Morgunblaðið - 17.06.1970, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1970, Blaðsíða 25
MORGUN’BUA.Ð[Ð, MIÐVIKUDAGUR 17, JÚNÍ 1W0 25 — Af öskufalls- svæðunum Framhaid af bis. 13 hún er stjórnskipuð heimta ég að hún sé lögð niður. Það er allt annað en gaman fyrir bændur, sem reyna myrkr- anna á milli að halda lífi í dauðvona fé sínu að heyra klifað á í útvarpinu: „Bænd- ur! Farið vel með sauðféð um burðinm. — Saiutðfjárvemidiin.“ Slík auglýsing stingur bænd- ur hér með veikt fé, heyleysi og eitraða jörð. • 70 ÞÚSUND FULLORÐINS FJÁR — Nei, hjá mér hefur ekki verið neitt kal. Jörð er samt ótrúlega svört — biár sand- ur í túnum, en askan virðist þó runnin burt. Ég fór nýlega upp á hálsinn hér fyrir vest- an og hef aldrei séð neitt slíkt fyrr. Mosinn var eins og sinueldur hefði farið um. f>á vaknar og sú spurning hver áhrif þetta öskufall hefur á veiðivötnin hér uppi á Arnar vatnsheiði, í Miðfjarðará og víðar. — Ég vona að því sinnu- leysi, skeytingarleysi og hirðuleysi, sem einkennt hef- ur íslendinga í þessu gosi linni nú. Hér í héraðinu eru 70 þúsund fullorðins fjár eða 140 þúsund fjár ef við gerum ráð fyrir því að hver ær sé einlembd. Þetta fé er nú kannski dauðadæmt. fslend ingar hafa einatt brugðið vel við ef neyð hefur steðjað að erlendis — en nú á við mál- tækið „maður líttu þér nær“ — sagði Þorbergur Jóhannes- son að lokum. • VERÐA KALFAR OG GELDNEYTI FLUTT TIL BREIÐAFJARÐAR Barkanstaðlir eru hamdan Miðfjarðarár. Þar býr Ragn- ar Benediktsson bóndi og á 400 fjár og 8 mjólkandi kýr. Við spjölluðum við Ragnar við morgunverðarborðið fimmtudagigmiorgiuiniinin í fyrri viku. Hann sagði: — Komið getur til greina að flytja kálfa og annað geld neyti á Breiðafjarðareyjar til hagagöngu í sumar. Það er líka eini hluti bústofnsins, sem unnt er að ræða um flutn ing á. Sauðféð verður ekki flutt vegna sauðfjárveikivarn anna og mjólkurkúm fylgja mjaltir, sem ekki verða flutt- ar. — Fyrir sauðféð er því ekk ert annað beitiland en afrétt- urinn. Á fundi, sem hér var nýlega haldinn var Sturla Friðriksson og talaði hann um það að fara á þyrlu norður yfir afréttinn til þess að kanna ástand hans og eins Vatnsnesslandsins og háls- anna hér. Mælingar á fluor- magni hafa ekki verið upp- örvandi, en hér í þessum hreppi hafa engar farið fram. — Hjá mér eru nú 9 ær dauð- ar og um 50 lömb. Að ein- hverju leyti má þó kenna lambadauðann veðurfarinu um daginn — en þá var úr- koma mikil og kuldi. Ráðstaf anir harðærisnefndar ganga allt of skammt. Tjónið er það mikið oig aillt of sérstætt til þess að þær geri eitthvað gagn. Slíkt ástand sem þetta hefur ekki komið siðan móðu harðindin gengu yfir landið. A-liður úrbótanna er algjör- lega þýðingarlaus, svo sem allt tal um lán, og C-liðurinn er fráleit aðstoð við bændur hér, sem ekki geta flutt neitt sauðfé. Ég tel að miklu betra sé að láta ráðast nú um þenn- an sauðfjárstofn og skipta svo uim stoÆn en hiainn reyndist ónýt ur er kemur fram á haustið. Greiðslugeta bænda er eng- in í lánamálum hér. Ef lán yrðu veitt myndu þau aðeins lenda á hreppsfélaginu. Tún eru ákaflega skemmd hér víða frá fyrri árum og enn eru menn ekki farnir að bera á tún. • ÖMURLEGT AÐ SJA ÆRNAR DREPAST FRÁ LÖMBUNUM — Það er ömurlegt að sjá ærnar fara frá lömbunum, tær ast upp og lömbin drepast. Guðmundur Pétursson á Keld um og dýralæknirinn, Egill Gunnlaugsson á Hvamms- tanga hafa sagt að mikil van- höld yrðu á fénaði. Því er nauðsyn að fá tjónið metið og síðan bætt. Hér er líklega um eina 200 bændur að ræða. — Ekki eru mikil líkindi á að gróður verði mikill hér á hálsunum. Ég held að heið- arnar séu að því leyti skárri að vestan. — Mér fininst menn bera sig furðu vel, þeg- ar á allt er litið. Enn eru menn ekki farnir að kaupa mikinn áburð en fóðurbætis kaup eru óvenjumikil. Tel ég eðlilegt að menn fái endur- greiddan fóðurbæti sem er umfram það magn sem tíðkast í eðlilegu árferði. — Já við höfum stofnað nefnd, sem kynna á landsmönnum, hve ástandið er alvarleigt. Formað ur nefndarinnar er Guðjón Jósefsson á Ásbjarnarstöðum og nefndin sat á fundi í gær- kvöldi. Á siðan að efna til al- menns bændafundar um mál ið (fundur þessi fór fram í Ásbyrgi, Miðfirði og var frá honum skýrt í Mbl. sl. sunnu dag). f nefndinni eiga sæti fulltrúar allra hreppa sýsl- unnar og fulltrúi úr Bæjar- hreppi á Ströndum. Það má segja að við Húnvetningar höfum aldrei verið kvartsárir og við kvörtum ekki — för- um aðeins fram á réttlæti. Vís indamennirnir segja að þetta eigi eftir að koma enn meira niður á fénu. Hér er mikið sauðfjárræktarhérað, svo að það er ekki undarlegt þótt menn óttist afleiðingar þessa — sagðli Ragnar Benediikts- son. • BÓNDI MISSTI 90 LÖMB Dýralæknirinn á Hvamms- tanga hefur ekki átt sjö dag ana sæla þar nyrðra um þess- ar mundir. Hann er ungur mað ur, sem alinn er upp í hérað- inu. Hann þekkir því málin gjörla. Egiil Gunnlauigisision heitir hann, og hann sagði í viðtali við Mbl.: — Það liggja enn ekki fyr- ir neinar opinberar tölur um fjárfieitli, en Ijóst er að hann er víða mikill. Þessi krank- leiki er ekki allt bein fluor- eitrun — fleira spilar inn í. Öskufallð kemur fyrir það fyrsta um hásauðburðinn og nær yfir í austursýsluna. Að- alöskufallssvæðið nær að Vatmsdalsá — Svínahreppi og norður Skagann. Askan er þó miklu minni þar en í vestiur sýslunni. Verið er nú að und irbúa að dreifa meðal bænda eyðublöðum til þess að kanna tjónið, svo að unnt sé að segja hve mJikið þeir hafa milsist borið sam-an við eðlilleg vanhöld. Lambadauð- inn er þó víða kominn 1-angt fram jrf-ir það, sem eðlilegt getur talizt og dæmi veiit ég þe»s að bóndi hafi misist 90 lömb. • VEIKINDI f KÚM — Jú, heyrt hef ég um veik indi í kúm á Brekkulæk í Miðfirði. Þar hafa kýr misst n-yt. Þetta lýsir sér fy-rst sem meltingartruflun í kúnum, en hvort um fluoreitrun er að ræða er ekki unnt að full- yrða. Það er enn ekki sannað mál. Hins vegar er mjög grun samHegt að um fluoneitrun sé að ræða. Bað ég bóndann um að senda suður til rannsóknar lappir af dauðri kú og mun sú rannsókn skera úr um dán arorsök. Öskuát getur drepið kýr, — ég hef áðiur séð kýr drepast eftir sandát. — Ég veit til þess að á all- mörgum bæjum eru 20 til 30 kindur dauðar og dæmi um 40 til 50 eru til. Um flutning í annað hérað þýðir ekki að tála vegna sauðfjárveiki- varna og þótt þið tallð um það að nauðsyn brjóti lög, er lítið gagn í að losa sig við eina plágu með því að leiða yfir sig aðra. Auk þess er hæg ara sagt en gert að flytja lambfé í annað umhverfi, • BÆNDUR BERA EKKI FREKARI FJÁRSKULD ABINDING AR — Það er fyrst og fremst unga féð, sem verður illa úti. Ég býst ekki við því að það þýði að setja á nokfcurt lamb í haust og heldur ekki vetur- gamalt. En hins vegar ætti að vera í lagi með eldra féð. Þá er óhætt að fullyrða að van- höld verða mikil í haust, og lambadauði mun halda áfram. — Margt af þessum mönn- um, sem harðast verða úti nú, voru ekki vel stæðir fyr- ir. Það er tiligangslaust að lána þessum mönnum fé — efna- hagur, bústærð og afkomu- möguleikar eru ekki það góð- ir að þeir beri frekari fjár- skuldbindingar. Það fer því allt eftir því, hvað hið opin- bera gerir í þessu máli — hvort bændur flosna upp og jarðir fara í eyði eða byggð verður áfram. Ég geri mér grein fyrir því að stanzlaus barlcmur bænda eyðilaggur mikið fyrir þessum bændum, sem að steðijar nú raunver-u- leg neyð. Mjólkin hefur t.d. minnkað hér stórum einmitt á þeirn tíma, sem hún á að vera í hámarki. Þetta getur m.a. verið af því að bændur spara nú fóðurbæti. Ég hef hins vegar manna mest skamm azt út i þenn-an venjiuleiga bar lóm. Ég tel að bóndi verði að gera það upp við sig er hann hefur búskap og gera sér ljóst að hann á allt sitt undir veðr- áttu. Náttúruhamfarir sem þessar eru þó af öðrum toga. Þá er ekki nema sanngjarnt að hið opinbera hlaupi undir bagga. Öskufallið er verst hér á Vatnsnesinu. Mælingar á fluormagni hafa sýnt um 260 mg í kg af þurrfóðri í Lækja- móti í Víðidal. Er það með því mesta, sam ég veit um. Heyrt hef ég tölur frá Hrísakoti 70, og frá Helguhvammi 160. Hins vegar mun eiturmagnið tölu- vert minna í Hrútafirðinum — sagði Egill Gunnlaugsson, dýralæknir að lokum. —mf. Verkstjóri óskast Nýtízku bífreiðaverkstæði óskar eftir yfirmanni og nokkrom bifvélavirkjum sem fyrst. Listhafendur leggi nöfn sín S afgreiðslu Mbl. merkt: „Einka- mál nr, 4703". Orðsending til opinberra starfsmanna Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármála- ráðuneytisins á þess kost að senda starfs- mann næstkomandi haust til árs þjálfunar í hagræðingu í opinberum rekstri, sem ár- lega er veitt á vegum norska ríkisins. Miðað er við að velja til slíkrar farar starfs- mann ríkisins með staðgóða reynslu á ein- hverju sviði opinberrar stjórnsýslu. Umsóknir þurfa að hafa borizt fjárlaga- og hagsýslustofnuninni fyrir 10. júlí næstkom- andi, Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins, Laugavegi 13. LISTAHÁTÍD I REYKJAVlK KAIKILLE SUOMALAISILLE JA SUOMEN YSTAVILLE Kaksi eturivin taiteilija Suomesta Krístiina Halkola ja Eero Ojanen pritavat Pohjolan talossa lauluillan kesákuun 25 ja 26 páiviná alkaen klo 20.30. Nyt kuulette, mistá Suomessa tállá hetkellá lauletaan. Samalla voi myás osoittaa, ettá vieraileille esiinyjille anne- taan arvoa. Hankkikaa liput váiittámástri seká itsellenne ettá mille ysta- villenne, joille haluatte náin antaa suomalaisen lanjan. Líppuja saa Pohjolan talosta, Tradakotssund 6. Tervetulo! POHJOLAN TALO JA REYKJAVIKIN JUHLAVIIKOT LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVÍK Kvenfélag Neskirkju Farið verður til Þingvalla föstuda-ginn 19. júní. Vinsam- legast tilkynnið þátttöku sem allra fyrst, og ekfci síðar en á miðvikudag í sírna 18752 og 10902 þar sem veittar eru nán ari upplýsingair. Hjálpræðisherinn Fimmtud. kl. 20.30 Söng- og hljótnlcikusiainkoma. Krossfar arnir er.u þátttakendur, ein- söngur — tvísöngiur — vitn- isburður og ræða. Kaptein Margot Krokedal stjórnar. AUir veíkomnir. Kvemfélagskonur Kisfflavík Farið verður í susmarferðalag ið frá B.S.K. sunnuidaginn 21. júní kl. 8.30. Vinsamlegast end urnýið sætapantanir sem fyrst. 1 síma 1657 (María) og 1439 (Munda). Kvimfélag Bústaðaisóloniair Farið verður i sumarferða- lagið sunnudaginn 21. þ.m. kl. 10 f.h. frá Réttarholtssikóla. Þátttaka tilkynnist fyrir þriðjudag hjá Auði sími 34270 og Erlu sími 34571. K.F.UJB — K.F.U.K. Kvöldvaka fyrir fólagsmenn og gesti þeirra í félagsheiin- ilinu við Holtaveg annað kvöld (fimmtud 18. júní) kl. 8.30. Dagskrá: Þjóðlegt effni. Veitingar. K ristniboðs •imba.ndtð Hátíðarsamkama verður í Kristniboðshúsinu Betaníu 1 dag 17. júní e.h.: Upplestur, tvísöngur. Séra Lárus Hall- dórsson hefur hugleiðingu. A:h. kl. 5. Alllir eru veikom>n ir. K ristn i boðsmimhaindið HjálpræðUheiriiui 17. júni kl. 14. Kaffisala. AU ir veikamnlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.