Morgunblaðið - 13.06.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1970, Blaðsíða 3
MORGUNB-LAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 13. JÚNÍ 1OT0 3 UPPSELT! „Þetta eru ánægjulegustu mínúturnar," sögðu þeir fremstu í röðinni, þegar síð- búnir miðakaupendur komu og virtu fyrir sér einhverja þá lengstu biðröð, sem sézt hefur á götum borgarinnar, síðan á skömmtunarárunum. Þetta var um áttaleytið í gær morgun, og miðasalan á hljóm leika brezku hljómsveitarinn ar Led Zeppelin var í þann veginn að hefjast. Og þeir fremstu í röðinni gátu svo sannarlega glaðzt síðustu mínútumar. Þeir höfðu lagt það á sig að standa við dyrn ar frá því á miðnætti kvöld- ið áður og nú var biðinni í þann veginn að ljúka. Og síð ustu mínúturnar voru að sjálf sögðu ánægjulegastar. Ekki sízt vegna þess, að ótal marg- ir síðbúnir kaupendur litu þá öfundaraugum, og ekki var laust við að í augnaráð- inu fælist svolítil aðdáun á þessum viljugu mönnum, sem höfðu staðið úti heila nótt til þess að tryggja sér miða. Þeir fyrstu í röðinni hófu stöðu<nia á miðnsetti kvöld- ið áður en miðasalan átti að hefjast. Um klukkan tvö voru unglingarnir í biðröð- inni orðnir rúmlega tuttugu, en lítið bættist við hópinn næstu þrjá tímana. Um klukk an fimm fóru svo þeir árrisul- U'stu að tínast að, og um sex- leytið vonu um humdrað umigl- ingar komnir í röðina. Eftir það fjölgaði stöðugt í röð inni, og um það leyti, sem miðasalan hófst, klukkan átta voru á milli fjögur og fimm hundruð unglingar komnir í röðina. Náði hún þá frá miða söluhúsinu í Traðarkotssundi allt niður að hominu á Ing- ólfsstræti og Hverfisgötu, á móts við Alþýðuhúsdð. En þó ek'ki styztu leið. Röðin lá nefnilega upp Traðarkots- sundið, niður Laugaveginn og Bankastrætið, beygði svo nið ur Ingólfsstrætið allt niður að Hverfisgötu. f gær voru til sölu í Trað- arkotssundinu um 3000 miðar, og seldust þeir upp á tveim tímum. Hver kaupandi gat mest fengið fimm miða, og er þvi ekki fjarri lagi að álíta að allir þeir, sem komnir voru í röðina klukkan átta hafi fengið miða. Þessir mið- ar voru ætlaðir kaupendum á höfuðborgarsvæðinu, en bóka búðir í öllum kaupstöðunum úti á landi sáu um pantanir á miðum fyrir unga fólkið úti á landi. Eitt þúsund miðar voru teknir frá í upphafi fyr ir þessar pantanir, en ef eitt- hvað yrði eftir af miðum, var ætlunin að selja Reykvíking- um þá miða í dag og hefst salan klukkan ellefu fyrir há degi. Alls verða seldir rúm- lega fjögur þúsund miðar, og þar sem hver miði kostar 450 krónur, er ekki erfitt að reikna út heildarupphæðina, sem í kassann hefur komið í gær og í dag: Tæpar tvær milljónir króna. Hljómleikarnir verða í Laugardalshöllinni 22. júní kl. 22.30 Hljómsveitin Led Zeppelin leikur þá í um tvo tímia samflieytt, o'g mutn engin íslenzk hljómsveit koma fram á Ihljómiteitounum. Áheyrend- ur verða flestir í salnum, um 3500, en um 600 manns verða í sætum á áhorfendapöllum. Eru þetta án efa mestu og merkilegustu pophljómleikar, sem haldnir hafa verið hér á landi til þessa. Við ræddum lítillega við tvo af piltunum, sem biðu alla nótina fyrir utan miða- söluhúsið, þá Stefán Jónsson og óskar Hansson. Þeir voru að vonum ánægðir yfir því að hafa fengið miða, en hins vegar voru þeir orðnir nokk- uð þreyttir og syfjaðir eftir vökuna. Hvenær byrjuðuð þið að bíða? Við fórum í bæinn um tólf leytið, en þá voru ekki nema einn eða tveir farnir að bíða, svo að við fórum í smá göngu ferð um bæinn, en komum svo hingað aftur klukkan hálf tvö, og höfum svo verið hérna síðan. Hvernig leið ykkur? Bara vel. Það voru þarna um tuttugu krakkar í alla nótt og stuð í mannskapnum. Við fengum nokkra góða J gesti í heimsókn, t.d. kom einn góðglaður náungi, sem skemmti okkur í heila þrjá tíma. Hann var mjög sniðug- lega klæddur, þvi hann var að ofan aðeins í einum leður- jakka, en af skyrtunni hans var ekkert eftir nema flibb- inn og bindið Þá var einn félagi hans með honum, og þeir höfðu haft skipti á skón um sínum, þannig að hvor um sig var í einum sandala og einni indiána-mokkasínu. Svo var einn í röðinni með mikið úrval af lesefni, t.d. sálarfræði og kynlifsbækur, og lét hann okkur óspart njóta gullkornanna úr þeim Hvað finnst ykkur um miðaverðið? Blessaður góði, þetta er hræódýrt. En við vitum um þó nokkra, sem ætluðu sér að kaupa fimm miða, nota einn sjálfir en selja hina aftur á þúsundkall stykkið, þegar er orðið uppselt. Og það verða sjálfsagt margir, sem vilja kaupa, en okkur finnst þetta „lásí“, að reyna alltaf að græða á svona löguðu." Stefán Halldórsson. sunnal ferðaskriístofa bankastræti 7 símar 16400 12070 FERÐAKYNNING SUNNU '70 FARARSTJÓRI SUNNU Á MALLORCA, EYSTEINN HELGASON, FERÐAST UM LANDIÐ OG GEFUR UPPLÝSINGAR UM UTANLANDSFERÐIR SUNNU 1970. VIÐKOMUDAGAR OG travel DVALARSTAÐIR: Hella laugardag 13. júní kl. 13—15 Grillskálinn Hveragerði laugardag 13. júní kl. 17—18 Hótel Hveragerði Selfoss laugardag 13. júní kl. 21 Selfossbíó Akranes fimmtudag 18. júní kl. 14—16 Kirkjubraut 24 Borgames fimmtudag 18. júní kl. 20—22 Hótel Borgarnes Hellissandur föstudag 19. júní kl. 14—15 Ólafsfjörður föstudag 19. júní kl. 16—17 Stykkishólmur föstudag 19. júní kl. 20—22 Sumarhótelið Sauðárkrókur laugardag 20. júní kl. 17—19 Bifröst Siglufjörður sunnudag 21. júní kl. 13—15 Hótel Höfn Akureyri mánudag 22. júni kl. 9—12 Ferðaskrifstofa Akureyrar Ólafsvík mánudag 22. júní Dalvik mánudag 22. júní Húsavík þriðjudag 23. júní kl. 16—18 Bókav. Þórarins Stefánssonar Egilsstaðir miðvikudag 24. júní kl. 16—18 Vataskjálf Seyðisfjörður miðvikudag 24. júní kl. 19—21 Vélsm. Stál Neskaupstaður fimmtudag 25. júní kl. 13—15 Egilsbúð Eskifjörður fimmtudag 25. júní kl. 16—18 Valhöll Reyðarfjörður fimmtudag 25. júní kl. 20—21 Hótel K. B. Hornafjörður föstudag 26. júní kl. 21 Hótel Höfn Bolungarvík sunnudag 28. júní kl. 15—17 Hótelið Isafiörður sunnudag 28. júní kl. 21 Sjálfstæðishúsið Notið tækifærið, kynnizt ferðnvnli SUNNU ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 STAKSTIIIIIAR N áttúru vernd Það er mjög gleðileg staðreynd, að um þessar mundir virðast augu almennings vera að opnast fyrir nauðsyn náttúruvemdar. Um langan tíma höfum við ver- ið of afskiptalaus í þessum efn um; skort hefur almennan skiln ing á hinni brýnu þörf fyrir vemdun náttúmnnar. Vandamál iðnaðarþjóðanna og alþjóðleg um ræða um þessi efni hefur fengið íslendinga til þess að leiða hug- ann að óleystum verkefnum, sem nú þarfnast bráðrar úrlausnar. Hér á landi eru ýmis sérstæð náttúrufyrirbæri, sem hvergi eiga sér hliðstæðu. Það er ákaf lega mikilvægt að standa vörð um þessi fyrirbæri, þannig að þau glatist ekki í iðnvæðingu nú tímans. Hér em nú þegar tveir friðaðir þjóðgarðar, annar á Þing völlum og hinn í SkaftafeUi í Öræfum. Þama er verið að vemda fornhelgan sögustað og einstæða náttúrufegurð. En svo getur háttað til, að hagsmunir stangist á. Þannig er ástatt nm Þjórsárver og Laxárdal, þar sem fyrirhugað er að hefja virkjunarframkvæmdir. Þessi tvö deiluefni sýna, að hér er alls ekki um einföld mál að tefla; þau verður að taka föstum tök- um eigi viðunandi árangur að nást, sem allir geta sætt sig við. Verndun umhverfisins En náttúruvernd er ekki leng ur bundin við varðveizlu sér- kennilegra þúfna og steina; hug takið náttúruvemd hefur fengið víðari merkingu. Undanfarið hafa menn gert sér ljósari grein fyrir því en áður, hversu geysi þýðingarmikið það er að vernda umhverfið, sem við lifum i, vernda þær auðlindir jarðarinn ar, sem mannskepnan getur ekki án verið. Þetta er i raun og vera spurning um viðhald mannlífs- ins. Af þeim sökum verðum við að hlúa að umhverfinu, sem við hrærumst í daglega og veitum nánast litla athygli í amstri og önn hversdagslífsins. Það er nátt úran sjálf, borgin, bæimir Og sveitirnar, sem við búum í. Það er miklu kunnara en frá þurfi að segja, að fjölmargar þjóðir hafa þegar fómað lífsgæð um sínum, á altari reykspúandi verksmiðja og bílamergðar, sem síðan valda mengun í lofti, á láði og legi. Það er ekki einungis að fjölmargar þjóðir hafa fyrirgert tækifæmm þegna sinna til að komast út úr hávaða, skarkala og menguðu lofti borganna, svo sem í eina dagstund, heldur vof- ir sú hætta yfir sumum stærstu borgum heims, að þar verði ekki vært kvikri vem að fáum árattag um liðnum. Landið og fólkið er ein heild, a.m.k. þrífst maðurinn ekki án jarðarinnar. Maðurinn er sjálfs sín herra og hann er einnig herra náttúrunnar; það er þvi í okkar hendi, hvort við varðveitum um hverfi okkar eða spillum því. Við erum svo lánsöm þjóð að geta í tíma komið í veg fyrir, að meng un verði slíkur ógnvaldur, sem hún víða er orðin. En það kostar fyrirhyggju og árvekni allra. Það er enn tækifæri til þess að byrgja brunninn. Úrlausnarefnin blasa alls stað ar við. Það er að vísu hin ágæt- asta dyggð að vinna hörðum hönd lun að efnalegri afkomu sinni, en í lífsþægindakapphlaupitin megum við ekki missa sjónir á samfélagslegum verkefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.