Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 1
32 SIÐUR wp^fafeifr 135. tbl. 57. árg. LAUGARDAGUR 20. JUNÍ 1970 Prentsiniðja Morgunblaðsins Edward Heath fyrir framan Downing-stræti númer 10. Þegar þessi mynd var tekui, var hinn nýi forsætisráðherra að koma af fundi Elísabetar drottningar, sem bað hann mynda ný.ja ríkisstjórn. Nigería: Rauði krossinn hættir starf i Stjórnskipaðar nefndir eiga að annast hjálparstarfið — 3 milljónir sagðar í hættu Lagos, 19. júní — AP RÁD ER fyrir því gert að Rauði kross Nígeríu hætti hjálparstarfi í þeim héruðum, sem áður voru Biafra, í lok júnímánaðar, en álit ið er að um 3 milljónir manna búi við sult og efnahagsleg vand ræði á þessum svæðum enn. Sér fræðingar hafa varað við því, að dragi Rauði krossinn sig í hlé kunni það að ógna lífi um %Vi milljónar barna, sem lifðu af borg arastyrjöldina í Níg-eríu eða fæddust á meðan á henni stóð, en styrjöldin stóð í tvö og hálft ár. Pomsibjórii HSinis kiriiisltliliaga náðs,' Nígeríu, Etmimaniuel Urhobo, tel ur að mieira en þrjár rnilljónir rnannslífa séu í veði. Ráðlgieirt ör að sératekiar sitrjórn arniefindir edigi aið taka við hjálp- anstairfiniu af Raiuðia kroissinuim •en máög eir etflazit <uim hiæfMi þeirra til þesis að retoa þá starf- seimi svo gaigin sé að. í AuistMir-miðríkiiniu, sam eiltt siinin var hjarta Biafra, hefur ríkissikipuð niefmd farið þess á leit við Rauða kroisisiiinin alð hamn starfi þar áfram eftir 30. júní, en hérað þetta varið verst úti í borgiaraistyr j ölddmini. Heath orðinn forsæt- isráðherra Bretlands — svipuð stef na í utanríkis- málum — Wilson býst við að ná embættinu af tur London, 19. júní AP EDWARD Heath, hinn nýi for- sætisráðherra Bretlands, ljómaði af gleði er hann kom af fundi Elísabetar drottningar í gær- kvöldi. Hann veifaði ákaft til stuðningsmanna sinna, sem sum ir hverjir voru varla búnir að átta sig á þessum óvænta kosn- ingasigri. Nokkru áður hafði dapur og þreytulegur Harold Wilson, gengið á fund drottn- ingar og beðizt lausnar. Menn eru ekki á eitt sáttir um hverju sigurinn er að þakka. Heath og stuðningsmenn hans halda því fram, að þeir hafi einfaldlega boðið fólkinu það sem það víldt. Stuðningsmenn Verkamanna- flokksins segja að skoðanakann- anir hafi gert þá of bjartsýna, Lokatölur Lokatölur úr brezku kosn- ' ingunum bárust laust fyrlr < | miðnætti siðastliðna nótt. Kos | ið var í 630 kjördæmum og ' k urðu úrslit þessi: íhaldsflokkur 330 — unnu 75 | I Vefkam.fl. 288 — töpuðu 70 ( | Frjálslyndir 6 töpuðu 7 t Aíirir 6 töpuðu 4 Allar þessar tölur komu I mjög á óvart. Þegar frá er J | tekinn óvæntur sigur íhalrts- iflokksins, vekur mesta at- hygli það afhroð er fr.jáls- ' lyndir guidu. Þá er einnig t (mikið um það rætt að skoð- anakannar höf ðu spáð Verka ' mannaflokknurn 25—30 sæta | meirihluta, og bera þeir vart, barr sitt í brezktim kosning- um næsía árín. og kosningasókn þeirra því ver- ið minni. Harold Wilson sagði: „Þeir notfærðu sér háan fram- færslukostnað. Þeir gáfu í skyn að þeir myndu stöðva verðhækk anir." Wilson er þeirrar skoðun- ar að það hafi verið atkvæði húsmæðranna sem réðu úrslit- um, þær hafi kosið íhaldsflokk- inn í þeirri von að hann gæti lækkað vöruverð. Honum sárn- aði auðsjáanlega að missa völd- in einmitt nú, þegar hann tel- ur að óvinsælar efnahagsráðstaf- anir stjórnar hans séu farnar að bera árangur. Við tilkomu nýrrar stjórnar verða að sjálfsögðu einhverjar breytingar á stjórnarháttum í Bretlandi, en enn er of snemmt að spá um hversu miklar, eða á hvaða sviðum helzt. Víst er að í utanríkismálum verður nýja stjórnin að halda nokkurn veg- inn sömu línu og sú gamla. Edward Heath er fylgjandi stefnunni um nánari samvinnu Evrópuríkja, sem stundum er kölluð: Sameining Evrópu. Bú- ast má við að utanríkisstefna hans færi Bretland nær Banda- ríkjunum, og hann hefur iofað að hætta brottflutningi brezkra hermanna frá Suðaustur-Asíu, en á því var byrjað í stjórnar- tið Wilison'S. íhaldsflokkurinn mun að öll- um líkindum aflétta vopnasölu- banninu af Suður-Afríku, og Heath hefur einnig áhuga á að reyna enn einu sinni að kom- ast að einhvers konar samkomu lagi við Rhodesíu. í þessum til- vikum er hann á öndverðum meiði við Bandarikiastjórn, sem hefur sett algert vopnasölubann á Suður-Afríku, og slitið öllu stjórnmálasambandi við Rhod- Hvað Vietnam varðar, kemur Heath ekki til að eiga í höggi við neinn af sínum eigin mönn- uim, í stuðninigi við Bandaríkin. Wilson átti oft í erfiðleikum með vinstri arm Verkamannaflokks- ins hvað" þetta mál snertir, og Heath kom honum þá oft til að- stoðar. Hins vegar má búast við að vinstri sinnar Verkamanna- flokksins verði nú mun harðari í afstöðu sinni, þegar þeir eru komnir í stjórnarandstöðu og þurfa ekki að taka tillit til eig- in flcfckis. Framhald á bls. 31 iaiej á sig sjó I THOR Heyerdahl og áhöfn | I hans á papýrusbátnum Ra, lentu í erfiðleikum í miklum ' ' stórsjó í dag. Ein aldan braut t I mastrið, skemmdi stýrið og i l ýmislegt annað um borð, og áttu mennirnir í erfiðleikum m«ð að hindra að bátnum hvolfdi. Þeim tókst þó að gera bráðabirgðaviðgevð, og þegar þeir höfðu loftskeyta- samband við land, töldu þeir t sig ekki vera í neinni hættu. Að visu var enn þungur sjór, en vsðrið var að ganga niður. Ákaf ir bardagar standa um borgina Kompong S-Vietnamar segjast skerast í leikinn, ráðist kommúnistar á Phnom Penh Phnom Penh, 19. júní AP ÖFLUGAR sveitir N-Vietnama og skæruliða Viet Cong komm- únista gerðu í dag árás á borg- ina Kompong Thom og komust í innan við 200 metra fjarlægð frá víggirðingum stjórnarhers Kambódíu. Kommúnistar gerðu áhlaup á borgina, sem er í um 130 km fjarlægð frá Phnom Penh skömmu eftir miðnætti í nótt og hófst áhlaupið með skot- hríð úr sprengjuvörpum. Kamb- ódíuher sendi orrustuþotur á vett vang en síðustu fréttir hermdu að barizt væri áfram um borg- ina og fengju kommúnistar stöð- ugt liðsauka. Kompong Thom, sem er við þjóðveginn til Siem Reap og Angkor Wat, hefur legið undir nær látlausum árásum kommún- ista í heilan mánuð og í nokk- ur skipti hefur svo virzt, sem stjórnarherinn hefði misst borg- ina. Til þess hefur þó ekki komið. í dag komu flugvélar úr flug- her S-Vietnam til aðstoðar Kamb ódíuher í bardögunum um Kompong Thom. Ekkert hefur frétzt um mann- fall í bardögunum þarna, en í dag lýsti yfirstjórn Kambódíu- hers þvi yfir, að stjórnarherinn hefði fellt um 6.000 hermenn kommúnista á þeim þremur mán uðum, sem styrjöldin í Kamb- ódíu hefur staðið. Talsmaður stjórnar Kambódíu sagði í dag, að stjórnin hefði farið þess á leit við Bandaríkja Framhald á bls. 2 Soyuz 9 lentur Geimf ararnir tveir sagðir við beztu heilsu eftir metferð Moskvu, 13. júinií — AP SOVÉZKA geimfarið Soyuz 9, lenti í dag mjúkri lendingu í Sovétríkjunum að því er Moskvuútvarpið greindi frá. Sagði útvarpið, að lendingin hefði átt sér stað kl. 11:59 að ísl. tíma. Ferð Soyuzar 9 stóð samtals í 17 daga og hefur geim- för manna aldrei staðið svo lengi fyrr. Leinidimigin fór fram 75 km vesitur af Karaigamda á steppum Kazakhstan. Skýrðd Moskvuút- vairpið fná því, að geiimf'ar'amnir tveir, Andrian Nikolayev og Vitaaly Sevastyainiov væ'ru báð- ir hreissir og við beztiu hedlisu og aö þeir hefðu fraimkvæmt allt það, siem ráðglert hefði verið í geiimferðiiinini. Soyuzi 9 var skotið á bnaut uimlhverfis jörðu 1. júraí sl. og var á þedrri bna/uit í 17 daga, 16 klst. og 59 miím,. Sovéak blöð hafa giefið til kynma að tilgainiguirinin með himii lönigu geimferð hafi verið »á að kanraa hver álhirif lainigvarandi þynigdairleysi (hiefði á mianilis- líkaimiainin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.