Morgunblaðið - 14.06.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1970, Blaðsíða 23
MORGUNIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1070 23 Fjölmenn íslendinga- samkoma í Minneapolis Blaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttabréf frá Minne- apolis: Um 200 manns sóttu árlega komu Hekluklúbbsins föstudags kvöldið, 5. júní í Minneapolis, Minnesota, í salarkynnum Lutheran Brotherhood, nálsegt miðbænum. Hefut sjaldan verið jafnmikil aðsókn, og hefur or- sök þess kannski verið sú að maturinn, sem var á boðstólum, kom flugleiðis beint frá íslandi. Hér var fylgt fyrirmynd landa, með svipuð samsæti síðari árin, í New York, Chicago, San Fran- cisco og Los Angeles. Loftleiðir igerðlu þan.n mikilia greiða að flytja varninginn ókeypis yfir hafið til New York, og fengu gestir góða skammta af hangi- kjöti, rúillupylisu, sviðtuim, harð- fiski, flatkökum og skyri. Klein ur og vínartertu bjuggu félags- menn Heklu-klúbbsins til, og nábtúmil'ega fyligdu hangilkjötinu kartöflur í jafningi og grænar baunir, með kaffi á eftir. Ræða kvöldsins var framúr- skarandi fyrirlestur um ísland nútímans, flutt af konsúl fslands í Chicago, Paul Sveinbjörn John son, lögfræðingi. íslendingar muna föður hans með þakklæti — Sveinbjörn Johnson, sem fæddur var á gamla landinu, ólis,t upp í Norður-Dakóta, varð þar dómsmálaráðherra ríkisins, meðlimur hæstaréttar, síðar lög fræðilegur ráðunautur Háskóla Illinois-ríkis í Urbana og kenn- ari í lagadeildinni þar, áður en hann byrjaði að starfa sem lög- fræðingur í Chicago, þar sem hann dó fyrir nokkrum árum. Bók hans, „Pioneers of Free dom,“ um fornlýðveldi íslands, gefin út á þúsund ára afmæli Alþingis, 1930, var vel metið sögurit. Vafalaust hið merkilegasta við samkomuna í ár var afhend- ing gjafar, sem meðlimir ís- lenzka kvenfólaigsinis í Minne- apolis og St. Paul, Hekla Club, gaf Skandinavisku deild Minne- sota hiáisfcólainis. Var þalð sérleiga vel valið safn af íslenzkum hljómplötum, og tók yfirmaður Skandinaviisku deildarinnar, Dr. Nils Hasselmo, á móti þessari rausnarlegu gjöf með innilegu þakkarávarpi. Hann hefur heim- sótt fsland nokkrum sinnum, og nam málið fyrst í fæðingarlandi sinu, Svíþjóð, hjá Sveini Skorra Höskuldssyni, sem þá var kenn- ari við háskóla í því landi. Fræddi Hasselmo prófessor áheyrendur á því að núna að hausti mundi byrja kennsla í nú tíma íslenzku við Minnesota-há- skóla, undir stjórn kennara, sem kæmi frá íslandi. Kennsla í fornnorrænu hefur farið fram við Minnesota-háskólann í fjölda mörg undaníarin ár. Sú, sem afhenti gjöfina, með röskri ræðu, var frú Leola Jos- efsson, fyrrverandi forseti Heklu-klúbbsins, kona Leifs Jósefssonar, og eru þau hjónin bæði af alíslenzkum ættum. Frú Leola hefur verið driiffjöðurin i því að „bera út boðskapinn“ um þjóðararf fslendinga, og hefur hún, bæði á eigin spýtur og fyr- ir hönd Heklufélagsins, rætt við yfirmenn minjasafna og við bókaverði um það að safna öllu mögulegu, sem tilheyrir íslandi, fólki af öðrum þjóðflokkum til- fróðleiks og skemmtunar. Heklufélagið lagði fram á ann að hundrað dali til að kaupa úr- vals safn hljómplatna frá ís- landi, og voru kaupin gerð hjá verzluiniiinini Fálkanum á Lauiga- vegi 24 í Reykjavík. Allan heið- urinn um valið, sem virðist hafa verið bæði smekklegt og yfir- igriipsmilkiiið, eigiruiist frfc. Chriigtiine Valdimar Bjömsson G'Uinnlauigssoin, búsettri niúnia í Minneapolis eftir langan og gifturíkan feril sem prófessor í hljómlistadeild Wisconsin háskól ans í Madison. Ekki eru ein- göngu kórsöngvar og einsöngv- ar í safninu, heldur líka hljóð- færaeinleikur eftir þekkta lista- menn, kórsöngur með undirspili Sinfóníuhljómsveitar íslands, rímnakveðskapur, og ýmislegt mjög merkilegt á mæltu máli. Til dæmis upp á víðfeðmi úr- valsins mætti nefna orgelleik eft ir dr. Pál ísólfsson, píanóþætti eftir Rögnvald Sigurjónsson og Gísla Magnússon og fiðluein- leik eftir Björn Ólafsson. í upp- lestrarþáttum koma fram Gunn- ar Gunnarsson, Tómas Guð- mundsson, Sigurður Nordal, Jón Helgason, Einar Ólafur Sveins- Húsavík, 12. júní. LÚÐRASVEIT Húsavíkur hélt hljóimlei'ka í Félagsheiimilinu Húsavílk í gærkvöldi við góða að- sófcn oig mikla hrifningu álheyr- enda. Stjórnandinn var tékkneisfci tónlistarmaðurinn Jaroslav Lauda. Sú nýlunda var upp tek- in á þessuim hljómleikum að tón verkin og höfundar þeirra voru son, Davíð Stefánsson og Ævar Kvaram. Gullna hliðið haras Daw íðs er með, í heildinni, og svo er líka hið langa og fræga leifcrit Halldórs Laxness, fslands- klukkan. Upptökur frá meirihátt ar atburðum auka sögulegt gildi safnsins, frá Alþingishátíðinni 1930, Lýðveldisstofnuninni 1944, og Alþingishátíðarkantata dr. Páls ísólfssonar, 1930. Frú Guðrún Jónsdóttir, kona Valdimar3 Björnssonar, setti mót ið og bauð gesti velkomna sem forseti Heklufélagsins. Undir- búning matar og framreiðslu stundaði ungfrú frá íslandi, Laufey Sigurðardóttir, sem stjórnar stærðar restauration í Minneapolis, og veitti í nokkur ár forstöðu matsölustað Mjólk- urbúsins í Reykjavík. Nokkuð margir gestir komu úr ís- lendingabyggðinni í og nálægt Minnesota, meir en 160 milur frá Minneapolis, og aðrir komu víðs vegar að. Lækna-„kólónían“ í Rochester átti góða erindreka, ásamt frúm, þar sem fimm ungir íslenzkir læknar hafa til skamms tíma ver ið þar við framhaldsnám á Mayo stofnunum. Þar voru líka lækn- ar og námsmenn frá íslandi, sem hafa verið um mismunandi tima- bil í Minneapolis og St. Paul. Lengst að komin var frú Hrund Skúlason frá Winnipeg, sem starfar nú við bókasafn Mani- toba háskólans hjá Haraldi Bessasyni prófessor. „Nýkomin á þing“ voru séra Emiil Giuð- mundsson og frú, flutt fyrir skömmu til Minneapolis frá Des Moines, Iowa, þar sem hann hef ur verið „deildarstjóri" um stórt svæði hjá Unitara-kirkjunni. Mun starfssivið hans víkka nú við komuna til Minneapolis, og er reiknað með að hann haldi nánu sambandi héðan af við söfnuði kirkjufélags síns í Kan- ada lika. Stundaði hann gluð- fræðlnám v.ið Hásfcól'a fstlands á stríðsárunum. sérstaklega kynnt og gerði það Benedifct Jónsson, listmálari. Á hljómleikunum var í fyrsta sfcipti leikinn Húsavíkurmarsinn eftir stjórnandann, Lauda, og er það vonuim síðar að Hlúsvíkingar eignist sinn mars eftir 11. alda byggð á Húsavik. — Fréttaritari. 77/ leigu Tvær þriggja herbergja skrifstofur til leigu á Klapparstíg. Upplýsingar í síma 15941. Skrifstofustúlka óskast til vélritunar. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsókn- ir sendist fyrir 22. júní. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4. Húsavíkurmars eftir tveggja alda bið Ágæt kvikmynd frá íslandi var sýnd. 'Ræða Páls Svein- bjarnar Johnson, ræðismanns fs lands í Chicago, var nærri eins dæimi á samsætum Vestur-íslend inga um mörg undanfarin ár. Hann minntist sjálfsagt „gamla landsins góðra erfða.“ Hann benti á sögulega þýðingu dags- ins sjálfs — 5. júní, Grundlovs dag Dana, afmæli stjórnariskrár Danmerkur frá árinu 1849. Hann sagði, að þegar öllu væri á botninn hvolft, þá hefðu Dan- ir verið verri við íslendinga um aldir fram en þeir voru við heimsborgara áður en sú stjórn- arskrá varð til. Þá kom hjá ræðumanninum snilldarleg og greinilega rök- studd frásögn um ísland eins og það er í dag. Hann kom með ógrynni af tölum og staðhæfing- um um alúminium verksmiðjuna í Straumsvík, um Búrfells raf- virkjunina, um Kísi'ligúrverk- smiðjuna við Mývatn, og jafnvel um umrædda möguleika á loka- I þætti olíuframleiðslu — „petrol- | eum products refinery“ — með notkun jarðhitans og réifmagns- aflsins. Bæði Flugfélagi íslands og Loftleiðum voru gerð góð skil, og hin þýðingarmikla út- þensla Loftleiða var talin stór þáttur í landkynningiu um ís- liand og í aufcningiu túristaflerða þangað. Atvinnuvegir fslands frá fornu fari — sjávarútvegurinn og sauðfjárræktin — voru rak- in í stórum dráttum, en þarfir nútímans og framtíðar fengu megin áherzluna. Hann spáði góðu um aðild íslands að EFTA samtökunum, og minnti Vestur- fslendinga á það, að ísland sé nútíma land á framfara vegi, ekki bara „vörugeymsla sagna bókmennta." Valdimar Björnsson stjórnaði skemmtiskránni og þakkaði, fyr ir hönd áheyrenda, fróðlega og tímabæra ræðu. Frú Áslaug, kona konsúlsins, fer ásamt börn um til íslands í þessari viku, í heimsókn, en maður hennar mun I skreppa þangað 2. júlí. RáÖningar á vísnagátum séra Sveins Víkings Margir hafa spreytt sig á að ráða þessar gátur og hefur út- gáfunni borizt grúi bréfa um það efni. Hefur hún því snúið sér til höfundar og fengið leyfi hans til að birta hinar réttu lausnir þeirra, en þær telur hann vera þessar: I. HEFTI. 1. Ráðning 2. Borð 3. Lag 4. Völlur 5. Bakki 6. Fat 7. Mark 8. Kerling 9. Biti 10. Krókur 11. Mál 12. Band 13. Skeið 14. Áburður 15. Bekkur 16. Tala 17. Hald 18. Strengur 19. Nálar 20. Ráð 21. Botn 22. Fang 23. Egg 24. Harpa 25. Bragð 26. Strútur 27. Króna 28. Ás 29. Far 30. Slóði 31. Spaði 32. Varp 33. Bóla 34. Kamb- ur 35. Fall 36. Blað 37. Andvari 38. Hvarf 39. Skot 40. Póstur 41. Dálkur 42. Kjölur 43. Kló 44. Skaut 45. Lauk- ur 46. Húnar 47. Skil 8. Kostir 49. Skör 50. Hljómsveit. II. HEFTI. 1. Lausn 2. Hundur 3. Bolli 4. Brestur 5. Hæll 6. Lán 7. önd 8. Bjór 9. Bætur 10. Brot 11. Flóki 12. Dráttur 13. Geit 14. Háls 15. Hani 16. Leggur 17. Snúður 18. Sókn 19. Stafir 20. Háttur 21. Hyrna 22. Hnappur 23. Hringur 24. Leppar 25. Lykkja 26. Mát 27. Refur 28. Skák 29. Rót 30. Stakkur 31. Skurður 32. Slag 33. Spil 34. Steinn 35. Vængur 36. Fluga 37. Stóll 38. Vísir 39. Ver 40. Strokkur 41. Taumur 42. Kútur 43. Broddur 44. Stöng 45. Skrá 46. Þáttur 47. Torfa 48. Staður 49. Vargur 50. Lok. Dregið hefur verið um verðlaun fyrir réttar ráðningar og þau send til þeirra sem hlotið hafa. KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN. 1 Kodak | i | I Litmyndir og Svart/hvítar Filmumóttaka i Reykjavík & nágrenni Bókaverzlun Lárusar Eggertssonar, Rofabæ Breiðholtskjör Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58 og Starmýri 2 Háaleitisapótek Holtsval, Langholtsvegi Rafeindatækni, Suðurveri Bókav. Veda, Kópavogi Biðskýlið Ásgarður, Garðahreppi Verzl. V. Long, Hafnarfirði Söluturninn Hálogalandi. HANS PETERSEN H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.