Morgunblaðið - 13.06.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAjGUR 13. JÚM 1070 — Mývatn Framhald af bls. 19 frá degi óx hraunflóðið og eyddi þremiur bæjum, Gröf, Fagranesi og Grímsstöðum. Fyrsit eyddist Gröf, og fóru bæði hús og tún undir hraun. t>á hljóp elduxinn á Fagranes, sem vair nsesti bær við Gröf. Eyddist bærinn ásamt útihúsum, heyi, túni og engjuim. Þá stefndi eldurinn á Gríma- staði, svo að ábúendurnir flýðu og rifu skömmu síðar hús jarð- arinnar. Eldurinn staðnæmdist þó við túnið, og hefði því verið hægt að komast hjá að rífa bæ- inn. Þann 7. ágúsit hljóp eldur- inn svo á bæinn í Reykjahlíð. Þorði þá enginn þar nærri að koma fyrir þeim undrum, sem á gengu. Eyddist bærinn og túnið að miklu leyti, en hraunið stað- næmdist við kirkjugarðinn, en 27. sama mánaðar brauzt það fram á nýjan leik og rann þá allt umhverfis kirkjuna, og var aðeins tveggja feta breitt bil milli þess og kirkjugarðlsins. EQóðst hraunið svo upp, að sagt er, að það hafi borið 4—5 álmr yfir kirkjuna. Stóð kirkjan ósköddiuð innan í þessum hring af glóandi grjóti þar ti'l 15. sept- ember, að hraunið var orðið srvo kalt, að fært þótti yfir það. Var verndun kirkjunnar þöklkuð guðlegri forsjá, þar sem hún bjargaðist svona á undursamieg an hátt. í þessari miklu eld- hrinu rann hraunið fram í Mý- vatn á stóru svæði og fyllti upp talsverðan hluta af því austan- verðu. Hefur verið ægilegt, þeg- ar hraunið var að brjótast fram í vatnið, sem sagt er, að hafi logað eina og lýsi. Drapst þá allur silungur í norðanverðu vatninu. Síðast 1 septem.be r þetta ár stöðlvaðist hraunrennsl- ið að fullu og ðl'lu, en allt næsta ár og miklu len.gur rauk geig- vænlega úr eldvörpunum, og grúfðu ógnþrungin gufuský yfir sjóðheitum hraununum austan við Mývatn, svo að fólkið í sveit inni var sífeölt óttasle-gið og kvíðandi nýjum eldgangi, ógn- um og eyðileggingu.“ MÝVATN Þegar hafðar eru í huga hinar ógurlegu hamfarir náttúrunnar, sem gemgu hér yfir í Mývatmaveit á ánumium 1724—29 og getið hef- ur verið um, gegnir sannarlega furðu að sveitin skyldi ekki leggjast hreinlega í auðn. Full- yrða má, að Mývatn á þar fyrst og fremst miestan þáttinn, að við haida byggðinni í sveitimni. Frá ómunatíð hefur silungurinn úr vatninu verið mörgum mikil og góð búbót, og kom jafnivel í veg fyrir að ekki varð mannfellir á mestu harðindaárunum. Mjög hefur á undanfömum árum ver- ið sótt í þessa gullkiistu af ýms- um aðilum. Þá má einnig benda á að margir utanaðkomandi hafa á allra síðustu árum sótt að henn-i í vaxandi mæii. Svo sem kunnugt er var um sfeeið gerð áveitustífla í Laxá á vorin, hækkaði þá allmikið yf- irborð Mývatns. Eflaust hefur þessi stífla aukið grasvöxt á viss um stöðum, þar sem góð skiilyrði voru fyrir hendi. Hins veg- ar olli hún líka miklu landbroti og stórkostlegri eyðileggingu á öðrum stoðum. Þessari stífluigerð var því hætt eftir nokkur ár. Með aðgerðum Laxáryirkjunar hjá Geirastöðum, hófst hin háskalegasta aðför að Mývatni, sem ekki er séð fyrir endann á. Síðan þessum aðgerðum lauk, má raunverulega stjórna vatns- hæð Mývatns, enda mjög leitað eftir að halda því hærra en eðli legt getur talizt. Munu afleið- ingarnar þegar vera komnar 1 ljós á ýmsuim sviBlum. Mieð því að halda vatnshæðinni hærra en áður, eykst til muna hættan á landbroti. Það hefur lílka sýnt sig, þegar stórviðri hafa geys- að og vatnið er ísiauist, að sums staðar hefur mikið landbrot átt sér stað. Margir hóimar hafa þegar alveg horfið, svo og flúðir og smá sker. Segja má að eyðileggingin, sem þegar er orð in á strandlengju Mývatns af völdium vatnshæðarmnar sé mjög alvarleg. Hver er ábyrgur fyrir þessari eyðileggingu og hvar eru bæt- urnar? Nú er mái tiil koonið að spyrna við fótium svo forð- að verði frekiari skemmdum en þegar era orðnar. Margir hafa tefcið eftir því, að siiungurinn í vatninu virðist nú milklu magr- ari en áður var. Bendir það tii þess að um átuiskort sé að ræða, eða vöntun á vissum fæðuteig- undum. Þá er mjög áberandi hvað kynþroska siiungur, sem veiðist, er bæði magur og alveg sénstakliega smár máðað við fyrri tíma. Eftir að farið var að hafa yfirborð Mývatns hærra á vetr- um, virðist vatnið kyrrsteðara og lífminna, þannig að silungur- inn, sem fer í net undix ís, drepst mjög fljótt, slíkt getur auðvitað haft ófyrirsjáanlegar afleiðmgar. Síðan framfevæmdunum við Geirastaði lauk, hafa ýmsir hér i í Mývatnssveit veítt því athygli að mývargurdnn virðist alltaf vera til staðar, þegar gefur á sumrin. Áður fyrr voru áfcveðnar tvær til þrjár göng- ur en nokkurt hié á milli. Þá má einnig benda á að rykmýið virðilst ekki ná sér eins vel upp og áður um ailrt vatnið, en lirfa þess er sem kunnugt er aðal- fæða siiungsins. Það er vissulega full ástæða til að íáta nú þegar rannsaka hvort breytt vatnshæð Mývartns hefur ekki áhrif á lífrænan gróður vatns- fflns og ábuEklilyihðli. Bf svo er, sem margir óttast verður þegar í stað að þeirri fræðilegu rann- sókn lokinni, að banna strang- lega alia breytingu á vatnsborð- inu. Hér er mikið í húfi, og verð ur að stöðva þá óheillaþróun, sem undanfarið hefur átt sér stað á vatnasvæði Mývatms. Frá Álftagerði í Mývatnssveit. Bláfjall í baksýn. — Varnarmál Framhald af bís. 19 úr landi í áföngum, og vitnar í ummæli Bjama Benediktssonar forsætisráðherra máli sínu tli stuðnings, um að hann teldi að varnarliðið hyrfi héðan að tíu árum liðnum. Það er mál þeirra Bjarna og Þórarins, hvort þar er rétt frá skýrt. En ekki er út- lit þannig í heimsmálum, að sennilegt sé, að varnir vest- rænna þjóða verði minni næsta áratuginn, og því síður að Norð- ur Atlantshafið og ísland verði gert að almenningi fyrir ásókn- aröfl kommúnista, ef vestrænar þjóðir vilja halda í stjórakerfl sín og lýðræðishugmyndir. Það þarf engan að undra, þótt kommúnistar flytji tillögu á Al- þingi um úrsögn íslands úr Nató og uppsögn varnarsamningsins. Þeir hafa löngum nært sig á tali um þau mál og stundað göngu ferðir frá hliðinu á Keflavíkur- velli og Hvalfirði, eða spinkað um götur Reykjavíkur, þegar styttri gönguferðir eru famar. Nú hyggjast þeir ganga um stræti og halda fundi í tilefni 30 ára veru varnarliðsins hér, en þeir ættu að muna eftir því að hafa með í förinni stórar myndir af Einari Olgeirssyni og Brynjólfi Bjaraasyni í því til- efni, því þeir samþykktu á sín- um tíma veru Bandaríkjamanna hér á meðan heimsstyrjöldin síð ari geisaði, ein urðu ókvæða við beiðni þeirra um afnot Kefla víkurflugvallar áfram, er sýnt var að Stalín og klíka hansrauf gefin loforð um frelsi þeim þjóð um til handa, sem losnuðu úr ánauð nasismans í Mið- og Ausrt ur-Evrópu, en lentiu undir járn hæl kommúnismans, með þeim ægileigu blóðtfórnum og and- legri kúgun, sem því var sam- fara. Vamarsamtök vestrænna þjóða voru sett á laggir vegna ofbeldis og ásóknar kommún- istaforkólfa n n a í Auis tur -Ev rópu og stöðvuðu framrás kommúnism ans vestur á bóginn. Sú hætta er enm við lýði, ef slakað verður á vornum og samstöðu vestur- landa. Afstaða kommúnistaforkólf- anna hér á landi er: skiljapleg, því þeirra utanríkisstefna oghug myndir eru þær sömiu og vald- L. I hafanna í Kreml og öðrum lönd um, sem kommúnistar hafa þrúg að undir sig, að reyna að lama viðnámsþrótt þjóðanna með tali um ofbeldi annars staðar en I þeim löndum, sem þeir ráða. Þeirrá ofbeldi er „sósíalismi", „alþýðustefna", „Marx-Lenin- ismi“, þar sem öll meðöl eru leyfileg. En í lönduim Vestur-Evrópu og vesturheims, þar sem lýð- frelsi og persónufrelsi er meira en nokfcuirs staðáir þekfcist í heiminum, þrátt fyrir ýmsa galla og óunnin félagsleg réttindi og mannjöfnuð; það kalla kommún- istar ófrelsi og auðvaldskúgun. íslendingar ættu að skilja þetta betur nú en áður, og ekki sízt þegar menn, sem áður fylgdu kommúnistum í góðri trú, en hafa snúið við þeim baki, skýra frá, hvernig innviðir kommún- ista hér á landi viila á sér heiim- ildir. En furðulegra er nú samt, þeg ar Hannibal Valdimarsson kem- ur fram í sjónvarpinu í nafni „frjálslyndra og vinstri manna" með sömu stefnu í utanríkismál- um og kommúnistar og telur það stefnu þeirrar flokksnefnu, sem hann veitir forstöðu, að íslend- ingar segi sig úr Nató og rjúfi þau tengsl, sem era um varnir landsins, við Baindardkin. Ég held að Hannibal og samherjar hans hefðu eins getað fyllt flokk með koramiúnisrtium áfram, eins og hann gerði í þrennum Alþingis- kosningum eftir fall vinsrtri stjómarinnair ag flæradi þá frá sér flesta stuðningsmenn, sem vildu veita honum lið meðan tími var til, eftir að kommún- istar sviku Alþýðúbandalagshug myndina 1959—60 og Hannibal gerði sér að góðu. Nei, það er ekki annar flokkur með stefnu og starfsaðferðir kommúnista og einstefnuakstur Hannibals, sem vantar hér á landi. Vinstriveilan var nóg fyrir, þó einni grúpp- unni enn væri ekki bætt við. Hér vantar frjálshuga menn, sem viija taka á móti vandamái um þjóðfélagsins á raunhæfan hátt með því að efla undirstöðu atvinnuvegina og iðnað bæði til útflutnings og fyrir vaxandi þarfir innan lands og nú er unn íð að eftir in.mgönguna í Efta. Einnig þarf að hraða bygg- ingu stórorkuvera og stóriðju- verksimiðjia, sem réiistar verði úti á landsbyggðinni, sem jafni met in um jafnvægi í byggð landsins og dreifi fjármagni þangað, sem landrými og aðstaða er fyrir hendi, en sú stefna verði ekki lengur liðin áð kakka öllum verksmiðjum við Faxeiflóa. Sam- hliða stórorkuframkvæmdum þarf áð tryggja landsfólkinu ódýra raforku til húsahitunar og iðnaðar og taka jarðhitann í vaxandi mæli til upphitunar húsa og atvinnurekstrar, svo sem gróðurhúsárækt o.fl. En til þess að slík þróun geti gerzt, þurfa samskipti við Vesrtur-Evirópu- lönd og einkum þó Bandaríkin að aukast og miðast við slíka þróun og sú forusta að skapast, sem markar þá stefnu, en hrekj ast ekki undan í þeim málum, þó úrtölumenn og kreddupostul- ar kommúnista hafi hátt, því þeirra hugmyndir og starfsað- ferðir eiga heima í fortíðinni. Fólkið, s-em býr úti á la.nds- byggðinni, þarf að átta sig á þess um stórkostlegu möguleikum og velja sér fulltrúa á Alþingi og í hæjar- og sveitarstjórnir, sem vinni að þessum málum með sam ræmdum aðgerðum. Ef Þórarinn Tímaritstjóri vill endilega hafa forustu fyrir ein hverju ímynduðu liði í Fram- sóknarflokknum og þorir ekki að taka hreina afstöðu í neinu máli, sem virkilega þarf að taka á í, eins og lýst er hér að fram- an, sem einna líkast er „hipp- um“ nútímans, sem ekki vilja skapa sér aðstöðu og umhverfi eins og venjulegt fólk, þá verð- ur svo að vera. En ég þekki svo til meðal framsóknarmanna í Reykjavík og víðar, að það er ekki þeirra vilji að íslendingar rjúfi þau tengsl, sem verið hafa við Bandaríkin um varnir og ör yggi ístlands á mieðan nauðsyn er á að varnarsamtök vestrænna þjóða séu við lýði. Atlantshafsbandalagið tryggir sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- rétt þeim þjóðum, sem þar eru þátttakendur, og er ein bezta tryggin.g fyrir batn.andi heimi og betri möguleikum allri heims- byggðinni tii vel'farnaðar. Fram sóknarforystan reynir að læða því áð þjóðinni, að vera fslend- inga í Atlantshafsbandalaginu og vamarsamningurinn við Bandarikin séu tvö aðskilin mál efni og því geti íslendingar ver- ið áfram í Nlató, þótt v.arnarldð.ið hyrfi úr landi. Vitanlega er þetta blekking, vegna þess að varair hér eru tengdar Nató, en sú þjóð sem öfLuigust er í þeim samtökum hefur tekið að sér varnir hér á landi, sem er liður í vörnum og öryggi hér á Norður- Atlantshafi. Bretar vora allsráð andi á því hafsvæði samfellt í nær 300 ár, en sú breyting varð á, að heimsstyrjöldinni lokinni, að Bandaríkin tóku við því hlut verki. Það var því talið rétt eins og 4 stóð, að það kæmi í hlut þeirra í fullu samráði við íslend inga að vamarstöðvar hér á landi skyldu vera í gæzlu Banda ríkjanna. Þess vegna er sú fram sóknartillaga, sem látin er vera á sveimi á fundum og í sam- þykktum Framsóknarflokksins, um brottför varnarliðsins í áföngum gerð í blekkingarskyni til að geta staðið á torgi með kommúnistum á kosningaveiðum í þessum mikilvægu málum. Það er enginn grundvöllur fyrir því, að íslendingar vilji rjúfa tengsl in við Bandaríkin um varnirhér á landi. En það sem um þarf að ræða er, að skilningur þjóðar- innar og viðurkenning félags- þjóða íslendinga fáist fyrirþví, að varair fslands hér á norður- slóðum er einn sterkasti hlekk- urinn í vörnum vesturlanda og því þurfi að gera viðhlítandi ráð stafanir til að skapa þjóðinni það öryggi sem unnt er í þeim vopnaða heimi sem við búum í. Þess vegna verður að gera sam göngukerfi landsins þannig úr garði, að greiðar leiðir séu á ör- uggum vegum vítt um landið og hafnarframkvæmdir og flug- vellir í samræmi við nútímakröf ur. Þær kröfur á að gera í nýrri samningagerð, því það er réttmætt og hefði fyrir löngu átt að verða að veruleika. En svo bregður við, þegar á þessi mál er minnzt, að þau standa eins og fleinar í hoíldi ráðamanna stjómmálaflokkanna, en tíman- um eyrtt í fearp við komimiúnista um þessi mál, sem yrðu áhrifa- litlir, ef á þeim væri tekið af festu eins og sjálfsagt er. Vara- arsamtök vestrænna þjóða og viðskiptaleg, menningar- og fé- lagsleg samskipti fara saman. Heldur Þórarinn Tímaritstjóri, að ganga muni betur beizlun stór ánna og bygging stórorkuvera, ef fslendingar rjúfa samstarf við Bandaríkjamenn um varnir lands ins. Ætli yrðu ekki fáir til að hætta fjármagni í þá uppbygg- ingu, ef slíkt öryggisleysi skap- aðist. Þeir sem skilja vilja í sundur varnir vestrænna landa og önnur samskipti þeirra og vilja samt kalla sig stjóramála- leiðtaga eru mieon gamila tímans, þegar íslendingum var talin trú um að tilvera þeirra byggðist á hlutleysi og einangrun og sjálf- stæði þjóðarinnar á slíkum for- sendum. Sjálfstæð þjóð eflir sín samskipti og skapar sér öryggi í samstarfi þjóðanna, eftir því sem hentar á hverjum tíma, og það er ætlun fslendinga með áfnamihaldandi þátttöku 1 Atl'ants hafsbandalaginu og auknum sam skiptum við Bandaríkin. Um það er ekki að villast, að fslendingar eiga þetta land og hafa sýnt það í nær ellefu ald- ir að þeir vilja búa hér. En margra alda einangrun og kúg- un innlendra og erlendra hefur oft verið erfið í aldanna rás og Löng bið eftir því, sem blaisir við sjónum, og þeim möguleikum, sem nú hillir undir á tækniöld 20. aldar. Vera Bandaríkja- manna hér í meir en tvo ára- tugi hefur verið þess valdandi að aukin kynni og sívaxandi viðskipti hafa skapazt og hefðu getað verið meiri, ef óróamenn og þeir, sem hafa stundað hér óhróður í garð Bandaríkjamanna hefðu ekki með athæfi sinu spillt fyrir réttri framvindu. En nú hefur skapazt betra veður í sambúð íslendinga og Bandaríkjamanna, sem skilja að samskipti þeirra um varnir ís- lands eru mikilvæg fyrir sam- heldni vesturlanda. Þess vegna er það skylda íslendinga að vera samstilltir í samstarfi vest- rænna þjóða. Þá verður auð- veldara að leysa aðkallandi mál, sem sífellt kalla að, svo takast mætti að skapa þjóðinni efna- hagslegt öryggi um búsetu í framtíðinni. En svo aðeins tekst það, að allir hafi skilning á því, að hér er aðeins hægt að lifa og halda byggð, að allir leggist á eitt Utii að svo megi verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.