrir hvaða verðmæti eru fólgin í þessu annars leið- inlega járnarusli, og hvaða tjón þjóðin bíður í heild vegna þess að því er ekki breytt í eft- irsótta verzlunarvöru? fslendingar munu nú nota hér um bil 10 þúsund tonn ár- lega af steypuMyrktarstáli, sem kostar um 160 “ kr. tonnið kom ið á hafnarba^'ra í Reykjavík, án nokkurra aðflutningsgjalda þ.e.a.s við notum 160 millj. kr. árlega í gjaldeyris- og flutn- ingskostnað fyrir steypustyrkt arstál. Þar af er flutnings- kostnaðurinn um 20 millj kr. Þetta er hart nær jafn mikið fé og tveir skuttogarar, sem kosta sennilega 200 millj. kr. hvor, afla fyrir árlega, eða, álíka mikið og helmingur and- virðis þess afla upp úr sjó, sem landað var í Grindavík á þess- ari metvetrarvertíð. En hvað kostar þá sú verk- smiðja, sem gæti breytt brota- járninu í steypustyrktarstál og hver yrði rekstrarafkom'a henn ar? Þetta befur verið atlhuigað áður hér á landi, fyrst 1962 (af Bandaríkjamanni á vegum Sameinuðu þjóðanna) og síðan af sænsku fyrirtæki (að til- hlutan Sveinbjörns Jónssonar forstjóra). Árið 1968 og svo aft ur nú 1970, hefur svo greinar- höfundur á grundvelli hinna fyrri rannsókna og tilboða at- hugað rekstrargrundvöll verk- smiðjunnar miðað við breýttar aðstæður og nútíma verðlag. Niðurstöður í grófum drátt- um eru eftirfarandi miðað við 10 þúsund tonna ársafköst. Stofnkostnaður: Tæknibúnaður og byggingar kosta 140—240 millj. kr. Eins og sjá má, er hér breitt bil, sem stafar af því að tæknibún- aðurinn er mjög misdýr efftr því hvað hann er fullkominn. Dýrari tæknibúnaður sparar aftur á móti vinnuafl. Rekstursfé: Áætluð rekstursfjárþörf er 40 millj. kr., þar af um 20 millj. kr. til kaupa á brotajárni (20 þúsund tonn) meðan byggingar tími verksmiðjunnar stendur yfir, sem er 2 ár. Hráefni og orka: Hráefni og orka pr. unnið tonn af stáli er um 4000 krón- ur, en þá er reiknað með að kaupa brotajárnið óniðurhöggv ið á 1000 kr. pr. tonn (Sindri greiðir um þessar mundir 500 kr. pr. tonn) og rafmagns- verð 50 aura pr. KWST (ísal mun greiða nú nm 27 aura pr. KWST) Rafmagnsþörf er 1000 KWST pr unnið tonn og árs- notkunin því 10 millj. KWST. Vinnulaun: Áætlað er, að í hinni ódýrari verksmiðjugerð (140 millj. kr.) störfuðu um 100 manns. Sé gert ráð fyrir meðal árslaunum 270 þús. kr., yrðu vinnulaunin pr unnið tonn af stáli kr. 2700. 1 dýrari verksmiðjunni (240 millj. kr) myndu hins vegar ekki starfa nema um 50 manns Þar er gert ráð fyrir 300.000 kr. meðalárslaunum vegna hlut fallslega fleiri sérkunnáttu- manna. Yrðu þá vinnulaunin pr. unnið tonn af stáli kr. 1500. Afskriftir, vextir: Sé verksmiðjan og bygging- ar afskrifaðar á 10 árum (sem eru mjög örar afskriftir fyrir slíkar vélar) og reiknað með 10% vöxtum af stofnkostnaði og rekstursfé (meðaltal vaxta af eftirstöðvum stofnkostnaðar á 10 ára tímabili) yrði sá kostnaður 25 millj. kr. árlega fyrir ódýrari verksmiðjuna og 40 millj. kr árlega fyrir dýrari verksmiðjuna, eða annars veg- ar 2500 kr. og hins vegar 4000 kr. pr. unnið tonn af stáli. Hinn endanlegi framleiðslu- kostnaður er því svipaður í báðum verksmiðjunum, en engu skal hér um spáð, hvor verksmiðjugerðin myndi henta aðstæðum hérlendis, sú niður- staða fengist fyrst eftir ná- kvæma athugun. Af framanrituðu leynir sér ekki, að hér er hægt að fram- leiða 10 þúsund tonn af steypu styrktarjárni fyrir minna en 100 millj. krónur, sem við greið um fyrir erlendis frá 160 millj. kr. Fyrir 10 árum síðan var notkun steypustyrktarjárns um 6000 tonn árlega og áætlað brotajárnsmagn svipað. Myndi því mega áætla varlega, að eft- ir 10 ár hafi bæði steypustyrkt arstálsmarkaðurinn og brota- járnsmagnið aukizt um 50-70% eða vera 15000—17000 tonn á ári. Rekstur s'táliðjuversins yrði þá ennþá arðbærari, þar sem aðeins þyrfti að bæta lítil- lega við tækjakost dýrari verk smiðjunnar. Sést þetta bezt á því, hvað afskriftir og vextir eru hár hltui framleiðslukostn- aðarins. Væri nægilegt hráefni fyrir hendi, mætti einnig með litl- um aukakostnaði framleiða alls konar minni og hinna mest not uðu stálprófila, svo sem flat- járn og vinkla. Steinsteypa er hins vegar um ófyrirsjáanlega framtíð það byggingarefnið, sem mest verður notað til mannvirkjagerðar á íslandi, og á meðan svo er, þarf ekki að kvíða því, að markaður sé ekki fyrir hendi fyrir steypustyrkt- arstál. Margur mun eflaust spyrja, hvers vegna við getum fram- leitt stálið svona miklu ódýr- ara en hinar stóru verksmiðj- ur erlendis. Því er fyrst og fremst til að svara, að fjar- lægðin og þar af leiðandi hár flutningskostnaður gefur verk smiðjunni mikla vernd, þ.e.a.s. við þurfum að greiða fyrir flutning til landsins og svo einnig flutning á brotajárninu frá landinu, sem er þess vald- andi, að brotajárnsverðið hér innanlands verður ætíð mjög lágt miðað við markaðsverð er- lendis. Einnig eru flest stál- iðjuver Evrópu staðsett all- fjarri sjó, þannig að einnig er verulegur flutningskostnaður erlendis. Áætluð vinnulaun eru svip- uð og t.d. í Þýzkalandi og orkukostnaður sambærilegur, þannig að ekki er hægt að rekja hið hagstæða framleiðslu verð til þeirra orsaka, heldur hlýtur niðurstaðan að verða sú, að flutningskostnaður og hagTvaðiur erlendis eigi stærst- an þátt í hagstæðari afkomu stáliðjuversins. Sem dæmi vil ég þó nefna, að í Svíþjóð mun vera starf- rækt sarns konar stállið'juver og reiknað hefur verið með hér að framan, sem notar brotajárn sem hráefni, og er þó ólíkt nær hinum stóru mörkuðum en við og hefur því verri samkeppnis aðstöðu en fyrirtæki hér á Is- landi. Nú eru aðflutningsgjöld á steypustyrktarstáli 35%. Hæf- ist framleiðsla hér á landi, myndu aðflutningsgjöldin lækka niður í 25% vegna Efta- aðildar. Ársframleiðsla verksmiðj- unnar yrði því um 200 millj, kr. virði (með 25% tolli), en framleiðslukostnaður minni en 100 millj. kr. Ég tel mig hafa fært gild rök fyrir því hér að framan, að hér sé um mjög arðvænlegt fyr irtæki að ræða, fyrirtæki sem breytir verðlítiilli vöru í okk- ur nauðsynleg verðmæti. Hvers vegna ekki að fara að dæmi Dana, og stöðva með lög- um útflutning brotajárns og jafnframt hefjast handa um rekstur stáliðjuvers. Þetta er að vísu nokkuð stórt og fjárfrekt fyrirtæki, þó ekki fjánfrekara en eitt sfck. skut- togari. Fyrirkomuíagstillaga sænska fyrirtækisins MORGARDS- HAMMAR af stáliðjuveri á ís- landi. Á = Brotajárnslagar og krani með rafsegli. B — Rafmagnsbræðsluofn. C = Steypumót fyrir stál- hleifar. D = Olíukyntur ofn til upp- hitunar á stálhleifum. E = Gróf völsun. F = Fínvölsun. G = Kæling. H = Vigtun og afhending. J = Verkstæði. K = Tæki til framleiðslu á stálvír. Lengri byggingin er 150 m löng og 16 m breið, styttri bygg ingin er 85 m löng og 10 m breið. Haukur Sævaldsson, verkfræð ingur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.