Morgunblaðið - 14.06.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1970, Blaðsíða 19
MORGUNiBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1970 19 algjörlega ný bók er komin út llfJUl: ALIAR fiKUlEIDIR Á ISLANDI OG NVTT FERDAFÉÍAGSKORT Þetta er áttunda útgáfa FERÐAHANDBÓKARINNAR og sú yfirgripsmesta. Allt efni bók- arinnar hefur verið endurskoðað og umskrifað og hér er í rauninni um algjörlega nýja bók að ræða. IFVRSTA SKIPTI - TVRST ALLRA RDKA Ferðahandbókin flytur í fyrsta skipti, fyrst allra bóka, lýsingu á öllum ökuleiðum í byggð á Islandi. Þetta er meginefni bókarinnar samið af Gísla Guðmundssyni, leiðsögu- manni. Svo rækilega er þessi samantekt, að naumast er öðru sleppt en heimreiðum einstakra bæja. Efni leiðarlýsinganna er raðað niður á annan veg en í fyrri útgáfum. Fyrst er lýst þjóð- leiðinni frá Reykjavík til Skaftafells í öræfum og frá Reykjavík til Lómagnúps. Síðan er efninu raðað eftir héruðum. Hverri leið er skipt i marga áfanga með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er á ferðalögum hérlendis. LEIÐASKRÁ Sérstök leiðaskrá er í bókinni. Þar er tilvísun um hvar er að finna hverja einstaka leið og viðkomandi áfanga innan hennar. l.eiðaskráin gerir fólki kleift að finna á augabragði þær ökuleiðir, sem það óskar að fræðast u m að hverju sinni. GÉGULEIM UH SKAFTAFELL I Ferðahandbókinni er kafli um þetta efni eftir Sigurð Björnsson á Kvískerum. Kaflamum fylgir sérstakt léiðbeiningakort. HÁLFIUDISFFRDIR Þeim sem hyggja á hálendisferðir er bent á nýja lýsingu Sigurjóns Rist á helztu bif- reiðaslóðum á Miðhálendinu. Slóðirnar eru einnig sýndar á nýju korti eftir Sigurjón. KAUPTDNA- Ulj KAUPSTADASKRÁ Ferðahandbókin gerir grein fyrir helztu þjó nustu og fyrirgreiðslu sem er að fá I kaup- stöðum og kauptúnum landsins. Einnig er lýst ýmsu því markverðasta sem þar er að sjá. iuVtt vegakort ferdafélagsins (á framleiðsluverði). Sökum góðrar samvinnu milli Ferðahandbó karinnar og Ferðafélags íslands fylgir Ferða- handbókinni nýtt vegakort Ferðafélagsins. Þetta vegakort er án efa eitt það bezta sem gefið hefur verið út hér á landi. Það fylgir Ferðahandbókinni á framleiðsluverði. MO ER AUÐVFLT AD RATA Þeir, sem eru svo forsjálir að taka Ferðaha ndbókina með sér í ferðalagið. munu brátt komast að raun um, að með notkun hinna r greinargóðu leiðarlýsinga Gísla Guðmunds- sonar og Ferðafélagskortsins er auðvelt að rata um landið. Þeir munu líka njóta sam- vistar við landið betur en ella. FERÐAHANDBÆKUR SF„ Reynimel 60, sími 18660. Ferda- handbókin Nýjung: Allai- okuliMrtir.i Íslandi og rtrðal'élagskort ** » Ferða- handbókin rSyjung: Allár ökiilcidir á Isiamli og FerAafclagskort — Fri Dalvik höldum við inn dalinn að vestan og eru um 5 km inn að tórkjustaSnum Tjörn, æskuheimili núverandi forseta Islands, dr. Kristjáns Eldjárns. Þar undir fjallinu er jarðhiti og sundlaug sveitar- innar. Nokkru Inn- ar er Grund, land- námsj örð Þorsteins svarfaðar, og þar er félagsheimiU og skéU. Otal örnefni eru um allan dal- inn.sem tengja nú- tíðina við fortíð- ina, eins og henni er íýst I Svarfdæla sögu. Hjá bænum Hreiðarsstöðum eru vegamót, beint áfram Uggur vegurinn inn Svarf- aðardal að kirkjustaðnum Urðum og þaðan að fremsta bæ í byggð, Atlastöðum. Þar inn af er Heljardalsheiði og um hana var hin forna þjóðleið tU Kolbeinsdals í Skagafirði. Til vinstri er vegurinn, sem við ökum, austur yfir Svarfaðardalsá og síðan austur yfir Skíðadalsá. í tungunni milU ánna er skilarétt sveitarinnar en vestan við brúna á Skfðadalsá er vegur inn Skáðadal að fremstu bæjum, Kóngsstöðum og Klængshól. Nú tökum við stefnuna norður daUnn. Hof, bær Ljótólfs goða, er töluvert norðar á hægri hönd og svo kirkjustaðurinn Vellir, en þar bjó kappinn Valla-Ljótur. Þar er furðumikil kirkjuklukka, gjöf frá Zophoniasi Þorkelssyni, er fluttist ungur úr dalnum til Kanada og efnaðist þar en hélt órofa tryggð við dalinn. Frá Völlum eru um 3 km norður á Dalvíkurveg austan við brúna á Svarfaðardalsá. Lítið brot af hinna stórfróðlegu leiðarlýsingu. Tjöm i Sv»rf»5ard»l MiÓIFJÖRDUR fbúar 1969: Sýslumaóur: Hreppstjóri: Oddviti: Ferðaþjónusta: ÁæHunarferðir: Landleiðin: Ýmislegt: -umboð: 56. — Vegakort Þ/Æ. 5/6. Valtýr Guðmundsson, EskifirðL Páll Vilhjálmsson, Brekku. Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku. Veitingastaðir eru engir. Benzin og oUur fást & Brekku, þar eru og seldir gosdrykkir. — Simstöð- in er opin 9—11 og 16—18. Næstu staðir, þar sem fá má aUa venjulega fyrirgreiðslu eru Neskaup- staður þegar farin er sjóleið, ella EgÚsstaðir. Prestur, læknar, lyfjaverzlun o. s. frv. er i Nes- kaupstað. Strandferðaskipin hafa viðkomur öðru hvoru samkv. áætlun á hverjum tíma og oftar, ef þörf krefur. Mjóafjarðarbátur, mb. Guðrún SU 94, 10 •Iesta þilfarsbátur, traustur og gangmikill, fer viku- legar áætlunarferðir aUt árið til Neskaupstaðar. Frá Mjóafirði er farið kl. 9 á fimmtudögum, frá Neskaupstað kl. 17, nema i skammdeginu, þá kL 16. Venjulega má fá bát þennan leigðan aðra daga til ferða á Norðfjörð og Seyðisfjörð. Er báturinn rúml. eina klst. að sigla milU Mjóafjarðar og Norð- fjarðar en tvöfalt lengur tii SeyðUfjarðar. Leigu á mb. Guðrúnu annast EgiU Stefánsson, Eyri. Um- boðsm. Ríkisskips er PáU Vilhjálmsson, Brekku. Engar áætlunarferðir eru á landi Mjóafjarðarvegur af FagradaUbraut hjá Köldu- kvisl, ca. 8 km fýrir innan Egilsstaði, er á sumrin fær bflum með drifi á öllum hjóium. Frá Köldu- kvísl að FirSi eru 22 km. Bratt er niður til fjarð- arins. Fyrstu 11 km út með sjó að norðan er mjög hrjóstrug leið. Nokkru skárra er frá Brekku að Dalatanga, 16 km. Út með firði að sunnan er sein- farinn ruðningur að Beykjum. Engin byggð er við fjarðarbotninn né sunnan fjarðar nema félk dvelur á Reykjum á sumrin. f Firði stendur ágætt íbúðarhús. Innsta byggða býlið norðan fjarðarins er Hesteyri. Á Brekku er dálítið þorp. Vitastöð ér t Dalatanga. Dalurinn fyrir botni fjarðarins þykir sérkennilegur og fag- ur. Þar og víSar er mikiS berjaland í géSum sumrum, krækiber, bláber, aSalbláber. Nokkur silungsveiSi er í Fjarðará, eigendur Benedikt Sveinsson, NeskaupstaS, og fleiri frá Firði, búsettir þar og í Rvík. Varia er aS tala um veiði í öSrum ám, en oft má fá fisk i firSinum, einkum þegar líður á sumar. Á svæSinu frá Brekku að Dala- tanga var mikil byggS fyrr en er nú eydd. Hús standa þé enn á nokkrum býlum og íbúSarhúslS á Eldleysu má kalla stórhýsi. Yzti hluti vegarlns aS Dalatanga liggur á köflum um mjög brattar hlíSar og mikil útsýn til hafs og fjalla. Kaupfélagið Fram, Neskaupstað. Umboðsmaður: Þorbergur Jónsson, fltr. Sýnishorn af efni kauptúna- og kaupstaðaskrárinnar. VERIÐ FORSJÁL: Farið reð svarið í (erðalagið... Njotiö landsins - notiö FERÐAHANDBÚKINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.